Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Á flugi Stangarstökk er heillandi íþrótt en það var þungt loft yfir keppendum í bikarkeppni FRÍ á Laugardalsvellinum í gær. Þessi keppandi var líka eitthvað þungur því ráin féll til jarðar. Kristinn HVERS vegna ætti Evrópusambandið – eða einstök aðildarríki þess – að hafa af því áhyggjur, þótt Ísland – fámennt eyríki í Norður-Atlantshafi, á jaðri Evrópu – verði fyrir efnahagshruni, sem þjóðinni er ofviða að ráða fram úr á eigin spýtur? Eru ein- hverjir hagsmunir í húfi, sem réttlæti það, að Evrópu- sambandið leggi á sig fyrirhöfn og jafnvel kostnað – þótt hreinir smá- aurar séu á mælikvarða sambands- ins – til að hjálpa Íslendingum til að komast út úr tímabundnum erf- iðleikum? Breytir það einhverju, að Ísland hefur nú seint og um síðir lagt fram aðildarumsókn, þótt ráðandi öfl hafi hingað til talið hag þjóðarinnar betur borgið utan sambandsins en innan? Eva Joly, þingmaður á Evrópu- þinginu og ráðgjafi sérstaks sak- sóknara vegna bankahrunsins á Ís- landi, gerir þessar spurningar að umræðuefni í athyglisverðri blaða- grein, sem hún birtir í virtum blöð- um í Frakklandi, Bretlandi og Nor- egi – og í Morgunblaðinu. Vegna frægðarferils sem sérstakur sak- sóknari í stærsta fjársvikamáli Frakklands á eftirstríðstímanum er hlustað þegar Madame Joly kveður sér hljóðs. Frumkvæði hennar að því að reifa þessar spurningar við áhrifamenn og almenning í þessum löndum er þakkarvert. Joly tekur það skýrt fram, að hún sé ekki talsmaður íslensku ríkis- stjórnarinnar. Hvatinn að skrifum hennar er einlæg samúð með fá- mennri þjóð, sem ratað hefur í ógöngur. Með grein sinni er Joly að biðja íslensku þjóðinni griða. Hún er ákall til alþjóðasamfélagsins í okkar heimshluta um að rétta hjálparhönd þjóð, sem er saklaust fórnarlamb í þeim skilningi, að almenningur stofnaði aldrei til þeirra skulda, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evr- ópusambandið krefja hana nú um að borga, eða sæta hörð- um viðurlögum ella. Hverjum í hag? Eru einhverjir hags- munir í húfi, sem rétt- lætt gætu slíkan björg- unarleiðangur? Á tímum kalda stríðsins var Ísland hern- aðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO og þar með Atl- antshafstengslin milli Evrópu og Norður- Ameríku. Margt bend- ir til, að Ísland muni endurheimta þá stöðu í náinni framtíð. Bráðnun heimskautaíssins vegna hlýnunar jarðar gerir gríðarlegar auðlindir þessa svæðis aðgengilegar. Þegar siglingaleiðin meðfram ströndum Rússlands og Síberíu verður greið- fær allan ársins hring opnast flutn- ingaleið milli hinna rísandi efna- hagsstórvelda Asíu og Evrópu, sem mun, ef að líkum lætur, valda byltingarkenndum breytingum á heimsvísu. „Engum dylst aukinn áhugi Rússa á svæðinu,“ segir Madame Joly. Hafa þessar framtíðarhorfur farið framhjá Evrópusambandinu? Er Evrópusambandið svo upptekið af innri vandamálum, að aðsteðjandi breytingar, sem geta skipt sköpum fyrir framtíðarhorfur þess, séu utan sjónarsviðs leiðtoga Evrópu? Þrátt fyrir fámennið er Ísland auðugt að náttúruauðlindum: Auðug fiskimið, hrein og endurnýjanleg orka í iðrum jarðar, ógrynni vatns og umtals- verðar olíulindir, ef marka má niður- stöður nýjustu rannsókna. Ekki fer milli mála, að Rússar, og ekki síður Kínverjar, fylgjast grannt með þróun mála á norðurslóðum. Hvað með Evrópusambandið? Allir vita, að heimsbyggðin hefur um skeið rambað á barmi þess að verða fórnarlamb nýrrar heims- kreppu, sem um margt gæti minnt á efnahagshrunið í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Hitt vita færri, að Íslendingar hafa orðið harðar úti í kreppunni en flestar aðr- ar þjóðir. Þeir hafa orðið fyrir þre- földu áfalli: Allt fjármálakerfi þjóð- arinnar, eins og það lagði sig, hrundi; gengi gjaldmiðilsins hefur fallið allt að 100% og þar með tvö- faldað höfuðstól erlendra skulda. Loks hafa íslenskir skattgreiðendur orðið að taka á sig innistæðutrygg- ingu til sparifjáreigenda hjá útibú- um íslenskra banka erlendis, eink- um í Bretlandi og Hollandi, sem nemur brúttó um fjórum milljörðum evra. Afleiðingin er sú, að Íslendingar munu á næstu árum þurfa að skera útgjöld til heilbrigðis- og mennta- mála inn að beini og snarhækka skatta til að eiga fyrir vöxtum og af- borgunum skulda. Tvöföldun á höf- uðstól erlendra skulda vegna geng- isfalls krónunnar veldur því, að flest fyrirtæki eru nú þegar tæknilega gjaldþrota og um fimmtungur heim- ila mun fyrirsjáanlega tapa íbúðar- húsnæði sínu. Á Íslandi ríkir efna- hagslegt neyðarástand. Joly nefnir í grein sinni, að innistæðutryggingin til erlendra sparifjáreigenda ein og sér sé „sambærileg við það að Bret- ar tækju á sig 700 milljarða sterl- ingspunda skuld eða að Bandaríkja- menn tækju á sig 5.600 milljarða dollara skuld“: Mér er sem ég sjái stjórnvöld í þessum löndum komast upp með að krefja kjósendur sína um að greiða þvílíkar upphæðir af skuldum annarra, til erlendra ríkis- borgara, sem almenningur í þessum löndum hafði aldrei stofnað til. Heimsmet Það gæti vafist fyrir utanaðkom- andi að skilja stærðargráðu þeirra skulda, sem hrun hinna einkavæddu íslensku banka skildi eftir sig í hlut- falli við smæð hagkerfisins. Það er ótrúlegt en satt, að á lista Moody’s yfir 11 stærstu gjaldþrot sögunnar er að finna alla íslensku bankana, þrjá að tölu. Öll hin fjármálafyrir- tækin eru bandarísk. Ekkert gjald- þrot í Evrópu nær inn á þennan lista. Stærsti íslenski bankinn, Kaupþing, skilur eftir sig fjórða stærsta gjaldþrot fjármálasögunnar. Þetta hlýtur að vera heimsmet, í ljósi þess, að bandarískt þjóðfélag er rúmlega þúsund sinnum stærra en Ísland. Stærsta spurningin, sem Íslend- ingar standa frammi fyrir nú, er þessi: Ræður Ísland við að borga all- ar þessar skuldir? Eða verður greiðslubyrðin svo íþyngjandi á næstu árum, að ekkert verði af- gangs, umfram afborganir skulda, til fjárfestingar og nýsköpunar. Mun þjóðin sligast undan skuldabyrðinni? Það mundi þýða, að þjóð sem var flokkuð meðal tíu efnuðustu þjóða heims fyrir tæpu ári mundi hrapa niður á fátæktarstig og staðna þar. Þannig fór fyrir Argentínu á sínum tíma. Þetta er staða fjölmargra þró- unarríkja. Ef allt fer á versta veg gætu þetta orðið örlög Íslands. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn metur heildarskuldir þjóðarbúsins, ríkis og sveitarfélaga, fyrirtækja og fjöl- skyldna vera að nálgast 240% af þjóðarframleiðslu. Það er við ystu hættumörk þess sem sjóðurinn skil- greinir sem óbærilega skuldabyrði. Þá er skammt í greiðsluþrot. Fyrir ári var ríkissjóður Íslands svo til skuldlaus. Íslensk stjórnvöld stað- hæfa, miðað við gefnar forsendur um vöxt þjóðarframleiðslu og út- flutningstekna, að íslenska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Allt er það mikilli óvissu undirorpið, eins og Hagfræðistofnun Háskólans tíundar í sinni skýrslu. Spár af þessu tagi, fimmtán ár fram í tímann, eru ævinlega óvissu undirorpnar, þótt ekki komi til heimskreppa, sem get- ur kollvarpað öllum slíkum spám fyrirvaralítið. Annar stór óvissuþátt- ur er eignasafn hinna föllnu banka. Daglega berast nýjar upplýsingar um veðlaus og þ.a.l. vonlaus útlán, sem dregur úr trú manna á að mats- verð þessara eigna skili sér til þrota- búsins, þegar til kastanna kemur. Stærsti óvissuþátturinn lýtur þó að fólkinu í landinu, sem hefur verið dæmt til þess að borga þessar skuld- ir. Hversu margir munu mótmæla því í verki og greiða atkvæði með fótunum gegn átthagafjötrum og skattaánauð? Stór hluti yngri kyn- slóða Íslendinga hefur menntast er- lendis og á því tiltölulega greiðan að- gang að vellaunuðum störfum með öðrum þjóðum. Landflóttinn er þeg- ar hafinn. Ef ekkert gerist, sem breytir framtíðarhorfum verulega frá því sem nú er, er hætt við, að fátt verði til þess að stöðva flóttann. Þá er hætt við, að of fáir verði eftir til þess að borga skuldirnar, bera byrð- ar fortíðarinnar. Það er tæplega nokkrum í hag – og allra síst erlend- um lánardrottnum. Framtíðarhorfur Sumir telja framtíðarhorfur af þessu tagi málaðar of dökkum litum. Þeir benda á, að gengisfall krón- unnar styrki samkeppnisstöðu sjáv- arvöru- og álútflutnings á erlendum mörkuðum. Þess vegna ættu Íslend- ingar að verða fyrri til að ná sér á strik en t.d. frændur vorir Írar, eða t.d. Lettar, svo að tekin séu dæmi af smáþjóðum innan Evrópusam- bandsins. Þessar smáþjóðir geta ekki fellt gengi gjaldmiðils síns til þess að styrkja samkeppnisstöðu út- flutnings til skamms tíma. Þeir sem þessu halda fram gleyma því hins vegar, að 100% gengisfell- ing hefur tvöfaldað skuldabyrði fyrirtækja. Skuldir sjávarútvegs- fyrirtækja á Íslandi nema t.d. þre- földum árstekjum þeirra. Hvar eiga þessi fyrirtæki að fá fjármagn til að endurfjármagna skuldasafnið? Ís- lenska ríkið er komið niður á „junk- bond status“. Íslensk fyrirtæki njóta hvergi lánstrausts. Ofurhátt vaxta- stig er um það bil að soga til sín það litla sem eftir var af eigin fé fyrir- tækja. Það er því alvarleg hætta á, að ekkert fé verði aflögu til fjárfest- ingar og nýsköpunar á næstu árum. Þá munu fyrirtæki halda áfram að sigla í þrot, atvinnustigið lækkar og hagkerfið endar í stöðnun. Ástandið er að mínu mati svo grafalvarlegt, að Íslendingar ráða ekki lengur við það einir á báti. Ísland þarf á hjálp að halda. En til þess að hún berist verða forystumenn þjóðarinnar að horfast í augu við raunveruleikann og leita aðstoðar að eigin frum- kvæði. Þetta er kjarninn í þeim boð- skap, sem ráðgjafi sérstaks sak- sóknara vegna bankahrunsins, Eva Joly, beindi með grein sinni að for- ystumönnum Evrópusambandsins. Ég er henni sammála. Sjá nánari umfjöllun: jbh.is Eftir Jón Baldvin Hannibalsson » Ísland þarf á hjálp að halda, forystumenn þjóðarinnar verða að horfast í augu við raun- veruleikann og leita að- stoðar að eigin frum- kvæði. Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Íslands 1988-95 og leiddi, fyrir Íslands hönd, samningana við Evrópusambandið um evrópska efna- hagssvæðið 1989-93. Áfallahjálp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.