Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is LÖGIN um strandveiðar hafa öðlast gildi og í gær undirritaði Jón Bjarna- son sjávarútvegsráðherra reglugerð um veiðarnar. Hægt er að sækja um leyfi til strandveiða á heimasíðu Fiskistofu og hafa allmargar beiðnir borist nú þegar, að sögn Auðuns Ágústssonar, forstöðumanns veiði- heimildasviðs. Telur Auðunn ekki útilokað að fyrstu leyfin verði gefin út í dag. Strandveiðar eru bannaðar föstudaga og laugardaga og geta veiðarnar því hafist í fyrsta lagi á sunnudaginn. Strandveiðarnar eru frjálsar handfæraveiðar með allnokkrum takmörkunum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið mikill áhugi á þessum veiðum og síminn varla stoppað hjá Fiskistofu. Stofn- unin hafði áætlað að um það bil 350 smábátar myndu stunda veiðarnar í sumar. Hver endanlegur fjöldi veiði- leyfa verður mun ekki skýrast fyrr en að allnokkrum dögum liðnum. Það kann að hafa áhrif á fjölda um- sókna að upphaf strandveiðanna hef- ur dregist um einn mánuð frá því sem upphaflega var ætlað. Veiði- tímabilið mun því einungis vera tveir mánuðir í sumar. Afgreiddar í réttri röð Umsóknir um veiðileyfi til strand- veiða verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast og Fiskistofa tekur fram að ekki sé leyfilegt að hefja veiðarnar fyrr en veiðileyfið er kom- ið um borð í bátinn. Gjald fyrir veiði- leyfið er 17.500 krónur. Samkvæmt reglugerðinni verður heimilt að veiða alls 3.955 lestir af óslægðum þorski. Kvótanum verður skipt á fjögur landsvæði. Sama fiski- skipi verður aðeins veitt leyfi frá einu landsvæði á fiskveiðiárinu og útgerð skips verður að eiga heimilis- festi samkvæmt þjóðskrá eða fyrir- tækjaskrá ríkisskattsjóra á því land- svæði. Hver veiðiferð skal eigi standa lengur en 14 klukkustundir. Miðað er við þann tíma er fiskiskip lætur úr höfn til veiða til þess er það kemur til hafnar aftur til löndunar. Aðeins er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Fiskiskip skal hafa sjálfvirkan fjareftirlitsbúnað um borð og er hin sjálfvirka skráning lögð til grund- vallar við útreikning sóknar. Aldrei er heimilt að hafa fleiri en fjórar handfærarúllur um borð. Þá skulu engin önnur veiðarfæri en handfærarúllur vera um borð. Á hverju fiskiskipi er aðeins heim- ilt að draga 800 kg af kvótabundnum tegundum, miðað við óslægðan afla, í hverri veiðiferð. Fyrstu strandveiði- leyfin gefin út í dag? Fiskistofa er byrjuð að taka við umsóknum frá trillukörlum Jón Bjarnason gaf í gær út reglu- gerð um byggðakvóta fyrir yfir- standandi fiskveiðiár og nemur hann allt að 3.083 þorskígildis- lestum af botnfiski. Kvótanum á að ráðstafa til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávar- útvegi og háð eru veiðum og/eða vinnslu á botnfiski. Einnig skal ráðstafa honum til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildarafla- heimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnu- ástand í byggðarlögunum, eins og segir í reglugerðinni. Heimilt er að ráðstafa aflaheimildum sam- kvæmt þessum lið til allt að þriggja ára í senn. Aflaheimildir skiptast þannig á eftirtaldar botnfisktegundir, mið- að við slægðan fisk: Þorskur 1.420 lestir, ýsa 1.590 lestir, ufsi 1.111 lestir og steinbítur 239 lestir. Byggðakvótinn í ár verður 3.083 lestir Morgunblaðið/Jakob Fannar Undirskrift Jón Bjarnason undirritaði reglugerðina um strandveiðar við Reykjavíkurhöfn í gær. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 NÝ SENDING Kjóll kr. 8900 litir: blátt, hvítt, rautt og svart Ermar kr. 7900 – fleiri litir Seljum og merkjum fatnað, húfur og töskur. Vel merkt vara er góð auglýsing Bróderingar og silkiprentun www.batik.is • sími: 557 2200 Laugavegi 54, sími 552 5201 20% afsláttur af öllum vörum Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Salou frá kr. 69.950 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Salou á Spáni 10. og 17. júlí. Salou er einn allra fallegasti bær Costa Dorada strandarinnar, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða, úrval veitingastaða og litríkt næturlíf. Í boði er gisting á Cye Holiday Centre sem er okkar vin- sælasta íbúðahótel í Salou sem býður góðan aðbúnað, frábæra staðsetn- ingu og fjölbreytta þjónustu í sumarfríinu. Frábær kostur. Fjölbreytt þjónusta og stutt á ströndina. Verð frá kr. 69.950 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Cye Holiday Centre í viku. Verð m.v. 2 í íbúð kr. 79.950. Aukavika kr. 25.000. Sértilboð 10. og 17. júlí. Frábær sértilboð Cye Holiday Centre *** · Frábær staðsetning · Góður aðbúnaður · Fjölbreytt þjónusta 10. og 17. júlí Ótrúlegt verð - aðeins örfáar íbúðir í boði Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is ÚTSALA Opið mán.-fös. frá kl. 11.00-18.00 laugardaga frá kl. 11.00-16.00 Nú er hægt að gera skemmtilega góð kaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.