Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 33
Menning 33FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 4/7 kl. 16:00 Sun 12/7 kl. 16:00 Lau 18/7 kl. 16:00 Sun 26/7 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR) Fim 23/7 tónleikar kl. 21:00 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is JETHRO Tull er leidd af hinum ofursjarmerandi Ian Anderson en sveitin er ein sú merkasta í rokk- sögunni og á að baki einstakan feril. Þetta er í þriðja skipti sem sveitin leikur hérna en síðast spilaði hún í Háskólabíói árið 2007 og fyllti það tvisvar. Árið áður hafði Anderson haldið hér sólótónleika og svo lék sveitin árið 1992 uppi á Skaga ásamt Black Sabbath. Það er Birgir Daníel Birgisson hjá Performer sem stendur að hingaðkomu Andersons og félaga eins og síðast. „Það var Anderson sjálfur sem átti frumkvæðið að þessu,“ segir Birgir. „Hann er orðinn mikill Íslandsvinur og var hérna t.a.m. síðasta haust ásamt fjölskyldu, og lét lítið fyr- ir sér fara. Bankahrunið hérna hafði töluverð áhrif á hann og hann langaði til að hjálpa til, létta fólki lund og ef það verður mögulega einhver hagnaður af tón- leikunum mun hann allur renna til góðgerðar- samtaka sem láta sig varða hag fórnarlamba efna- hagskreppunnar.“ Birgir segir að þannig verði miðaverði stillt í hóf og Anderson sé raunverulega að koma hingað á eig- in kostnað. Vildi íslenska tónlistarmenn „Það er enginn að fara að græða á þessu, ég held að það sé fullljóst. Persónulega er ég mjög bjart- sýnn á að þetta gangi upp. Fyrir það fyrsta hafa engir tónleikar af þessari stærð farið hér fram síðan hrunið varð og fólk er farið að lengja eftir einhverju svona. Tull ætla að vera hérna í einhverja daga og ég veit til þess að fleiri listamenn hafa áhuga á að koma hingað, ekki í gróðavon heldur vegna áhuga á landi og þjóð. Við skulum bara horfast í augu við það að almennt uppihald fyrir útlendinga er auðvitað orðið helmingi ódýrara og það hlýtur að segja til sín líka.“ Birgir segir að lok- um að Anderson hafi farið sérstaklega fram á að ís- lenskir tónlistarmenn kæmu við sögu með einum eða öðrum hætti á tónleikunum. Þannig mun Dísa, Bryndís Jakobsdóttir, leika nokkur lög með sveit- inni og Ragnheiður Gröndal mun hita upp ásamt þjóðlagasveit. Sá einfætti snýr aftur Morgunblaðið/Eggert Örlátur Anderson ætlar að létta þjáðri þjóð lundina með rokki, róli og innblásnum flautuleik.  Jethro Tull heldur tónleika í Háskólabíói 11. september  Eina sveitin af þessari stærðargráðu sem heimsækir landið í ár  Sló verulega af launakröfum HLJÓMSVEITIN Árstíðir og trúba- dorarnir Svavar Knútur og Helgi Valur koma við í helstu bæjum hring- inn í kringum landið á næstu vikum. Gengur tónleikaferðalagið undir nafninu Hver á sér fegra föðurland? Ferðin hófst með tónleikum í Hvera- gerði í gærkvöldi og lýkur með tón- leikum á Rósenberg 12. júlí. Í heild- ina spila þeir á sextán stöðum, m.a. í nokkrum kirkjum landsins. „Ég hef tekið eftir því að þegar hljómsveitir fara hringinn sleppa þær alltaf litlum stöðum og fara bara til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða og kalla það hringinn. Mér finnst það slappur hringur um landið,“ segir Svavar um ferðalagið sem kom til vegna vinskapar. „Við erum allir vin- ir í gegnum músíkina og ákváðum bara að fara í túr og upplifa landið saman studdir af tónlistarsjóðnum Kraumi og Rás 2.“ Í völdum byggðarlögum er stefnt að því að halda svonefndar blautföð- urlandskeppnir eftir tónleika, þar sem karlar keppa um besta útlitið í blautum ullarsokkabuxum. „Ég vona að það verði stemning fyrir henni, ég mun a.m.k. mæta með mitt föður- land,“ segir Svavar en þeir leika á 800 Bar á Selfossi í kvöld kl. 21. Dag- skrá ferðalagsins er á: www.kraum- ur.is. ingveldur@mbl.is Ekki slappur hringur Árstíðir, Svavar Knútur og Helgi Valur leika í helstu bæjum landsins á næstunni Fagra föðurlandið Helgi Valur, meðlimir Árstíða og Svavar Knútur. Það er ekki laust við að maður sé með tár á hvarmi yfir þessu örlæti And- ersons en tilfinningar hans í garð lands- ins eru þvottekta, það getur blaðamaður staðfest. Þetta sagði Anderson í viðtali í Morgunblaðinu í maí, 2006, vegna sóló- tónleika sinna: „Ég hef alltaf fundið til tengsla við Ísland, líkt og ég geri hvað Færeyjar varðar, Noreg, Skotland og þessi lönd sem eiga strönd að Atlantshafinu. Við erum öll hluti af stærra sjáv- arsamfélagi og sögulega séð hefur þetta oft verið strögl. Þar hefur lífsbaráttan oft verið erfið og það ástand getur oft af sér mjög skapandi og orkurík samfélög.“ Anderson og Ísland  Þeir eru fáir eftir listamennirnir sem ekki hafa lýst vandlætingu sinni á bókun BÍL vegna útnefn- ingar Steinunnar Sigurðardóttur hönnuðar til Borgarlistamanns. Í Morgunblaðinu í gær birtist yfirlýs- ing 25 listamanna þar sem bókunin var sögð bera vott um þröngsýni og smásálarhátt og í gær barst svo til- kynning til fjölmiðla frá Tónskálda- félaginu þar sem bókunin er hörm- uð. Er nú talið að verulega sé farið að hitna undir Ágústi Guðmunds- syni formanni BÍL. Tónskáldafélagið harmar bókun BÍL Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SNORRI Helgason, gítarleikari og söngv- ari í Sprengjuhöllinni, vinnur nú að sóló- plötu ásamt Kristni Gunnari Blöndal, KGB, sem sér um upptökur. Platan kemur út í haust og fyrsta tilbúna lagið má nálgast endurgjaldsslaust í dag á vefsíðunni www.breidholt.blogspot.com. „Við erum að taka upp heima hjá KGB núna en förum svo í hljóðver í haust,“ segir Snorri. Hann veit enn ekki hver mun gefa út. „Maður er slakur yfir slíku. Í versta falli geri ég þetta sjálfur – en ég nenni því samt ekki. Annars er þetta lítið mál, þetta eru fjórar búðir sem maður þarf að skutlast í og svo sendir maður einn póst- kröfupakka til Akureyrar.“ Snorri segist semja mjög mikið af lögum og í desem- ber hafi streymt út mikið af þjóðlagakenndu efni. „Nick Drake, Dylan, Young, Springsteen. Þetta eru allt saman miklar hetjur. Platan er lágstemmd upp að vissu marki en svo verða lög með meiri hljómsveitarhljóm þarna líka. Mér finnst óþægilegt að sitja á miklu efni og lang- aði til að koma þessu út. Sprengjuhöll- in verður ekki með plötu í ár, ég sá fram á að geta sinnt þessu almenni- lega og lét því slag standa.“ Sprengjuhallar-Snorri fer á sóló Sóló Snorri heldur tónleika á Karamba á sunnudagskvöld.  Daniel Radcliffe, sá er leikur Harry Potter í samnefndum mynd- um hefur lýst því yfir að hann vilji að Sigur Rós semji tónlistina fyrir síðustu kvikmyndina í seríunni, Harry Potter og dauðadjásnin. Í viðtali sem tekið var við hann á dögunum sagði hann: „Þeir yrðu frábærir, ekki satt? Tónlistin þeirra passar fullkomlega við myndirnar; svo mikilfengleg og tignarleg. Hún er epísk og töfrandi og þeir spila á gítarinn með fiðluboga. Guð minn almáttugur, það yrði frábært.“ Sigur Rós vinnur nú að gerð nýrrar breiðskífu auk þess sem Jónsi söngvari er að ljúka við sína fyrstu sólóplötu. En hugsið ykkur. Sigur Rós í Harry Potter! Þið getið þetta strákar. Koma svo. Vill Sigur Rós í næstu Harry Potter-mynd 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Hlæðumeð okkur í kvöld - Borgum ekki Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 27/6 kl. 19:00 Fös 3/7 kl. 19:00 Lau 11/7 kl. 19:00 Fim 25/6 kl. 19:00 U Fös 26/6 kl. 20:00 Ö Fim 2/7 kl. 20:00 Ö Fös 3/7 kl. 20:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Fös 10/7 kl. 20:00 Fim 16/7 kl. 20:00 Fös 17/7 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.