Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 7
og ASÍ, sem ákváðu að samtök þeirra semdu sín á milli og ríkis- stjórninni yrði boðið til samninga um stöðugleikasáttmála á þeim grund- velli sem þeir höfðu komið sér saman um. Stjórnaði af mikilli festu Það var undir kvöld í fyrradag sem forsætisráðherra kallaði alla að- ila á sinn fund í stjórnarráðinu, en þá höfðu opinberir starfsmenn ákveðið að snúa aftur að borðinu. Á þessum fundi segja viðmælend- ur, að Jóhanna hafi sýnt slíka ákveðni og festu, að ákveðna hrifn- ingu hafi vakið. Hún hafi ekki ætlað að sleppa mönnum, fyrr en niður- staða væri fengin, m.a. í ágreiningi um fjárframlög til Starfsendurhæf- ingarsjóðs. Þeir telja að ráðherra hafi staðist prófið með glans. Opinberir starfsmenn voru, þegar þetta var, búnir að átta sig á því, að SA og ASÍ myndu semja sín á milli hvort sem þeir væru með eða ekki. Þeir sáu einnig, að það væri ekki vænlegur kostur fyrir þá, BSRB, KÍ og BHM, að sitja einir eftir. Þeir söðluðu því snimmendis um og forsætisráðherra sendi viðsemj- endur sína eftir það til síns heima og fulltrúar SA og ASÍ fóru á ný í Karp- húsið, þar sem tekið var til við lokafrágang á texta stöðugleikasátt- málans. Það starf stóð fram á nótt. Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 SA setja sérstakan fyrirvara í stöð- ugleikasáttmálann vegna sjávar- útvegsins. „Samtök atvinnulífsins viðhalda þeim fyrirvara gagnvart framlengingu kjarasamninga að vinna á vegum ríkisstjórnarinnar um endurskoðun fiskveiðistjórnunar verði í þeim sáttafarvegi sem lagt var upp með við skipan nefndar til þess að vinna að því máli,“ segir þar. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði í gær, að samtökin vænti þess að ráðist verði í þessa vinnu nefndarinnar, án þess að niðurstaðan sé gefin fyrirfram, „og reyni eins og þeir geta að ná sátt um þetta mál. Við gerum okkur al- veg grein fyrir því að það eru skiptar skoðanir á því. Þetta er mjög mikið hagsmunamál, ekki bara fyrir sjáv- arútveginn, heldur líka fyrir allt at- vinnulífið og alla sem koma að sjáv- arútvegi með beinum eða óbeinum hætti,“ sagði hann. Vilhjálmur bætti við að menn væru reiðubúnir að koma að þessu sáttastarfi og vonuðu að niðurstaðan yrði farsæl. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði að engin breyting væri ákveðin varðandi sjávarútvegs- málin. „Þegar þessi ríkisstjórn tók við ákváðu aðilar að setjast við borð og reyna að ná sameiginlegri nið- urstöðu í þessu máli, eins og hægt væri og vita hvort það væru sameig- inlegir fletir í þessu. Ríkisstjórnin hefur í engu fallið frá þeim áformum sem hún er með í sínum stjórn- arsáttmála. Menn eru að setjast að þessu borði í þeim tilgangi að reyna að ná sátt. Það er áréttað hérna af hálfu Samtaka atvinnulífsins þannig að þar er engin breyting á.“ omfr@mbl.is Fyrirvari SA vegna sjávarútvegsins Ríkisstjórnin í engu fallið frá áformum í stjórnarsáttmála, segir Jóhanna GREIÐA á götu ákveðinna stór- framkvæmda, s.s. álvers í Helguvík og Straumsvík. Kappkostað verður að engar hindranir skulu verði af hálfu stjórnvalda vegna þess eftir 1. nóvember 2009, að því er segir í sáttmál- anum. „Við leggjum áherslu á að við- ræðum við lífeyrissjóðina um að koma að fjármögnun fram- kvæmda verði hraðað sem mest,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Að sögn Gylfa eru á teikni- borðinu framkvæmdir að virði 3,7 milljarða sem væri hægt að setja í gang með skömmum fyrirvara. Gylfi nefnir Vaðlaheiðargöng og samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni sem dæmi. Upphæðin vegur nær jafnt á móti niðurskurði í vega- framkvæmdum. Greiða götu framkvæmda Gylfi Arnbjörnsson Í ÁLYKTUN frá BHM kom fram að sérstaklega þurfi að huga að nýliðun háskóla- menntaðra á vinnumarkaði þannig að þekk- ing þeirra fari ekki forgörðum. Þá þurfi að gæta þess að raska ekki því kynjajafnrétti sem áunn- ist hefur. Undir þetta tók formað- ur KÍ og sagði ekki verið að leggja áherslu á karlastörf á kostnað kvennastarfa. Ekki bara fyrir karla á kostnað kvenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.