Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 ICESAVE sam- samningurinn svokall- aði gengur treglega í gegnum alþingi og er vel skiljanlegt að lög- gjafarþingið sjái of marga galla og af- arkosti í málinu og of lítið sem maður geti ímyndað sér að hafi verið hluti af því sem Íslendingar komu með að samningaborðinu. Hverjar voru kröfur okkar eða óskir? Náðum við ein- hverju fram? Hversvegna er til dæmis samið um að okkur beri að standa skil á þessum greiðslum í annarri mynt en þeirri sem okkar skatta- og hag- kerfi notast við? Þessi blessuð ís- lenska króna, sem allt útlit er fyrir að verði einhver handónýtasta mynt sem nokkurt vestrænt sam- félag hefur þekkt á þessari öld, er þó eftir allt það eina sem við höfum að bjóða. Það var nú einu sinni ok- urvaxtasamfélagið íslenska sem átti að gera innistæðueigendum Ice- save-reikninga kleift að ávaxta pund sín og evrur. Ef við borgum okkar skuldir í krónum talið, er Bretum og Hollendingum aug- ljóslega hagur í að hjálpa okkur að halda gengi krónunnar stöðugu. Það er nokkuð sem við eigum að geta nýtt okkur til að komast uppá næsta borð í leiknum. Það er þvílíkt hags- munamál fyrir okkar íslenska samfélag í heild sinni að myntin okkar fari ekki veg allrar veraldar og við þurfum virkilega á stuðningi að halda í gjaldeyrispólitík núna og árin framundan. Vandinn er að íslenski seðlabankinn mun aldrei geta varist óprúttnum árásum, með þeim magra gjaldeyrissjóði sem hann hefur yfir að ráða og byggjast á lánum frá AGS og nokkrum vin- veittum nágrönnum. Hversvegna er sá vandi ekki bakaður inní þennan stærsta og mikilvægasta samning sem íslenska þjóðin hefur nokkurn tíma látið sér detta í hug að gera? Við getum ekki hoppað jafnfætis inní myntbandalag Evrópu þótt fegin vildum. En við getum gert annað og að mínu áliti var það að- gerð sem átti fyrir löngu að vera búið að gera, en það er að hengja íslensku krónuna utan á einhverja aðra mynt. Evran er nærtækust, þó önnur viðhöld komi að sjálfsögðu til greina. Ef við hefðum krónuna saumaða fasta á evruna á einhverju „skyn- samlegu“ gengi, segjum 150 krónur – bara til að nefna einhverja tölu – þá væri hægt að verja þannig gengi með dyggri aðstoð Hollendinga og Breta. Að minnsta kosti væri það auðveldara með aðstoð þeirra held- ur en að verja svoleiðis stöðu ein- sömul. Það sem Íslendingar fengju fyrir sinn snúð væri stöðugleiki og ein- hverskonar framtíðarsýn, Það verð- ur að teljast mjög mikilvæg skilyrði fyrir því að þjóðin taki á sig svo gíf- urlega skuldabagga eins og hér er vissulega um að ræða. Fólk getur ekki tekið að sér að standa straum af öðrum eins skuldum sem þess- um, ef því fylgir yfirvofandi hjól- börugjaldeyrir í líkingu við það sem Þjóðverjar upplifðu á milli styrjald- anna. Við þurfum að losa okkur við svikamyllu verðtryggingarinnar og við þurfum að losna við okurvexti, ef heimilin og atvinnuvegirnir eiga að geta rétt úr sér á þessum sjö ár- um sem eru fram að fyrstu skulda- dögunum. Við borgum lítið ef hér verður bara sviðin jörð! Ef við eigum að geta sýnt fram á einhverskonar stöðugleika í takt við kröfur myntbandalagsins evrópska, sem vonandi verður uppá ten- ingnum einhvern tíma innan tíma- ramma Icesave-samningsins, þá er engin önnur leið eins góð og að hengja krónuna fasta á evruna. Til að það sé vænlegt í dag mun þurfa verklegan og tæknilegan stuðning mikið stærri hagkerfa en hins ís- lenska. Ég spyr mig hvort ekki hefði verið rétt að setja fram beiðni um slíkan stuðning sem skilyrði, áð- ur en við leggjumst marflöt og skrifum undir. Hversvegna var ekki reynt að baka björgun íslensku krónunnar inní samkomulagið við Breta og Hollendinga? Ef evran er 150 krón- ur í dag, 150 krónur eftir sjö ár og vextir hér í takt við vaxtastig á evrusvæðinu og engar breytingar á því í augsýn, þá mun fólk ná að koma undir sig fótunum aftur og ósennilegt að héðan verði nokkur verulegur spekileki (brain-drain), sem vissulega blasir við núna. Ekki er nokkur vafi á því að fólk fer að flytjast héðan í hrönnum og það verða tómir pottar hér þegar kem- ur að því að borga skuldirnar sem Icesave-samkomulagið gengur út á. Það er hvorki Bretum né Hollend- ingum í hag ef íslenska hagkerfið færist aftur um hálfa öld, en hætt- an á því er nefnilega raunveruleg ógn fyrir okkur í dag. Icesave og gjaldeyrismálin Eftir Pál Jónsson » Getum við fengið Hollendinga og Breta til að styðja fast- gengisstefnu íslensku krónunnar, sem skilyrði fyrir Icesave-skuldbind- ingunum? Páll Jónsson Höfundur er sjómaður. MIKLAR breyt- ingar hafa verið á fjarskiptamarkaði að undanförnu. Neyt- endasamtökin vilja upplýsa neytendur bæði um góðu frétt- irnar – nýjungar sem spara pening fyrir neytendur – og slæmu fréttirnar – erfiðleikar sem ríkisstjórnin get- ur leyst og með því bætt hag allra heimila í landinu. Góðar fréttir: Skype-byltingin og Evrópugjaldskráin Skype er tölvuforrit sem býr til símtal í gegnum Internet Protocol í staðinn fyrir gömlu góðu leiðirnar sem símar nota. Símtal á milli tveggja tölva sem eru báðar með Skype, hvar sem er í heimunum, kostar ekkert (umfram það að þurfa að vera með nettengingu). Símtal frá tölvu í fastlínusíma í út- löndum kostar miklu minna en sím- tal frá venjulegum síma: Mín- útuverð til margra landa í Evrópu og Norður-Ameríku er um það bil 3 kr. Jafnvel fyrir símtöl innan Ís- lands getur Skype verið góður kostur (mínútuverðið er um það bil 4,5 kr. en það er ekkert mán- aðargjald eða stofngjald). Það er reyndar hægt að kaupa Skype- símtæki sem tengist beint inn í netbeininn (t.d. Dualphone 3.088) og þá má sleppa því að þurfa að kveikja á tölvunni til að hringja eða svara símtölum. Íslendingar geta sparað mikið með því að nota Skype og það veitir fjarskiptafyr- irtækjunum mikla samkeppni á fastlínusímtalamarkaðinum. Þing og framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins voru búin að fá nóg af háu verði á reikisímtölum – með öðrum orðum, símtöl úr far- símum sem eru ekki staddir í „heimalandi“ sínu. Vorið 2007 sam- þykkti þingið þak á verð sem fyr- irtækin geta tekið fyrir slík símtöl. Ísland innleiddi tilskipunina haustið 2008 og í lok ágúst mun þakið lækka í 0,43 á mínútu fyrir símtal innan Evrópu og 0,19 fyrir móttek- in símtöl (án vsk.). Þing Evrópu- sambandsins hefur nú framlengt tilskipunina og sett fleiri þök sem munu væntanlega taka gildi á Ís- landi árið 2010. Til dæmis, SMS í útlöndum má ekki kosta meira en 0,11 án vsk. en SMS-verðið hefur hækkað talsvert á undanförnum ár- um, þrátt fyrir að fjarskiptafyr- irtækin verði ekki fyrir neinum aukakostnaði þegar símnotandi sendir SMS. (Sama fasta gagna- magnið er sent úr öllum símtækj- um á nokkurra sekúndna fresti hvort sem gögnin innihalda SMS eða ekki.) Slæmar fréttir Ísland hefur farið þá leið að vera með kæru- og úrskurðarnefndir í staðinn fyrir smámáladómstól. Það væri í góðu lagi ef nefnd væri til staðar fyrir viðskiptavini fjarskipta- fyrirtækja. Birtist eitthvað á síma- reikningnum sem þú varst ósátt(ur) við og símafyrirtækið neitar að koma til móts við þig með? Mjög líklega er hvorki kærunefnd lausa- fjár- og þjónustukaupa, Neyt- endastofa, né Póst- og fjar- skiptastofnunin (PFS) með heimild til að skera formlega úr málinu. Allar þrjár stofn- anirnar eru með mjög þröngar lagaheimildir til að grípa inn í ágreiningsmál. Til er „úrskurðarnefnd fjar- skipta- og póstmála“ en þangað má ein- göngu kæra ákvarð- anir PFS, ekki hegðun fjarskiptafyrirtækja. Neytendur hafa engin raunhæf úrræði gagn- vart fyrirtækjunum. Þá hafa fyrirtækin eins og grænt ljós til að vera mjög ágeng í kröf- um sínum gagnvart neytendum. Það er þörf á skýrari kæruleiðum. Lög um hópmálsókn myndu einnig veita fyrirtækjunum mikilvægt að- hald. Það sárvantar alvöru samkeppni á milli fjarskiptafyrirtækja. Þau eru öll með mjög svipað verð og um leið hátt verð. Ótrúlegasta dæmið í minni reynslu átti sér stað fyrir um það bil tveimur árum, þegar Hive (nú Tal) hætti að bjóða upp á ódýrari fastlínusímtöl til út- landa og viðskiptavinir urðu eftir með ekkert nema sama háa verðið og hjá hinum fyrirtækjum. Það virðist þurfa stjórnvaldsaðgerðir eins og Evrópugjaldskrána til að lækka verð. Þá finnst mörgum að eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum sé lítið eða afslappað. Þó að starfsmenn PFS og Neytendastofu séu heiðarlegir og duglegir hafa þessar stofnanir trúlega ekki tíma og stundum ekki lagaheimild til að gera meira en að bregðast við kærum og kvörtunum sem berast öðru hvoru. Þetta á sér- staklega við PFS en samgöngu- ráðuneytið lét gera úttekt á stofn- uninni haustið 2007 sem benti til þess að margt mætti bæta í starfi hennar. Snemma þessa árs varð misskilningur hjá stofnuninni í inn- leiðingu Evrópugjaldskrárinnar sem tafði hluta af verðlækkunum. Mikilvægt er að þessar eða aðrar stofnanir fái skýra lagaheimild frá ríkinu um að vernda þurfi hags- muni neytenda á virkan hátt, og fjármagn til þess að sinna því verk- efni. Það mætti einnig bæta mörg smærri atriði. Neytendasamtökin vilja að neytendur séu betur upp- lýstir um kostnað símtala áður en hringt er; að símtöl séu mæld í sekúndum, ekki í mínútum; að það verði auðveldara að fá sundurliðun á símanotkun (flókið eða kostn- aðarsamt hjá sumum fyrirtækjum); og að allar þjónustu- og skil- málabreytingar verði ávallt vel kynntar, skriflega, til viðskiptavina. Síðast en ekki síst er mikilvægt að fjölmiðlarnir birti gagnrýnar grein- ar um fjarskiptamarkaðinn. Stjórn- völd um allan heim eru farin að grípa til aðgerða varðandi við- skiptahætti fjarskiptafyrirtækja. Er ekki kominn tími fyrir sann- girni, gegnsæi, og hreinskilni í símamálum á Íslandi? Sparnaður og eftirlit með fjar- skiptamálum Eftir Ian Watson Ian Watson » Stjórnvöld um allan heim eru farin að grípa til aðgerða varð- andi viðskiptahætti fjar- skiptafyrirtækja. Höfundur er í stjórn Neytendasamtakanna. ÞAÐ var makalaust að hlusta á Steingrím Jóhann Sigfússon fjár- málaráðherra í Kastljósi á fimmtudagskvöld. Þar sagðist hann gera allt sem hægt væri til að halda lífi í fyrstu hreinu vinstristjórn lýðveldistímans. Það er óhætt að segja það. Formaður VG er á stanslausum flótta undan stefnu síns eigin flokks og er nú að telja þjóðinni trú um allt það sem hann gagnrýndi sem harðast í aðdraganda stjórnarskipta. All- ur sá málflutningur ráðherrans er efni í heilan greinaflokk. Ég ætla að staldra við eitt atriði hér. Fjármálaráðherra hélt því fram að við Íslendingar hefðum tapað möguleikum okkar til að láta reyna á lagalegan rétt okkar í Ice- save-málinu 7. janúar sl. Þá hefði frestur okkar til slíkra hluta runnið út. Þetta er kolrangt hjá ráðherranum og ótrúlegt að hann skuli segja þjóðinni slíka hluti. Sannleikurinn er sá, að 7. janúar sl. runnu út möguleikar okkar til að hnekkja freklegri beitingu Breta á hryðjuverkalögum. Það er allt annað mál og ekki ráðherr- anum sæmandi að villa svo um fyrir fólki. Hitt er svo annað mál, að Al- þingi ákvað í desember sl. að reyna til þrautar að ná samn- ingum við Breta og Hollendinga, enda yrði tekið tillit til þeirra ógn- araðstæðna sem ríktu á Íslandi. Þar kom einnig fram nokkuð sem fjármálaráðherra vill ekki kann- ast við; að við Íslendingar stæðum fast á því að lagaleg óvissa væri um greiðsluskyldu Íslendinga. Al- þingi Íslendinga áskildi sér rétt í desember sl. til að hafna óað- gengilegum samningum fyrir ís- lenska þjóð. Því miður fór það svo, að hreina vinstristjórnin kom heim með slíkan ófögnuð. Fjármálaráðherra talar um að nú dugi ekki kjarklausir stjórn- málamenn. Það er rétt hjá honum. Ólöf Nordal Rangt Steingrímur! Höfundur er þingmaður. STJÓRN Lands- sambands framsókn- arkvenna lýsir yfir þungum áhyggjum af skuldastöðu íslenskra heimila. Tölur Seðla- bankans sýna að þrátt fyrir að stór hluti heimila hafi nýtt sér úrræði banka til frystingar eða lækkunar greiðslubyrði glímir rúmur þriðjungur þeirra við þunga eða mjög þunga greiðslu- byrði. Skjaldborg ríkisstjórnarinnar um heimilin í landinu hefur reynst tálsýn og eðlilegra að líkja henni við tjaldborg. Fram- sóknarflokkurinn lagði fram þingsályktun um afskriftir skulda heim- ilanna strax í upphafi sumarþings en í krafti stjórnarmeirihlutans virðist eiga að láta málið deyja í nefnd. Talsmaður neytenda hefur einnig lagt fram mjög greinargóða til- lögu um hvernig væri hægt að standa að af- skriftum skulda heim- ilanna, en þöggunin ein hefur ríkt um hana. Forystumenn innan bankakerf- isins hafa lýst því yfir að nauðsyn- legt verði að fara í umfangsmiklar afskriftir á útlánum bankakerf- isins, en virðast hafa dregið í land vegna andstöðu stjórnvalda og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins við al- mennar afskriftir. Íslenskur almenningur gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt verður að axla auknar byrðar vegna efna- hagshrunsins en gerir þá sjálf- sögðu kröfu á móti að stjórnvöld geri þeim kleift að standa undir þeirri byrði. Stjórn LFK krefst þess að taf- arlaust verði gripið til aðgerða til bjargar íslenskum heimilum. Skjaldborg ríkisstjórnar- innar hefur reynst tálsýn Eftir Ólöfu Pálínu Úlfarsdóttur » Þriðjungur heimila landsmanna glímir við þunga greiðslu- byrði. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir Höfundur er formaður LFK. @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.