Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÞETTA er spil sem hægt er að spila alls staðar,“ fullyrða þeir Steinþór Steingrímsson og Ölvir Gíslason um nýútkomið spurningaspil úr þeirra smiðju. En svo slá þeir tvo varnagla við þessari yfirlýsingu sinni: „Það er reyndar ekki hægt að spila það í vatni, spjöldin eru úr pappír. Einnig mælum við ekki með því að fólk spili undir stýri þó spilið sé vissulega ferðavænt.“ Og það sé vissulega kostur spilsins, sem ber heitið Spurt að leikslokum. Spilið er í handhægum kassa sem ætti ekki að flækjast fyrir neinum á ferðalögum. Auk þess inniheldur það ekkert spilaborð sem auðveldar spila-glöðum að spila hvar sem er, svona næstum því. „Já, við vildum vera lausir við ten- inga og svoleiðis vesen. Þetta átti að vera spil sem er bæði þægilegt og skemmtilegt að spila,“ segir Stein- þór. Vanir menn Spurt að leikslokum er spurn- ingaspil og segja þeir félagar það bera öll einkenni slíkra spila. „Já, þarna eru bæði spurningar og svörin við þeim,“ fullyrðir Ölvir. „Svo er hægt að spila spilið á fjóra mismunandi vegu, allt eftir að- stæðum og fjölda spilara,“ segir Steinþór. Spurningarnar eru flokkaðar í sex hluta eftir efni þeirra. „Þarna er meðal annars flokkar sem heita Náttúra, Vísindi og Matur. Þar er að finna ýmsar spurningar um mat og matargerð sem hefur að mínu mati vantað í spurningaspil í gegnum tíðina,“ segir Ölvir. „Allir hafa skoð- anir á mat og það eru meira að segja margir sem neyta hans daglega.“ Þeir Ölvir og Steinþór hafa gegn- um tíðina verið iðnir við kolann í spurningasmíðum og hafa haldið ófá- ar spurningakeppnirnar í vinahópn- um og á vinnustaðnum auk þess að hafa látið til sín taka á pub quiz- kvöldum á Grand Rokk. Íslensk framleiðsla „Það eru örugglega margir sem vilja fá að vita að þetta er alíslensk framleiðsla,“ segir Steinþór. Svo íslensk er hún að þeir Stein- þór og Ölvir sitja þessa dagana sveittir og raða spjöldunum í kass- ana þar sem slíka vél er ekki að finna hér á landi. „Það þyrfti nú bara pínulitla vél í þetta og þær eru til úti í heimi. Eins og staða krónunnar er núna er hins vegar frekar óhagstætt að fjárfesta í einni slíkri. Ef við þurfum að prenta fleiri eintök af spilinu endurskoða ég þó málið, ég nenni ekki að raða meira!“ segir Steinþór. Spilið er hægt að nálgast í nokkrum versl- unum N1, Hagkaupum, Spilavinum á Langholtsvegi og fleiri stöðum. Auk þess er hægt að panta það á vefsíð- unni hér að neðan. Spurt að leikslokum  Þeir Steinþór og Ölvir eru höfundar nýs íslensks spurningaspils  Hægt er að spila það alls staðar nema í vatni  Hrafn Gunnlaugsson þekkja allir. Hrafn Jökulsson er líka flestum að góðu kunnur. En hvað hétu hrafnar Óðins?  Hvaða tvö dýr koma við sögu í réttinum „Surf ’n’ Turf“, sem finnst gjarnan á matseðlum betri veitingahúsa?  Hvaða nýjung innleiddi Willi- am Crum í fótbolta árið 1891, sem markaði tímamót í íþrótt- inni?  Hvert er orðið? Í fleirtölu er það mikilvægt amboð sjúkra- flutningamanna. Í eintölu getur það verið arabískt karlmanns- nafn, þorp í Svíþjóð eða hljóm- sveit frá Akureyri. Svaraðu nú ... www.spurtadleikslokum.is Morgunblaðið/Heiddi Steinþór og Ölvir Spilið þeirra, Spurt að leikslokum, er dæmigert spurn- ingaspil og inniheldur því bæði spurningar og svör. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM 750kr. Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750k r. Stærsta mynd ársins - 38.000 manns! ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR 750kr. UPPLIFÐU FYNDNASTA FERÐALAG ALLRA TÍMA !! FRÁBÆR GAMANMYND Í ANDA WEDDING CRASHERS 750kr. 750kr. Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf og John Torturo ásamt kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox kemur FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS “Stærri, fyndnari, flottari ... Ef þú fílaðir fyrstu myndina, þá áttu eftir að dýrka þessa!” T.V. - Kvikmyndir.is HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI ! Frá leikstjóranum Michael Bay kemur ein flottasta HASARMYND SUMARSINS  “... athyglisvert og vandað verk” - Ó. H. T., Rás 2 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef SÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓ Year One kl. 5:50 - 8 - 10 B.i. 7 ára Ghost of Girlfriends past kl. 5:50 B.i.12 ára Killshot kl. 8 - 10 LEYFÐ Tyson kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Gullbrá og birnirnir þrír kl. 6 LEYFÐ Year One kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Angels and Demons kl. 6 - 9 B.i.14 ára Ghosts of Girlfriends Past kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára Lesbian Vampire Killers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Year One kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.