Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 31
Velvakandi 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ GETUR NOTAÐ VENJULEGT LÍMBAND TIL AÐ LOSA ÞIG VIÐ KATTAHÁRIN... ...AF HÚSGÖGNUNUM ÞÍNUM HVAÐA GLOTT ER ÞETTA? SKRÍTIÐ... ÉG HÉLT AÐ „FRUIT OF THE LOOM“ VÆRI BETRA Á BRAGÐIÐ ÞÚ ERT BÚINN AÐ FÁ KVÖLDMAT! ÞÚ FÆRÐ EKKI MEIRA ÉG BORÐA VEGNA ÞESS AÐ MÉR LÍÐUR ILLA ÞÚ VILT BARA BORÐA ALLAN DAGINN, ALLA DAGA! OG MÉR LÍÐUR ILLA ÞVÍ ÉG FÆ EKKI NÓG AÐ BORÐA SNJÓSKRÍMSLIN ERU SOFANDI NÚNA GETUM VIÐ LOSAÐ OKKUR VIÐ ÞAU KLUKKAN ER TÍU! VIÐ MEGUM EKKI FARA ÚT! MAMMA OG PABBI ERU ENNÞÁ VAKANDI VIÐ VERÐUM AÐ BÍÐA AÐEINS LENGUR Í VOR BÍÐUR ÞÍN SVOLÍTIÐ ÓVÆNT! ÞÚ FÆRÐ AÐ RAKA SAMAN LAUFUNUM, ÞVÍ ÞÚ VARST OF LATUR TIL AÐ GERA ÞAÐ SÍÐASTA HAUST ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ YRÐI LEIÐINLEGT AÐ EYÐA FRÍINU MEÐ FORELDRUM ÞÍNUM HÉRNA Í FLÓRÍDA... EN EFTIR AÐ VERA FASTUR ÚTI Á HAFI MEÐ PABBA ÞÍNUM OG VINI HANS ÞÁ ÁTTAÐI ÉG MIG Á ÞVÍ AÐ LÍFIÐ HÉRNA ER ALLT ÖÐRUVÍSI EN ÉG HÉLT MEIRA SPENNANDI? ÉG ÆTLAÐIREYNDAR AÐ SEGJA „HÆTTULEGRA“ LALLI, ÉG FANN NÝJA LEIÐ TIL AÐ VEIÐA ÞÚ ERT SÁ SEM ER AÐ NEYÐA JAMESON TIL AÐ SELJA BLAÐIÐ SITT! ÉG MYNDI EKKI SEGJA „NEYÐA“ ÉG BAUÐ ÞÉR ÚT AÐ BORÐA MEÐ MÉR UM DAGINN ÉG SAGÐI „NEI“ ÞAÐ SEGIR ENGINN „NEI“ VIÐ MIG VERSLUNARGATAN Laugavegur er komin í sumarbúninginn ef marka má þessa skemmtilegu mynd af blómstrandi mannlífi og litríkum blómum sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók í góða veðrinu á dögunum. Morgunblaðið/Heiddi Laugavegur í blóma Rangar upplýs- ingar um helgihald í Akureyrarkirkju FJÖLSKYLDAN fór norður í land í síðustu viku. Dvalið var á Ak- ureyri yfir helgina þeg- ar Bíladagar voru þar í bænum okkur til hrell- ingar sökum hávaða og óláta. Til andlegrar upplyftingar var sunnudagurinn tekin snemma í góðri sund- lauginni í Gilinu. Síðan var tekin stefnan á Akureyr- arkirkju þar sem fjölskyldan hafði áhuga á að sjá þessa fallegu kirkju innandyra og hlýða á rómaðan org- anistann leika. En þegar komið var að kirkjudyrum kl.10.55 reyndist kirkjan lokuð og læst. Skilti við dyrnar sagði á íslensku og ensku að messa væri á sunnudögum kl. 11. Þessa auglýsingu höfðum við lesið kvöldinu áður. Nokkrir erlendir og íslenskir ferðamenn komu og fóru á þeim mínútum sem við stöldruðum við kirkjudyrnar. Þetta voru okkur vonbrigði að engin væri messan og dapurlegt að ekki skuli betur vera auglýst fyrir aðkomufólk með hvaða hætti helgi- hald er í Akureyrarkirkju yfir sum- armánuðina. Við skoðun á heimasíðu kirkjunnar í bókabúðinni í nágrenn- inu þar mátti lesa: „Hinar almennu sunnudagsguðsþjónustur eru yf- irleitt kl. 11:00, en á sumrin er kvöld- messa í annað hvert skipti.“ Gott hefði verið að vita þetta. Vinsamleg tilmæli til þeirra sem málið varðar að hafa rétta messu- tilhögun læsilega við Akureyrar- kirkju fyrir þá sem þangað vilja leita. Ferðamaður. Sparnaður í þjóðfélaginu ÞAÐ er mikið rætt um niðurskurð og skatta- hækkanir og fleira til að leysa þessi vanda- mál sem við erum kom- in í. Ég vil nefna eitt, og sé ég mikinn sparn- að í því. Það er að minnka Alþingi úr 63 í 49, eða jafnvel 39 þing- menn. Hvað mun sparn- aðurinn vera mikill fyr- ir þjóðina? Þetta er bara 304.000 manna þjóð og mörg stærri lönd eru með miklu færri þingmenn á hvern ríkisborg- ara en 1/5000. Ég spyr, hvað spörum við mikið með þessum niðurskurði? Þosteinn Halldórsson. Sigmund ÉG vil fá Sigmund aftur og tek undir með Þorvaldi og Guðrúnu í Velvak- anda 24. júní, sem sakna hans. Teikningar hans glöddu mann á hverjum degi og sérstaklega gaman var að skoða öll smáatriðin í þeim sem oft voru fyndnust. Það sem kom í staðinn gerir það að verkum að ára- tuga áskrift að blaðinu hangir á blá- þræði og lítið þarf til að hann slitni. Ég les venjulega ekkert sem er á sömu síðu og teikningin. Ef ég get ekki sleppt því að lesa eitthvað þar breiði ég blað yfir hana svo ég þurfi ekki að hafa hana fyrir augunum. Eldri borgari í Árborg.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, binbó kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.3, bingó fellur niður í júní og júlí. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, böðun, fótaaðgerð, hárgreiðsla. Kaffi/blöðin. Dalbraut 18-20 | Föstudagssöngstund er komin í sumarfrí. Eftirlaunadeild símamanna | Vegna forfalla geta nokkrir bæst við í sum- arferðina 21.-26. júlí til Austfjarða og Norðausturlands: Þórbergssetur á Hala, Papey, Kárahnjúkar, Raufarhöfn, Mel- rakkaslétta, Tjörnes, Hágöngulón á Sprengisandi o.fl. Hafið samband við Ragnhildi í s. 551-1137 eða 898-4437 eða Valgarð s. 897-7550. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, hádegisverður og fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, prjóna/bragakaffi og stafganga kl. 10. Mánud. 29. júní er ferðalag um Árnesþing, m.a. ekið um Þingvöll, Grafning, Laugarvatn, Biskups- tungur o. fl., lagt af stað kl. 13. Skrán- ing á staðnum og í s. 575-7720. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opnar vinnustofur í Jónshúsi kl. 10-16, matur kl. 12-13, kaffi kl. 14.30-16. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Bridds fyrir konur í Setrinu kl. 13. Hraunsel | Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Bingó 13.30. Hæðargarður 31 | Opið í sumar kl. 9- 16. Félagsvist, matur, kaffi, morg- unsamvera, bankaþjónusta, Stef- ánsganga, púttvöllurinn o.fl. Boðið upp á námskeið fyrir atvinnulausa í skart- gripagerð 29. til 3. júlí. S. 411-2790. Fótaaðgerðir, s. 897-9801, s. hár- greiðslustofa 568-3139. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús – vist/brids kl. 13. Hárgreiðslust., s. 862- 7097, fótaaðgerðastofa, s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Leikfimi með Janick kl. 13, síðasta samveran með Margréti djákna í sumar kl. 14. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík | Örfá sæti laus í ferð á Snæfellsnes 17. - 18. júlí n.k. Skráning og upplýsingar á Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf. s. 511-1515. Vesturgata 7 | Sungið v/flygilinn við undirleik Sigurgeirs kl. 13.30, dansað í kaffitímanum undir stjórn Sigvalda danskennara kl. 14.30-16. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opnarkl. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.