Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is „ÉG var í góðri trú, taldi mig vera með allar upplýsingar réttar og að bótaupphæðin væri það sömuleiðis,“ segir Inga Hansdóttir. „Enda voru það svörin sem ég hafði fengið hjá Trygg- ingastofnun.“ Inga er ein þeirra tæplega 12.000 bótaþega sem TR hefur nú krafið um endurgreiðslu. Verða tæplega 200.000 kr. dregnar af bóta- greiðslum hennar og er hún ekki sátt – allar upplýsingar hafi legið fyrir og því hafi TR átt að bregðast við mun fyrr. „Ég fór í gegnum þetta ferli í nóvember sl. þegar ég varð 67 ára og fór á eftirlaun. Þá fór ég niður í Trygg- ingastofnun til að fá upplýsingar um hvað ég þyrfti að gera og var tjáð að allar mínar upplýs- ingar skiluðu sér sjálfkrafa inn.“ Inga hafði þá verið á örorkubótum frá því í febrúar og því áttu allar upplýsingar að liggja fyrir. „Sú sem ég ræddi við sagði að ég þyrfti ekkert um þetta að hugsa,“ segir Inga sem tók starfsmanninn á orðinu. Við þetta tækifæri hafði hún enda und- irritað eyðublað sem hún taldi veita Trygg- ingastofnun heimild til að skoða öll hennar fjár- mál. Upplýsingar ekki skráðar Það var ekki fyrr en um miðjan júní er hún fékk bréf frá Gildi lífeyrissjóði sem hvatti líf- eyrissjóðsþega til að láta TR vita að greiðslur sjóðsins hefðu lækkað að í ljós kom að TR hafði ekki skráð þessar upplýsingar. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, veit um fleiri dæmi þess að ellilífeyrisþegar telji sig hafa allt sitt á hreinu þó annað hafi komið á daginn. „Fólk telur sig vera búið að gefa réttar upplýsingar. Það fer niður í Tryggingastofnun og talar við þjónustufulltrúa og svo virðist sem upplýsingarnar hafi ekki komist í gegn.“ Inga kveðst hafa fengið allt annað en góðar móttökur hjá starfsfólki TR. Hún hafi gott sem verið þjófkennd fyrir að veita ekki réttar upp- lýsingar. Þá hafi starfsmaður TR tjáð henni að til séu bótaþegar sem hafi hærri fjármagns- tekjur en nemi launum starfsfólks stofnunar- innar. Inga er þó enginn stóreignamanneskja. Samanlagðar fjármagnstekjur þeirra hjóna eru ekki háar og koma vitanlega til skerðingar. Tekjur Ingu, að lífeyrissjóðsgreiðslunum meðtöldum, voru um 180.000 kr. fyrir frádrátt – þar af komu 153.000 frá Tryggingastofnun. Greiðslurnar frá TR hafa nú verið lækkaðar niður í 94.000 kr. þar sem sérstök framfærslu- uppbót hefur verið felld niður og því til viðbótar verða 16.000 kr. dregnar af Ingu næstu 12 mán- uði vegna ofgreiðslunnar. Eftir standa 77.994 kr. og má telja ljóst að það muni um minna. Hún hefur andmælarétt til 31. ágúst. Verður að ganga á sparnaðinn „Það munar um allt þegar maður fær gott sem ekkert,“ segir Inga. Svona frádráttur hvetji fólk einfaldlega til að reyna að drýgja tekjurnar með svartri vinnu. Sjálf sjái hún ekki aðra leið en að ganga á takmarkaðan sparnað þeirra hjóna. „Mér finnst þetta eiginlega kvikindislegt,“ segir Inga. „Það þykir sjálfsagt að lækka laun- in, lífeyrisgreiðslur og tryggingarnar, en svo hækkar allt annað á móti og sú skerðing virðist ekki hafa neitt vægi í öllum útreikningum.“ Sagt að ég þyrfti ekkert að gera Morgunblaðið/ Heiddi Ósátt Inga Hansdóttir fær nú 77.994 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun.  Ingu Hansdóttir var sagt að allar hennar upplýsingar skiluðu sér sjálfkrafa inn til Tryggingastofn- unar  Er krafin um 200.000 kr. endurgreiðslu  Stofnunin hefur bara aðgang að skrám skattstjóra Í HNOTSKURN »Alls eru bótaþegar Tryggingastofn-unar ríkisins 46.000 talsins og eru ellilífeyrisþegar þar af 30.000. »12.000 bótaþegar fengu ofgreitt frástofnuninni í fyrra og nemur upp- hæðin 4,1 milljarði króna. »Meðaltal ofgreiðslna hjá þeim semfengu ofgreitt umfram 100.000 kr. er 276.000 kr. fyrir skatta »Vangreiddar bætur sem nú hafa ver-ið greiddar til 9.000 bótaþega voru um 700 milljónir króna. Tryggingastofnun hefur eingöngu heimild til að skoða þau gögn sem berast frá Rík- isskattstjóra, þar með talda staðgreiðslu- skrána. Bankareikningar bótaþega eru ekki skoðaðir og enginn samkeyrsla á sér stað við lífeyrissjóði landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Trygginga- stofnun væri slík samkeyrsla við lífeyris- sjóðina æskileg. Hún sé hins vegar erfið í framkvæmd þar sem sjóðirnir eru margir og misvel tölvuvæddir. Margir hafa þá greitt í fleiri enn einn lífeyrissjóð á starfsævinni og greiðslur berast því oft úr ýmsum áttum. Upplýsingar um fjármagnstekjur liggja því ekki fyrir fyrr en með skattframtali, hafi bótaþegi ekki gefið þær upp. Upplýsingar um lífeyrissjóðstekjur ættu hins vegar að koma fram við skoðun á stað- greiðsluskrá. Því ætti að vera hægt að leið- rétta þá bótaupphæð fyrr. Bréf á að berast frá TR sé tekjuáætlun ekki í samræmi við staðgreiðsluupplýsingar og í lok árs eiga all- ir bótaþegar að fá bréf frá TR þar sem þeir eru beðnir að staðfesta eða gera leiðréttingu á tekjuáætlun sinni. Einungis um 10% bótaþega gera þó slíkar breytingar, en samkvæmt lögum má TR ekki breyta tekjuáætlun án samþykkis bótaþega. Mega bara skoða upplýsingar frá skattinum Eftir Einar Ben Þorsteinsson ÞAÐ er í mörg horn að líta fyrir ís- lenska landsliðið í hestaíþróttum sem keppir hér í Brunnadern í Sviss. Morgunblaðið leit í herbúðir íslenska liðsins, nokkru frá hestum hinna lið- anna, hvar hestarnir eru haldnir til að lágmarka smithættu og fyrirbyggja að hestar íslenska liðsins fái ýmsa smávægilegri sjúkdóma eða pestir. Ekki er óalgengt að slíkt herji á hesta sem eru nýinnfluttir úr einangruðu umhverfi á Íslandi. Einar Öder Magnússon, landsliðs- þjálfari íslenska liðsins, er gamall ref- ur í hestamennsku, margreyndur þjálfari og knapi. Einar hefur marg- sinnis verið á heimsmeistaramóti með íslenska liðinu, en nú í fyrsta sinn sem landsliðseinvaldur. Hann gaf sér tíma í stutt spjall um íslenska liðið og gengi þessa á heimsmeistaramótinu til þessa. Ekkert öruggt fyrr en það er í hendi „Ég er bara nokkuð sáttur við gengi liðsins í það heila. Ferðalagið með hestana heim frá Íslandi var langt. Síðan tók á móti okkur þessi mikli hiti, sem hefur verið hér í Sviss. Hann hefur sett talsvert strik í reikn- inginn. Hér hefur hitinn farið upp fyr- ir 30 stig. Það er misjafnt hvernig hestarnir okkar hafa höndlað hátt hitastig, en það er ljóst að þetta hefur talsverð áhrif á nokkra hestana. Enda um miklar umhverfisbreytingar á stuttum tíma að ræða,“ segir Einar. Eitt af stærri númerum íslenska landsliðsins fyrirfram á þessu heims- meistaramóti var tvímælalaust parið Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu, sem urðu heimsmeist- arar í fimmgangi 2007 og í öðru sæti í tölti á sama móti. Nú er tíðin önnur og sýningar Þórarins tókust ekki sem skyldi og náði hann í ekki í úr- slit. Einar Öder segir að ekki hafi verið fyrirfram við öðru að búast en góðum árangri frá þeim, æfingar hafi gengið vel dagana fyrir mót. „Það er ekki hægt að leyna því að það voru vonbrigði fyrir okkur að Þórarinn og Kraftur náðu ekki þeim árangri sem vonast var eftir fyrirfram. Svona er þessi íþrótt, það er aldrei neitt öruggt fyrr en það er í hendi. Ég verð að taka fram að Þórarinn höndl- aði þessi vonbrigði vel sem íþrótta- maður og keppnismaður. Hann á hrós skilið fyrir það.“ Gott gengi ungmenna Einar er stoltur af ungmennaliði Íslands. „Upp úr stendur á mótinu hingað til mjög góður árangur ung- mennaliðs okkar. Þar náðu Valdimar Bergstað og Teitur Árnason lofs- verðum árangri í fimmgangs- greinum, auk þess sem Linda Rún Pétursdóttir átti góðar sýningar í fjórgangi og tölti. Meira að segja fannst mér dómararnir heldur nískir við mína menn í gæðingaskeiðinu. Hvað fullorðnu keppendurna varðar er ég í heildina sáttur, af ástæðum sem ég hef áður nefnt. Við erum með efstu knapa í fimmgangi og tölti. Ég verð að taka sérstaklega fram að hér er um virkilega harða keppni að ræða. Þótt hestarnir séu af íslensku kyni getum við Íslendingar ekki ætl- ast til að ráða lögum og lofum í öllum greinum, þar sem frábærir knapar og hestar etja kappi.“ Landsliðseinvaldurinn hefur ekki alla þá hesta í sínu liði sem hann hefði viljað, þótt hann hafi fjölmennt landslið með nokkra heimsmeistara innanborðs. „Það voru held ég einir fjórir hestar sem ég vildi fá með á heimsmeistaramót í ár, sem áttu ekki heimangengt þetta árið. Það þjónar engum tilgangi að nefna þá sér- staklega, en þar eru m.a. Íslands- meistarar á ferð sem hefðu styrkt lið okkar talsvert. Það er einfaldlega svo að þeir hestar sem fara að heiman eiga ekki afturkvæmt.“ Einar Öder þorir engu að spá um hvernig muni ganga á næstu dögum, og gefur ekkert upp um markmið. „Ég þori engu að spá um fjölda verð- launa eða fjölda heimsmeistaratitla á þessu móti. Ég held ég verði bara að segja sem svo að Ísland þarf á tals- verðu gulli að halda þessa dagana, við komum heim með eins mikið af þungamálmi og hægt er,“ sagði Ein- ar. Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss Mikill hiti háir hestum íslenska liðsins Kæling T.v. Valdimar Bergstað og Þórir Örn Grétarsson kæla niður keppn- ishest Valdimars, Oríon frá Lækjarbotnum, með vatni nokkrum sinnum á dag. „Við verðum að halda honum ferskum,“ segir Þórir. Ljósmynd/EBÞ Skipulagning Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur fer yfir skipulag dagsins ásamt starfsmanni. Tímasetningar þurfa að vera nákvæmar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.