Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 36
36 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009
Sudoku
Frumstig
1 9 7 6
3
2
2
4 8 3 5
8 1 9
6 5 4 2 3
2 6 8
4 6
5 7
4 5 9
6 1
4 8 7
2 8 7 3
9 2
4 7 3 9
9 4 2 6
2
8 2
1 7
7 3 9 6
3
6 2
5 6 1 8
4 9
1 7 3
8 2
1 4 2 3 9 6 5 8 7
7 6 8 1 2 5 3 4 9
9 3 5 4 8 7 6 2 1
8 5 4 9 1 2 7 3 6
6 1 3 5 7 8 2 9 4
2 7 9 6 4 3 8 1 5
5 9 6 2 3 4 1 7 8
3 8 1 7 5 9 4 6 2
4 2 7 8 6 1 9 5 3
5 6 3 1 8 4 2 7 9
8 1 2 7 5 9 6 3 4
9 4 7 6 2 3 5 1 8
7 3 9 8 6 1 4 5 2
6 2 4 9 3 5 7 8 1
1 5 8 2 4 7 3 9 6
2 9 6 5 7 8 1 4 3
4 7 1 3 9 2 8 6 5
3 8 5 4 1 6 9 2 7
6 5 2 9 1 8 7 4 3
1 9 4 7 6 3 5 8 2
7 8 3 5 4 2 9 1 6
2 4 9 6 7 1 8 3 5
3 1 5 8 2 4 6 7 9
8 6 7 3 5 9 4 2 1
9 7 8 2 3 5 1 6 4
4 3 6 1 9 7 2 5 8
5 2 1 4 8 6 3 9 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 8. ágúst,
220. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrk-
ur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegð-
ið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.)
Risamarkaður í Laugardalshöll-inni. Síðustu dagar, allt á selj-
ast! [sic] 50% auka afsláttur af öllum
vörum. Útsölunni lýkur á sunnu-
dag!“ Svo hljóðar heilsíðuauglýsing í
Fréttablaðinu í gær. Virðist aldeilis
freistandi en hvað er verið að selja á
þessum útsölumarkaði? Föt, bækur,
bíla? Víkverji er engu nær og nennir
ekki að gera sér ferð þangað til að
komast að því.
x x x
Í óskyldum fréttum þá nennti Vík-verji hinsvegar svo sannarlega
að gera sér ferð á Vestfirði í liðinni
viku. Margir mikla það fyrir sér að
aka um Vestfirðina og bera fyrir sig
fjarlægðir og slæma vegi.
Víkverji er ekki Vestfirðingur en á
þó sínar nánustu ættir að rekja vest-
ur, bæði á Barðaströnd, Snæ-
fjallaströnd og á Hornstrandir.
Þetta finnst Víkverja vera harð-
kjarni Íslands og hefur þess vegna
alltaf hampað þessum rótum og þótt
þær töff á frekar hégómlegan hátt.
Núna virðast Vestfirðir samt vera
meira í tísku en nokkru sinni og Vík-
verji kominn með samkeppni í ætt-
fræðimetingnum því margir grafa
nú upp tengsl sín vestur, jafnvel þótt
margir ættliðir séu á milli.
Víkverji grætur samt ekki þá
tískubylgju því Vestfirðir geta hæg-
lega borið fleiri ferðamenn, enda er
öll aðstaða þar frábær fyrir ferða-
fólk og fyrir utan náttúrufegurðina
er gnægð af söfnum og öðru
skemmtilegu sem vert er að skoða.
x x x
Ein er þó sú sem lætur ást sína áVestfjörðum aldrei fylgja
tískusveiflum. Það er auðvitað hún
amma. „Ég bið að heilsa fjöllunum!“
hrópaði amma upp yfir sig í síman-
um þegar hún heyrði hvar Víkverji
var að drekka morgunkaffið sitt.
„Lognið á Arnarfirðinum er svo
dásamlegt. Komstu ekki við í Flóka-
lundi? Ætlarðu ekki á inn í Kalda-
lón? Ég fæ fiðring bara af því að
hugsa um það.“ Víkverji lofaði
ömmu að segja henni alla ferðasög-
una svo hún gæti ferðast með í hug-
anum þangað sem hjartað hennar
slær örast. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 kýrin, 4 krús,
7 hreyfingarlaust, 8 úr-
komu, 9 kraftur, 11 vit-
laus, 13 dugleg, 14 mál-
gefið, 15 sáldra, 17
snaga, 20 snák, 22 orsak-
ir, 23 gosefnið, 24 áma,
25 gefur fæði.
Lóðrétt | 1 ávani, 2 mys-
an, 3 brúka, 4 maður, 5
sagt ósatt, 6 sleifin, 10
elur, 12 á litinn, 13 fag,
15 fugl, 16 illkvittin, 18
svarar, 19 flanar, 20
grenja, 21 skaði.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 boðflenna, 8 kubbs, 9 gerpi, 10 ker, 11 liðna,
13 arinn, 15 hress, 18 efldi, 21 vol, 22 glata, 23 deyða, 24
vitfirrta.
Lóðrétt: 2 ofboð, 3 fiska, 4 eigra, 5 nærri, 6 skál, 7 kinn,
12 nes, 14 ref, 15 hagl, 16 efaði, 17 svarf, 18 eldur, 19
leyft, 20 iðan.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem
lauk fyrir skömmu í Quebec í Kanada.
Björn Þorfinnsson (2.395) hafði svart
gegn stórmeistaranum Nikola Mitkov
(2.526) frá Makedóníu. 69. … g4! 70.
Rh6 g3 71. b6 d4+ 72. Kd2 Kxb6 73.
Ke2 Kc5 74. Kf1 d3 75. Rg4 Kd4 og
hvítur gafst upp. Björn tók þátt í þessu
móti ásamt Degi Arngrímssyni (2.396)
og Jóni Viktori Gunnarssyni (2.462).
Dagur fékk 4½ vinning af 9 mögu-
legum og lenti í 10.-13. sæti, Jón Viktor
fékk 4 vinninga og lenti í 14.-15. sæti og
Björn fékk 3 vinninga og lenti í 18.-19.
sæti. Keppendur voru 20 talsins og
varð búlgarski stórmeistarinn Vladim-
ir Georgiev (2.530) efstur á mótinu með
6½ vinning.
Svartur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Viðkvæmt varnarspil.
Norður
♠753
♥97
♦KDG9
♣Á982
Vestur Austur
♠D9 ♠G10842
♥8654 ♥ÁG1032
♦Á8642 ♦10
♣D6 ♣43
Suður
♠ÁK6
♥KD
♦753
♣KG1075
Suður spilar 3G.
Tígull kom út á báðum borðum í
Spingold-úrslitaleik Jansma og Meltz-
er. Það dugir strax til vinnings ef sagn-
hafi hittir í laufið, en í ljósi tígulleg-
unnar er eðlilegra að reikna með
lauflengd í austur og svína. Það gerðu
báðir sagnhafar, þannig að vestur lenti
inni á ♣D í þriðja slag. Vestur hnekkir
nú spilinu með því að skipta yfir í
hjarta. En blasir það við?
Ekki fyrir David Berkowitz, sem
spilaði ♠D. Hollendingurinn von Proo-
ijen á hinu borðinu fann hins vegar
vörnina. Berkowitz og von Prooijen
höfðu úr sömu upplýsingum að moða:
Austur hafði fylgt lit í laufinu í röðinni
þristur-fjarki. Von Pooijen tók það
greinilega sem ávísun á hjarta (lægri
litinn), en Berkowitz ekki. Líklega
sofnaði Berkowitz á verðinum eða þá
túlkaði ♦10 í fyrsta slag sem spaðakall.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú þarft að hafa gild rök fyrir því
að neita að taka þátt í ákveðnu samstarfs-
verkefni. Reyndu að sýna þolinmæði því
við vinnum ekki öll á sama hraða.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er engin ástæða til þess að snúa
við, þótt aðrir hafi ekki haldið áfram.
Láttu undan og munt þú koma meiru í
verk.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert gefin/n fyrir það að taka
áhættu og nú er eitthvað upp á teningnum
sem hefur heltekið þig svo ekkert fær þig
stöðvað.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Hæfileikar sem þú álítur sérstaka
verða mjög dýrmætir fyrir einhvern ann-
an. Láttu hann kynna sig vel áður en þú
tekur afstöðu til hans.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Samræður við yfirmenn og foreldra
einkennast af algerum misskilningi. Ekki
gera of mikið úr því þótt það komi upp
spenna á heimilinu.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þér finnst lítið miða áfram og það
er ekki á þínu valdi að breyta því. Sér-
staklega hagstætt er allt sem tengist út-
löndum, ferðalögum og menntun.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það getur tekið í að hitta gamla vini
og rifja upp löngu liðna daga. Ekki reyna
að vera eins og aðrir, það truflar þig bara,
nýttu frekar sérstöðu þína.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú þarft að taka málin í þínar
hendur og ganga úr skugga um að allt sé
með felldu. Hæfileiki þinn til að breyta
viðhorfum þínum getur skapað þér ný
tækifæri.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Líklega er ekkert sem bog-
maðurinn getur gert til þess að fá ein-
hvern til þess að skipta um skoðun.
Reyndar má sneiða hjá þeim með því að
hætta að reyna að breyta öðrum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Lukkan er fallvölt, við því skalt
þú búast. Gleymdu samt ekki að líta inn á
við og biðja um handleiðslu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það er margt sem freistar í
fjármálaheiminum og þar er líka margt að
varast. Hafðu það hugfast, þegar gamall
vinur leitar ásjár, enda þótt þér lítist ekk-
ert of vel á málið í upphafi.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú færð hverja hugmyndina á fæt-
ur annarri svo þú átt erfitt með að henda
reiður á þeim öllum. Leyfðu trúnni að
hafa áhrif á hugsanir þínar.
Stjörnuspá
Hjónin Elsa Friðdís Kristjáns-
dóttir og Guðmundur Torfason,
Lækjargötu 30, Hafnarfirði, eiga í
dag, 8 ágúst, gullbrúðkaupsafmæli.
Gullbrúðkaup
Guðrún Magn-
úsdóttir, Meist-
aravöllum 15,
Reykjavík er ní-
ræð á morgun, 9.
ágúst.
Hún verður
með heitt á könn-
unni á Afla-
granda 40 eftir
kl. 15 á afmæl-
isdaginn.
90 ára
Á morgun,
sunnudaginn 9.
ágúst, verður
sjötugur Magnús
Jakobsson, Ný-
býlavegi 26,
Kópavogi. Í til-
efni dagsins taka
hann og eig-
inkona hans, Val-
gerður Sigurðardóttir, á móti ætt-
ingjum og vinum í íþróttahúsi
Smárans í Kópavogi kl. 17 á afmæl-
isdaginn.
70 ára
„Við fjölskyldan skreppum eitthvað saman á þess-
um degi. Veit ekki hvert, þetta verður ferð án fyr-
irheits,“ segir Vigfús B. Jónsson bóndi á Laxamýri
í Aðaldal, sem er áttræður í dag. Um dagana hefur
Vigfús fengist við fjölmargt. Hann sinnti bæði fé-
lagsmálum í þágu bænda og sinnar heimasveitar,
var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í tólf ár
og átti lengi sæti í miðstjórn flokksins.
„Félagsmálin rak upp í hendurnar á mér og
auðvitað sinnti ég þeim með það fyrir augum að
vilja bæta samfélagið,“ segir Vigfús.
Í símaskrá er Vigfús titlaður bóndi þrátt fyrir
að vera formlega hættur búskap. „Ég stundaði búskapinn í hálfa öld
uns ég eftirlét sonum mínum tveimur, þeim Jóni Helga og Atla, það.
Síðustu ár hef ég haldið mér til hlés, er slæmur í baki eftir að hafa
hossast á dráttarvélum í hálfa öld. Hins vegar á ég fjölmörg áhugamál
sem gaman er að sinna. Mér finnst mikil afþreying í því að lesa og eins
er ég að skrifa ýmsa punkta og sögu af vegferð minni sem ég ætla af-
komendum mínum. Þetta er sögur sem ekki mega gleymast. Þar á
meðal eru frásagnir af öllu því góða fólki sem ég hef kynnst um dag-
ana og fyrir þau kynni er ég afar þakklátur.“ sbs@mbl.is
Vigfús B. Jónsson á Laxamýri 80 ára
Ég vildi bæta samfélagið
Lovísa Gréta Leifsdóttir og
Telma Eir Aradóttir gengu í hús á
Svalbarðseyri og söfnuðu dóti á
tombólu. Þær héldu síðan tombólu
á eyrinni og gengu auk þess í hús
og buðu fólki að taka þátt í henni.
Með þessu framtaki sínu söfnuðu
þær 7.000 kr. sem þær styrktu
Rauða krossinn með.
Hlutavelta
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is