Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp fjár- málaráðherra um auknar heimildir skatt- rannsóknar- stjóra til kyrr- setningar eigna eða annarra tryggingaráð- stafana. Sam- kvæmt því verður skattrannsókn- arstjóra heimilt að krefjast kyrrsetningar á eignum til trygg- ingar greiðslu væntanlegrar skatt- kröfu, fésektar og sakarkostnaðar í málum sem hann rannsakar ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun. Tilefnið er ekki síst fréttir af milljarða fjármagnsflutningum frá Íslandi í þekkt skattaskjól. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði við sjónvarp mbl.is í gær að ráðherrar hafi átt fundi með sérstökum saksóknara og skattayfirvöldum um hvað þurfi til að herða tökin í rannsókn brota í tengslum við efnahagshrunið. Þá er að störfum sérstakur starfshópur sem skoðar skattalagabrot sem framin voru í tengslum við hrunið. Þetta er aðeins hluti af þeim að- gerðum sem ráðast á í á næstunni til að auka heimildir eftirlits- og rannsóknarstofnana. Megi kyrrsetja eignir Herða á tökin við rannsókn brota Jóhanna Sigurðardóttir Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is YFIR línuna hafa kaupmenn og innflytjendur reynt að halda verð- inu niðri og taka frekar á sig hækk- anir á innkaupsverði. Þá kaupa flestir inn meira af ódýrari merkj- um en áður. Penninn Eymundsson tók ákvörðun um að hækka ekki verð á skólatöskum frá því í fyrra. Skilningsríkir birgjar Að sögn Margrétar Guðbergs- dóttur verslunarstjóra selst mest af vandaðri töskum sem endast árum saman. En börn eru tískumeðvituð og með hækkandi aldri finnast þeim ákveðin munstur og myndir á töskunum púkaleg og barnaleg. Til að koma til móts við foreldra og börn hefur Penninn Eymundsson komið á fót skiptimarkaði á skóla- töskum. Ólafur Sveinsson, vörustjóri hjá A4 skrifstofu og skóla, segir versl- unina hafa barist eftir mætti við að halda verði niðri. Hann segir að í sumum tilfellum hafi náðst hag- stæðir samningar við birgja sem sýni ástandinu hér skilning. Þá séu vörur af lager einnig teknar fram og settar á tilboð. „Mér finnst al- mennt vera minni hækkun í þess- um vöruflokki heldur en flestu öðru.“ Skiptibókamarkaðir blómstra Haukur Olavsson, verslunarstjóri hjá Griffli, segir skólavörur hafa hækkað í innkaupum. Engar ís- lenskar skólatöskur séu fram- leiddar eftir því sem hann best viti enda kannski dýrt að framleiða fyr- ir lítinn markað. Hann segir fólk greinilega fylgjast með afsláttum og tilboðum sem meira sé af nú en áður. „Það sem mest hefur hækkað í verði eru námsbækur enda hefur pappír og prentkostnaður hækkað.“ Flestar ritfangaverslanir koma til móts við námsmenn með skipti- bókamörkuðum. „Nemendur reyna fyrst að fá bókina notaða. Mér finnst jákvætt að fólk skuli vera meðvitað um verð og horfa í aur- inn,“ segir Haukur. Skólatöskur lítið dýrari en á síðustu önn  Skólavöruvertíðin komin á fullt skrið  Námsbóka- og töskuskiptimarkaðir  Námsbækur hafa hækkað mest Morgunblaðið/Jakob Fannar Skólavörur Það styttist í skólabyrj- un og margt þarf að kaupa. Í HNOTSKURN »Ódýrustu skólatöskurnareru hjá Griffli á 990 og á 1000 krónur hjá A4. »Penninn Eymundsson ermeð skiptitöskumarkað fyrir skólatöskur sem þeir hafa umboð fyrir. Kaupa tösk- ur á 3000 krónur og selja á 5000 krónur »Flestar ritfanga- og skóla-vöruverslanir eru með skiptibókamarkað með náms- bókum EMIL Hall- freðsson, lands- liðsmaður í knatt- spyrnu, hefur gengið í raðir enska liðsins Barnsley, sem leikur í 1. deild. Hann hefur síð- ustu tvö ár verið á mála hjá ítalska félaginu Reggina en samið var um að lána kappann til Barnsley út tímabilið. Frá því að Em- il fór frá FH í atvinnumennsku árið 2005 hefur hann gert víðreist um Evrópu. Byrjaði á að fara til Totten- ham en fór þaðan um skamma hríð til Malmö í Svíþjóð og Lyn í Noregi á ár- unum 2006 og 2007. | Íþróttir Á faraldsfæti í boltanum Emil Hallfreðsson ÍSLENSKA yfirbragðið breytist gjarnan á sumrin og á það við um menn jafnt og umhverfi. Fólk nýtir sér léttari farartæki, eins og þessi snót, sem skeiðaði fram hjá rússneska seglskipinu Kruzenshtern við Ægisgarð, þar sem það mun liggja til sunnudags. Tilgangur heimsóknar skipsins er m.a. að minnast þess að 65 ár eru liðin frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar, að því er segir á vef Faxaflóa- hafna. Kruzenshtern er 114 metrar að lengd og hæð miðað við masturs- toppa er 51 metri. Um það bil 250 manns eru í áhöfn skipsins. Morgunblaðið/RAX Á léttari nótunum á íslenskum sumardegi Í París? Nei, í Reykjavík Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÞESSI samningur er mikilvægur áfangi. Að undanförnu höfum við verið í viðræðum við erlenda banka vegna fjármögnunar verkefnisins sem nú ætti að komast í traustan far- veg,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Í gær var undirritaður fjárfesting- arsamningur á milli ríkisstjórnar Ís- lands og Century Aluminum Comp- any og Norðuráls Helguvík ehf. vegna byggingar álvers í Helguvík. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið reikna með að álversframkvæmdir í Helguvík og það sem þeim fylgi beri drjúgan hluta fjárfestinga atvinnu- veganna á árunum 2010 og 2011. Um 1.500 koma að framkvæmdum þegar þær verða í hámarki eftir tvö ár en með tengdum verkefnum skapast allt að 6.000 ársverk. Mikið í húfi Byggja á álverið í fjórum 90 þús. tonna áföngum og verði þá ársfram- leiðsla komin í 360 þús. tonn. Þegar álverið er fullbyggt er gert ráð fyrir að starfsmenn verði 540. Nú þegar er ýmiskonar jarðvinnu á álverslóðinni lokið, búið er að steypa undirstöður og byrjað að reisa stálgrindur kerskála. Fram- haldið nú ræðst af því hvenær mati á umhverfisáhrifum, vegna línulagna, lýkur og eins er vinna við undirbún- ing fjármögnunar í fullum gangi, segir Ragnar. Hann minnir jafn- framt á að stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda bygg- ist m.a. á að Helguvíkurverkefnið nái fram að ganga og því sé mikið í húfi. Fjármögnun er í farvegi Samningar ríkisins og Norðuráls vegna álvers í Helguvík undirritaðir í gær Morgunblaðið/RAX Helguvík Fyrstu kerskálar álvers- ins eru risnir en nú ætti kraftur að komast í framkvæmdirnar. LÖGREGLA beitti kylfum á mótmælendur frá Saving Iceland-hópnum fyrir framan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gærkvöldi. Tveir menn voru hand- teknir en hópurinn kom til að mótmæla því að félagar þeirra höfðu fyrr um daginn verið teknir vegna óspekta við iðnaðarráðuneytið, á sama tíma og gerður var fjárfestingarsamningur um álver Norðuráls í Helguvík. Morgunblaðið/Heiddi Átök við lögreglustöðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.