Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 29
Elsku Esra frændi, nú ertu kom- inn til ömmu og afa og við vitum að þau hafa tekið vel á móti þér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Jóhanna Inga, Jónas Friðrik, Hjördís Ósk og fjölskyldur. Í dag kveðjum við í Veiðifélagi Ell- iðaeyjar hinstu kveðju félaga okkar, Jóhannes Esra Ingólfsson eða Esra eins og við kölluðum hann. Esra byrj- aði ungur að fara út í Elliðaey til eggjatöku og lundaveiða. Hann var skemmtilegur félagi og líf og fjör í kringum hann. Þær voru margar veislumáltíðirnar sem hann bjó til í lok veiðidags í eldhúsinu í Elliðaey, en Esra var góður kokkur. Munum við félagarnir sakna veislumáltíð- anna hans. Á kvöldvökunum í Elliða- ey að loknum veiðidegi, er lífsgátan var rædd, voru skoðanir hans og til- svör hnitmiðuð og vöktu oftast kát- ínu. Ef lagið var tekið var Esra fremstur í flokki, góður söngmaður með sína fínu tenórrödd. Nú er komið að kveðjustund og viljum við veiðifélagarnir minnast þín með bólsöng okkar Elliðaeyinga: Hér lífið er frelsi við unað og yndi við óminn frá lundans og svölunnar klið. Í úteyjafaðminum vægum í vindi við skulum gleðjast að bjargmanna sið. Nú veiði er lokið og sigin er sól syngjum því glaðir og skálum við ból. (Óskar Kárason) Veiðifélag Elliðaeyjar vottar fjöl- skyldu Esra og öðrum aðstandend- um dýpstu samúð. Ívar Atlason. Kveðja frá Kór Landakirkju Í dag minnumst við Jóhannesar Esra Ingólfssonar kórfélaga okkar úr Kór Landakirkju. Esra var sér- lega góður félagi í kórnum. Hann var trúaður og gat því auðveldlega rækt- að trú sína með söng sínum í Landa- kirkju. Hann var ávallt jákvæður, glaðlyndur og naut þess svo sannar- lega að vera með í kórstarfinu. Hann átti oft auðvelt með að sjá spaugileg- ar hliðar á mannlífinu og naut þess sannarlega að gleðjast með okkur fé- lögum sínum. Fyrir allt það stendur Kór Landakirkju í þakkarskuld við Esra. Nú er Esra látinn. Við sem kynnt- umst honum minnumst hans sem góðs drengs sem við vorum afar heppin að fá að kynnast. Í minning- unni lifir myndin af glöðum og skemmtilegum samferðamanni. Við vottum Guðnýju og fjölskyldu dýpstu samúð okkar. Megi minningin um góðan dreng lifa meðal okkar allra. Blessuð sé minning Jóhannesar Esra Ingólfssonar. Fyri hönd Kórs Landakirkju, Jóhanna Njálsdóttir. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 ✝ Halldóra Ingi-mundardóttir fæddist á Ólafsfirði 3. nóvember 1914. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafs- firði 24. júlí sl. Hún var dóttir Ingi- mundar Jónssonar, f. 21 apríl 1875, d. 2. desember 1966 og Guðrúnar Guð- mundsdóttur, f. 2. apríl 1880, d. 1934. Systkini Halldóru eru: Ingibjörg, f. 8. nóv, 1901, d. 14. des 1957, Jakob, f. 21. júlí 1905, d. 20. des. 1988, Ólöf, f. 28. sept. 1907, d. 11. nóv. 2000, Sig- urður, f. 2. maí 1912, Sigríður, f. 16. okt. 1913 og Þorvaldur, f. 15. jan. 1918, d. 28. okt. 1974. Halldóra ólst upp í foreldra- húsum (Háagerði) í Ólafsfirði þar til hún hóf búskap með Guðvarði Þorkelssyni, f. 23 júlí 1910, d. 27. mars 1982 Þau eignuðust son, f. 1934 sem var skírður Gunnar en hann lést rétt eftir fæðingu. Halldóra og Guðvarður tóku að sér tvö fósturbörn, þau eru:1) Marý Baldursdóttir, f. 5. sept, 1941 gift Jóni Sæmundssyni, f. 23. des, 1941. Þau eiga 5 börn, þau eru: Sæmundur Pálmi, kvæntur Herdísi Birgisdóttur, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. Guðvarður, í sambúð með Heidi Poulsen og eiga þau einn dreng, fyrir á Guðvarður fjóra drengi. Baldur kvæntur Guðnýju Halls- dóttur, þau eiga þrjú börn, fyrir á Baldur tvö börn. Sigríður Guðrún, gift Helga Magn- ússyni, þau eiga þrjú börn. Íris Dröfn, gift Ingvari Rafnssyni, þau eiga tvö börn. 2) Gunnar Þorvaldsson, f. 11 janúar 1949, kvænt- ur Halldóru Bjarna- dóttur, f. 24. júlí 1949, þau eiga þrjá syni, Þorvaldur Halldór, kvæntur Rannveigu Önnu Jónsdóttur, þau eiga tvær dætur, Óðinn, kvæntur Önnu Sigríði Þórhallsdóttur, þau eiga tvö börn, fyrir á Óðinn ein dreng, Bjarni, sambýliskona Ása Birna Ísfjörð, þau eiga einn dreng, fyrir á Bjarni eina dóttur. Halldóra og Guðvarður bjuggu að mestu í Ólafsfirði en líka í Grímsey, einkum á sumrin fyrstu búskaparárin, en Guðvarður var ættaður þaðan, líka dvöldu þau á Siglufirði í nokkur ár. Halldóra vann ýmis störf um ævina, starf- aði meðal annars sem matráðs- kona hjá útgerðum bæði í Sand- gerði, Grindarvík og í Höfnum í mörg ár. Halldóra vann líka í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar lengi vel. Síðustu 26 árin hefur hún búið á Dvalarheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði. Útför Halldóru fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 8. ágúst, og hefst athöfnin kl. 14. Látin er fósturmóðir mín Hall- dóra Ingimundardóttir á 95. ald- ursári en hún lést hinn 24. júlí sl. á Hornbrekku í Ólafsfirði. Mamma hafði dvalið þar í 26 ár og undi þar hag sínum vel. Ekki spillti fyrir að á Hornbrekku var hún í nánum tengslum við systk- ini sín en mamma var afar fé- lagslynd, hafði gaman af alls kyns handavinnu og lestri góðra bóka meðan heilsan og sjón leyfði. Viljum við aðstandendur koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólksins á Hornbrekku fyrir frábæra umönnun og hlýju í hennar garð, sérstaklega síðustu vikurnar í erfiðum veikindum Halldóru. Ég fluttist snemma að heiman til Reykjavíkur og það var langt að fara til Ólafsfjarðar. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu þótti okk- ur öllum ekkert eins spennandi og heimsækja mömmu og pabba (Varða) á Kirkjuveg 16 (Sólheim- um), í ævintýralegt sjávarþorpið hvort sem um páska eða sumar var að ræða. Lífið í Sólheimum var einfalt og notalegt, útsýni var yfir fjörðinn, og þar var alltaf tekið á móti fólki af mikilli hlýju. Meira að segja ferfætlingar spiluðu stórt hlutverk í heimilis- lífinu en þau mamma áttu marga ketti og höfðu yndi af þeim. Eins þótti Þorvaldi, elsta syni mínum, gaman að fá að fara á sjó með afa sínum en hann dvaldi hjá þeim um tíma í nokkur sumur. Veit ég að sú vist hefur verið honum dýrmætt veganesti út í líf- ið. Mamma og pabbi bjuggu líka í Grímsey í nokkur ár, fyrst hjá tengdaforeldrum mömmu á Bás- um en þar þótti henni gott að vera, sérstaklega yfir sumartím- ann. Mamma hefur notið sín vel í Grímsey enda í nánum tengslum við hafið, alltaf logn og blíða og nóg við að vera. Pabbi á sjó á trillu og mamma að hugsa um heimilið, og svo börnin tvö sem þau tóku í fóstur. Lífið snerist um að vinna við útgerð og að halda hjólum ört vaxandi samfélags gangandi. Mamma og pabbi lifðu sem sjálfstætt fólk á tímum um- brota í þjóðlífi síðustu aldar. Gott tákn um það er minning úr barn- æsku minni en ég man þegar fyrsta flugvélin frá Flugfélagi Ís- lands kom til Grímseyjar og öll- um boðið í hringflug yfir eyjuna. Þá var gaman. Eftir ferðina var hópmynd tekin af öllum farþeg- unum og þarna var mamma með Varða sínum. Þessa minningu, og margar fleiri, geymi ég um þig um leið og ég kveð þig með þess- um fátæklegu orðum. Takk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Gunnar. Halldóra Ingimundardóttir                          Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, RÓSA AÐALHEIÐUR GEORGSDÓTTIR frá Hlíð í Grafningi, andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 6. ágúst. Jarðsungið verður frá Áskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Sigríður Guðmundsdóttir, Kristín Björg Kjartansdóttir, Þorgrímur Benjamínsson, Ástríður Thorarensen, Stefán Thorarensen, Anna María Pétursdóttir, Þorlákur Kjartansson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Okkar ástkæri JÓN STEINARR ÁRNASON, Finnsstöðum, Eiðaþinghá, lést á heimili sínu föstudaginn 31. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Systkinin og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku föður okkar, sonar, bróður, mágs, kærasta og frænda, HRAFNS FRANKLÍNS FRIÐBJÖRNSSONAR M.Sc. í klínískri sálfræði, Bylgjubyggð 61, Ólafsfirði. Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir, Rafn Franklín Johnson Hrafnsson, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Friðbjörn Kristjánsson, Kristjana Friðbjörnsdóttir, Óskar Friðbjörnsson, Sigurbára Sigurðardóttir, Anna Kristín Magnúsdóttir, Helgi Eiríksson, Sigríður Gunnarsdóttir og frændsystkini. ✝ Okkar ástkæra móðir, EMILÍA EYGLÓ JÓNSDÓTTIR GUNNARSSON, sem lést sunnudaginn 5. júlí, verður jarðsungin frá Landakirkju mánudaginn 10. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Jóna Gunnarsson Pfeiffer, Gunnar Kristinn Gunnarsson. ✝ Ástkær móðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR SESSELJA ÞORKELSDÓTTIR, Sella, lést á Fossheimum Selfossi þriðjudaginn 4. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingimundur Marelsson. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR SIGMUNDS, Trönuhjalla 1, Kópavogi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 6. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður E. Kristjánsson, Sesselja Sigurðardóttir, Halldór E. Sigurþórsson, Einar Sigurðsson, Ólöf Halldórsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Jón Ágúst Gunnlaugsson, Hreindís Elva Sigurðardóttir, Brynjólfur Tryggvi Árnason, Sigmundur Sigurðsson, Ewa Noren, Kristján Sigurðsson, Margrét Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.