Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt lífVIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Á Erpsstöðum í Dalabyggð býr bóndinn Þorgrímur Einar Guð- bjartsson ásamt konu sinni Helgu Elínborgu Guðmunds- dóttur og börnum þeirra fimm sem eru á aldrinum fimm til sextán ára. Hjónin reka kúabú með sextíu mjólkurkúm auk geldneyta, alls um hundrað og fimmtíu gripir. Sjö kindur eru á bænum og sjö hross, auk hunda, katta, naggrísa, kanína, hænsna og sjö andarunga sem eru í fóstri. Þá er einnig stunduð skógrækt, rekin ferða- þjónusta og heimavinnsla, en á bænum er framleiddur ís úr mjólk og rjóma frá búinu og ostaframleiðsla er í undirbúningi. Gesta- móttaka er á búinu þar sem hægt er að fræðast um landbúnað og lifnaðarhætti í sveitinni um leið og fjósið er skoðað. Lifað og starfað með náttúrunni Þorgrímur, sem er nýorðinn fertugur, keypti Erpsstaði fyrir tólf árum ásamt konu sinni. Sveitalífið heillaði hann strax á unga aldri. „Ég ólst upp í Reykjavík, á Suðurgöt- unni og flutti síðan upp í úthverfið Breið- holt. Afi og amma áttu heima uppi í sveit, Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu í Borgarfirði, og í sveitinni vildi ég vera. Þar leið mér allt- af vel,“ segir hann. „Sumarið sem ég varð átta ára fluttu foreldrar mínir á Sveinsstaði í Klofningshreppi, sem síðar sameinaðist Fellsstrandarhreppi. Meðalaldurinn í sveit- arfélaginu fór niður um tugi ára við það að ungt fólk með þrjú börn fluttist í sveitina. Þetta var á sinn hátt hnignandi samfélag. Fullorðið fólk var á öllum bæjum og þar var kotbúskapur eins og það myndi kallast í dag, sex til átta kýr á bæjum og hundrað til þrjú hundruð kindur. Þarna kom ég sem ungur strákur og það var einn af fjölmörg- um happdrættisvinningum sem ég hef feng- ið í mínu lífi að fá að upplifa það að alast upp á Fellsströndinni. Fyrir þrjátíu árum var búið á hverjum bæ. Nú ómar hlátur og grátur þessarar sveitar einungis í huga okkar. Það var einstaklega lærdómsríkt að koma þarna sem krakki. Ég var elsta barn í fjöl- skyldunni og held að ég hafi upplifað hlutina allt öðruvísi en yngri systkini mín. Fyrsta sumarið dó kona frá einum bænum og var grafin í heimagrafreiti. Ég man hvað mér fannst merkilegt að hún skyldi vera grafin í garðinum heima hjá sér og ennþá merki- legra þótti mér að pabbi tók þátt í að taka gröfina. Svona voru hlutirnir ekki í Reykja- vík. Í minningunni er fullt af svona upplif- unum sem hafa átt sinn þátt í að ég vildi búa í sveitinni og verða bóndi. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma langað að verða eitthvað annað. Lifa og starfa með nátt- úrunni og því sem hún gefur. Ég vildi líka leyfa börnunum mínum að upplifa sveitalíf, sem í dag er þó ekki svipur hjá sjón miðað við það sveitalíf sem ég ólst upp við. En að geta kennt þeim að upplifa náttúruna, frjáls- ræðið í sveitinni, dýrin, lífið og dauðann. Sveitasamfélag er svo miklu meira en maður sjálfur og fólkið á næstu hæð. Í sjö hundruð manna samfélagi eins og hér er maður ekki einn heldur sjö hundruð. Sveitalífið á vel við mig og upplifunin á náttúrunni á vorin og sumrin, haustin og veturna er nokkuð sem ég vildi ekki vera án. Líf kviknar og slokknar á víxl. Við hjón- in höfum reynt að kenna börnunum okkar að virða alla náttúruna, líka flugurnar og kóngulærnar sem enginn þolir en hafa samt sitt hlutverk í tilverunni.“ Þú ert búfræðingur, hvar lærðirðu? „Ég lærði búfræði á Hvanneyri í tvo vetur og fór í verknám á Sólheimum í Svínavatns- hreppi í Húnavatnssýslu austur. Það var virkilega gaman að vera á Hvanneyri. Við vorum um það bil fimmtíu sem vorum í mín- um árgangi og bjuggum á heimavist. Á Hvanneyri var margt brallað, bæði frásagn- arvert og annað sem ekki má setja á prent, en mest var þó gaman. Samfélagið á Hvann- eyri var þá allt öðruvísi en það er í dag. Við vorum saman allan sólarhringinn, fórum í kennslu og borðuðum í skólamötuneytinu. Ég lærði nú ekki mikið af fræðunum, en þeim mun meira um lífið og tilveruna. Kenn- ararnir voru flestir skemmtilegir og það var mikill húmor á staðnum. Það er þó vert að geta þess að til að auð- velda mér leiðina í gegnum skólann tók ég þrjú valfög og hafði þau í léttari kantinum, en það voru kartöflu- og grænmetisrækt, skógrækt og ferðaþjónusta. Í dag kemur sér heldur betur vel að hafa valið þessar grein- ar, en þá óraði mig ekki fyrir því að þetta ætti eftir að liggja fyrir mér í sveitinni. Árin á Hvanneyri liðu hratt og ég hugsa oft til þessa tíma. Að loknu námi á Hvanneyri fór ég síðan sem skiptinemi til Nýja-Sjálands og var þar í eitt ár. Seinna, eða í lok síðustu aldar, var ég svo tvö ár í Danmörku og lærði mjólk- urfræði. En þetta eina ár á Nýja-Sjálandi var merkilegur kafli í lífi mínu. Það er eig- inlega ekki hægt að lýsa þeirri reynslu.“ Farið með trúna eins og klámblað Reyndu samt að lýsa reynslunni á Nýja- Sjálandi. „Það fór reyndar allt á annan veg en ég ætlaði. Ég sótti um að fara til Ástralíu sem skiptinemi. Ég vildi fara í flotta borg til að upplifa borgarlíf en endaði á sveitabæ á Nýja-Sjálandi þar sem voru tvö hundruð kýr. Það voru tuttugu kílómetrar í bæinn, þar var skólinn, það sem þeir kalla high school, og þar voru vinirnir. Ég hafði verið alinn upp í sveit þar sem fólk fór ekkert nema eiga erindi þannig að í byrjun bað ég fólkið sem ég bjó hjá aldrei að keyra mig svo ég gæti hitt skólafélagana utan skóla- tíma. Konan á bænum komst að þessu og sagði mér að ég ætti að biðja þau um akstur því þau gætu svo auðveldlega keyrt mig. Þarna upplifði ég það í fyrsta sinn að fjar- lægðin skiptir ekki öllu máli. Vilji er allt sem þarf. Þetta viðhorf hef ég tileinkað mér hér í sveitinni. Ég hef kosið að búa hér og ef ég þarf að fara fjórar ferðir í Búðardal á dag og eina í Borgarnes, þá geri ég það. Þetta var gott samfélag. Trúarlífið kom mér á óvart, það var ekki þannig að fólk væri á bæn dag út og dag inn, en kristin gildi voru í hávegum höfð. Í skólanum voru ýmiss konar hópar starfandi, þar á meðal kristinn hópur sem var einn sá fjölmennasti. Flestir af mínum félögum voru þar og ég gekk í hann. Þar var mikið fjör. Mikið um ÞORGRÍMUR EINAR GUÐBJARTSSON BÓNDI Á ERPSSTÖÐUM Í DALABYGGÐ Ég er Bjartur í Su Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Sjálfstæður bóndi Ég fer mínar eigin leiðir bæði í búskap og lífinu sjálfu. ‘‘HÉR HEIMA ER ALLTAF FARIÐMEÐ TRÚNA EINS OG KLÁM-BLAÐ. ÞAÐ MÁ EKKI SJÁSTEÐA VITNAST AÐ FÓLK SÉ TRÚAÐ. ER ÞAÐ KANNSKI VEGNA ÞESS AÐ VIÐ GERUM OKKUR EKKI LENGUR GREIN FYRIR ÞVÍ HVAÐ TRÚ ER? TRÚ ER EKKI BARA AÐ BIÐJA BÆN- IR OG BÍÐA SVARS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.