Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 37
Velvakandi 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG STEIG Á TYGGJÓ MAÐUR VEX VIÐ ÞAÐ AÐ FERÐAST ÉG ER SAMMÁLA... ÉG ER MJÖG HLYNNTUR FERÐALÖGUM MAÐUR ÖÐLAST ÞEKKINGU VIÐ AÐ SJÁ FJARLÆG LÖND... FERÐALÖG ÞROSKA MANN SVO LENGI SEM ÉG GET ENNÞÁ SÉÐ DISKINN MINN ÞETTA ER ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ ÉG SIT HÉRNA VIÐ HVAÐ VINNUR ÞÚ, FÉLAGI? ÉG ER HRÓI HÖTTUR! ÉG STEL FRÁ ÞEIM RÍKU OG GEF ÞEIM FÁTÆKU! HVERNIG LIFIR ÞÚ AF EF ÞÚ GEFUR FÁTÆKA FÓLKINU ALLAN PENINGINN? ÉG SAGÐI ALDREI AÐ ÉG GÆFI ÞEIM ALLAN PENINGINN LÁRUS, BRÉFBERI, ER AÐ GIFTA SIG Í DAG. ÉG ÆTLA AÐ SKRIFA KORT TIL HANS EN SÆTT „KÆRI LÁRUS, ÉG VONA AÐ ALLT GANGI VEL Í HJÓNABANDINU, ÞVÍ ÞAÐ ER EKKI SJÁLFGEFIÐ...“ „...VEGNA ÞESS AÐ NÚ TIL DAGS ENDAR ANNAÐ HVERT HJÓNABAND MEÐ SKILNAÐI“ ÉG HELD AÐ ÉG SLEPPI „KÆRI“ KALLI SEGIR AÐ HÖGNI HAFI EKKI SNERT MATINN SINN Í VIKU EN HANN HEFUR ALLTAF HAFT GÓÐA MATARLYST KANNSKI ER ÞAÐ NÝI MATURINN SEM ÉG KEYPTI HVAR FÉKKSTU HANN? Á ÚTSÖLU Í 100 kr. BÚÐINNI... „BRAGÐ: ÓVÆNT ÁNÆGJA FRÁ SLÁTRARANUM“ ÓDÝRT FÓÐUR ÓDÝRT FÓÐUR MJÁ! MJÁ! MJÁ! ÞAÐ ER EINHVER AÐ SKJÓTA ÚR BÍLNUM... EN Á HVAÐ ER HANN AÐ SKJÓTA? NÚ ER KOMIÐ NÓG AF ÞESSARI HÁVAÐAMENGUN HA? BÆÐI BYSSAN OG HANDLEGGURINN ERU PLAT Það hlaut að koma að því að það rigndi, himnarnir fóru mikinn fyrir helgi. Gekk þá á með úrhelli og úða til skiptis og samkvæmt veðurspám dagsins þurfa þeir sem ætla í Gleðigöngu að taka með sér regnhlíf í bæinn. Morgunblaðið/Kristinn Og svo fór að rigna Ekki kaupa gjafa- bréf Icelandair því þeir stela þeim VIÐ hjónin vorum ákaflega glöð þegar okkur áskotnuðust tvö gjafabréf fyrir flug með Icelandair, hvort að fjárhæð 43.000 kr. Við ákváðum að skella okkur til Manchester, spila golf og fara á fót- boltaleik. Á heimasíðu Ice- landair er hægt að bóka flug og nýta gjafabréf til greiðslu en það er hins vegar sá hængur á að ekki kemur fram hversu mikið af gjafabréfinu er nýtt fyrr en búið er að bóka og kvittun berst. Við bókuðum sem sagt flug í ódýrustu sæti en þegar okkur barst kvittunin kom í ljós að eingöngu voru u.þ.b. 25.000 krónur af hvoru gjafabréfi og eftirstöðvar því rúm- lega 18.000 krónur af hvoru bréfi. Við hugsuðum okkur því gott til glóðarinnar og ákváðum að nýta þessar eftirstöðvar til þess að fá uppfærslu í betri sæti í fluginu. „Nei, það er ekki hægt,“ var svar- ið, „því þetta eru einnota gjafabréf!“ Það er ekki eins og við ætlum að nýta gjafabréfin aftur heldur ætl- uðum við að fullnýta þau í einni og sömu ferðinni en Icelandair ætlar að stela eftirstöðvunum. Við getum tekið dæmi af gjafa- bréfi í bókabúð upp á 20.000 krónur. Ég fer og kaupi mér bækur sem kosta 12.000 krónur og bóka- búðin hirðir afganginn – nei, enginn myndi sætta sig við það og engin bókabúð myndi láta sér detta í hug að reyna þetta en Ice- landair finnst þetta al- veg sjálfsagt. Ég veit að tímarnir eru erfiðir hjá þessu fyrirtæki eins og svo mörgum öðrum eftir óhóflegt sukk síðustu ára en ég get ekki sætt mig við að þeir geti stolið af okkur ríflega 36.000 krónum án þess að ég komi því á framfæri við aðra svo fólk vari sig á að kaupa gjafabréf frá þessu fyrirtæki. Við munum að sjálfsögðu fljúga með þeim til Manchester að þessu sinni en vonandi þurfum við ekki að gera það aftur í bráð. Kolbrún Jónsdóttir. Tapaði silfurarmbandi FLÉTTAÐ silfurarmband með demantslás tapaðist föstudaginn 31. júlí við Íslandsbanka á Kirkjusandi. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Hólmfríði í síma 898-0408.    Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn „Senda inn efni“ veljið „Senda inn minningargrein“ þar sem fram koma nánari leiðbeiningar. Skilafrestur Minningargrein sem á að birta á útfarardegi verður að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Birting getur dregist þó greinin berist innan skilafrests þar sem pláss er takmarkað. Sami skilafrestur er á greinum vegna útfarar í kyrr- þey. Allar greinar birtast jafnframt á vefnum www.mbl.is/minningar Lengd Hámark 3.000 slög. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, „Hinstu kveðju“, 5–15 línur. Formáli Nánustu aðstandendur skulu rita formála og senda inn, skv. leið- beiningum á mbl.is Undirskrift Minningargreinahöfundar noti skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar og skil Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skoðið leiðbeiningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.