Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 útilegur, söng og leiki og rætt um trúna. Þar töluðu menn saman mjög opinskátt og ef einhverjum leið illa talaði hann um líðan sína og hópurinn leitaði lausna. Þessi félags- skapur sem ég var í hafði mikil og sterk áhrif á mig og ég sakna þess dálítið hversu erfitt er að finna svipaðan vettvang í okkar daglega lífi á Íslandi. Hér heima er alltaf farið með trúna eins og klámblað. Það má ekki sjást eða vitnast að fólk sé trúað. Er það kannski vegna þess að við gerum okkur ekki lengur grein fyrir því hvað trú er? Trú er ekki bara að biðja bænir og bíða svars. Trú er lífið og þær grundvallarreglur sem við lærum í boðorðunum tíu. Er það feimn- ismálið mikla, að viðurkenna það að maður eigi að fara eftir boðorðunum tíu? Trúin er í mínum huga boðorðin tíu og leiðin til að fara eftir þeim. Sú leið er þyrnum stráð og seinfarin en með Guðs hjálp má ryðja hana og gera greiðfæra, en það kostar líka fórnir. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í trúnni. Eins er með samkenndina, sem okkur er kennd í kristinfræðinni, þar á meðal: Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. En ef maður heyrir fréttir í fjölmiðlum af hörm- ungum og það sést á manni að maður finni til með þeim sem verða fyrir þeim þá fær maður oft skrýtnar augnagotur eins og verið sé að segja: Láttu ekki svona, þetta er svo langt í burtu. En maður hugsar um þá sem hafa orðið að þjást og segir við sjálfan sig: Þetta gætu alveg eins verið börnin mín. Þetta ár á Nýja-Sjálandi mótaði mig mik- ið. Ég kom heim breyttur persónuleiki. Ég var orðinn miklu sterkari sem einstaklingur og staðráðinn í að reyna að gera gagn og verða bóndi. Yrkja jörðina og sá í frjóan svörð fyrir komandi kynslóðir.“ Í góðu sambandi við Guð Þú virðist fullkomlega sannfærður um tilvist Guðs. „Ég hef upplifað fyrirbæri sem ég tel vera vegna þess að ég er í góðu sambandi við Guð. Fyrir nokkrum árum var dóttir mín, á unglingsaldri, á dráttarvél að snúa úti á túni. Líklega hef ég fengið hugboð því ég sagði við hana: Ef þú keyrir út í skurð og meiðir þig ekki þá drepurðu á dráttar- vélinni áður en þú ferð úr henni. Svo fer ég í fjósið að mjólka en ákveð af rælni að líta út og um leið og ég geri það horfi ég á dótt- ur mína keyra út í skurðinn. Ég vissi um leið að ekkert væri að óttast. Ég fór aftur inn í fjós og tók af kúnum og fór síðan til móts við dóttur mína sem kom gangandi á móti mér, nokkuð skelkuð en ómeidd. Ég legg margt í hendur Guðs og ræði mikið við hann, bæði um andlega og verald- lega hluti. Ef ég hef áhyggjur þá deili ég þeim með Drottni.“ Stundum er því haldið fram að hinn dæmigerði borgarbúi óttist dauðann og líti ekki á hann sem eðlilegt fyrirbæri meðan sveitamaðurinn sjái dauðann sem hluta af lífinu og óttist hann ekki. Heldurðu að þetta sé rétt? „Ég held að þetta sé nokkurn veginn rétt. Frá átta ára aldri fram yfir fermingu velti ég dauðanum mikið fyrir mér og átti oft andvökunætur vegna slíkra vangaveltna. Þegar afi minn dó mjög snögglega fyrir þrjátíu árum tók ég þá ákvörðun að vera tilbúinn að deyja hvenær sem væri. Ég þakka Guði á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa fyrir að geta farið að sofa í mínu eigin rúmi og á sama hátt bið ég þess að fá að vakna að morgni og eiga góðan dag. Ég hef reynt að lifa mínu lífi þannig að ég sé tilbúinn til að deyja þegar kallið kemur og helst að hafa ekki mikið útistandandi. Það eru þá helst einhver veraldleg verkefni sem ég á ólokið. Hvert líf er hluti af lífskeðjunni og kemur og fer, eins og vara á færibandi, og eftir hundrað ár man enginn eftir því að við höfum nokkurn tíma verið hér og hvað þá fyrir hvað við stóðum.“ Fer mínar eigin leiðir Þú ert í sveitarstjórn fyrir Vinstri- græna. Af hverju tókstu þér stöðu með þeim flokki? „Ég er jafnaðarmaður og félagshyggju- maður. Í sumum málum er ég reyndar kommúnisti og í öðrum kapítalisti. Vinstri- græn urðu fyrir valinu en þar finn ég í dag mesta svörun við mínum áherslum í mörg- um málum – alls ekki öllum en mörgum. Ég er á móti lögmáli markaðarins og það er greinilegt að við kunnum ekki með það að fara. Við föllum alltaf í freistni þegar við fáum óheft að leika okkur. Göngum lengra og lengra og að lokum missum við alla stjórn og yfirsýn. Í hita leiksins föllum við sjálf í úlfagryfjuna sem við grófum til að góma andstæðinginn. Ekki bara núna heldur er þetta segin saga. Annars kem ég úr framsóknarfjölskyldu. Sjálfsagt er það hluti af mínu mottói að gera ekki allt eins og pabbi og mamma og sleppa því framsókninni. Ég veit það ekki. Ég hafði mikla trú á Guðna Ágústssyni þegar hann gekk inn í landbúnaðarráðuneytið og von- aðist í raun eftir því að hann tæki til hend- inni, en hann stóðst ekki væntingar fremur en margir aðrir sem taka að sér þessi störf. Það er meira að segja þannig að þegar sjálf- stæðismenn ganga út úr ráðuneyti og vinstri-græn koma í staðinn þá er ekki hægt að breyta neinu einn, tveir og þrír.“ Hvernig er staða þín sem bóndi? „Ég held að fáum dyljist að ég er Bjartur í Sumarhúsum. Ég fer mínar eigin leiðir bæði í búskap og lífinu sjálfu. Við Íslend- ingar erum sem manneskjur með alltof mik- ið bákn í kringum okkar einfalda líf. Ég veit að það eru ekki margir bændur sem hafa það gott af búskapnum eingöngu. Ég held að hvorki bændum né stjórnvöldum sé beint um að kenna en það er bara þannig að bú- skapur, og meira að segja stórbúskapurinn, er orðinn það mikill og dýr að menn þurfa að vinna utanbús til að greiða niður skuld- irnar. Þegar við hjónin fluttum hingað fyrir tólf árum fór konan mín strax að vinna á Hjúkrunarheimilinu á Fellsenda og hefur unnið þar auk þess að sinna búinu. Ég hef lítið unnið með búi síðan 1998 enda kappnóg að gera. Búskapurinn stendur undir rekstri búsins en litlum sem engum fjárfestingum.“ Íslendingar eru ekki sambandssinnar Nú hafa íslensk stjórnvöld lagt inn aðild- arumsókn til Evrópusambandsins. Margir bændur eru þeirrar skoðunar að það sé ekki gæfulegt spor. Hvað finnst þér? „Ég hef enga trú á Evrópusambandinu. Ég sé það ekki gerast að Íslendingar sam- þykki að ganga þar inn. Við Íslendingar er- um ekki sambandssinnar, við fórnuðum meira að segja Samvinnuhreyfingunni. Við erum einyrkjar og viljum fá að vera í friði með okkar og taka þátt í verkefnum á okkar forsendum. Við flúðum hingað út í ballarhaf til að fá frið og geta verið kóngar, hver í sínu horni. Ég hef enga trú á að Evrópu- sambandið muni bjarga þjóðinni úr þeirri gíslingu sem hún er í núna. Ég styð þó Vinstri-græn í því að hafa far- ið þessa leið í stjórnarmyndunarviðræðum, því mér finnst ekki verjandi að fórna þessu tækifæri til að taka þátt í ríkisstjórn. Einnig tel ég að þjóðin megi vel við una að fá Vinstri-græn að þessu borði því ég veit að þar á bæ verður lélegur samningur ekki lagður á kosningaborðið, frekar munu Vinstri-græn slíta samningaferlinu. Ég treysti jafnaðar- og félagshyggjumönnum best fyrir þessari vinnu. Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf, seg- ir í Ísland er land þitt. Ég tek heilshugar undir þau orð.“ Hvað finnst þér um Icesave-samninginn? „Hér er mjög lélegt útvarps- og sjón- varpssamband. Þau fáu skipti sem maður heyrir fréttir er maður alveg sáttur við að heyra þær ekki oftar. Þjóðin kaus sér þing- menn í vor til að þeir tækju að sér að finna lausn á erfiðum málum, eins og Icesave- málinu. Þetta mál er vissulega erfitt úr- lausnar. Mér þykir með ólíkindum að al- menningur skuli þurfa að bera byrðar þeirra manna sem áttu bankana og spiluðu með þá eins og þeir gerðu, í skjóli stjórnvalda sem sköpuðu leikvöllinn. Ég, sem vinn langan vinnudag til að skapa raunveruleg verð- mæti, mat og drykk handa okkur til að þríf- ast dag frá degi, fyrir örfáar krónur, skil ekki hvernig þetta var hægt. Enda var þetta ekki hægt! Það kom í ljós síðastliðið haust. Ég er verulega ósáttur verði það nið- urstaðan. Þetta óréttlæti mun kvelja okkur lengi og nagar kannski of marga alltof mik- ið. Fólk tekur ástandið of mikið inn á sig, í stað þess að horfa á lausnir. Og þá er ég ekki að tala um lausnir stjórnvalda heldur það hvernig fjölskyldur og einstaklingar leysa sín mál. Sem betur fer hittir maður fólk sem hefur misst vinnu en er komið í aðra vinnu eða hefur nýtt hugvit sitt og verkvit á nýjum vettvangi.“ Hvað um þína framtíð, ætlarðu að verða á þessari jörð um ókomin ár? „Ég ætla að vera hér í bili. Ég vil byggja upp fjósið mitt, vinna við að efla ferðaþjón- ustu á svæðinu og koma börnum mínum til manns. En ég ætla ekki að vera bóndi nema næstu tíu til fimmtán árin.“ Hvað ætlarðu að gera þá? „Þá tekur næsta hlutverk við. Kannski ég verði bara blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér finnst gaman að skrifa þótt ég birti skrifin ekki opinberlega. Ég gæti reyndar vel hugsað mér að fara til útlanda, kannski aftur til Danmerkur og vera þar í einhvern tíma. Ef Guð lofar – eins og gömlu konurnar í sveitinni minni sögðu – þá bíður mín eitt- hvað krefjandi og spennandi.“ umarhúsum Morgunblaðið/RAX » Við Íslendingar erum ekki sambandssinnar, við fórn-uðum meira að segja Samvinnuhreyfingunni. Við erum einyrkjar og viljum fá að vera í friði með okkar og taka þátt í verkefnum á okkar forsendum. Við flúðum hingað út í ball- arhaf til að fá frið og geta verið kóngar, hver í sínu horni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.