Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu. Kynntu þér málið á landsbankinn.is. E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 6 7 5 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 . EINKABANKINN | SJÁLFVIRKT HEIMILISBÓKHALD Með einum smelli í Einkabankanum sérðu þína köku • Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið • Enginn innsláttur í Excel og engir útreikningar • Þú velur hvaða reikningar og kort mynda kökuritið • Færslurnar eru flokkaðar fyrir þig • Hægt er að endurnefna og endurflokka færslur Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is „ÍSLENSKU keppendunum hefur gengið sérstaklega vel í verklega hluta keppninnar. Það sem vantar upp á „teóríu“ bæta þeir upp með frumlegri og skapandi hugsun,“ segja eðlisfræðikennararnir og þjálf- arar Ólympíuliðanna til margra ára, þau Viðar Ágústsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. „Þeir eru líka óhræddir við að fikta sig áfram, eru ekki hræddir við tæki og tól,“ bætir Viðar við. „Ætli það komi ekki til af því hvað við erum illa upp alin, allavega ekki eins strangt og í öðrum löndum,“ segir Kristinn Kristinsson, keppandi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Brandur Þorgrímsson, nemi í MA, segist hafa verið iðinn við að taka heimilistæki í sundur og stundum hafi reynst snúið að setja þau saman aftur. Aðrir keppendur kannast við að hafa skemmt sér við þessa iðju. Vatnsmyllur og hvirfilbyljir Ingibjörg og Viðar segja dæmin og þrautirnar sem leysa þarf vera á háskólastigi og að þátttakendur þjálfi stíft í heilan mánuð í Háskóla Íslands fyrir keppnina og á meðan sé lítið hægt að sinna öðru. Einungis keppandinn frá Reykjavík, Elías Heimisson, nemi í MR, fær greidd laun frá borginni á meðan. Hinir þátttakendur hafa fengið einhverja styrki, en það dugar skammt. Þeir eru þó sammála um að þetta sé þess virði en það myndi þó vafalítið létta áhyggjum af foreldrunum ef þeir fengju greiddar ferðir og einhver laun. Davíð Örn Þorsteinsson segir Kaupfélag Sauðkrækinga hafa styrkt sig með 50 þúsundum krón- um, en hann vinnur í bygginga- vörudeildinni hjá þeim með skól- anum. Hann segir eðlisfræðikunnáttuna ekki koma mikið að notum í starfinu. Þess verð- ur þó kannski ekki langt að bíða að frumleg hugsun hans byggð á lög- málum eðlisfræðinnar nýtist kaup- félaginu! Ingibjörg og Viðar, sem hafa sótt marga Ólympíuleikana með íslensku keppendunum, segja dæmin og þrautirnar oft „svínslega“ erfið en jafnframt skemmtileg. Oft séu þau hagnýt og lýsandi fyrir landið sem heldur leikana. Á Ólympíuleikunum í Víetnam hafi verið þrautir með vatnsmyllur til að vinna hrísgrjón. Þá hafi verið sett upp dæmi tengt mengun og fjölda mótorhjóla í Hanoi. Þegar keppnin var haldin hér á landi árið 1998 var sett upp dæmi tengt eldgosi undir jökli. Dæmi tengd hvirfilbyljum þóttu ekki ólík- leg í keppninni í Mexíkó. Frumleg og skapandi hugsun skiptir öllu  Ólympíuleikarnir í eðlisfræði eru alþjóðleg keppni framhaldsskólanema  Fjórir íslenskir nemar úr jafnmörgum skólum æfa stíft fyrir keppnina Þjálfarinn Ingibjörg Haraldsdóttir eðlisfræðikennari hefur þjálfað margan þátttakandann, og sótt marga Ólympíuleikana ásamt Viðari Ágústssyni Morgunblaðið/Heiddi Eðlisfræðisnillingar Davíð Örn, Kristinn, Brandur og Elías óttast ekki fikt við flókin tæki. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði eru árleg keppni framhalds- skólanema í fræðilegri og verklegri eðlisfræði. Fjórir ís- lenskir framhaldsskólanemar frá jafnmörgum skólum taka þátt í leikunum sem verða haldnir 12.-19. júlí í háskól- anum í Merida á Yucat- anskaga í Mexíkó. Þetta er í 26. sinn sem við tökum þátt í leikunum sem voru haldnir hér heima árið 1998. Allajafna taka um 400 keppendur frá um 80 löndum þátt í leik- unum. Íslendingum hefur gengið vel öll árin og tvisvar komið heim með brons- verðlaun. Keppendur eru vald- ir í landskeppni. Um fjórtán eru valdir í forval og úr þeim hópi fjórir til fimm sem fara alla leið. Eðli leikanna SAMTÖKIN Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli á morg- un, 27. júní, klukkan 15. Kröfur samtakanna eru að Ice- save-samningurinn verði stöðv- aður, sinnuleysi stjórnvalda í mál- efnum heimila og fyrirtækja er mótmælt og þess er krafist að þeg- ar í stað verði réttað yfir „hvít- flibbaglæpamönnum“. Ræðumenn á morgun eru m.a. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og Guðmundur Magnússon, vara- formaður Öryrkjabandalagsins. Raddir fólksins boða enn til útifundar ÁKVÖRÐUN heilbrigðisráð- herra um leigu á vannýttum skurð- stofum Heilbrigð- isstofnunar Suð- urnesja er ekki væntanleg fyrr en 15. ágúst. Óvíst er hver sú ákvörðun verður. Þetta seg- ir Árni Sigfússon, bæjarstjóri og stjórnarformaður Heilsufélags Reykjaness, sem ræddi við ráðherra í gær. Árni kveðst hafa áhyggjur af því að verkefnið tefjist, það sé þarft og áhugavert. „Ég hef sagt að þetta er ekki álver heldur heilbrigðisþjónusta. Við höf- um talið að þetta væri jákvætt fyrir okkar samfélag, og að það myndi styrkja Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja að nýta skurðstofurnar,“ seg- ir Árni og tekur sem dæmi að aukin nýting á skurðstofunum myndi styðja við fæðingarþjónustu á svæðinu. Verkefnið snýst um að Heilsufélag Reykjaness, Salt Investments og norræna heilbrigðisfyrirtækið Nor- dhus medical vilja leigja skurðstof- urnar til að skera upp norræna sjúk- linga sem eru á biðlistum í heima- landinu. halldorath@mbl.is Ráðherra mun svara 15. ágúst Árni Sigfússon Ekki álver heldur heilbrigðisþjónusta SVANDÍS Svavarsdóttir umhverf- isráðherra hefur skipað aðgerðar- hóp til að berjast gegn utanvega- akstri á Reykjanesi og lagfæra þær skemmdir sem þegar hafa orðið. Hægt er að skoða myndir af ljót- um gróðurskemmdum af völdum bíla og mótorhjóla á sérstökum vef, sites.google.com/a/ust.is/ reykjanesfolkvangur. Gegn utanvega- akstri á Reykjanesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.