Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is Þetta vekur hiklaust athygliá handritunum á alþjóða-vísu og það er ekki ólíklegtað áhugi á þeim aukist,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, en handritasafn Árna Magnússonar hefur verið sett á sérstaka varðveisluskrá UNESCO. Guðrún segir að svona viðurkenning leggi jákvæðar skyld- ur á herðar okkar sem felist í því að kynna handritin enn frekar, bæði hérlendis og erlendis. Handritin á stafrænt form Sérstök áhersla hefur verið lögð á að kynna handritin fyrir grunn- skólum og starfar sérstakur safn- kennari við sýninguna sem leiðbeinir nemendum um hana. Hafa skólarnir verið mjög duglegir að koma í heim- sókn. Þá eru mörg kynningarmál unnin í samvinnu við Árnasafn í Danmörku en hluti handritasafnsins er varðveittur þar. „Eitt mikilvæg- asta verkefnið um þessar mundir er einmitt að koma handritunum á staf- rænt form. Þannig verða þau að- gengileg öllum, hvar sem fólk er statt,“ segir Guðrún sem segir verk- inu miða vel. Það hafi lengi verið ókostur hve aðgengi að handritunum er takmarkað og þessu sé ætlað að leysa úr því. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og er stofnunin í fleiri fjölþjóðlegum verkefnum. Von- ar Guðrún að útnefningin geti hjálp- að fjölþjóðastarfi og eflt það enn frekar. Guðrún segir útnefninguna stað- festa mikilvægi handritanna þótt það hafi auðvitað verið löngu vitað hérna og í Danmörku. „Handritin geyma fornsögurnar og eddukvæðin og eru heimildir um sögu Norður- landanna og jafnframt Evrópu. Nú er búið að viðurkenna af óhlut- drægum aðilum að safnið standi jafnfætis stærstu söfnum í heimi, þannig að þetta er mikil skraut- fjöður fyrir okkur,“ segir hún. Viðurkenning fyrir Árna líka Hugmyndin um að sækja um út- nefninguna kom fram fyrir löngu en það var þó ekki fyrr en á síðasta ári að henni var hrundið í framkvæmd og var það gert af Danmörku og Ís- landi í sameiningu. Voru það löndin en ekki stofnanirnar sem gerðu það þótt þær hafi unnið umsóknirnar. Útnefning handritanna er ekki einungis viðurkenning fyrir stofn- unina heldur líka Árna Magnússon sjálfan, að mati Guðrúnar. Hann hafi safnað handritunum saman á sínum tíma af miklum krafti, um þrjú þús- und verk sem nú eru varðveitt. Síð- an ánafnaði hann Kaupmannahafn- arháskóla safn sitt en á þeim tíma var skólinn okkar skóli líka. Þarna sé verið að viðurkenna framsýni hans. Nýtt hús í undirbúningi Fyrirhugað er að byggja yfir stofnunina við hlið Þjóðarbókhlöð- unnar og mun húsið heita Hús ís- lenskra fræða. Í dag sé stofnunin dreifð en ný, sameinuð Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum varð til fyrir þremur árum þegar Árnasafn, Íslensk málstöð, Örnefna- stofnun Íslands, Orðabók Háskólans og stofnun Sigurðar Nordals sam- einuðust. Þá er handritasýningin í Þjóðmenningarhúsinu. Ávallt hafi verið hugsað vel um handritin en óneitanlega sé þröngt um stofnunina og ekki hægt að taka nægilega vel á móti öllum sem vilja rannsaka hand- ritin og nýta sér önnur gögn stofn- unarinnar, nokkuð sem sé mjög bagalegt. Þörfin á nýju húsnæði sé því knýjandi. „Nýja húsið mun gefa okkur ný tækifæri til að miðla verð- mætum gögnum, ekki síst vegna þess að stór hluti hússins mun hýsa nemendur og kennara í íslensku við Háskóla Íslands. Tengslin milli skól- ans og stofnunarinnar munu því styrkjast verulega,“ segir Guðrún. Ætlunin er að stofnunin verði í lif- andi samhengi við kennsluna og fá nemendur til dæmis betri aðgang að bókasafni stofnunarinnar sem Guð- rún segir að sé eitt besta rannsókn- arbókasafn í íslenskum miðalda- og handritafræðum á landinu. „Sam- vinnan milli okkar og Háskólans hef- ur alltaf verið góð en þegar allir verða í sama húsi verður hún enn nánari. Húsnæði býr til samhengi og samstarf,“ segir hún. Undirbún- ingur vegna byggingarinnar stendur nú yfir og hönnunarsamkeppni um húsið lauk á síðasta ári. „Auðvitað setur efnahagsástandið strik í reikn- inginn og framkvæmdirnar tefjast eitthvað,“ segir Guðún. „Hönn- unarvinna og annar undirbúningur er þó í fullum gangi og við vonum að byggingin rísi fyrr frekar en síðar.“ Útnefningin líka viðurkenning á framsýni Árna Magnússonar UNESCO hefur sett handritasafn Árna Magnússonar á sérstaka varðveisluskrá verka sem ber að varðveita sem hluta af menningararfi veraldar. Þykir þetta mik- il viðurkenning fyrir Árnastofnun. Morgunblaðið/Ómar Stolt Guðrún Nordal hampar Konungsbók Grágásar frá 13. öld. Í baksýn má sjá föður safnsins, Árna Magnússon. Útnefningin staðfestir mikilvægi handritanna þótt það hafi auðvitað ver- ið löngu vitað bæði hérna og í Danmörku. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Garður | „Ég fór að leika mér að skera út og fékk löngun til þess að merkja varirnar og húsatóftirnar í Rafnkelsstaðarlandi þar sem ég er uppalinn. Þetta vatt síðan upp á sig og ég fékk Vilhelm Guðmundsson í lið með mér. Merkingarnar eru orðnar 120 talsins,“ sagði Garðmað- urinn Guðmundur Garðarsson, fyrr- verandi skipstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur og Vil- helm hafa í sameiningu aflað upplýs- inga um gömul hús, húsarústir, brunna, réttir, letursteina og sjó- vörður, ásamt því að styðjast við eig- in vitneskju, og merkja með tréskilt- um sem Guðmundur hefur fræst viðkomandi örnefni í. Fyrir 10 árum fékk Guðmundur þá flugu í höfuðið að gaman væri að merkja þær varir og húsatóftir sem hann mundi eftir frá barnæsku í sínu nánasta umhverfi, en Guðmundur er alinn upp í Vík í Rafnkelsstaðarlandi og bjó þar til 16 ára aldurs. Honum fannst þetta ekki síst mikilvægt fyrir ungviðið. Þar sem þekkingu Guð- mundar sleppti vissi hann að góðvin- ur hans, Garðmaðurinn Vilhelm Guðmundsson, gæti tekið við. „Ég tók strax vel í þetta,“ sagði Vilhelm inntur eftir viðbrögðunum við um- leitan Guðmundar. Vilhelm er alinn upp í Garðhúsum ofan við Útskála og eiginkona hans, Björg Björns- dóttir, er uppalin í Gerðum þannig að með samvinnunni var komin tenging í Inn-Garð, Út-Garð og Gerðar. Auk þess að vera að þeirra frumkvæði er vinnan öll unnin í sjálfboðavinnu. Mikilvægar heimildir í greinum og bókum Það þarf ekki að tíunda hversu mikið upplýsinga- og varðveislugildi þetta starf þeirra hefur. Merking- arnar hafa ekki einasta glatt þá Garðmenn sem láta sér annt um byggðarlagið sitt, göngur um Garð- inn hafa fengið aukna vídd enda hafa bæði grunn- og leikskólakenn- arar í Gerðaskóla farið að merking- unum í reglubundnum vettvangs- ferðum. Börnin hafa gaman af þeim og að fræðast um gamla tímann. „Þetta er mikilvægt starf til fram- tíðar,“ sagði Vilhelm. Mesta vinnan hefur staðið yfir síð- astliðin tvö ár og hefur kallað á mik- ið grúsk og fjölda viðtala. Þeir sögðu í samtali við blaðamann að þótt margar upplýsingar hefðu geymst í minninu hefðu þeir þurft að grafast fyrir um aðrar. „Við urðum okkur úti um manntöl hjá Þjóðskjalasafni, bönkuðum upp á hjá fullorðnum Garðmönnum, sem jafnvel löbbuðu með okkur um svæðið, og leituðum eftir greinum og hlutum úr ævisög- um sem fjölluðu um ábúendur bæði í Garði og í Leiru.“ Guðmundur og Vilhelm bentu á tvær mikilvægar heimildir, annars vegar skrif Hall- manns Sigurðssonar frá Lamb- húsum sem hann stytti sér stundir við á banalegunni á Sjúkrahúsinu í Keflavík og birtist í Faxa í júní árið 1966. Greinin ber heitið „Býli og bú- endur í Garði 1903-1915“ og þeir segja hana mjög greinargóða og mikilvæga heimild um þennan tíma. Ekki síður ævisögu Tryggva Ófeigs- sonar sem ólst upp í Leiru, „Tryggva saga Ófeigssonar“. Heimildirnar hafa ekki síður nýst vel þar sem húsatóftir eru engar og því ekki vitað með vissu hvar húsin stóðu. Einhverjar upplýsingar eiga þeir félagar eftir að nálgast en rúst- irnar segja þeir hafa varðveist svo vel sem raun ber vitni vegna þess að byggðin í Garði færðist smám saman ofar og því hafi ekki verið byggt of- an á tóftirnar. „Mikilvægt starf til framtíðar“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Á slóðum forfeðranna Vilhelm Guðmundsson og Guðmundur Garðarsson við húsatóft Smærnavalla en þar bjuggu langafi og langamma Vilhelms. Hafa merkt 120 örnefni í Garði Árnastofnun hefur alltaf verið mjög al- þjóðleg og fjöldi er- lendra fræðimanna kemur þangað árlega til að sinna rann- sóknum. Guðrún Nor- dal segir að um allan heim sé áhugi á hand- ritunum, enda sé um sígildar heims- bókmenntir að ræða. „Það kemur líka fram í rökstuðningi UNESCO að enn sé verið að þýða og lesa sögurnar. Þær eru ekki lokaðar inni í skáp sem sérstakur heimur fyrir fræðimenn; almenningur er að lesa þær. Þær hafa enn skírskotun, ekki bara fyrir okkur hér á Íslandi heldur um heim allan.“ Viðurkenning UNESCO feli því í sér áskorun um að kynna sögurnar enn betur og hlúa að þeim á besta mögulegan hátt. Þetta sé því ekki bara heiður heldur skyldur líka, þótt skyldurnar séu mjög jákvæðar. „Þetta eflir okkur í að átta okkur enn betur á því hvaða verðmæti við erum með í höndunum. Handritin eru mikilvæg í bókmenntum okkar og samfélagi og það á ekki bara að hampa þeim á hátíðarstundu.“ Sögurnar hafa enn skírskotun Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.