Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 ✝ Guðrún ÁgústaSigurjónsdóttir fæddist á Lambalæk í Fljótshlíð 20. desem- ber 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols- velli 17. júní 2009. Foreldrar hennar voru Sigurjón Þórð- arson, f. 22.8. 1891, d. 18.10. 1971, og Guð- björg Gunnarsdóttir, f. 2.11. 1888, d. 15.1. 1973. Sigurjón og Guðbjörg bjuggu lengst af á Lambalæk. Systkini Guð- rúnar eru: Gunnar Þórarinn, f. 12.11. 1914, d. 18.11. 2003, Ingi- björg, f. 5.3. 1916, d. 16.1. 2001, Ingi- leif Þóra, f. 16.6. 1917, d, 9.1. 2003, Pálína, f. 14.7. 1918, Sigurbjörg, f. 8.9. 1921, Jónína Guðrún, f. 31.3. 1923, d. 28.1. 1966, Ólafur Gústaf, f. 28.10. 1925, d. 29.9. 1996, og Maríus, f. 17.5. 1928, d. 12.7. 1928. Hinn 15. september 1945 giftist Guðrún Guðmundi Gunnarssyni, f. 26. mars 1916. Foreldrar hans voru Gunnar Guðmundsson og Guðrún Eiríks- dóttir frá Moshvoli í Hvolhreppi. Börn þeirra eru: 1) Dreng- ur, f. 1.2. 1946, d. 9.3. 1946. 2) Gunnar, f. 11.6. 1947, maki Björg Sigurjónsdóttir, f. 22.8. 1951. Börn þeirra eru: a) Pálmi, f. 30.6. 1972. Maki Sig- ríður Ágústsdóttir Morthens, f. 25.6. 1968. Börn: Bergrós, Ágúst og Adam. b) Erla, f. 11.6. 1978. Sambýlismaður Bjarki Kristjánsson, f. 11.9. 1976. Dóttir Aníta Ósk. 3) Hákon Mar, f. 9.12. 1949, d, 21.7. 1954. 4) Guð- björg, f. 6.5. 1953, maki Sæmundur Holgersson, f. 8.5. 1946. Börn þeirra eru: a) Pétur Snær, f. 1.2. 1977. Sam- býliskona Magdalena Margrét Ein- arsdóttir, f. 10.8. 1976. Börn Guð- björg Anna og Einar. b) Guðmundur Ágúst, f. 19.6. 1979. c) Holger Páll, f. 23.8. 1988. 5) Hákon Mar, f. 12.7. 1956, maki 1 Halldóra Kristín Magn- úsdóttir, f. 25.6. 1957. Börn þeirra: a) Berglind, f. 25.8. 1979. Maki Einar Viðar Viðarsson. Börn Hákon Kári og Védís Ösp. b) Kristrún, f. 5.4. 1986. Maki 2 Jónína Gróa Her- mannsdóttir, f. 1.7. 1965. Börn Jón- ínu Gróu og stjúpbörn Hákonar: a) Helga Guðrún, f. 16.11. 1989, b) Her- mann Sveinn, f. 19.5. 1993, Lár- usarbörn. Guðrún og Guðmundur settust að á Lambalæk í Fljótshlíð. Þar gætti Guðrún bús og barna meðan Guð- mundur vann utan heimilisins við smíðar á húsum og bílayfirbygg- ingum. Ekki var um hefðbundinn bú- skap að ræða en um tíma var verið með fáeinar kindur og nokkra hesta. Ávallt var stunduð garðrækt til heimilisins og var matjurtagarð- urinn oft á tíðum talsvert fjöl- breyttur. Árið 1967 tóku hjónin sig upp og fluttu til Hvolsvallar en þar fór Guðrún líka að vinna utan heim- ilisins hjá Prjónastofunni Sunnu við að sníða og sauma lín og prjónavoð. Á Hvolsvelli byggði fjölskyldan myndarheimili með ákaflega fögrum verðlaunagarði í kring. Á heimilinu og í garðinum naut einstök natni þeirra og umhyggja sín mjög vel. Loks fluttu hjónin að dvalarheim- ilinu Kirkjuhvoli á vordögum 2003. Guðrún verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag, 26. júní, kl. 15. Það var um miðjan vetur rétt fyrir jólin árið 1919 að lítil stúlka fæddist nokkru fyrir tímann og var í nettara lagi, sögð aðeins 6 merkur. Eitthvað hefur þetta tekið á móður hennar því nauðsynlegt þótti að gefa henni færi á að jafna sig. Góð frænka sem var á staðnum vafði litlu píslina í ullarvoð og hljóp með hana í vetrarkuldanum að næsta bæ og hlúði að henni þar. Var barninu vart hugað líf. Það fór þó aldeilis á annan veg. Sú litla bragg- aðist vel, varð atorkumanneskja fram í háa elli og vantaði aðeins um hálft ár í að verða níutíu ára er hún lést þann 17. júní síðastliðinn. Í bernskuminningunni finnst okk- ur eins og mamma hafi verið að allan sólahringinn. Hún var í einhverjum önnum þegar við fórum að sofa og gjarnan heyrðist diskaglamur úr eld- húsinu þegar við vöknuðum. Næg voru verkefnin í sveitinni. Ekki var hægt að hlaupa í næstu búð til að kaupa nauðsynjar, því var bjargað öðruvísi. Mamma var mikil hann- yrðakona sem ekki einungis bjó til fallega púða og teppi til skrauts, held- ur saumaði og prjónaði föt á okkur krakkana og útbjó sængurföt, dúka og annað sem vantaði til heimilisins. Minnisstæð eru nýju náttfötin úr hveitipokunum á Þorláksmessu og eftirvæntingin að sjá jólatréð þegar jólahátíðin gekk í garð og allt var tilbúið. Á sumrin voru ræktaðir garðávextir, á haustin útbúið slátur, matur soðinn niður og saltað kjöt. Á aðventunni þegar heimarafstöðin annaði ekki álaginu frá bakarofnum sjö heimila á sama tíma bakaði mamma bara á nóttunni þegar aðrir voru sofnaðir og spennan næg. Eftir að við vorum sjálf komin með fjölskyldur var gott að leita til mömmu ef einhvern vantaði til að líta eftir börnum okkar og var hún óþreytandi að sinna þeim og veita fé- lagsskap. Hún vildi hjálpa öðrum en átti verra með að þiggja aðstoð. Skylduræknin og kröfurnar sem hún setti sér sjálf hljóta að hafa tekið í á stundum. Matarboð mömmu eru eft- irminnileg í fjölskyldunni. Á jólum var kaffiboð þar sem borð svignuðu undan kræsingum og um hver áramót útbjó hún matarveislu sem var ekki síður glæsileg. Síðustu orkuna notaði hún til að ljúka við útsaumaða mynd handa sér- hverju barnabarni. Þær bera vand- virkninni og eljunni gott vitni. Mamma var fjölskyldumanneskja sem naut þess að þjóna sínu fólki. Í hægð sinni hafði hún sterkar skoðanir sem okkur þótti sjálfsagt að virða. Mamma byrjaði svo smá, en varð svo stór í lífi okkar. Elsku pabbi, Guð veiti þér styrk. Gunnar, Guðbjörg og Hákon Mar. Elsku amma. Mikið var alltaf gaman að koma til þín og afa í Stóragerðið, þú varst iðu- lega að baka krásir eða með eitthvað á prjónunum. Oftar en ekki fékk ég að aðstoða við baksturinn, en best þótti mér auðvitað að fá að smakka deigið. Best fannst mér að smakka til flat- kökudeigið og þú skildir nú ekkert í því að ég gæti borðað það. Það var auðvitað alltaf boðið upp á mjólk og kökur ef maður kom við og maður heyrði eldhúsklukkuna trekkja sig þegar maður stóð við gluggann og horfði yfir Gíslahól. Seinna þegar ég fór í skóla til Reykja- víkur, passaði ég alltaf upp á að koma reglulega við hjá ykkur og áttum við iðulega góðar stundir saman. Eftir að Sigga kom í fjölskylduna urðuð þið hinir bestu mátar og gátuð rætt saman um heima og geima, enda frændsemin ekki langt undan. Eftir að börnin fæddust passaðir þú alltaf upp á að þau ættu prjónaða peysu, vettlinga eða sokka sem þú gerðir sjálf og hélst því áfram svo lengi sem axlirnar dugðu til. Ég átti til að hringja í þig þegar ég var að flækjast erlendis vegna vinnu og spyrja þig vega og þér fannst það alltaf jafn gaman og hlóst þessi ósköp að því að ég væri að spyrja þig. Já, það var oft hlegið í kringum þig og þú áttir svo margt skemmtilegt fram að færa, elsku amma. Elsku amma Gunna, takk fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman og takk fyrir að vera svona hlý og góð við okkur fjölskylduna. Hlíðin mín fríða hjalla meður græna og blágresið blíða og berjalautu væna, á þér ástar-augu ungur réð ég festa, blómmóðir besta. (Jón Thoroddsen.) Pálmi, Sigríður, Bergrós, Ágúst og Adam. Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Ágústu Sigurjónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigríður Páls-dóttir frá Hvammi í Holtum, fæddist á Stóru- Völlum í Landsveit 21. janúar 1926. Hún andaðist á dval- arheimilinu Lundi á Hellu 16. júní 2009. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson frá Ægissíðu, f. 10. jan. 1890, d. 29. okt. 1943 og Sigríður Guðjónsdóttir frá Stóru-Völlum, f. 9. ágúst 1900, d. 26. feb. 1988. Systkini Sigríðar eru Jens, Jón, látinn, Óðinn, Þór, látinn, Vall- aður, látinn, Gunnur, Þýðrún, Atli, Ragnheiður, Ása og Guðrún. Sigríður giftist 13. desember 1947 Elimar Helgasyni, f. í Skammadal í Mýrdal 30. maí 1911, d. 6. mars 1999. Foreldrar hans voru Helgi Jónasson, síðar bóndi í Seljalandsseli V- Eyjafjöllum og Vil- borg Oddsdóttir frá Nýjabæ í Landbroti. Dóttir Sigríðar og Elimars er Sig- urbjörg, f. 21. jan- úar 1957, gift Sveini Sigurjónssyni, f. 1. október 1947. Þau búa á Galtalæk 2 í Landsveit. Synir eru Elimar Helgi, í sam- búð og á tvö börn, Páll, á konu og tvö börn, Sigurjón, á konu og þrjú börn, Birnir, í sambúð og Víðir, í sam- búð. Sigríður fluttist að Hvammi 1947 og bjuggu þau þar í 49 ár. Elimar veiktist 1995 og fluttist hún það sama ár í lítið hús á Hellu. Útför Sigríðar verður gerð frá Marteinstungukirkju í Holtum í dag, 26. júní, og hefst athöfnin kl. 13 Móðir mín er látin. Hún varð bráð- kvödd á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 16. júní sl. Hafði hún átt við allerfið veikindi að stríða um nokkurt skeið. Hún ólst upp í stórum systkinahópi og var oft mikið fjör á Stóru-Völlum. Fór að hjálpa til við bústörfin um leið og hún gat. Hefur alla tíð verið mikið samband meðal systkinanna og af- komenda þeirra. Smá minningabrot komu í hugann. Eiginleika ýmsa tel, eldun fyrr á hlóðum, handavinna, hugans þel, heimarík á slóðum. Ljóðum góðum einnig unni, yndi var að kveðast á, fjölda mörg hún kvæðin kunni, kynstrin öll af vísnagná. Flatkökurnar besta brauð, bragð í munni lifir. Blátt í slæðu, blússan rauð breiddi glingur yfir. Guð blessi minningu hennar og þakka skal öllum þeim er aðstoðuðu hana á einhvern hátt í gegnum árin og ég bið þeim guðsblessunar. Sigurbjörg Elimarsdóttir. Sigríður Pálsdóttir ✝ Guðrún JónaBjarnadóttir fæddist á Augastöðum i Hálsasveit 22. ágúst 1912. Hún lést 15. júní 2009. Foreldrar henn- ar voru Ágústa Jóns- dóttir og Bjarni Jóns- son (drukknaði áður en Guðrún fæddist). Fóstri hennar var Jón Ottason. Fyrstu ár ævinnar bjuggju þær mæðgur á Ferstiklu í Hvalfirði hjá foreldrum Ágústu. Árið 1920 fluttust þær á Akranes og bjó Guðrún þar alla tíð síðan eða í hart nær 90 ár. Hún vann m.a. við fiskvinnslu og hjá Mjólkurbúi Akraness og einn vetur nam hún við Héraðsskólann á Laugarvatni. Guðrún giftist Þjóðleifi Gunn- laugssyni, f. 2. okt 1896, d. 16. ágúst 1972. Eignuðust þau þrjá syni. 1) Jón Otti, f. 18. maí 1937 d. 21. júní 1944; 2) Bjarni, f. 29. janúar 1939. Kona hans er Sigríður Sigtryggs- dóttir. Bjarni var áð- ur kvæntur Ingigerði Þóreyju Guðnadótt- ur, f. 1940, d. 1982. Þeirra börn eru fjög- ur; 3) Davíð, f. 21. mars 1942. Kona hans er Guðbjörg El- ín Ásgeirsdóttir og eiga þau tvö börn. Frá árinu 1936 bjuggu Guðrún og Þjóðleifur við Skólabraut 19, en 1953 reistu þau húsið Skólabraut 23 og ráku þar verslun, með hús- gögn, fatnað og raftæki, fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Síð- ustu æviárin bjó Guðrún á Dval- arheimilinu Höfða. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 26. júní og hefst klukkan 14. Það er mikil gæfa að hafa fengið að vera samvistum við ömmu eins lengi og raunin var. Sérstaklega þar sem hún naut góðrar heilsu næstum fram á síðasta dag. Að vera barn í Reykjavík og eiga ömmu sem bjó uppi á Akranesi var mikið ævintýri. Ég á margar yndis- legar minningar frá því ég tók Akra- borgina upp á Skaga og amma tók á móti mér á höfninni. Alltaf var hún búin að elda mat sem hefði nægt fyrir heilt fótboltalið þótt maður væri einn á ferð. Við nýttum tímann til að prjóna og hekla ásamt því að fara í gönguferðir um Akranes og Langasand. Þaðan kom maður alltaf vel siðaður, hreinn og strokinn. Á unglingsárunum þótti mér hún ganga fulllangt þegar hún hafði pússað hermannaklossana mína þar til þeir glönsuðu eins og lakkskór. Ég hafði lagt mikið á mig til að gera þá snjáða eins og tíska þess tíma sagði til um. Amma hafði mikinn áhuga á garð- yrkju og fékk að njóta þessa áhuga- máls í sumarbústaðnum sínum í Hval- firðinum. Þangað var alltaf gaman að koma. Á lóðinni gróðursetti hún tré sem í dag eru orðin svo stór að það sést ekki í bústaðinn lengur frá veg- inum. Hún kenndi okkur systrunum nöfnin á öllum plöntunum sem vaxa á sumarbústaðarlóðinni. Nýt ég þessa lærdóms ríkulega í dag. Amma var frábær hannyrðakona og prjónaði vettlinga og sokka fyrir öll barnabörnin í fjölskyldunni fyrir hver jól. Þessum gjöfum fylgdu alltaf súkkulaðistykki. Hún prjónaði sjöl og heklaði dúka sem voru listaverk og var búin að flosa „Drottinn blessi heimilið“ fyrir börn og barnabörn. Amma flosaði eitt slíkt verk fyrir saumastofuna mína, en þar stendur „Drottinn blessi saumastofuna“ . Eitthvað þótti henni þetta nú vera stílbrot en lét sig þó hafa það. Verkið vekur stöðugt at- hygli þeirra sem koma á saumastof- una. Amma mun lifa í minningum mínum um ókomna tíð – veganestið sem hún gaf mér með umhyggju sinni mun fylgja mér ávallt. Gerður Bjarnadóttir. Þegar ég var yngri varði ég miklum tíma uppi á Akranesi hjá ömmu. Þær voru ófáar ferðirnar með Akraborg- inni í öllum veðrum sem ég fór upp á Skaga. Þegar ég var einn á ferð kom amma og tók á móti mér niðri á bryggju. Mér fannst þetta gaman og það var ætíð tilhlökkun að fara upp á Skaga. Amma tók alltaf vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Kjötbollur í brúnni sósu, vöfflur með rjóma og rice crispies með flóaðri mjólk voru réttir hússins. Það var ekkert bruðl á Skóla- brautinni og ástæðan fyrir því að mjólkin var flóuð var vegna þess að Amma frysti alltaf mjólkina svo hún skemmdist ekki þannig að einhvern tíman þegar ég var að fara að borða morgunmat þurfti hún hita hana í potti fyrir mig. Eftir það vildi ég alltaf rice crispies með flóaðri mjólk hjá ömmu. Það var ekki verið að traktera mann með einhverjum óþarfa eins og sætindum, þó svo hún hafi laumað að mér einum og einum kandísmola. Síð- an laumaðist maður bara niður og bankaði upp á hjá Þóru og fékk nýbak- aðar kleinur og sætindi. Ég á góðar minningar frá Akranesi. Amma var dugleg að gera ýmislegt til að hafa ofan af fyrir litlum strák. Hún kenndi mér að spila Marías og gerðum við það óspart. Ómissandi hluti af heimsóknum til ömmu voru fjöruferð- irnar. Við gengum fjörurnar og söfn- uðum steinum og öðrum áhugaverð- um hlutum sem ráku á land. Það voru oft miklir fjársjóðir í augum 10 ára stráks. Einnig keyrðum við oft inn í bústað á Hvalfjarðarströnd þar sem við fórum í berjamó og ég fékk að smíða í kjallaranum á gamla bústaðn- um. Þeir bíltúrar eru mér minnisstæð- ir, en ekki þó vegna þess að mér þóttu þeir skemmtilegir. Við fórum hægt yf- ir og amma notaði tímann til að kenna mér öll bæjarnöfn og segja mér sögur þeim tengdar á leiðinni inn á strönd. Næsta dag þegar við keyrðum aftur inn eftir var mér svo hlýtt yfir og þeg- ar ég var 10 ára kunni ég flest bæj- arnöfnin frá Akranesi inn að bústað. Hún amma mín var ótrúleg kona. Ef ég verð eitthvað nálægt því jafn- frískur og hún var á elliárunum get ég verið ánægður. Það voru sönn forrétt- indi að kynnast henni og hún kenndi mér margt sem ég mun búa að um ókomna tíð. Ég er þakklátur fyrir allan tímann sem við áttum saman og ég er þakk- látur fyrir að hún varð jafn langlíf og heilsugóð og hún var. Ég er sérstak- lega þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman á síðustu árum og að hún náði að kynnast dóttur minni, yngsta afkomanda sínum, áður en hún fór. Mér eru ofarlega í huga fyrstu jól dóttur minnar þegar amma kom og var hjá fjölskyldunni mini á aðfanga- dag og eins þegar hún kom og átti kvöldstund með okkur í fyrrasumar í bústað við Hreðavatn, það voru ynd- islegar stundir sem ég mun alltaf geyma og þykja vænt um. Elsku amma, takk fyrir allt og hvíl í friði. Brjánn. Guðrún Jóna Bjarnadóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.