Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR UPPLIFÐU FYNDNASTA FERÐALAG ALLRA TÍMA !! Stærsta mynd ársins - 38.000 manns! Frábær grínmynd í anda Shaun of the Dead með Emmy verðlaunahöfunum James Corden og Mathew Horne úr Gavin & Stacey þáttunum. Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar!750 kr. almennt550 kr. börn 750 kr. almennt 550 kr. börn ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR UPPLIFÐU FYNDNASTA FERÐALAG ALLRA TÍMA !! POWERSÝNINGKL. 10 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITALMYND OG HLJÓÐI “Stærri, fyndnari, flottari ... Ef þú fílaðir fyrstu myndina, þá áttu eftir að dýrka þessa!” T.V. - Kvikmyndir.is HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI ! Frá leikstjóranum Michael Bay kemur ein flottasta HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf og John Torturo ásamt kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox kemur FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isþú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 SÝND Í SMÁRABÍÓ OG HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ OG HÁSKÓLABÍÓ Transformers DIGITAL kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 - 8 B.i. 7 ára Transformers DIGITAL kl. 5 - 8 - 11 Lúxus Terminator: Salvation kl. 10:30 B.i.12 ára Lesbian Vampire Killers kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Night at the museum 2 kl. 3:30 LEYFÐ Year One kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Angels and Demons kl. 5 B.i.14 ára Gullbrá og birnirnir 3 kl. 3:10 LEYFÐ Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 6 og 8Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 4, 7 og 10 (Powersýning) Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SAMKVÆMT bandarískum fjölmiðlum var poppkóngurinn Michael Joseph Jackson úr- skurðaður látinn um klukkan þrjú á stað- artíma í Los Angeles í gær. Bráðaliðar komu á heimili söngvarans eftir að hringt var í neyð- arlínuna um hádegisbilið. Þá var hann meðvit- undarlaus. Hjarta hans hafði stöðvast og hann andaði ekki. Bráðaliðar náðu að endurlífga popparann sem var þá fluttur á spítala í dái. Slúðurvefurinn TMZ Entertainment var fyrstur að tilkynna um dauða popparans og margar fréttastofur fylgdu í kjölfarið en opin- ber yfirlýsing frá spítalanum hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Aðrar fréttastofur héldu því fram fram eftir kvöldi að söngvarinn væri í dái en The LA Times var sú fyrsta til þess að lýsa því yfir að læknar hefðu úrskurð- að hann látinn. Associated Press fylgdi strax í kjölfarið. Jackson var fimmtíu ára gamall og var að undirbúa endurkomu sína á svið í London í næsta mánuði. Aðdáendur söfnuðust saman Aðdáendur söngvarans söfnuðust saman fyrir utan spítalann í þúsunda tali og biðu eftir opinberum fregnum. Margir grétu og tónlist hans ómaði í kringum spítalann. Mikil örygg- isgæsla var í kringum spítalann og aðeins vald- ir starfsmenn fengu að fara inn í álmuna þar sem Michael Jackson lá inni. Fjölskyldumeðlimir hans mættu hverjir af öðrum en ekki er vitað hvort einhver þeirra hafi verið með honum á dánarstundinni. Endurkoma handan við hornið Síðustu vikur hafa margsinnis borist fréttir af heilsuleysi söngvarans en þeim var alltaf neitað af talsmönnum hans. Jackson hafði skuldbundið sig til þess að koma fram á 50 tón- leikum í O2 Arena í haust. Fljótlega bárust þó fregnir af því að Jackson væri að reyna koma sér undan því að syngja á þeim öllum og fyrstu tónleikunum var frestað um mánuð. Það hefðu verið fyrstu tónleikar Michaels Jackson í tólf ár en vinsældir hans dvínuðu talsvert eftir að hann var sakaður um kynferð- islega misnotkun á börnum árið 2003. Þar virt- ist litlu skipta að hann hafi verið sýknaður af kærunni. Það var í annað skipti sem hann var ákærður fyrir barnamisnotkun en sú fyrri var árið 1993. Jackson ákvað þá að semja við kær- andann og málið fór aldrei fyrir rétt. Blómaskeið Jackson var á níunda áratugi síðustu aldar. Plata hans Thriller sem kom út árið 1982 er enn á meðal mest seldu platna heims en talið er að hún hafi selst í yfir 100 milljónum eintaka um heim allann. Jackson skilur eftir sig þrjú börn, synina Prince Michael I og Prince Michael II og dótt- urina Paris. Michael Jackson látinn Reuters Michael Jackson Fæddur árið 1959. Dáinn árið 2009.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.