Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Verðhrun Minnst 60% afsláttur • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 ÚTSAL A 25-50% afsláttur af völdum vörum Hæðasmára 4 • 201 Kópavogur Sími 555 7355 • www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Laugavegi 176 • Gamla sjónvarpshúsið sími 533 2220 • www.lindesign.is Útsalan er hafin Sængurfatnaður frá 4.980 kr. Íslensk hönnun á enn betra verði. 20-50% afsláttur af völdum vörum Bæjarlind 6, sími 554 7030 Gallabuxur á útsölu á 3.000 kr. Opið í dag 10-15 í Bæjarlind Eftir Silju Björk Huldudóttir silja@mbl.is ALLIR þeir stjórnarmeðlimir Borg- arahreyfingarinnar, sem blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við í gær, eru sammála um að félagsfundurinn sl. fimmtudagskvöld hafi verið bæði málefnalegur og lýðræðislegur. Telja þau að þann ágreining sem upp er kominn milli stjórnar og þing- flokks megi að einhverju leyti skýra sem byrjunarörðugleika þar sem um ungt stjórnmálaafl sé að ræða. Enginn vildi hins vegar skrifa undir það að óheppilegt væri að ósættir innan flokksins væru af- greiddar nánast fyrir opnum tjöld- um, en sem dæmi um þetta gegnsæi eru sendingar milli manna í fjölmiðl- um sem og að fundargerð frá fund- inum var birt á vef hreyfingarinnar (www.xo.is) í gær. „Við höfum ekkert að fela. Okkar styrkur felst í því. Við vildum beita okkur fyrir lýðræðisumbótum og gagnsæi og þetta er bara gagnsæið í praxís. Og þannig viljum við að þing- hópurinn vinni líka,“ segir Valgeir Skagfjörð, sem situr í stjórn Borg- arahreyfingarinnar. Hjá Birgittu Jónsdóttur, þing- flokksformanni Borgarahreyfingar- innar, fengust þær upplýsingar að allir þingmenn flokksins nema Þrá- inn Bertelsson hefðu fundað í gær- dag. Tók hún fram að Þráinn hefði líkt og áður verið boðaður á fundinn og verið hjartanlega velkominn. Sagði hún fulltrúa sáttanefndarinnar þegar hafa haft samband við þing- menn í gær. „Við erum öll af vilja gerð til að leita sátta,“ sagði Birgitta. Tók hún fram að sér þætti bagalegt á núverandi tímapunkti að geta ekki sett alla krafta sína óskipta í það að afgreiða eitt stærsta mál Íslandssög- unnar, þ.e. Icesave-málið. „Höfum ekkert að fela“  Meirihluti þingflokks Borgarahreyfingar fundaði í gær  Styrkur hreyfingarinnar að standa fyrir opinni umræðu Í HNOTSKURN »Á félagsfundi Borg-arahreyfingarinnar sl. fimmtudag var samþykkt að stofna sáttanefnd sem hefði það hlutverk að koma á sátt- um milli stjórnar hreyfing- arinnar og þingflokks. ÁRLEGT Pæjumót í knattspyrnu hófst á Siglufirði í gær. Að þessu sinni keppa þar tæplega 900 stúlkur víðs vegar að af landinu og ljóst var á stemningunni að þátt- takendur skemmtu sér vel að vanda. Þróttarstelpurnar á myndinni hituðu m.a. upp fyrir einn leikja gærdags- ins á vellinum við Hól með því að elta þjálfarann sinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SKEMMTILEG UPPHITUN Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is VERIÐ er að leggja lokahönd á Brúarland, húsið sem hýsa mun hinn nýja Framhaldsskóla Mosfells- bæjar. Rúmlega 50 nemendur eru skráðir til náms fyrsta misserið og verður skólasetning 20. ágúst, en húsið verður tilbúið fyrir þann tíma að sögn Guðbjargar Aðalbergs- dóttur skólameistara. „Við erum búin að taka allt húsið í gegn að innan og byrjuð að utan líka, þannig að þetta verður alveg nýtt hús og ótrúlega flott,“ segir Guðbjörg. Húsið er þó að upplagi ekki nýtt því þetta er eitt af gamalgrónum húsum bæjarins og var einmitt upp- haflega reist sem skólahús þótt það hafi gegn ýmsum hlutverkum síðan. „Það var í fyrsta skipti kennt hérna árið 1925 og mér finnst það einmitt svo skemmtilegt að þessi nýi skóli fái að vera í þessu gamla skóla- húsi,“ segir Guðbjörg sem hlakkar til að takast á við verkefni hausts- ins. Morgunblaðið/Jakob Fannar Nýr skóli í gömlu skólahúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.