Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 42
Home Alone Hinn barnungi Macaulay Culkin verður að
manni. Þessi myndaþrenna varð alveg ótrúlega vinsæl.
The Breakfast Club Krakkarnir gera flest annað en
að læra í þessari áhrifamiklu kvikmynd Hughes.
Þvert yfir miðjan glysgjarnanníunda áratuginn var nánastgengið út frá því að grín-
mynd væri ekkert fyndin nema
handritshöfundurinn og leikstjór-
inn John Hughes kæmi á einhvern
hátt nálægt henni. Þó svo að vissu-
lega megi deila um hártísku eða
fataval í kvikmyndum hans voru
þær langt frá því að vera ofur-
stíliseraðar tilraunir til þess að
upphefja einstaklingshyggjuna.
Þvert á móti voru þær oftast ein-
faldar sögur af litríkum unglingum
sem voru að þreifa fyrir sér í lífinu
og ástinni. Hinn eilífi dans unglinga
við ofursperrtar og vanstilltar til-
finningar sínar og langanir. Þannig
væri vel hægt að setja upp Break-
fast Club á sviði hvar sem er í heim-
inum í dag og unglingar myndu
tengja.
Í fyrradag bárust svo þær fregnir
að John Hughes væri látinn, aðeins
59 ára gamall.
Hughes starfaði upphaflega semblaðamaður en náði samhliða
því að skrifa kvikmyndahandrit að
gamanmyndum. Ein fyrstu mynd-
anna var stórklikkuð ferðasaga
Clarks Griswolds og fjölskyldu
hans þvert yfir Bandaríkin, Nation-
al Lampoon’s Vacation, er skartaði
Chevy Chase í aðalhlutverkinu og
gat af sér tvær framhaldsmyndir.
Fyrsta kvikmyndin sem Hughes
svo leikstýrði var Sixteen Candles.
Þar startaði hann á einu bretti leik-
listarferli Johns Cusacks, Anthonys
Michaels Halls og Molly Ringwald.
Þau tvö síðarnefndu birtust svo aft-
ur í The Breakfast Club ásamt Emi-
lio Estevez, Judd Nelson og Ally
Sheedy. Sú mynd fjallar um fimm
menntaskólakrakka sem eru öll lát-
in mæta í skólann á laugardegi til
þess að afplána refsingu fyrir að
brjóta skólareglur. Þau þekktust
ekki neitt að ráði fyrir þennan dag.
Neydd til þess að þola návist hvert
annars meðan á afplánuninni stend-
ur rekast þau á eigin fordóma
hvers í annars garð og eru þvinguð
til þess að horfast í augu við þá.
Yfirleitt með spaugilegum en þó
mannúðlegum hætti. Með þeirri
mynd hóf Hughes blómlegan feril
sem leikstjóri og gerði myndirnar
Weird Science, Ferris Bueller’s Day
Off, Planes, Trains & Automobiles,
She’s Having a Baby og Uncle Buck
– allar á fimm árum. Hann leik-
stýrði aðeins einni kvikmynd á tí-
unda áratugnum, Curly Sue, sem
floppaði verulega. Eftir það lagði
hann leikstjórn á hilluna og hélt sig
að mestu við að skrifa handrit og
fjármagna aðrar kvikmyndir. Oft
undir dulnefninu Edmond Dantés
sem hann límdi t.d. á myndir á borð
við stórslysamyndina um sankti-
bernhardshundinn Beethoven.
Þekktastur er hann þó eflaustfyrir kvikmyndina Home
Guðfaðir unglingamyndanna
AF LISTUM
Birgir Örn Steinarsson
» Í lifanda lífi varHughes feiminn og
veitti sjaldnast blaða-
viðtöl. Síðasta áratuginn
hafði hann tileinkað sér
bóndalíf í Illinois.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009
HHH
„Þessi spræka og
fjölskylduvæna
bandaríska teikni-
mynd er sú þriðja í
röðinni og sú besta
þeirra“
- Ó.H.T. , Rás 2
HHH
-D.Ö.J., kvikmyndir.com
HHHH
-Þ.Þ., DV
HHH
-T.V., kvikmyndir.is
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK
STIEG LARSSON
„Fantagóð, kuldaleg sænsk
glæpahrollvekja... Saga sem rífur
mann í sig. Myndin gefur
bókinni ekkert eftir“
-F.E. Morgunvaktin á Rás 2.
HHHH
- S.V., MBL
HHHH
- V.J.V., FBL
HHHH
- Ó.H.T., Rás 2
HHHH
- Heimir og Gulli / Bítið á Bylgjunni
HHH
„þessi fallega og átakanlega
kvikmynd hlýjar manni bæði um
hjartaræturnar og rífur í þær”
- Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com
„Á ÉG AÐ GÆTA
SYSTUR MINNAR“
abigai l bresl in cameron diaz
FRÁ LEIKSTJÓRA
„THE NOTEBOOK“
„Napur og forkunnar yfirveguð úttekt á ofbeldi. Funny Games refsar
áhorfendum fyrir blóþorstann með því að gefa þeim allar þær misþyrmingar
sem hægt er að ímynda sér. Ansi sniðugur hrekkur hjá Haneke.”
- Scott Tobias, The Onion
vinsælasta
teiknimynd ársins
40.000 manns
í aðsókn!
ATH: Ekki fyrir viðkvæma
30.000 manns í aðsókn!
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓ
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBOGANU
M 750kr.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
TILBOÐSVERÐ
550 KR Á SÝNIN
GAR MERKTAR
RAUÐU
Karlar sem hata konur kl. 3 - 6 - 9 B.i.16 ára
The Hurt Locker kl. 5:45 B.i.12 ára
B13-Ultimatum kl. 8 - 10 B.i.14 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 2 - 4 LEYFÐ
Funny Games kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 ára
Karlar sem hata konur kl. 3 - 4:30 - 6 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i.16 ára
My Sister‘s Keeper kl. 3:20 - 8 - 10:20 B.i.12 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
Crossing Over kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 750kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 3:30 - 5:50 - 8 750kr. LEYFÐ
Karlar sem hata konur kl. 2:30 - 5:30 - 8:30 750kr. B.i.16 ára Angels & Demons kl. 10:10 750kr. B.i.14 ára
The Hurt Locker kl. 2:30 - 5:15 - 8 - 10:45 750kr. B.i.16 ára