Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Kætast nú trillukarlar Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri teygir sig í pappírana og Jón Bjarnason Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mundar pennann, en hann undirritaði reglugerðir um strandveiðar, frístundaveiðar og byggðakvóta, um borð í báti við Reykjavíkurhöfn í gær. Jakob Fannar María Kristjánsdóttir | 25. júní Önnur hlið á grein Þorvaldar Gylfasonar Hugsun mín er að skýrast í sambandi við Icesave. Hef ekki áhuga á að borga krónu meira en ég hef gert um ævina í vasa kapítal- ista. En eftir að hafa lesið grein Þorvalds Gylfasonar um siðferðilega skyldu okkar til að borga þessa reikninga vegna þess að við höfum gefið grænt ljós á einkavæðinguna, afhent Björgúlfunum bankana, þá hallast ég nú hættulega að því að borga verði brúsann. Meira: mariakr.blog.is Páll Vilhjálmsson | 25. júní Sátt um þjóðargjaldþrot, nei takk Ef aðilar vinnumarkaðar- ins skrifa upp á sáttmála sem ekki gerir ráð fyrir að Icesave-samningarnir verði felldir er verið að sættast á þjóðargjald- þrot. Í samanburði við fjárhæðir Icesave, sem hlaupa á bilinu 650 – 800 milljarða króna, er verið að semja um tittlingaskít í svokölluðum stöðugleikasáttmála. Það er eins og flestar meginstofnanir þjóð- félagsins ætli að læsa saman klónum og telja okkur trú um að Icesave sé tækni- legt úrlausnarefni. Meira: pallvil.blog.is NOKKUR umræða hefur verið upp á síð- kastið um minni tekjur ríkisins af innflutningi bíla enda hefur hann dregist saman um yfir 90%. Vert er því að huga að því hvernig auka megi þessar tekjur án þess að til komi auknar álögur á atvinnugrein sem nú þegar á í miklum vanda. Tekjustofnar ríkissjóðs Grunntekjustofn ríkisins af bíla- sölu er tvíþættur, þ.e.a.s. vörugjöld (13-30-45%) og virðisaukaskattur (24,5%). Þessar tekjur hafa á liðnum árum numið tugum milljarða en fari sem horfir munu tekjur þessa árs einungis nema tæpum 10% miðað við síðasta ár. Ef skoðað er hver áhrif væru af því að lækka álögurnar, þá myndi það leiða til lækkunar á bílverði sem aftur getur framkallað aukna sölu. Vert er að skoða í fullri alvöru hvernig út- færa má slíka lausn sem hefði í för með sér sambærilegar eða auknar tekjur fyrir ríkissjóð og jafnframt önnur þjóðhagslega hagstæð áhrif. Gamlir bílar menga meira Á liðnum árum hefur orðið bylting í þróun bílvéla þar sem áhersla á minnkaðan útblástur og mengun spil- ar lykilhlutverk. Sem dæmi getum við tekið algengan bíl, Volkswagen Golf, sem árið 2000 var boðinn með 1,4 lítra vél sem skilar 75 hestöflum og útblástur var 163 grömm á hvern km. Í dag er í boði sambærilegur Golf með 1,4 lítra vél sem skilar 122 hest- öflum og útblæstri sem er ekki nema 139 grömm. Sömu sögu má segja um flestar gerðir fólksbíla þar sem allir framleiðendur í heiminum taka alvar- lega það hlutverk sitt að minnka mengun. Annað sem skiptir miklu máli þeg- ar horft er til aldurs bíla, er sú þróun sem átt hefur sér stað í öryggis- málum. Stöðugleikastýring, ABS- bremsujöfnun, loftpúðar og fleira og fleira er í dag staðalbúnaður í nánast öllum bílum. Afleiddan kostnað þjóð- félagsins af slæmu öryggi bíla og til- heyrandi slysum og manntjóni er erf- itt að meta til fjár en flestir eða allir eru sammála um að vilja lækka þann kostnað. … en hvað er til ráða? Fram hafa komið hugmyndir um að ís- lenska ríkið taki upp svipað eða sama fyr- irkomulag og verið hefur á þessu ári í Þýskalandi; að eig- endur notaðra bíla fái greiðslu fyrir að farga bílnum, sem síðan má nota til kaupa á nýjum, umhverfisvænni bíl. Á þann hátt er hægt að skapa hvata fyrir fólk til að endurnýja bíla sína, auka hlutfall hagkvæmari, um- hverfisvænni og öruggari bíla og það án þess að ríkið þurfi að leggja út krónu. Ég sé fyrir mér að þetta kerfi mætti setja á til 18 mánaða eða út ár- ið 2010 og með því hleypa nokkru lífi í nýskráningar bíla samhliða því að hreinsa af götunum gamla, mengandi og hættulega bíla. Í mínum útreikningum geri ég ráð fyrir að „greiðslan“ sem bíleigandi fengi fyrir gamla bílinn sé 300.000 krónur og ekki þyrfti að koma til mikil aukning í bílasölu til að bæta ríkinu tekjumissinn og meira til. Framkvæmdin Einfaldasta leiðin til að tryggja að þeir bílar sem farga á fari ekki aftur á göturnar, er að afskrá þá hjá Um- ferðarstofu og merkja sérstaklega að ekki megi endurskrá þá á göturnar. Slík merking er nú þegar til í kerfum Skráningarstofu og notuð til merk- ingar á bílum sem lent hafa í alvar- legu tjóni og ekki er talið forsvar- anlegt að gera við. Gegn afskráningunni fær eigand- inn þá í hendur ávísun frá Umferð- arstofu, stílaða á fastnúmer bílsins og getur notað hana sem greiðslu upp í nýjan bíl. Þegar viðkomandi hefur gert upp hug sinn um hvernig bíl hann vill kaupa, fær hann uppgefið hjá bílaum- boðinu hvert verðið er að teknu tilliti til ávísunarinnar. Þar sem um er að ræða afslátt af vörugjöldunum, lækk- ar verð bílsins meira en sem því nem- ur, því að bæði álagning á bílum og virðisaukaskattur, er reiknuð hlut- fallslega. Að mínu mati ætti að takmarka þá kosti sem viðkomandi kaupandi hef- ur við bíla með hámarksútblástur 200 gr. Innan þeirra marka rúmast flestir venjulegir fólksbílar og jepp- lingar með vélarstærð undir 2,0 lítr- um sem falla því í 30% vörugjald- flokk. Á þennan hátt er með skýrum hætti tekið tillit til umhverfissjón- armiða án þess þó að takmarka kosti kaupenda um of. Áhrif á tekjur ríkissjóðs Eins og áður hefur komið fram, þarf ekki mikið til að ríkissjóður sé jafnvel eða betur settur. Ef við mið- um áfram við þær forsendur að skráning það sem eftir lifir árs verði um 1.500 bílar, árið 2010 verði skrán- ing 4.000 bílar, meðalinnkaupsverð sé 11.500 og gengi 170, þá lítur dæm- ið svona út fyrir ríkið: Samkvæmt þessari mynd verða heildartekjur ríkissjóðs á þessu ári einungis um 2,1 milljarður og þarf því einungis þriðjungsaukningu í sölu eða samtals 2000 bíla til þess að tekjur ríkisins séu nánast þær sömu. Ef horft er til ársins 2010 þyrfti bílasala að fara úr 4.000 í 5.500 bíla til að ná sama markmiði. Við skulum halda því til haga að fari sala í 5.500 bíla er einungis um að ræða rúman þriðjung af því sem kalla má eðlilega endurnýjunarþörf markaðarins. Í ljósi þessa er kannski rétt að horfa aðeins á samsetningu bílaflot- ans á Íslandi, reyna að átta sig á því hvað getur talist „eðlileg endurnýj- un“ og bera flotann saman við önnur lönd Evrópu. Samkvæmt opinberum útreikn- ingum Bílgreinasambandsins var meðalaldur fólksbíla á Íslandi 9,1 ár í árslok 2007. Í lok árs 2008 hafði hann hækkað í 9,4 ár og má reikna með að við óbreyttar aðstæður fari með- alaldur flotans yfir 10 ár á þessu ári. Í samanburði má nefna að með- alaldur bílaflota í Evrópu í árslok 2007 var um 8 ár. Hugsanleg misnotkun Vænta má að einhverjir hafi at- hugasemdir við þessar hugmyndir og sjái þeim ýmislegt til forráttu. Framkvæmdin verði flókin og hætta sé á misnotkun. Að mínu mati á að vera mjög auðvelt að tryggja að ekki sé hægt að misnota þetta kerfi og framkvæmdin sem slík er ekki flók- in. Vissulega leggur þetta ákveðna aukavinnu á bílaumboðin, en ég treysti mér til að fullyrða að þar munu allir taka því fegins hendi að auka viðskipti. Líkur á misnotkun bílaumboð- anna, þ.e.a.s. að þau noti tækifærið og hækki sína álagningu, er engin að mínu mati þar sem álagning- arhlutföll eru bundin samningum við framleiðendur auk þess sem auðvelt verður fyrir kaupanda að sjá hvort lækkunin sé öll að skila sér. Möguleg misnotkun bíleigenda er engin þar sem það skiptir ekki máli hvort þessar ávísanir ganga að ein- hverju leyti kaupum og sölum. Rík- issjóður verður ekki fyrir beinum út- gjöldum og ekki kemur til að afslátturinn nýtist nema gamall bíll hafi verið afskráður og nýr og betri bíll fari á götuna. Að sjálfsögðu þarf síðan sú regla að gilda að einungis sé hægt að nota eina ávísun fyrir hver viðskipti. Umtalsverður ávinningur Að mínu mati fer ekki milli mála að þjóðhagslegur ávinningur af þess- ari aðgerð er umtalsverður. Í Þýska- landi er það svo að ríkið hefur þurft að leggja til stórar fjárhæðir í þessa áætlun þar sem fyrir voru mjög tak- markaðar álögur á bílainnflutning og sölu. Hér á landi hefur bílainnflutn- ingur hins vegar verið mjög stór tekjustofn ríkisins og því áfall þegar sala dregst svo mjög saman. Það hlýtur því að teljast ávinningur fyrir ríkissjóð að geta aukið þær tekjur aftur án þess að til þurfi að koma óvinsælar aðgerðir eins og skatta- hækkun. Samfélagslegu áhrifin geta verið umtalsverð og jákvæð þar sem vel á þriðja þúsund manns hafa atvinnu af bílgreininni og aukin viðskipti hjálpa til við að tryggja þessu fólki áfram- haldandi atvinnu. Jafnframt er ör- yggisþátturinn mikilvægur þar sem ljóst er að eldri bílafloti framkallar stóraukna áhættu á alvarlegum slys- um og jafnvel manntjóni. Að síðustu hlýtur það að vera mik- ilvægt fyrir ríkisstjórn sem kennir sig við umhverfisvæna stefnu, meðal annars með nýrri samþykkt um 15% minnkun á útblæstri, að stuðla að minnkaðri mengun og útblæstri bíla. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er lögð mikil áhersla á umhverfisþætt- ina. Með þessari aðgerð væri rík- isstjórnin að vinna að bættu um- hverfi samhliða því að afla aukinna tekna. Eftir Sverri Viðar Hauksson » Afleiddan kostnað þjóðfélagsins af slæmu öryggi bíla og tilheyrandi slysum og manntjóni, er erfitt að meta til fjár en flestir eða allir eru sammála um að vilja lækka þann kostnað. Sverrir Viðar Hauksson Höfundur er framkvæmdastjóri bílasviðs Heklu. Minni útblástur, öruggari bílar og tekjuaukning ríkissjóðs FJÖLDI BÍLA full vörugjöld og virðisauki afsláttur 1.433.207 1.042.156 1000 1.433.207.000 1.042.156.000 1500 2.149.810.500 1.563.234.000 2000 2.866.414.000 2.084.312.000 2500 3.583.017.500 2.605.390.000 3000 4.299.621.000 3.126.468.000 3500 5.016.224.500 3.647.546.000 4000 5.732.828.000 4.168.624.000 4500 6.449.431.500 4.689.702.000 5000 7.166.035.000 5.210.780.000 5500 7.882.638.500 5.731.858.000 6000 8.599.242.000 6.252.936.000 6500 9.315.845.500 6.774.014.000 7000 10.032.449.000 7.295.092.000 7500 10.749.052.500 7.816.170.000 8000 11.465.656.000 8.337.248.000 Forsendur: Söluáætlun miðast við fyrirsjáanlega sölu ársins 2009, 1500 bílar og 2010, 4000 bílar 33% SÖLUAUKNING SKILAR SÖMU TEKJUM 37,5% SÖLUAUKNING SKILAR SÖMU TEKJUM BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.