Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 16
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is STEFÁN Pétursson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs, segir hverfandi líkur á því að þau lán, sem Reykjavíkurborg er í ábyrgð fyrir vegna framkvæmda fyrirtækisins, muni koma til með að lenda á reyk- vískum skattgreiðendum. Reykjavíkurborg er ásamt Akur- eyrarbæ í ábyrgð fyrir þeim lánum sem stofnað var til meðan hún var hluthafi í fyrirtækinu og gildir ábyrgðin til 1. janúar 2012. Um er að ræða nær helming af öllum skuldum fyrirtækisins, sem voru í árslok 2008 tæplega 2,9 milljarðar dollara eða um 365 milljarðar króna á núverandi gengi. Eftir 1. janúar 2012 tekur sér- stakt ákvæði í samkomulagi Reykja- víkurborgar og ríkissjóðs gildi sem felur í sér að ríkissjóður tryggir borginni skaðleysi. Aðgengi að nýju lánsfé er afar erf- itt um þessar mundir og nýlega fékk Landsvirkjun sérstakan viðbún- aðarsamning sem felur í sér að Seðlabankinn mæti lausafjárþurrð fyrirtækisins með erlendum gjald- eyri. Möguleikar fyrir nýja virkj- unarkosti eru því takmarkaðir. Fulltrúar Landsvirkjunar komu fyrir borgarráð á fimmtudaginn sl. þar sem staða félagsins var kynnt fyrir borgarfulltrúum. „Við förum ekki út í nýjar fjárfest- ingar nema þær séu fjármagnaðar fyrirfram. Allt það fjármagn sem reksturinn skilar fer í að greiða eldri lán. Þetta fjármagn og þegar tryggð lán gera það að verkum að við teljum hverfandi líkur á því að ábyrgðir falli á Reykjavíkurborg eða Akureyri,“ segir Stefán Pétursson. Lendir ekki á borginni Í ábyrgð fyrir 180 milljörðum vegna Landsvirkjunar Morgunblaðið/Kristinn Líkur Stefán segir hverfandi líkur á því að ábyrgðin lendi á borginni. 16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 ; < ; <    $% &% . . ; <   (< '  &% &% . . = > ?   ' ( ' &% &% . . /)' =*< '(  ' &% &%( . . ; < 7 ; < 9 ( ( &% &% . . Þetta helst ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi hækkaði um 0,5% í gær og er lokagildi hennarr 743 stig. Viðskipti voru lítil, en þau námu um 66 milljónum króna, nánast eingöngu með hlutabréf Marels. Viðskipti með skuldabréf námu um 9,7 milljörðum sem er um helmingur af viðskiptunum undanfarna daga. Ávöxt- unarkrafa ríkisbréfa og íbúðabréfa breyttist lítið. gretar@mbl.is Hækkun í Kauphöllinni ● HELSTU hluta- bréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu við opn- un markaða í gær eftir nokkra lækk- un næstu tvo daga þar á undan. Var ástæðan fyrir hækkunum við opnun markaða í gær einkum rakin til bjartari horfa á vinnumarkaði en spár höfðu gert ráð fyrir, en þótt at- vinnuleysið í landinu hafi mælst 9,4% í júlí var það minna en flestir sérfræð- ingar höfðu spáð. Svipað var upp á teningnum á flest- um mörkuðum í Evrópu en hins vegar lækkuðu hlutabréfavísitölur almennt í Asíu í gær. gretar@mbl.is Hækkanir á mörkuðum vestanhafs og í Evrópu Kauphöllin í Tókýó í Japan. ● JUKKA Hienonen, sem hefur verið forstjóri finnska flugfélagsins Finnair í rúm tvö ár, tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér í kjölfar þess að fé- lagið hefur verið rekið með tapi í fjóra ársfjórðunga í röð. Segir í frétt Wall Street Journal að gert sé ráð fyrir því að Hienonen láti af störfum í febrúar á næsta ári. Finnair var rekið með um 26 milljóna evra tapi á öðrum fjórðungi þessa árs, sem svarar til um 4,7 milljarða króna. Er haft eftir Hienonen í WSJ að hagræð- ing hjá félaginu hafi ekki gengið nógu hratt fyrir sig. gretar@mbl.is Forstjóri Finnair hættir vegna taps félagsins DEUTSCHE bank er sagður hafna þeim skýringum Sigurðar Ein- arssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Kaupþings, að lánveitingar til traustra viðskiptavina til að kaupa skuldatryggingar á bankann hafi verið gerðar að tillögu Deutsche. Þetta kemur fram í breska dag- blaðinu Guardian. Í frétt blaðsins, sem vitnar til umfjöllunar Morg- unblaðsins um mál vegna lánveitinga Kaupþings til félags í eigu Kevin Stanford, er vitnað í bréf Sigurðar, frá janúar á þessu ári. Þar vitnar hann til hækkunar skuldatrygg- ingaálags sem hefði verið tilefni nei- kvæðra frétta um Kaupþing. Því hefði verið gripið til þess ráðs að til- lögu Deutsche að láta reyna á hvað myndi gerast ef Kaupþing sjálft færi að kaupa þessar tryggingar. Það var óheimilt og því fékk Kaupþing við- skiptavini til þess að „eiga þessi við- skipti fyrir hönd bankans.“ thorbjorn@mbl.is Ekki gert að tillögu Deutsche FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ gerir rúmra 43 milljarða króna kröfu á Straum samkvæmt kröfuskrá sem hefur verið lögð fram. Krafan er til komin vegna veð- lána sem Straumur tók í Seðlabank- anum þar sem skuldabréf við- skiptabankanna, að stærstum hluta Landsbankans, voru lögð að veði. Skuldabréfin eru nú verðlaus. Seðlabankinn óskaði eftir viðbót- arveðum vegna þessara veðlána eftir að bankarnir féllu. Mætti Straumur þeirri ósk og á ríkið því veð í eignum á móti þessum skuld- um. Er því gert ráð fyrir að skuldin fáist að fullu greidd. Þá gerir Seðlabankinn sjálfur rúmra 11 milljarða króna kröfu vegna lána gegn veði til Straums. Skuldar ríki milljarða Fjármálaráðuneytið í kröfuröð Straums Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „EINS og staðan er í dag get ég ekki lögsótt Glitni vegna þess ferlis sem [bankinn] er í núna, en það er alveg ljóst að ég mun grípa til ráða þegar þar að kem- ur,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður Salt in- vestments og fyrrverandi forstjóri Actavis, um kaup á hlutabréfum í Glitni í september, tæpri viku áður en ríkið tók yfir Glitni. Áætlanir þess efnis voru kynntar í Seðlabankanum hinn 29. september sl. og fólust í 84 milljarða hlutafjárframlagi gegn 75% eignarhlut ’i bankanum. Sem kunnugt var fallið frá þeim áformum í kjölfar setningar neyðarlaganna. Fjármagnað með láni að hluta „[Upphæðin] er hærri en tveir milljarðar. Þetta var fjármagnað að hluta með lánsfé og að hluta til lagði ég fram tryggingar sem glötuðust við tapið,“ segir Róbert. Hann segir að það sé alveg ljóst að hann hefði aldrei keypt í bankanum hefði hann vitað hvern- ig hann stóð er kaupin áttu sér stað. „Það er alveg ljóst að ég hafði ekki grun um að bankinn stæði jafn illa og hann stóð. Ég tapaði nokkrum milljörðum á kaupunum og ég hefði aldrei farið út í slík kaup hefði ég vitað hvernig bankinn stæði. Ég mun því klárlega grípa til ráðstafana þegar ég get gert slíkt nema sam- komulag náist um eitthvað annað,“ segir Róbert. Að- spurður segist hann hafa látið lögmenn sína kanna hvort forsendur riftunar séu fyrir hendi. „Ég vil helst ekki tjá mig um það í fjölmiðlum, en við höfum sagt að við ætlum að skoða málið.“ Róbert sagði í samtali við Morgunblaðið hinn 4. október, tveimur dögum fyrir setningu neyðarlag- anna, að hann hefði í hug á að taka þátt í breiðari að- komu að Glitni ásamt hluthöfum. Ríkið héldi þá ráð- andi hlut en fleiri kæmu að kaupunum. Þetta var fimm dögum eftir að yfirtökuáætlanir voru kynntar í Seðlabankanum. Var þá forsendubresturinn setning neyðarlaganna? Róbert segir svo ekki vera. Fyrir setningu neyðarlaganna hafi hann hins vegar reynt að bjarga verðmætum. „Við fórum og ræddum við ríkið og fleiri og það voru engar forsendur fyrir því á þeim tíma.“ Í ljósi þess að seljandi bréfanna var Glitnir má velta fyrir sér hvort bankinn hafi ekki átt að upplýsa Róbert um raunverulega stöðu, en aðeins örfáum dög- um síðar var leitað til Seðlabankans með ósk um að- stoð. Aðspurður segir hann að það sé m.a. þetta sem félag hans muni bera fyrir sig í málinu, en kveðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Skoðar réttarstöðu sína vegna hlutabréfakaupa Tap Róberts á kaupum í Glitni „nokkrir milljarðar“ Morgunblaðið/Ómar Glitnir „Hafði ekki grun um að bankinn stæði jafn illa.“ ● ÚTFLUTNINGUR frá Þýskalandi jókst um 7% í júnímánuði síðastliðnum í samanburði við mánuðinn á undan. Er þetta mesta aukning milli mánaða í tæp þrjú ár. Í frétt BBC-fréttastöðv- arinnar bresku segir að þetta séu nýj- ustu upplýsingarnar um að efnahags- lífið í Evrópu sé að ná sér á strik. Opinberar tölur um vöruskiptajöfnuð Frakklands við útlönd eru einnig taldar gefa til kynna betri horfur þar í landi. Það sama á og við um minni samdrátt í ítölsku efnahagslífi en spár höfðu gert ráð fyrir, en samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi var 0,5%. gretar@mbl.is Jákvæðari horfur í efna- hagslífi Evrópuríkja Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is GENGIÐ, minnkandi þorskveiði og léleg loðnuveiði eru meginskýring- arnar á því hvað aflaverðmæti sjáv- arafurða hefur minnkað mikið milli ára að undanförnu, að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings Landssambands íslenskra útvegs- manna. Samkvæmt Hagtíðindum Hag- stofu Íslands var aflaverðmæti ís- lenskra fiskiskipa á árinu 2008 rúm- lega 99 milljarðar króna. Verðmætið var um 2,2 milljörðum króna minna en árið áður, sem er um 2,1% lækkun milli ára, mælt á föstu verðlagi árs- ins 2008. Hærra verð með veikari krónu Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árinu 2008 var rúm 1.283 þúsund tonn, sem er 113 þúsund tonna minnkun frá árinu 2007. Hefur heild- araflinn ekki verið minni í tonnum talið síðan á árinu 1991. Sveinn Hjörtur segir að gengi krónunnar skipti útflutningsat- vinnuvegina eðlilega gríðarlega miklu máli. Það segi sig sjálft að raunkostnaður minnki eftir því sem krónan veikist auk þess sem hærra verð fáist fyrir útfluttar afurðir í krónum. „Enda höfum við hamrað á því undanfarin ár hvað gengið hefur verið ruglað,“ segir hann. Verðmæti þorsks um 33% Þorskafli var tæplega 12% heild- araflans á árinu 2008, eða rúmlega 151 þúsund tonn, og dróst saman um 23 þúsund tonn frá árinu áður. Þorskurinn er sem fyrr verðmæt- asta fisktegundin, en aflaverðmæti þorsks nam 32,2 milljörðum króna árið 2008, eða um 33% af heildar- aflaverðmætinu. Gengið vegur þungt í minnkandi verðmætum "2A B0 2  1 C 2 B "$ 0 "   - % 0 ,: , , ,  : 7 9 ,  "#  : 7 9 ,  : 68: 6 6, 69 67 6: 68: 6 6, 69 67 6:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.