Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Atvinnuauglýsingar • Upplýsingar í síma 899 5630 Blaðbera vantar í sumarafleysingar í Njarðvík Blaðbera vantar Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásgarður 17, 203-6100, Reykjavík, þingl. eig. Haraldur Þór Jónsson, gerðarbeiðandi Nýi Glitnir banki hf., þriðjudaginn 30. júní 2009 kl. 13:30. Flúðasel 89, 205-6669, Reykjavík, þingl. eig. Áróra Kristín Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. júní 2009 kl. 11:30. Funafold 54, 204-2409, Reykjavík, þingl. eig. Sigurjón H. Valdimars- son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTollstjóri, þriðjudaginn 30. júní 2009 kl. 11:00. Laugarnesvegur 92, 201-6458, Reykjavík, þingl. eig. Einar Sörli Einarsson, gerðarbeiðandi P. Árnason ehf., þriðjudaginn 30. júní 2009 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 25. júní 2009. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Höfðabraut 12 a, mhl. 01-0106, fastanr. 210-0935, Akranesi, þingl. eig. Brandur Danielsen, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 11:30. Skarðsbraut 3, mhl. 02-0201, fastanr. 210-0709, Akranesi, þingl. eig. Ásdís Árný Sigurdórsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 12:00. Skarðsbraut 3, mhl. 02-0202, fastanr. 210-0710, Akranesi, þingl. eig. Robert Woroszylo, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Íbúðalánasjóður og Nýi Kaupþing banki hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 12:15. Stekkjarholt 8, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1378, Akranesi, þingl. eig. Stilda ehf., gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 10:30. Ægisbraut 13 A, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1060, Akranesi, þingl. eig. Blómvellir ehf., gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Sýslumaðurinn í Borgarnesi, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 12:40. Ægisbraut 15, mhl. 01-0101, 210-0154, fastanr. 210-0154, Akranesi, þingl. eig. Haukur Sigurbjörnsson ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 13:15. Ægisbraut 30, mhl. 01-0101, fastanr. 210-0129, Akranesi, þingl. eig. Glerhöllin ehf., gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 25. júní 2009. Tilkynningar BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavík Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reyjavíkur 2001-2024, vegna landnotkunar við Grandagarð í Vesturhöfn. Vesturhöfn. Breyttir skilmálar um landnotkun við Granda- garð. Breytingartillagan felur í sér að á lóðum við Granda- garð nr. 15-101 (oddatölur), verði heimiluð verslun og þjónusta sem ekki fellur undir hafnsækna starfsemi. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 26. júní 2009 til og með 7. ágúst 2009. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 7. ágúst 2009. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 26. júní 2009 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjavík. Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b. Breytingartillagan felur í sér að breyta notkun húsnæðisins frá því að vera íbúðarhúsnæði í að vera hótelíbúðir á Bergstaðastrætisreits vegna lóðanna nr. 16,18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðarinnar nr. 6B við Spítalastíg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Tillagan liggur frammi íþjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 26. júní 2009 til og með 7. ágúst 2009. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 7. ágúst 2009. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 26. júní 2009 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Tafir geta orðið í framleiðslu vegabréfa vikuna 29. júní - 3. júlí Þjóðskrá vinnur nú að breytingu á íslenska vegabréfakerfinu til að uppfylla þær kröfur um öryggi vegabréfa sem gerðar eru báðum megin Atlantshafsins. Meginbreytingin felst í því að nú verður fingraförum bætt í örgjörva vega- bréfanna. Þessi breyting snertir eingöngu þá sem þurfa að endurnýja vegabréf sín hvort eð er. Eldri vegabréf halda gildi sínu fram að næstu endurnýjun. Vegna þessara breytinga á framleiðslukerfi vegabréfa má búast við töfum í framleiðslu vikuna 29. júní - 3. júlí. Jafnframt verður engin skyndiútgáfa (forgangs-/hraðafgreiðsla) í boði þá viku. Sjá nánari upplýsingar á vefnum www.vega- bref.is og í vefriti dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins á vefnum www.domsmalaraduneyti.is. Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 25. júní 2009. Ertu að leita þér að vinnu? atvinna ✝ Dagný Sverr-isdóttir fæddist í Reykjavík 24. apríl 1960. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. júní 2009. Foreldrar henn- ar eru þau Sverrir Halldórsson, f. 16. nóvember 1938 og Steinunn Ingv- arsdóttir, f. 27. febr- úar 1943. Foreldrar Sverris voru þau Hall- dór Ólafsson og Lovísa Kristín Páls- dóttir. Foreldrar Steinunnar eru þau Ingvar Guðfinnsson og Fjóla Gísladóttir. Systkini Dagnýjar eru a) Hrafnhildur, f. 24. september 1962, maki Magnús Haf- steinsson, f. 26. febr- úar 1962. Dóttir þeirra er Steinunn Ósk, f. 29. desember 1986. b) Guðrún Guðný, f. 9. júní 1968, maki Chris Frankish, börn hennar eru Sigursteinn Sverrir, f. 31. ágúst 1988 og Atli Már, f. 14. apríl 1992. Útför Dagnýjar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 26. júní, og hefst athöfnin kl. 13. Það var á björtum vordegi hinn 24. apríl að lítil stúlka leit daginn ljós og fékk hún nafnið Dagný Sverrisdóttir. Foreldrar hennar eru Steinunn Ingvarsdóttir og Sverrir Halldórsson. Sín fyrstu ár bjó þessi litla fjölskylda á Njálsgötu 112 og flutti síðan í Kaplakrika i Hafn- arfjörð og þar liðu hennar fyrstu ár. Það leið ekki á löngu þar til önnur dóttirinn bættist í og fékk hún nafnið Hrafnhildur. Þær systur brölluðu mikið saman, t.d léku þær sér saman við að byggja sér bú, þar var bæði eldað, bakaðar drullukök- ur og skúrað gólf en auðvitað var þetta allt í plati. Svo fórum við í lækinn, auðvitað máttum við það ekki, en það sá enginn til okkar að við héldum. En hann Kolur gamli var nú ekki á því að láta systurnar tvær fara saman, ef eitthvað kom upp á, þá hentist hann beina leið heim og gelti þangað til að mamma kom út til þess að athuga með syst- urnar. Dagný byrjaði sína skólagöngu í Lækjarskóla í Hafnarfirði með splunkunýja skólatösku á bakinu sem var nær því jafn stór og hún sjálf. Þarna hófst hennar skóla- ganga og hennar lífsganga. Síðan flytur fjölskyldan á Hofteig 20 og þar fæddist önnur systir og fékk hún nafnið Guðrún Guðný. Tveimur árum seinna kom drengur sem náði ekki að tendra sitt ljós, en lifir samt í hjörtum okkar. Dagný gekk í Laugarnesskóla og gekk hennar skólaganga vel, hún var fljótlega læs og fannst henni gaman í skólanum. Dagný var fljót að eigna sér vini, hún kláraði grunnskóla í Hvassaleitisskóla, ætl- aði svo að sjá til hvað hana langaði að gera. Eins og margir var hún ekki alveg viss hvað beið hennar í þessum stóra heimi sem var sko ekki alltaf góður við hana. En hún lét það ekki á sig fá, fékk sér vinnu í frystihúsinu Granda. Dagný var þeim hæfileikum gædd, að er hún sá eitthvað aumt þá vildi hún hjálpa til, hún styrkti líka ungan dreng frá Afríku, og sendi hann henni oft myndir sem hann hafði teiknað. Hún sendi hon- um nýja strigaskó og slunkunýjan fótbolta. En hennar augasteinar voru Steinunn Ósk, Sigursteinn Sverrir og Atli Már en í þeim átti hún hvert bein og elskaði þau eins þetta væru hennar börn. Dagný bjó í Hátúni 10 og vann í Múlalundi þar sem hún stundaði vinnu sína af kostgæfni. Ingvar, fyrrverandi maður hennar, reyndist Dagnýju mikil stoð og stytta í henn- ar veikindum og viljum við fjöl- skyldan þakka honum og fjölskyldu hans fyrir ómetanlegan stuðning. Dagný flutti svo í sitt gamla hverfi að Sléttuvegi 9, henni fannst að nú væri hún komin heim. En ekki naut hún þess eins lengi eins og hún hefði viljað. Hún sagði það líka stundum í gríni að núna þyrfti hún ekki lengur á leigubílum á að halda því að nú ætti hún heima beint á móti Borgaspítalanum. Dagný var svo sem ekkert óvön því að þurfa að vera á spítölum vikum saman, en þar komu hennar sterku hæfileikar í ljós, sem var þolinmæði. Hún kvart- aði aldrei eða bað um neitt. Svona var Dagnýju lýst, algjör perla. Sverrir Halldórsson og Steinunn Ingvarsdóttir. Dagný Sverrisdóttir  Fleiri minningargreinar um Dag- nýu Sverrisdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.