Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is BER íslenska ríkinu lagaleg skylda til að greiða Icesave-skuldina umtöl- uðu? Þessari spurningu hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Lögfræðingar hafa fært að því rök að Íslendingum sé ekki skylt að borga og aðrir sérfræðingar hafa haldið hinu gagnstæða fram. Hin rétta lagalega niðurstaða er enn á huldu og því hafa margir hald- ið því fram að leggja eigi Icesave- málið fyrir hlutlausa dómstóla. Hér er um að ræða skuld upp á mörg hundruð milljarða og því öldungis eðlilegt að menn krefjist fullvissu um hvort Íslendingum beri að borga. Möguleikarnir eru hins vegar afar takmarkaðir. Þjóðaréttur og landsréttur Í þjóðarétti gilda allt aðrar reglur en í landsrétti. Eigi einhver lögvarða fjárkröfu á einstakling hér á landi eða lögaðila getur sá hinn sami ávallt leitað réttar síns fyrir íslenskum dómstólum. Annað gildir í þjóðaréttinum. Í deilu milli tveggja þjóða gildir sú meginregla að semja þarf um að leggja mál í hendur dómstóla. Í þorskastríðunum við Breta neituðu Íslendingar til dæmis að samþykkja að leggja málið fyrir gerðardóm og þar við sat. Bandaríkjamenn hafa jafnframt neitað að fallast á lögsögu Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag og þannig mætti áfram telja. Yrðu ekki bundnir af úrskurði Í lögfræðiálitsgerð, sem Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, bað ríkislögmann um að láta vinna í nóvember síðastliðnum, var kannað hvers konar dómstóll gæti hugsanlega úrskurðað í deilu Íslend- inga við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins. Álitið unnu há- skólaprófessorarnir Björg Thor- arensen, Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matthíasson. Í álitinu var lýst yfir efasemdum um að dómstóll Evrópusambandsins gæti tekið málið fyrir. Niðurstaðan var sú sama um EFTA-dómstólinn enda yrðu Hollendingar og Bretar ekki bundnir af úrskurði hans. Enn- fremur sagði í álitinu að hugsanlegt væri að skipa sérstakan gerðardóm til lausnar á deilunni. Slíkt myndi hins vegar grundvall- ast á gagnkvæmu samkomulagi deiluaðilanna í samræmi við megin- reglu þjóðaréttar. Bretar og Hol- lendingar hafa þvertekið fyrir að fara með Icesave-málið fyrir dóm- stóla eða gerðardóm og nánast úti- lokað verður að teljast að afstaða þeirra til dómstólaleiðarinnar muni breytast. Spurningin er hvaða afleiðingar það hefði ef Íslendingar myndu ein- hliða setja það skilyrði fyrir greiðslu Icesave-skuldarinnar að málið yrði lagt fyrir hlutlausan dómstól. Þó krafan væri í eðli sínu mjög réttmæt myndu Íslendingar vafa- laust standa frammi fyrir þeirri hættu að kalla yfir sig viðskipta- þvinganir af hálfu Breta og Hollend- inga og pólitíska einangrun á al- þjóðavettvangi. Ber okkur í raun að borga?  Réttarstaða Íslendinga í Icesave-deilunni er á huldu  Margir vilja úrskurð dómstóla enda gríðar- legar fjárhæðir í húfi  Í deilu milli þjóða þarf samþykki allra til að leggja mál í hendur dómstóla Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Mörgum finnst erfitt að kyngja þeirri staðreynd að íslenska ríkið ætli að bera ábyrgð á mörg hundruð milljarða króna skuld og ekki síst þegar engin úrlausn hefur fengist um hvort þjóðin skuldar féð að réttum lögum. Margir velta fyrir sér hvers vegna Icesave-deilan er ekki lögð fyrir dómstóla. Ágreiningurinn er í grunninn lögfræðilegur en hags- munir á sviði stjórnmála og efna- hagsmála fléttast inn í málið. MUNI Alþingi samþykkja ríkisábyrgð á Icesave- samningnum fæst í raun niðurstaða í málið án þess að tekin sé sérstök afstaða til réttarstöðu Íslendinga í því. Íslensk stjórnvöld samþykktu undir lok síðasta árs að bera ábyrgð á innlánum á Icesave-reikningum Lands- bankans. Það var gert með samkomulagi við stjórnvöld í Bret- landi og Hollandi um að ábyrgjast lágmarkstryggingu á innistæðum, 20.887 evrur, á hvern reikning. Hins vegar hefur síðan þá ekki fengist úrlausn um það hvort Íslendingum beri að réttum lögum að greiða þessar fjárhæðir. Margir hafa því spurt sig hvers vegna Bretar og Hollendingar þvertaka fyrir að leggja málið í hendur hlutlausra dómstóla. Færð hafa verið lög- fræðileg rök fyrir báðum sjónarmiðum – hvort Íslendingum beri að borga eður ei. Evrópusambandið er hliðhollt Bretum og Hollendingum og Norð- urlandaþjóðirnar einnig – málið skal ekki fara fyrir dómstóla. Líklegasta skýringin á þessari eindregnu afstöðu er sú að féllust þjóð- irnar á að fela dómstólum að skera úr um deiluna væru þær um leið að lýsa yfir að vafi gæti leikið á því hvort innlánatryggingakerfi Evrópusambands- ins gilti. Slíkt gæti valdið hættu á að áhlaup yrði gert á bankakerfið í Evrópu. Þjóðirnar vilja forðast í lengstu lög að láta hrikta í stoðum fjármálakerfis Evrópusambandsins með þeim hætti. Því má segja að lögfræðilegi ágreiningurinn sé aukatriði í málinu í aug- um Breta, Hollendinga og jafnvel Evrópusambandsins í heild sinni. Póli- tískir og efnahagslegir grundvallarhagsmunir vega þyngra í þeirra aug- um. Jafnvel þó Bretar og Hollendingar væru algjörlega vissir um að réttarstaðan væri þeim í vil myndu þeir aldrei samþykkja dómstólaleiðina. Hætta á áhlaupi á bankakerfi STEFÁN Már Stefánsson lagaprófess- or og Lárus L. Blöndal hæstaréttar- lögmaður rituðu undir lok síðasta árs og í upphafi árs 2009 margar greinar um réttarstöðu Íslands í Icesave- deilunni. Þar færðu þeir lögfræðileg rök fyrir því að íslenska ríkinu væri ekki skylt að bera ábyrgð á innlánum erlendis. Í grófum dráttum töldu þeir að Ís- lendingar þyrftu með Icesave-samn- ingnum að bera kostnaðinn af því að löggjöf Evrópusambandsins (ESB) stæði ekki undir „réttmætum vænt- ingum“ fólks innan sambandsins til þess að innlánareikningar væru tryggðir upp að 20.000 evrum. Íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á inn- stæðum í útibúum íslenskra banka erlendis við hugsanlegt gjaldþrot þeirra heldur aðeins viðkomandi tryggingakerfi sem hér á landi er Trygginga- sjóður innstæðueigenda og fjárfesta. Kostnaðurinn hefði því verið yfir- færður á Íslendinga „án réttmætrar ástæðu“. Stefán og Lárus töldu að Íslendingar hefðu tvo kosti í stöðunni. Annar var sá að höfða skaðabótamál fyrir dómstól Evrópusambandsins á hendur stofnunum ESB sem grundvölluð væri á réttarstöðu innlánseigendanna. Þar yrði gerð krafa um að sambandið greiddi Íslandi þær fjárhæðir sem það hafði innleyst. Síðari kosturinn var sá að hafa uppi sömu bótakröfur við hugsanlega aðildarsamninga Íslands og Evrópusambandsins. Með þeim hætti væri í raun hægt að leggja Icesave-málið og skyldur Ís- lendinga fyrir dómstóla án þess að hljóta samþykki Breta og Hollendinga. Krafa um skaðabætur Stefán Már Stefánsson Lárus L. Blöndal Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG hjálpa þeim til að veiða stærsta fisk sem þeir hafa nokkru sinni veitt,“ segir Matthias Brill, fiskileið- sögumaður hjá Sumarbyggð í Súða- vík. Hann tekur á móti hópum er- lendra sjóstangveiðimanna og miðlar þeim af reynslu sinni. Matthias er póstmaður í Kassel í Hessen í Þýskalandi. Þótt héraðið hans sé þekktara fyrir kirsuberjatré en fiskveiðar er hann forfallinn veiði- maður og hafði farið í sjóstangveiði til Noregs og Danmerkur, auk heimalandsins, áður en hann kom til Íslands í fyrsta erlenda ferða- mannahópnum sem kom til sjóst- angveiða á vegum Sumarbyggðar. Þetta var vorið 2006 og þessi nýja grein ferðaþjónustunnar í frum- bernsku. Þótt Matthias væri gestur fór hann strax að hjálpa til og stjórn- endur Sumarbyggðar tóku boði hans um að vinna við útgerðina þann tíma sem hann átti eftir af sumarfríinu. Síðan hefur hann komið á hverju sumri og kynnt sjóstangveiði á Ís- landi á stórum ferðakaupstefnum á vetrum. Nú hefur hann fengið árs- leyfi frá aðalstarfi sínu og ætlar að dvelja hér á landi í vetur, eftir að hann hefur lokið kynningum í Þýskalandi í haust. Gott að veiða á Vestfjörðum Matthias segir að gott sé að veiða á Vestfjörðum, þetta sé með bestu svæðum í Norður-Atlantshafi. Veiði- mennirnir leggja mikið upp úr því að veiða stóra fiska og nýjar tegundir. Þeir hafi oft fengið stóra þorska og hlýra og steinbíturinn er vinsæll, að sögn Matthiasar. Enginn slær hend- inni á móti stórlúðu en ekki er hægt að ganga að hennri vísri. Veiðimenn- irnir koma oftast í hópum, stráka- klúbbum eins og Finnur Jónsson framkvæmdastjóri Sumarbyggðar tekur til orða, eru allan veturinn að safna fyrir ferðinni og keppa stöðugt um árangur veiðanna. Þeir eru oft- ast í viku og hafa litlar trillur til af- nota. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að Matthias skyldi taka ástfóstri við þetta verkefni. Hann hefur verið að fá fleiri hundruð manns á fyrirlestra úti í Þýska- landi,“ segir Finnur. Sumarbyggð er með 21 bát í rekstri, flesta í Súðavík en einnig nokkra báta á Tálknafirði og Bíldu- dal og það er einnig með íbúðarhús til að hýsa veiðimennina. Þá er fyr- irtækið með stærri bát sem gerður er út á sjóstöng frá Bolungarvík. Finnur áætlar að taka við um 1100 gestum í ár, flestum þýskum. Annað fyrirtæki, Hvíldarklettur, gerir út 22 báta frá Suðureyri og Flateyri. Sjóstöngin er því orðin mikilvægur liður í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum. Matthias Brill var gestur í fyrsta þýska sjóstangveiðihópnum sem kom til Vestfjarða og ílentist Draumurinn er að veiða stóra lúðu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Leiðsögn Matthias Brill (í rauðri úlpu) stendur úti í bátnum og fer yfir helstu öryggisreglur með hópi þýskra sjóstangveiðimanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.