Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 KOMIÐ hefur í ljós að málverk af prestinum Swalmius er eftir hol- lenska myndlistarmanninn Rem- brandt van Rijn en ekki lærling hans, Govert Flinck, eins og hingað til hefur verið talið. Við hreinsun á verkinu kom í ljós undirritun meist- arans og við samanburð á lérefti í því og öðru verki Rembrandts kom í ljós að það var af sama lérefts- stranganum. Sýningarstjórar í Konunglega listasafninu í Antwerpen urðu him- inlifandi við þessar fréttir enda ekki á hverjum degi sem menn finna nýtt verk eftir þennan mikla meistara. Verkið tuttugufaldaðist í verði við þessa uppgötvun, var áður metið á um milljón evra eða um 180 milljónir króna en nú á litla 3,6 milljarða króna. Verkið keypti safnið árið 1886 og var þá fullyrt að það væri eftir Rem- brandt. Seinna meir tóku sérfræð- ingar að hallast að því að svo væri ekki og var verkið rannsakað árið 1969 af sérfræðingum sem komust að þeirri niðurstöðu að verkið væri eftir nemanda hans Flinck. Safnið gat síðar meir látið lagfæra verkið og hreinsa og kom þá sannleikurinn í ljós. Verkið er frá árinu 1637. Ekki eftir Flinck Rembrandt málaði Swalmius prest Ekta Rembrandt Málverkið um- rædda af prestinum Swalmiusi. BANDARÍSK fjölmiðlaveldi á borð við The New York Times og Asso- ciated Press hafa komið til varnar sænska rithöfundinum Fredrik Colting og þeim gjörningi hans að skrifa framhald skáldsögu J.D. Sal- ingers, Catcher in the Rye, en bók Coltings heitir 60 Years Later: Coming Through the Rye. Lögbann var sett á útgáfu bók- arinnar í Bandaríkjunum og þykir mörgum fjölmiðlinum það brot á lög- um um tjáningarfelsi og hafa þeir, ásamt ýmsum baráttusamtökum fyrir tjáningarfrelsi, krafist þess af áfrýjunardómstóli að lögbanninu verði aflétt. Dómarinn sem kvað upp dóminn taldi bókina valda Salinger tjóni og að Colting stældi hann fullmikið. Til varnar Colting Fredrik Colting Telur það í góðu lagi að gera framhald af sögu Salinger. EINAR Már Guðmundsson, rithöfundur og skáld með meiru, kemur fram með fjölda listamanna á sérlegu skemmti- kvöldi Rósenberg annað kvöld. Dagskráin hefst kl. 21 og er að- gangur ókeypis. Einar Már mun fara yfir sviðið í bundnu og óbundu máli, lesa m.a. úr nýjasta verki sínu, Hvítu bókinni. Þá koma fram Gunnar Þórðarson og Gunnar Bjarni úr Jet Black Joe og blúsrokk- ararnir í Johnny and the Rest. Flutt verða ný lög við ljóð Einars Más, Togga og Bjarnason 3 og systkinin Hrafnkell Már og Rakel María syngja nokkur lög. Tónlist og bókmenntir Pólitískt baðstofu- rokk á Rósenberg Einar Már Guðmundsson ÁSDÍS Friðriks- dóttir myndlist- armaður opnar sína fyrstu einkasýningu í dag kl. 15 í Kaffitári í Njarðvík. Verk Ás- dísar eru skv. frétta- tilkynningu „flest stór og frekar óvenjuleg“ og mun hún beita nýrri tækni í mörgum verka sinna. Flest vísa þau í landslag, bæði fígúratív og abstrakt. Ásdís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á undanförnum tíu árum en hún nam við Myndlistarskóla Kópavogs og var á myndlistarbraut FB. Sýningin verður opin á af- greiðslutíma Kaffitárs, sjá kaffitar.is. Myndlist Fyrsta einkasýn- ingin í Kaffitári Eitt af verkum Ásdísar. SÉBASTIEN Montéro og Ste- ven Le Priol opna í dag kl. 14 sýningu í GalleriBOX, Kaup- vangsstræti 10 á Akureyri. „Hvað getur dregið tvo Fransmenn til fyrirheitna landsins hvers landslag er ann- álað, þegar þeir leita einskis nema ástarinnar eða ef ekki vill betur til byltingarinnar?“ er spurt í tilkynningu vegna sýningarinnar og svarað: „Boð frá tveimur kunningjum sem hér eiga heima um að búa til list.“ Montéro og Le Priol eru starfandi listamenn og búa í París. Sýningin ber heitið Fyr- irheitna landið og stendur til og með 23 ágúst. Op- ið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Myndlist Fyrirheitna landið í GalleriBOX Listagilið í Kaupvangsstræti. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FYRSTA ævisagan sem rituð hefur verið af Íslendingi um tónskáldið Jón Leifs, Jón Leifs – Líf í tónum, kemur út í október á vegum Máls og menningar. Það segir höfundur hennar, tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson. „Ævi Jóns er einstaklega drama- tísk. Að vissu leyti er hægt að rekja gegnum feril hans sögu tónlistar á Íslandi á 20. öld og ekki síður tónlist og stjórnmál í Þýskalandi á fyrri hluta 20. aldar. Jón bjó í Þýskalandi til ársins 1944 og samskipti hans við nasistayfirvöld voru af ýmsum toga, hann sá þar ákveðin tækifæri sem norrænt tónskáld sem síðan rættust ekki nema um skamma hríð. Undir lokin fékk hann verk sín hvergi flutt og tónlistargagnrýnendur kepptust við að gera lítið úr tónlist hans. Samt reyndist honum, ýmissa hluta vegna, erfitt að losna við nasistastimpilinn eftir að stríðinu lauk,“ segir Árni Heimir um ævi tónskáldsins. Tók við af Hjálmari Árni Heimir segir bókina hafa verið hliðarverkefni hjá sér nokkuð lengi. Vorið 1996 hafi hann verið að ljúka BM-námi (e. Bachelor of Mu- sic) frá bandarískum háskóla og þurft að skrifa lokaritgerð í tónlist- arsögu. Hann hafi þá lengi haft áhuga á Jóni en litlar heimildir fund- ið um hann og fáar upptökur með verkum hans. Samkvæmt ráðlegg- ingum frá Hjálmari H. Ragnarssyni hafi hann ákveðið að skrifa um org- elkonsertinn, eitt af aðalverkum Jóns. „Í kjölfarið á því fór Hjálmar að gantast með það að ég hefði tekið við hans stöðu sem helsti Jóns Leifs sérfræðingur Íslands, kannski meira í gamni en alvöru í upphafi. En svo rættist það kannski eftir því sem tíminn leið. Ég var beðinn að skrifa meira og meira um hann í erlend blöð, tímarit og tónlistarorðabækur, það var alltaf eitthvað sem togaði mig aftur í þessa átt.“ Árni Heimir segir Jón Leifs að vissu leyti draum sagnfræðingsins því hann hafi aldrei hent pappírum sínum, hvorki bréfum né handritum. „Hann vissi að það myndi einhvern tíma einhver hafa áhuga á þessu, þótt fáir hafi hirt um það þá,“ segir hann og Þjóðarbókhlaðan geymi ótrúlega miklar upplýsingar. „Þegar ég var fluttur aftur heim og orðinn dósent við Listaháskólann varð þetta eitt af mínum helstu viðfangs- efnum. Ætli það hafi ekki tekið mig heilt ár að fara í gegnum allar heim- ildirnar og skrá í tölvu það sem mér þótti merkilegt og reyna einhvern veginn að leggja það niður fyrir mér hvernig þetta ætti að vera,“ segir Árni Heimir. Hann hafi lokið skrif- unum í vor, 500 bls. bók. Framúrstefna og rómantík „Rauði þráðurinn í þessu er hvað lífið og starfið fléttast náið saman, það er ekki hægt að greina þessa tvo þætti að,“ segir Árni Heimir um áherslur sínar í skrifunum. Að því leyti sé Jón í raun rómantískt tón- skáld, tónlistin hafi verið farvegur fyrir upplifanir frekar en abstrakt heilaleikfimi. „Þá er líka samruni skálds og náttúru, sem maður sér í Jónasi Hallgrímssyni t.d., afar róm- antískt fyrirbæri og það sér maður m.a. í verkum eins og Geysi og Heklu.“ Árni Heimir ævisöguna að megninu til hefðbundna en inn á milli fjalli hann um ákveðin tónverk, reyni að lýsa þeim án þess að fara út í tæknimál. Þá sé áhugaverð sú þversögn að Jón hafi verið róm- antískur í eðli sínu og list en um leið þótt framúrstefnulegur á Íslandi og mætt fordómum fyrir list sína. Afar dramatísk ævi  Árni Heimir Ingólfsson hefur ritað ítarlega ævisögu Jóns Leifs sem kemur út í haust  Heimildavinnan hófst með ritgerðarskrifum fyrir 13 árum Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tónlistarhátíð Norðurlanda Tónskáldið Jón Leifs setur Tónlistarhátíð Norðurlanda í júní 1954, en þá var hún haldin á Íslandi í fyrsta sinn. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÁN þess að fara neitt nánar út í þetta þá er þetta um ungan mann sem er að kljást við erfiðleika sína, að reyna að díla við sjálfan sig á mjög stuttum tíma og við fáum að kynnast honum og baksögu hans, í raun og veru,“ segir leikstjórinn Hlynur Páll Pálsson, um 20 mínútna langan einleik Þorvalds Þorsteinssonar, Ellý, alltaf góð, sem frumfluttur verður í ótilgreindu heimahúsi annað kvöld og verður svo fluttur daglega til og með 15. ágúst. Leiksýningin er hluti af listahátíðinni Artfart. Þetta er þriðja sviðsetningin á einleiknum en sá sem fer með hlutverk hins þjáða unga manns er leikarinn Ævar Þór Benediktsson (ástmaður Georgs Bjarnfreðarsonar í sjónvarpsþáttunum Dagvaktin). Ævar setti upp einleik- inn í leikstjórn Skúla Gautasonar fyrir sex árum. Einleikurinn var upphaflega sam- inn fyrir Björgvin Franz Gíslason ár- ið 1999, þegar hann var við nám í Leiklistarskóla Íslands. En hvaða Ellý er þetta? „Þetta er Ellý Vilhjálms,“ svarar Hlynur kím- inn en vill ekki segja hvernig hún tengist verkinu. Spurður hvort ein- leikurinn sé fyrir alla fjölskylduna svarar hann einfaldlega „nei“ og hlær kvikindislega. Þeir sem vilja komast í ótilgreint heimahús verða að mæta í Leikhús-Batteríið, Hafn- arstræti 1, kl. 20. Þaðan verða þeir leiddir á hinn dul- arfulla sýningarstað. Aðgöngumiði kostar 500 kr. og fer miðasala fram á vefsíðu Artfart, artfart.is, og í síma 8970496. Sætaúrval er takmarkað. Hvað með Ellý Vilhjálms? Ævar Þór Í Ellý, alltaf góð, þar sem Ellý Vilhjálms kemur við sögu. Einleikur Þorvalds Þorsteinssonar fluttur í heimahúsi Hlynur Páll Pálsson Hver er þessi Árni Heimir? Árni Heimir Ingólfsson stundaði tón- listarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Oberlin-tónlistarskólann í Ohio og Harvard-háskóla, en þaðan lauk hann doktorsprófi 2003. Hann hefur gegnt stöðu dósents við Listaháskóla Íslands og er nú tónlist- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hver var þessi Jón Leifs? Jón Leifs fæddist 1. maí 1899 og lést 1968. Hann var brautryðjandi í ís- lensku tónlistarlífi, stjórnaði Fílharm- óníuhljómsveit Hamborgar í frægri Íslandsferð 1926 og stóð fyrir stofn- un STEFs og Tónskáldafélags Ís- lands. Meðal helstu verka hans eru Sögusinfónían, Hekla og kórverkið Requiem. Jón hefur á síðustu árum notið æ meiri viðurkenningar sem eitt athyglisverðasta og frumlegasta tónskáld íslenskrar tónlistarsögu. S&S Mörg laganna eru þó helst til mennta- skólaleg – pottþétt stöff á árshátíðarplötu MR 47 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.