Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 41
Menning 41FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009  Heimildamyndir um hrunið og það volæði sem nú ríkir á Íslandi spretta upp eins og gorkúlur. Und- antekningin er mynd Henrys Bate- mans, sem að vísu fjallar um hrunið en einblínir á jákvæðar afleiðingar þess. Sjá stiklu á landogsynir.is. Kreppan kom ríðandi á hvítum hesti Fólk ATHYGLI hefur vakið að kvikmyndin Funny Games er bönnuð innan 18 ára, en slíkt gerist sjaldan hér á landi. Snæbjörn Steingrímsson hjá SmáÍs segir það vera skoðunarmenn innan ís- lensku dreifingarfyrirtækjana sem taki ákvörð- un um aldurstakmarkið og að þeir fari eftir hol- lenskum stöðlum. Lögin hér séu þó eilítið öðruvísi því að í Hollandi sé aldurstakmark aldr- ei hærra en 16 ár. „Hér á landi er sú ákvörðun tekin að fara upp í 18 ár ef myndin er hrottaleg,“ segir Snæbjörn og staðfestir þar með að huglægt mat starfsmanna hjá dreifingaraðilanum Senu hafi ráðið aldurs- takmarkinu. „Menn fara yfir spurningalista þar sem farið er yfir efni eins og hvað sé sýnilegt í myndinni, hvað heyrist, hvort sé mikið ofbeldi, eiturlyf, kynlíf eða fjárhættuspil. Við mælum með því, ef það er eitthvert vafaatriði með ald- urstakmarkanir, að farið sé upp í næsta klassa fyrir ofan.“ Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir að í raun sé ekkert sjónrænt í myndinni sem hafi ekki sést í öðrum myndum sem þó hafi einungis fengið 16 ára aldurstakmark. „Leikstjórinn er að leika sér með formið og brjóta niður þessar stöðluðu Hollywood-ímyndir um ofbeldi í kvikmyndum. Það er tónninn í henni og blæbrigðin sem fá á áhorfandann frekar en blóðsúthellingar og mikið gert í raun til þess að láta fólki líða illa. Hún er mjög áhrifarík og að okkar mati á hún ekkert erindi til fólks undir 18 ára aldri,“ útskýrir Ísleifur. Á ekki erindi til fólks yngra en 18 ára Funny Games Reynir á áhorfandann.  Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum var metaðsókn í Borgar- leikhúsið á síðasta leikári. Sala áskriftarkorta ellefufaldaðist á milli ára en alls sóttu 207.576 gestir leiksýningar leikhússins sem mun vera mesti gestafjöldi Borgarleik- hússins frá upphafi. Þessi góði árangur leggur að sjálfsögðu mikla pressu á starfsfólk Borgarleikhúss- ins um að gera enn betur á því leik- ári sem nú fer í hönd og binda menn í því sambandi sérstakar vonir við leikritið August: Osage county eða Fjölskyldan – ágúst í Osagessýslu eftir Tracy Letts. Verkið hefur not- ið gríðarlegra vinsælda í Banda- ríkjunum og fyrir skemmstu keyptu Weinstein-bræðurnir kvik- myndaréttinn að því. Mun Meryl Streep koma til greina fyrir hlut- verk mömmunnar í þeirri mynd en í íslensku uppfærslunni er það Mar- grét Helga Jóhannsdóttir sem fer með sama hlutverk. Fetar Streep í fótspor Margrétar Helgu?  Myndband Bjarkar Guðmunds- dóttur við lagið „Human Behav- iour“, í leikstjórn Michels Gondrys, er tilnefnt til MTV-verðlaunanna í flokknum „Myndbönd sem hefðu átt að sigra“. Betra seint en aldrei. Björk tilnefnd til MTV-verðlauna Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN múm er ein af helstu gersemum vors frjóa dæg- urtónlistargarðs, en einstakur hljóðheimur hennar hefur heillað fólk hérlendis sem erlendis. Sveitin hefur nú verið starfrækt í tólf ár og sýnir á sér lítil þreytumerki, raunar hefur hún sjaldan verið sprækari en einmitt núna, segir Gunnar Örn Tynes, sem myndar öxulveldi múm ásamt Örvari Þór- eyjarsyni Smárasyni. Að ganga fram af sér Sing Along to Songs You Don’t Know er fimmta eiginlega hljóð- versskífa múm, en fjöldi annarra útgáfna hefur og litið dagsins ljós, auk þess sem sveitin hefur sinnt alls kyns störfum utan við þau „hefðbundnu“. Platan kemur út 24. ágúst á Morr-merkinu þýska, í samstarfi við eigið merki sveit- arinnar, Euphonic. Á síðustu plötu, Go Go Smear the Poison Ivy (2007), braust múm frá hinum einkennandi hljóðheimi sínum og nú kveður enn við nýjan tón. „Hugmyndafræðin hefur alltaf verið sú að leita á ný mið. Út á það gengur þessi sveit eiginlega,“ segir Gunnar. „Það er gaman að ganga fram af sér einhvern veginn. Annars hefur aldrei verið ákveðið með neitt hjá okkur, það er bara hent í gang.“ Hópurinn sem túrar þessa nýj- ustu plötu er nokkurn veginn sá sami og fylgdi þeirri síðustu eftir. Gunnar segir þann túr hafa verið einstaklega gefandi og skemmti- legan, spilagleði hafi verið mikil og hópurinn þéttur og vel stemmdur. Það vel stemmdur að honum hugn- ast lítt að vera að bíða mikið með nýtt efni, hugmyndin sé að dæla slíku út í smáum skömmtum á næstu mánuðum í stað þess að bíða í tvö ár með næstu breiðskífu. „Þá gekk afskaplega vel að vinna þessa plötu,“ heldur Gunnar áfram. „Flæðið er gott á milli spilara. Samsetning platnanna er þó ávallt heilmikið púsluspil, þannig vinnum við alltaf. Tónlistin núna fellur engu að síður betur að tónleika- spilamennsku, við höfum aðeins verið að fjarlægjast tölvurnar upp á síðkastið.“ Hljómsveit Gunnars er komin í þá stöðu að það er hægur vandi að setja saman túr víða um Evrópu og Bandaríkin. „Ég er þakklátur fyrir að eiga kost á því, að hafa þennan mögu- leika. Tónleikarnir hingað til hafa gengið frábærlega, það er uppselt alls staðar og fólk á öllum aldri er að berja okkur augum.“ En hver er galdurinn við það að halda sér svona „ferskum“, ef svo mætti segja? Gunnar tekur vel í annars klisjukennda lokaspurn- ingu. Og leggur höfuðið í bleyti. „Fyrst og fremst bara að halda sér við efnið. Vinna að listinni statt og stöðugt, ÁN vonar um ávinning, a.m.k. strax. Að ætla að gefa út eina plötu og sigra heiminn, – slíkt hugarfar er hættulegt. Menn gef- ast oft upp ef frumburðurinn slær ekki í gegn hefur maður tekið eft- ir. Þá eru menn að gera þetta á vitlausum forsendum. Ef þú hefur hins vegar gaman af því sem þú ert að gera, fyrir það sem það er, þá mun þér farnast vel.“ Hið hógværa hengiflug  Múm gefur út nýja breiðskífu í enda þessa mánaðar  Umfangsmikið hljómleikaferðalag hafið  Fleiri útgáfur væntanlegar á næstu mánuðum James Kendall Múm, anno 2009 Eiríkur Orri Ólafsson, Sigurlaug, „Mr. Silla“, Gísladóttir, Gunnar Örn Tynes, Hildur Guðnadótt- ir, Örvar Þóreyjarson Smárason, Róbert Sturla Reynisson, Samuli Kosminen. „Þéttur og vel stemmdur hópur.“ Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LEIKSTJÓRINN og athafnamað- urinn Bjarni Haukur Þórsson skoð- ar það alvarlega þessa dagana að setja upp vinsælasta söngleik allra tíma, Cats. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum alvarlega að skoða,“ svarar Bjarni Haukur líkt og stjórnmálamaður, spurður út í verkefnið. Með „við“ á hann við framleiðslufyrirtæki sitt, Thorsson Productions. „Þetta er náttúrlega stór söng- leikur og 40 manns á sviði auk stórhljóm- sveitar,“ segir Bjarni Haukur um umfangið en hann er kominn með sýning- arréttinn að verk- inu. „Það er verið að tékka á hvort þetta er raunhæft eða ekki og ákveðin vinna sem þarf að fara í gang hvað það varðar, þarfagreina það og það er nú erfitt að gera það nema maður sé búinn að tryggja sér ákveðinn rétt á verkinu.“ Bjarni Haukur segir nokkra þýð- endur koma til greina sem og leik- stjóra. Bjarni Haukur bætir því við að hann sé með ofnæmi fyrir köttum en þó ekki dansandi og syngjandi köttum. Cats var sýndur samfleytt í 21 ár í London, átta sinnum í viku, og í 18 ár á Broadway. Annars eru sýningar að hefjast aftur á söngleiknum Grease í Loft- kastalanum 16. ágúst á vegum fyr- irtækis Bjarna Hauks. 10.000 manns hafa þegar séð uppfærsluna. Bjarni Haukur skoðar dansandi ketti Reuters Liprir kettir Dansarar í Cats í fullu fjöri á sviði á sýningu í Singapore. Kominn með sýningarréttinn á söngleiknum Cats Bjarni Haukur Þórsson Fyrsta opinbera útgáfa múm var það sem kallað er deiliplata eða „split“ upp á ensku og kom út árið 1998. Þá voru Örvar og Gunnar aðeins tveir í sveitinni. Um er að ræða tíutommu á glærum vínyl, pakkaða inn í rauð- glært plastumslag með límmiða. Tvö lög tilheyra múm og prýða aðra hlið- ina, „Bak þitt er sem rennibraut“ og „Póst póstmaetur“, en hina hliðina á Spúnk, sem var m.a. skipuð tónlistarkonunni Kiru Kiru. Platan kallast Stefnumót kafbáta, kom út í 500 eintökum og var gefin út hjá útgáfufyr- irtækinu Sófi og er hommi. Fyrsta útgáfa múm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.