Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 33
Með þessum fátæklegu orðum viljum við systkini Öldu og fjölskyld- ur okkar sýna þakklæti okkar fyrir alla umhyggjusemina sem hún sýndi okkur. Hvert okkar á sína minningu um hana en í þeim öllum er sam- hljómur þess, hversu gjafmild, gest- risin og fórnfús hún var. Þó við höf- um fengið að njóta nærveru hennar lengur en búast mátti við vegna veik- inda hennar, erum við engu að síður harmi slegin. Við nutum þess systkinin að eiga umhyggjusama og góða foreldra sem kenndu okkur gildi einingar innan fjölskyldunnar. Þann þátt ræktaði hún vel, heimili hennar og maka hennar beggja, Braga og Jóhanns Páls, var ávallt opið fyrir allri fjöl- skyldunni. Uppábúið rúm og borðin svignuðu undan kræsingum, þegar frændfólk úr Keflavík þurfti á að halda til lengri eða skemmri tíma. Það er svo margs að minnast, hvert okkar á sína minningu. Ein minningin sem lýsir dugnaði hennar vel er frá stríðsárunum. Móðir okkar var ekki heima, aldrei slíku vant. Þá kom aðvörunarmerki um að fólk ætti að fara í byrgi eða kjallara. Pabbi tók yngra barnið í fangið og sagði þeim eldri að koma. En Alda, sem ekki vildi fara frá ókláruðu verki, sagðist koma þegar hún væri búin að vaska upp. Öll eigum við góðar minningar um samveru í sumarbústað okkar í Hlíð- artúni í Miðdölum og í hjólhýsi henn- ar og Palla, þó hún stoppaði yfirleitt stutt við vegna þess að saumastofan þurfti á höndum hennar að halda. Alda fór ung að heiman, hún var barnfóstra hjá móðurbróður okkar í Reykjavík eitt sumar. Okkur þeim yngri þótti það langt að fara og leið- inlegt að hún færi að heiman, en við þurftum fljótt að sætta okkur við það, því ferðaþörfin var henni í blóð borin. Hún var í Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði í eitt ár, sótti húsmæðraskóla á Varmalandi, lærði smurbrauðslistina í Danmörku, bjó tvö ár í New York og vann svo við smurbrauðsgerð í Noregi á sínum yngri árum. Ástina fann hún þó hér heima, árið 1958 kynntist hún eiginmanni sínum og barnsföður, Agnari Braga. Þau eignuðust saman þrjú yndisleg börn. Bragi lést í bílslysi 1977. Alda var svo gæfusöm að kynnast Jóhanni Páli, eða Palla eins og hann var kallaður í daglegu tali, 1980. Með þeim heið- ursmanni átti hún mörg góð ár, en það átti fyrir systur okkar að liggja að bera seinni mann sinn líka til graf- ar, hann lést árið 2000 eftir mikil veikindi. Alda var glaðvær og félagslynd. Hún lét sig aldrei vanta ef kallað var til veislu og mörg voru þau boðin sem hún kallaði til. Allir sem þekktu Öldu vita hversu vinnusöm hún var. Fyrir utan heimilishald, þar sem bakstur og þrif voru í heiðri höfð að hætti fyrri kynslóða, vann hún að jafnaði 12 tíma á sólarhring. Saumaskapur var hennar aðalstarf. Síðastliðið ár var henni erfitt. Krabbameinið tók mikinn toll af þessari hugrökku og þrautseigu konu, en sigraði ekki löngun hennar til að vera með sínu fólki. Viku fyrir andlát sitt fór hún vestur í dalina sína til að dvelja þar með fjölskyldu sinni. Við vottum börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, og vinum okkar dýpstu samúð. Haukur, Sólveig og Einar. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Maddömurnar með kaffiboð! Á laugardaginn kl. 12-16 eru Maddömurnar á Selfossi með heitt á könnunni og kökur í tilefni Sumars á Selfossi. Við erum í Birkigrund 2, kíkið á síðuna okkar; maddomurnar.com Langtímahúsnæði óskast Einstaklingur með hund leitar sér að langtímahúsnæði, helst miðsvæðis. Í kringum 70 þ. Húsaleigusamningur. Reglusamur og skilvís. Halldór, 770-6651. Spádómar               ! "#$   %&' ()*) +++,-$ ,  Dýrahald Maltesehvolpar Tveir yndislegir rakkar, HRFÍ skráðir. Uppl. í síma 555-3089 eða 899-0044. Hreinræktuð Chihuahua tík til sölu Rúml. 2 ára Chihuahua tík til sölu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Aðeins gott heimili kemur til greina. Geltir sjaldan, ljúf og góð. Uppl. í síma 868 4306 eftir kl. 18.00. Am. Cocker spaniel hvolpar Tilb. til afhendingar með ættbók frá HRFÍ. Undan framúrskarandi forel- drum. S.770-4241 www.eldhuga.com Garðar KAMBUR EHF. Úrvals gróðurmold, hellusandur og göngustígaefni afgr. á bíla og kerrur. Kambur ehf., Geirlandi v/Suðurlands- braut, sími 892 0111 / 554 3922, kamburehf@simnet.is Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI STREITU- OG KVÍÐALOSUN Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694-5494, www.EFTiceland.com. Nudd Temple Massage Whole Body Healing Massage based on Tantric principles. For men, wo- men and couples. Tel.: 698 8301 www.tantra-temple.com Húsnæði í boði Til leigu íbúð - lág leiga í Rvk 105, fyrir konu eða fullorðin hjón sem geta lítillega liðsinnt fullorðinni konu. Alger reglusemi. Meðmæli æskileg. Öllum umsóknum svarað. Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar: Alúð - 22551. Húsnæði óskast Óska eftir húsnæði í sveit! Ert þú með húsnæði í sveit sem þú vilt leigja traustum aðila? Aðila sem gengur vel um og er þrifinn. Mig vantar íbúðarhús og ein- hver útihús t.d. fjós og hlöðu,fjárhús og hlöðu eða góða vélargeymslu un- dir mjög þrifalegan og sérhæfðan smá rekstur. Þarf hvorki haga né tún ef því er að skipta,aðeins hús og smá land í kringum þau. Best væri ef þetta væri stutt frá þjóðvegi 1 og fyrir sunnan Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en ekkert skilyrði þó. Allt kemur til greina og allt verður skoðað. Vinsamlega hafið samband á jb2259@hotmail.com eða sendið uppl. á box@mbl.ismerktar: Jörð í sveit. Vantar 3 herbergja íbúð nálægt miðbæ Rvk. Erum tveir 21 árs námsmenn frá landsbyggðinni, snyrtilegir, reglu- samir og heiðarlegir. Helst í 105 eða þar í kring. Skoðum allt. Bjarni Siguróli s. 849 3212. Námsfólk - herbergi til leigu í 108 Reykjavík Herbergið er í rólegu hverfi, með sér baðherbergi og eldunaraðstöðu. Leiga 40.000 kr. á mánuði. Upplýsingar í síma 697 9269 og hallimarino@visir.is Fyrirmyndarleigjandi í boði Piltur á 2. ári í verkfræði óskar eftir einstaklingsíbúð til leigu nálægt HÍ. Fyrirmyndarleigjandi - reglusamur og reyklaus. Upplýsingar í síma 849 0177. Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði óskast Óska eftir 20-30 fm skrifstofuherbergi til kaups eða leigu í miðbæ Reykjavíkur. Vinsamlegast hafið samband á net- fangið: butterfly@simnet.is KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is , í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta Nýr valkostur www.atvinnuleit.is Ný atvinnumiðlun www.atvinnleit.is, yfir 100 ný störf í boði. Atvinnu- rekendur auglýsa frítt. Skráðu þig í atvinnuleit og fáðu veglegt gjafabréf. atvinnuleit.is Bátar Vantar grásleppubát með grásleppuleyfi og netum. Upplýsingar í síma 895 3211. Strandveiðimenn Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460. Línubalar 70 og 80 l. Allt íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. www. borgarplast.is Völuteig 31, Mosfellsbæ, s: 561 2211. Bílar Toyota LC 100 árg. '03 ek. 140 þús. km. Dísel, leður, topplúga, ssk. Raf- magn í öllu. 20" álfelgur. Upplýsingar í síma 848 2004. Til sölu Jeep Grand Cherokee limited 5,2 v8, árg. 1997, ekinn 180 þús. Fjarstart, bíll með öllu, verð 650 þús. Upplýsingar í síma 896 1189. Opel Astra, árgerð 2008 - flottur bíll. Ekinn aðeins 12.000 km. Fæst á 550 þús. + yfirtaka. Afborgun 24 þús. á mánuði. Upplýsingar í síma 821 4062. Sigurður. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Bílaleiga Bíll óskast til leigu Wanted - newer car for hire from aug. 16/17 to 23/24th, pay in $US dollars. Age 63, driving record highest in Canada, buy extra insurance. Daryl Grimson, 1-604-720-6800, e-mail: dgrimson@sutton.com Tjaldvagnar ÚTSALA Á TJALDVÖGNUM Til sölu nokkrir Combi Camp árg. 2004 á 450 þús. og 2005 á 500 þús. Allir með kálfi og kassa, staðsettir í Stykkish. Uppl. í síma 893 7050, Tjaldvagnaleigan Stykkishólmi. Mótorhjól Til sölu Kawasaki 2000, árg. 2005 Hlaðið aukahlutum. Einnig með til sölu Bike-mótorhjólalyftu, Cruser 750. Upplýsingar í síma 694 9440. Vélsleðar Leitum að gömlum vélsleðum Því eldri því betri. Ekkert yngra en 1980. Mega vera óökufærir. Skoðum allt. Áhugasamir hafi samband í síma 897 6151 eða runar@nikitaclothing.com Húsbílar Þessi frábæri fjallahúsbíll M.B. Sprinter 316 er til sölu. 4x4, allur læstur. Lækkað verð. Upplýsingar í síma 895 3211. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Sisal teppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 533 5800, www.strond.is Varahlutir www.netpartar.is PARTASALA ...NOTAÐIR VARAHLUTIR Í NÝLEGA BÍLA 772 6010 772 6011 Óska eftir VANTAR ÞIG PENING? Ertu með gullskartgrip, gullpening eða annað úr gulli sem þú vilt selja? Komdu til okkar á Laugaveg 76 og þiggðu gott staðgreiðsluverð. Uppl. í s. 695 2804. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgun- blaðsins – þá birtist valkosturinn Minn- ingargreinar ásamt frekari upplýsing- um. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef út- förin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á grein- um sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útför- in fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning- @mbl.is og láta umsjónarmenn minn- ingargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.