Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 ✝ Guðmundur J.Þorsteinsson fæddist á Búðum á Snæfellsnesi 25. júlí 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 21. júní 2009. Hann ólst upp á Kálf- árvöllum í Stað- arsveit hjá foreldrum og systkinum. For- eldrar Guðmundar voru Þorsteinn Jó- hannes Marteinn Nikulásson og Sig- urjóna Eiríka Jónsdóttir, búendur á eignarjörð sinni, Kálfárvöllum, þar til þau brugðu búi og fluttur í Garð. Systkini Guðmundar eru: Margrét, búsett í Reykjavík, Jón í Keflavík, Hulda, búsett á Kjal- arnesi, Sigrún, býr á Akureyri, Ása Daníel Helgi og Bryndís Rún. Fyrir átti Rúnar synina Sigurgest Jó- hann og Benjamín Almar. 4) Sævar Þór, f. 3. sept. 1965, kvæntur Þóru Grétu Grétarsdóttur, dótttir þeirra er Rakel Eva. Að auki átti Guð- mundur svo 4 langafabörn, þannig að afkomendur hans voru 20, er hann lést. Guðmundur bjó síðar í rúm 20 ár með Þóreyju Hjartardóttur, ætt- aðri af Snæfellsnesi, eða allt þar til hún lést. Hinn 30.6. 2005 kvæntist Guð- mundur Kristjönu Sigríði Páls- dóttur, f. í Reykjavík 7.3. 1931, Gíslasonar vörubifreiðarstjóra í Reykjavík og k.h. Margrétar Jóns- dóttur. Kristjana Sigríður lifir mann sinn. Guðmundur stundaði sjó- mennsku frá Akranesi um tíu ára skeið, en varð síðar starfsmaður hjá Grænmetisverslun landbún- aðarins frá 1959-1970, og hjá Agli Árnasyni frá 1970 til 1995. Guð- mundur fluttist á Suðurnesin 1999. Útför Guðmundar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 26. júní og hefst athöfnin kl. 13. (látin) og Alda, búsett í Reykjavík. Árið 1958 kvæntist Guðmundur, Guð- rúnu Jónu Kristjáns- dóttur og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu 1970. 1) Börn þeirra eru; a) Krist- ján Valur, f. 15.10. 1955, kvæntur Ragn- heiði Víglundsdóttur, börn þeirra eru, Ólaf- ur Ingi og Guðrún Jóna. b) Þórey búsett í Danmörku, f. 29. nóv. 1957, gift Jóni Erlingssyni. Börn Þóreyjar eru, Guðmundur Axel, Inga Jóna, Finnborg Salome, Guðmundur Atli og Aron Gunnar. c) Rúnar Jóhann, f. 5.8. 1959, kvæntur Helgu Stellu Sigurbjörns- dóttur, börn þeirra eru tvíburarnir Móðir mín kynntist Guðmundi árið 2001 og árið 2005 giftu þau sig. Það segir sig því nokkurn veginn sjálft að ég og mín systkini þekkt- um hann ekki lengi. En þetta var maðurinn sem móðir okkar vildi eyða ellinni með og því tókum hon- um sem slíkum. Guðmundur var sterkur persónuleiki og skapmikill maður. En það að hann væri móður okkar góður, var nóg fyrir okkur. Börnin okkar og barnabörn eiga góðar minningar um manninn hennar ömmu. Blái húsbíllinn þeirra með hvíta toppinn var eins og vorboði um sveitirnar strax þeg- ar fór að hlýna á vorin. Þau ferð- uðust mikið saman innanlands og utan. Eftir að veikindin tóku að hrjá Guðmund síðastliðið vor, ákváðu þau að færa sig um set yfir í þjón- ustuíbúð að Nesvöllum. Hann hlakkaði því mikið til að koma heim í nýju fallegu íbúðina og undirbúa húsbílinn fyrir væntanlegar ferðir sumarsins. Af því varð þó ekki, en þó lánaðist honum að líta heim á nýja heimilið sitt örlitla stund í fylgd starfsmanna sjúkrahússins, skömmu áður en hann lést. Tíminn var stuttur, en stríðið samt nógu langt. Hann ætlaði að gera svo margt og var hreint ekki tilbúinn að deyja strax. Það er sjálfsagt eðli- legt að ætla að maður hafi alltaf nógan tíma til laga og bæta það sem úrskeiðis hefur farið, en stundum er tíminn einfaldlega of stuttur. Þessa daga sem liðnir eru frá andláti Guðmundar, höfum við í minni fjölskyldu aðeins verið að kynnast Kristjáni Val, elsta syni hans og fjölskyldu. Um leið og ég þakka þessu góða fólki stuðning og vinsemd sem ég veit að hefur verið móður minni ómetanlegur, vil ég votta börnum Guðmundar og fjöl- skyldum þeirra mína innilegustu samúð. Í þagnargildi þróast skynjun öll, og þá má rýna gegnum yfirborð. Á náttarþeli andinn fer á fjöll, við fótmál hvert er tvírætt dularorð. En viljir þú, að vættir láti í té ’inn vafurlogum gyllta töfra seim. Í einrúminu krjúpa skaltu á kné og kveðja dyra að lífsins undirheim. Með þessum orðum Guðmundar Friðjónssonar skálds bið ég góðan guð sem allar okkar syndir fyrir- gefur að blessa minningu Guð- mundar Þorsteinssonar í hjörtum þeirra sem eftir lifa. Guðrún Jóhannsdóttir. Guðmundur J. Þorsteinsson ✝ Valgerður Þor-steinsdóttir fædd- ist á Ísafirði 23. des- ember 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Árskógum 2 í Reykjavík, 19. júní sl. Foreldrar hennar voru Elísabet Jónína Ingimundardóttir frá Bolungarvík, f. 16. febrúar 1897, d. 30. ágúst 1940 og Þor- steinn Arnór Arn- órsson, skipstjóri, frá Folafæti í Súðavík- urhreppi í N-Ís, f. 20. febrúar 1893, d. 2. janúar 1962. Systkini Val- gerðar eru Valmundur Jón, f. 16.8. 1915, d. 18.9. 1998, kvæntur Frið- riku Magneu Jónsdóttur, f. 15.10. 1915, d. 24.2. 1994, Þórður Arnór Salómon, f. 21.6. 1921, d. 5.2. 1949, Hulda Valdís, f. 12.8. 1924, d. 4.8. 1974, gift Gunnari Páli Björnssyni, f. 30.1. 1905, d. 5.1. 2005, og Gunn- finna Sesselja (Lella), f. 30.11. 1932, gift Harry W. Green, f. 2.12. 1928, d. 16.11. 2004. Valgerður giftist 26.8. 1951 Jóni Helgasyni, f. í Leirhöfn á Melrakka- sléttu 7.7. 1929, d. 13.10. 2007. For- eldrar hans voru Helgi Kristjánsson, Þórður, f. 11.6. 1958, kvæntur Jytte Fogtmann, f. 20.2. 1957. Börn hans af fyrra hjónabandi með Sigrúnu Benediktsdóttur, f. 3.5. 1959, Bene- dikt Jón, f. 10.7. 1984 og Valdís, f. 12.1. 1987. Sonur með Sif Vígþórs- dóttur, Vígþór Sjafnar, f. 6.7. 1981. Valgerður lauk unglingaprófi frá Miðbæjarskólanum í Reykjavík 1943. Hún vann verslunarstörf að því loknu og í ágúst 1945 hóf hún flugnám í nýstofnuðum flugskóla, Cumulus á Reykjavíkurflugvelli. Hinn 17.8. 1946 hlaut hún íslenskt flugskírteini fyrst kvenna hérlendis. Hún lauk námi frá Húsmæðraskóla Herdísar og Ingileifar Benediktsen vorið 1948. Að námi loknu starfaði hún sem talsímavörður hjá Land- síma Íslands þar til hún giftist. Á ár- unum 1951 til 1968 var Valgerður heimavinnandi húsmóðir. Á árunum 1968 til 1972 vann hún við versl- unarstörf og sem bókavörður hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Árið 1972 hóf hún störf sem gjaldkeri hjá Landsbanka Íslands, en hjá bank- anum vann hún til ársins 1991, síð- ustu árin sem bókavörður í aðal- bankanum við Austurstræti. Útför Valgerðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 26. júní og hefst athöfnin kl. 15. bóndi, f. 28.12. 1894, d. 17.9. 1982 og Andr- ea Pálína Jónsdóttir, f. 17.1. 1902, d. 18.7. 1990. Synir þeirra eru: 1) Þorsteinn Arn- ór, f. 25.7. 1951, kvæntur Mörthu Ás- dísi Hjálmarsdóttur, f. 27.2. 1951. Synir þeirra: Hjálmar, f. 6.5. 1971, kvæntur Bóel Hjartardóttur, f. 6.11. 1971. Dætur þeirra Hekla, f. 1994, Martha, f. 2001 og Hera, f. 2003. Magni, f. 18.2. 1976 í sambúð með Hugrúnu Árnadóttur, f. 18.4. 1977. Sonur þeirra Míó, f. 2008. 2) Helgi, f. 24.4. 1953, kvæntur Jónínu Sturludóttur, f. 4.11. 1949. Dóttir þeirra Andrea Pálína, f. 12.12. 1978, í sambúð með Aðalsteini Ólafssyni, f. 2.5. 1981. Dóttir þeirra Hildur Helga, f. 2009. Börn Jónínu af fyrra hjónabandi Nanný Arna, f. 10.8. 1970, gift Rúnar Óla Karlssyni, f. 3.4. 1972. Börn þeirra Örvar Dóri, f. 1989, Regína Sif, f. 1995 og Kol- finna Íris, f. 2001. Gunnar Bjarni, f. 8.6. 1972, kvæntur Ásgerði Þorleifs- dóttur, f. 6.9. 1975. Börn þeirra Una Salvör, f. 2002 og Frosti, f. 2006. 3) Ég man ekki eftir því þegar ég sá hana Vallý ömmu mína fyrst, svo lítill var ég. En ég man hins vegar eftir fyrstu lopapeysunni sem hún prjónaði á mig, hún var græn. Hún og hann afi Jón voru alltaf hluti af minni tilveru. Þau voru alltaf til staðar. Gáfu mér tíma og elsku sem þau áttu til mýgrút af. Þau voru með á mínum merkisdögum og tóku litlu systur minni eins og þau væru líka hennar eigin. Jafnvel þó langt væri landfræðilega á milli okkar. Þau fyrir sunnan, við fyrir austan. Hann afi minn Jón kvaddi fyrir nokkru síðan og nú er hún amma Vallý líka horfin úr hinum holdlega heimi. En hvorugt þeirra hverfur okkur úr minni sem vorum svo lán- söm að njóta samveru þeirra. Minn- ingin um þau lifir. Já, hún Vallý amma mín var kven- hetja sem lét til sín taka. Ég á enn myndina sem tekin var af henni þegar hún varð fyrsta konan á Íslandi til að taka flugpróf. Hún fór ekki troðnar slóðir og vildi sjálf ákveða hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Hún vildi jafnvel líka á stundum ákveða hvernig afi Jón hefði hlutina, og eru það merki um hreinan maddömuskap. Hún hafði til að bera hagkvæma stjórnunar- hæfileika, sem hún sýndi til síns síð- asta dags. Það áttu allir von á því að hún kveddi hinn 17. júní sl., svo veik var hún orðin. En hún Vallý amma mín var aldrei og vildi ekki vera þann- ig að hennar athafnir væri fyrirsjáan- legar. Ég er viss um að hún vildi sjálf ákveða hvenær hún kveddi og hvaða dagur var meira viðeigandi til þess þegar hún átti í hlut en Kvenréttinda- dagurinn 19. júní. Þannig var hún amma Vallý og verður ætíð í mínum huga. Sönn íslensk kvenhetja. Ég verð endalaust þakklátur fyrir að hafa notið þess að eiga hana að. Ég færi ættingjum hennar og vin- um mínar innilegustu samúðarkveðj- ur frá mér og fjölskyldu minni, Sif, Onna, Sigríði Eir og Ashley. Í friði til fagurra heima, þú ferð nú á Jesú Krists fund. Ég minningar okkar mun geyma í mínu hjarta, hverja stund. Vígþór Sjafnar. Valgerður Þorsteinsdóttir FÓLK sem stendur frammi fyrir óhjá- kvæmilegum missi fer oft í gegnum vel þekkt fimm stiga sorg- arferli sem byrjar á afneitun áður en reiðin brýst fram og snýst yfir í málamiðlanir sem enda í sorg uns menn finna til sáttar. Nýliðinn vetur fóru Íslendingar í gegnum þriggja stiga byltingarferli afneitunar, reiði og sáttar. Stjórn- völd sáu reiðina magnast og fóru að kröfum þjóðarinnar. En um það leyti sem landsmenn eru farnir að finna sáttina í sumarsólinni ætlar nýja stjórnin að slíta samfélagssáttmál- ann með því að leyfa svikahröpp- unum að sleppa og skilja okkur eftir með skuldirnar. Ég er aftur orðinn reiður. Stjórnvöld geta afstýrt byltingu Til að afstýra því að réttlát reiði landsmann brjótist út í annarri bylt- ingu í haust þurfa stjórnvöld að standa við samfélagssáttmálann. Sáttmálinn er vissulega óskrifaður, en fyrir fólk með sjálfsvirðingu segir hann að stjórnvöld skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sækja til saka þá sem svindla á þjóð- inni og að þau skuli ekki skella skuldum svikahrappa á börn lands- ins. Ef fyrir því væri pólitískur vilji væri í dag starfandi 20 til 30 manna rannsóknahópur erlendra sérfræð- inga í efnahagsbrotarannsóknum sem Eve Joly ráðlagði stjórnvöldum að stofna 8. mars á þessu ári í Silfri Egils. Slík óháð rannsókn myndi bæði styrkja samningsstöðu okkar varðandi sátt um skuldir banka- hrunsins og greiða fyrir innstreymi á fjármagni með því að sýna um- heiminum að við tökum á spillingu. Ég sé það skýrt í dag að fyrir þessu er ekki pólitískur vilji. Nýja stjórnin ætlar að skattleggja okkur fyrir skuldum svikamyllunnar og leyfa flestum svikarahröppunum að sleppa. Ég sætti mig ekki við það. Hvað með ykkur? Sjáumst í bylting- unni! JÓN ÞÓR ÓLAFSSON, viðskiptafræðinemi. Byltingarferlið Frá Jóni Þór Ólafssyni Jón Þór Ólafsson ÞEGAR íþróttir eru annars vegar beinast augu almennings oftast að keppnismönnum hverrar íþrótta- greinar og sérstaklega þeim sem skara fram úr. Að baki hvers keppn- ismanns liggja mikil störf þjálfara og stjórnarmanna hvers félags. Í forgrunni starfa hins vegar fjöl- margir foreldrar sem oft á tíðum vinna þrotlaust og óeigingjarnt starf sem fæstir gera sér grein fyrir hversu umfangsmikið er. Þetta gríð- armikla starf foreldra sést best í kringum hið fjölmenna og árlega Kaupþingsmót í 7. flokki drengja á Akranesi. Þrotlaust starf foreldra undanfarin ár hefur lagt grunninn að glæsilegasta knattspyrnumóti landsins. Þrátt fyrir mikinn sam- drátt í þjóðfélaginu var mótið um liðna helgi það fjölmennasta frá upp- hafi. Þar uppskáru Skagamenn ríku- lega fyrir traust sem skapast hefur með mikilli vinnu á liðnum árum. Þegar tólf hundruð ungir keppn- ismenn koma saman til þess að spila tæpa fimm hundruð leiki á einni helgi og þúsundir þurfa gistingu reynir á allar grunnstoðir sam- félagsins á Akranesi. Til þess að það gangi upp þurfa stjórnendur bæj- arstofnana, þjónustufyrirtæki og umfram allt foreldrar að stilla sam- an strengi sína þannig að ekkert bregði út af. Aldrei hefur Skagavélin verið betur smurð enda varð árang- urinn framúrskarandi. Það fékk ég sjálfur staðfest hjá nokkrum for- eldrum og keppendum sem gistu Akranes þessa helgi. Gleðin skein úr hverju andliti og aðdáunin á skipu- lagningu Skagamanna var ósvikin. Enn einu sinni lyftu allir sem að Kaupþingsmótinu komu grettistaki. Á sama tíma fór fram fjölmennt sjóstangveiðimót á vegum Sjó- stangveiðifélagsins Skipaskaga sem tókst mjög vel. Ekki má heldur gleyma kvennahlaupinu sígilda sem tókst vel sem endranær. Það eru mikil verðmæti fólgin í já- kvæðri umræðu þeirra þúsunda sem gistu Akranes um liðna helgi og fóru héðan með bros á vör. Öllum þeim sem komu að framkvæmd þessara glæsilegu viðburða eru hér með færðar bestu þakkir. GUNNAR SIGURÐSSON, forseti bæjarstjórnar Akraness. Þakkarvert grettistak Frá Gunnari Sigurðssyni SIGURJÓN Gunnarsson bryti (mat- reiðslumaður) segir að undirritaður sé „Súr sjálfstæðismaður“ í svargrein sinni þann 15.6.2009. Þar tekur Sig- urjón fram að ég sé að agnúast út í skrif hans í Morgunblaðinu 15. maí sl. undir fyrirsögninni Aftur til fortíðar. Sem ég svaraði með skýrum hætti í Morgunblaðinu 23. maí: Sendill Sam- fylkingar treður sér fram. Sigurjón, ég var ekkert að amast við þér, hins vegar gerði ég at- hugasemd við orðbragð þitt sem sæm- ir þér ekki og er þér frekar til minnk- unar. Þér til fróðleiks benti ég þér á rit sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út, sem heitir Skýrsla Evrópunefndar, og rit fyrrverandi dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar undir fyrirsögn- inni Hvað er Íslandi fyrir bestu? Síðan er það þitt að kynna þér þessi rit áður en þú deilir á aðra fyrir stefnuleysi. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórn- málaflokkur á Íslandi sem hefur skýra stefnu um kosti og galla í Evrópu- málum. Landsfundarfulltrúar, þar á meðal ég sem tók til máls undir þess- um lið, vildu bíða með Evrópumál, því mikilvægari mál þörfnuðust úrlausn- ar, þar á meðal mál fjölskyldunnar, sem er að blæða út; það sama gildir um fyrirtækin í landinu. Það er rangt hjá þér, Sigurjón, að flokksforystan hafi verið svínbeygð og klofningur innan raða okkar sjálf- stæðismanna. Hins vegar, eins og gengur í stórum stjórnmálaflokki, skiptast sjálfstæðismenn á skoðunum sem betur fer. Varðandi fylgishrunið sem þú bendir á þá verður að taka á því með skýrum hætti, enda eru sjálf- stæðismenn að vinna í að end- urheimta fyrra traust. En þú, Sig- urjón, getur ekki kennt Sjálfstæðisflokknum um allt sem mið- ur fór í þessu þjóðfélagi, hvað með aðra stjórnmálaflokka og eftirlits- stofnanir sem brugðust? Eru þessir aðilar stikkfrí? Aldeilis ekki. Það er rétt hjá, Sigurjón, Sjálfstæðisflokk- urinn á mikið verk fyrir höndum, und- ir það tek ég með þér. Sigurjón Gunnarsson, ég vil þakka þér sérstaklega hlýjar kveðjur til Sjálfstæðisflokksins og til mín, enn- fremur fagna ég að þú ert sannur sjálfstæðismaður en ekki erindreki Samfylkingar. Þess vegna hvet ég þig til að koma á fundi Sjálfstæðisflokks- ins og kynna þér umræður sem fara fram á fundum flokksins þar sem sjálfstæðismenn skiptast á skoðunum. Sigurjón, ég er ekkert súr yfir skoðunum annarra þó þær séu gegn minni hugsun. Eitt skulum við sam- herjar hafa í huga, að dropinn holar steininn. JÓHANN PÁLL SÍMONARSON, sjómaður. Svar við andsvari Frá Jóhanni Páli Símonarsyni BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.