Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Bankahruniðhefur hristupp í ís- lensku samfélagi og vakið upp kröf- ur um ný og breytt vinnubrögð í ís- lenskum stjórnmálum og við- skiptalífi. Ein ríkisstjórn hefur hrökklast frá völdum vegna óánægju almennings og víst má telja að hefði komið fram raun- hæft nýtt framboð þegar geng- ið var til kosninga í apríl er nokkuð víst að þeir flokkar, sem bera hina pólitísku ábyrgð á hruninu, hefðu fengið slæma útreið hjá kjósendum. Í kosningabaráttunni kom- ust tengsl stjórnmálaflokkanna við viðskiptalífið í sviðsljósið. Gagnrýni á þessi tengsl og um- fjöllun um framlög viðskipta- lífsins til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka fylgdu fyr- irheit um gagnsæi. Mikið vant- ar hins vegar upp á að flokk- arnir hafi hlaupið upp til handa og fóta til að opna reikningana – sennilega vegna þess að hér er ekki um þægileg mál að ræða og uppgjörið gæti orðið sársaukafullt. Hins vegar hljóta forustumenn flokkanna að átta sig á því að ætli þeir að gera tilkall til stuðnings al- mennings geta þeir ekki boðið upp á sömu vinnubrögð og fyrir hrun. Þeir verða að sýna að eitthvað hafi breyst; sýna auð- mýkt gagnvart kjósendum sín- um og iðrun eftir það sem á undan er gengið. Fyrir síðustu kosningarnar þurftu flokkarnir í raun aldrei að sýna fram á að þeir ættu skilið að fá annað tækifæri vegna þess að kjós- endur áttu ekki aðra kosti. Nú er verkefni stjórnmála- flokkanna að ákveða með hvaða hætti almenningur muni borga fyrir skuldir, sem einstakling- ar stofnuðu til. Þessir sömu einstaklingar gáfu stjórn- málaflokkunum peninga og greiddu götu margra þeirra, sem nú sitja á þingi. Örfáir þingmenn hafa veitt upplýs- ingar um þau framlög, sem þeir þáðu, en þeir eru miklu fleiri, sem ekki hafa opnað bækurnar. Uppgjörið eftir hrunið snýst ekki bara um að fara ofan í saumana á vinnubrögðunum innan bankanna og með hvaða hætti þeir voru hluti af al- mennum umsvifum þeirra, heldur einnig að kafa ofan í hinn pólitíska þátt. Hvernig stóð á því að þrátt fyrir hin ýmsu merki um hið raunveru- lega ástand kepptust þeir, sem voru í aðstöðu til að vita betur, við að fegra ástandið? Í uppgjörinu á framlögum auðmannanna til flokkanna er ekki hægt að stytta sér leið, hvorki í tíma né umfangi. Það þarf að fara það langt aftur að heildarmynd fáist og gæta þess að teknir verði fyrir styrkir til flokka, flokksfélaga og ein- staklinga. Grasrótin í flokk- unum á skilið að fá þessar upp- lýsingar. Kjósendur eiga skilið að fá þessar upplýsingar. Ein af forsendum þess að á Íslandi geti dafnað heilbrigt lýðræði er að þessi mál verði gerð upp undanbragðalaust. Almenningur á rétt á að tengsl við- skiptalífs og stjórn- mála verði gerð upp } Stjórnmál og peningar Nú standa yfirHinsegin dag- ar í Reykjavík og ná þeir hámarki í dag þegar farin verður Gleðiganga niður Laugaveg. Hinsegin dagar hafa verið haldnir frá árinu 1999. Árið eftir fór fyrsta gleðigangan fram. Talið er að nú megi gera ráð fyrir að 80 þúsund manns leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur til að fylgjast með á Hinsegin dögum. Þessi gríðarlega mikla þátt- taka nær langt út fyrir raðir homma og lesbía og ber því vitni hvað margt hefur breyst í ís- lensku samfélagi á skömmum tíma. Þegar hommar og lesbíur stofnuðu Samtökin ’78 fyrir 31 ári voru miklir fordómar í garð samkynhneigðra í íslensku sam- félagi. Ekki þarf að lýsa sársauk- anum, sem getur fylgt því að vera úthrópaður fyrir jafn sjálf- sagðan hlut og kynhneigð sína. Styrkleiki hvers samfélags er fólginn í þeim fjölbreytileika, sem þrífst innan þess. Fordómar eru birtingarmynd óöryggis og ótta. Umburðarlyndi ber vitni öflugu samfélagi. Hver einstaklingur á að hafa frelsi til að lifa lífi sínu að vild svo lengi sem hann heftir ekki frelsi annarra. Á Íslandi er umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum með því mesta sem gerist í heiminum. Sömuleiðis hefur samkyn- hneigðum verið tryggt jafnrétti á við gagnkynhneigða í íslenskri löggjöf. Þjóðkirkjan er hins veg- ar ekki samstiga þjóðinni í af- stöðu sinni til samkynhneigðra og er ekki tilbúin til að meta sambönd þeirra til jafns við sam- bönd gagnkynhneigðra. Það er miður. Þjóðkirkja, sem kemur fram við hluta þjóðarinnar með þessum hætti, á í vanda. Á undanförnum áratugum hefur mikið unnist í réttinda- baráttu samkynhneigðra víða um heim. Það er gott að í þeim efnum skuli Íslendingar vera í fararbroddi, en ætti þó ekki að vera tilefni til sérstaks bumbu- sláttar því að í raun er ekki um annað að ræða en viðurkenningu á sjálfsögðum hlut. Styrkleiki sam- félagsins felst í fjöl- breytileikanum sem þrífst innan þess} Hinsegin dagar É g man alltaf hvað mér brá á sínum tíma þegar góður félagi minn í menntaskóla lýsti því fyrir mér hvernig náið skyldmenni hans vaknaði eitt sinn við vekjara- klukku um miðja nótt, þaut fram úr rúmi sínu og kveikti sérstaklega á sjónvarpi til þess að missa ekki af því þegar tilkynnt var um hvaða nafngift nýjasti meðlimurinn í dönsku kon- ungsfjölskyldunni hefði hlotið. Þessi þekking mátti alls ekki bíða til morguns og því var vekj- araklukkan stillt af sérstakri alúð það kvöld. Þá nötraði allt af spenningi þegar stóra stundin rann loks upp og nafn örverpisins konungborna – lávarðs heims – var loks kveðið upp og op- inberað þegnunum og heimsbyggðinni á næt- urþeli. Fram að þessari stundu hafði aldrei hvarflað að mér að mögulegt væri að hafa raunverulegan áhuga á kóngafólki, hvað þá að nöfn þess væru svo mögnuð og einstök að þau gætu fengið fólk til að rjúka á fætur um miðjar nætur. Heldur vildi ég kodda en konung. Ekki löngu síðar var ég staddur í Kaupmannahöfn og sat á spjalli við danska snót á knæpu. Ekki leið á löngu þar til ég leiddi spjallið að konungsfjölskyldum í nágrannaríkj- um okkar enda iðaði ég í skinninu að fá að kynnast sýn hennar sem þegns í konungsríki til þengla sinna og mey- kónga. Hún gat í stuttu máli ekki hugsað sér tilveruna án aðalsins og þegar ég andmælti harðlega staðhæfði hún að ég skildi þetta ekki þar sem ég væri ekki frá konungsríki. Ég ákvað að beina umræðunum ekki að hirð- væðingu íslenska forsetaembættsins og dró í land um stund. Stundum les ég um gamla tíma og skelli upp úr yfir fáfræðinni og vitleysunni sem fólk lét sér detta í hug fyrr á öldum. En einn daginn munu aðrir hlæja hærra að mínum eigin vit- firrtu tímum. Að hugsa sér – það eru ekki liðin 100 ár síðan menn töldu enn hreina fásinnu að konur hefðu kosningarétt. Við Íslendingar kjósum okkur „sameiningartákn“ á fjögurra ára fresti – er okkur alvara? Og enn í dag þykir fátt sjálfsagðara á Vesturlöndum en að ákveðið fólk sé konungborið. Jafnvel Norðurlöndin, sem eiga að teljast meðal þróuðustu og upp- lýstustu ríkja heims, gerast sek um slíka mið- aldahegðun að dýrka og dá konunga og láta sem þeir eigi af einhverjum sökum meiri virðingu skilið en ,,venjulegt“ fólk. Eins tala Bretar og Hollendingar um drottningar sínar og konunga án þess að skellihlæja um leið og hika ekki við að moka í þau fé skattborgara ár eftir ár. Vesturlönd státa sig af hugmyndum sínum um jafnrétti og reyna að breiða út þann göfuga boðskap um víða veröld á sama tíma og þau sjá ekkert athugavert við þá ógeð- felldu hugmynd að ákveðnir einstaklingar séu aðalsbornir og „erfi krúnur og ríki“. Engu skiptir þótt konungsfjölskyldur hafi engin sérstök völd á Vesturlöndum í dag (guði sé lof). Hugmyndin um þær er einfaldlega svo úrelt, taktlaus og hrollvekjandi að henni ætti að kasta á bál og gleyma hið fyrsta. haa@mbl.is Halldór Armand Ásgeirsson Pistill Kynlegir konungar 300 milljónir í ráð- gjöf til sérfræðinga FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Þ að er stundum sagt í gamni og alvöru að tvær stéttir manna hafi ekki fundið fyrir kreppunni, það er lögfræðingar og endurskoðendur. Það var nóg að gera hjá lögfræðingum þegar upp- sveifla var í efnahagslífinu, m.a. við að stofna fyrirtæki og aðstoða þau í útrásinni. Eftir efnahagshrunið hafa lögfræðingar haft nóg að gera við að loka þrotabúum og gera upp mál sem tengjast kreppunni. Það eru ekki síst opinberir aðilar sem hafa þurft á aðstoð lögfræðinga, endurskoðenda og annarra sérfræð- inga að halda. Innan Ríkisend- urskoðunar er áhugi á að taka saman upplýsingar um heildarkostnað við sérfræðiþjónustu sem tengist efna- hagshruninu, en þær tölur hafa ekki verið teknar saman ennþá. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra óskaði eftir því í mars að Ríkisendurskoðun yfirfæri umfang samninga sem forsætisráðuneytið gerði, undirbúning og afmörkun verkefna, eftirfylgni og vinnubrögð. Samkvæmt lögum um opinber inn- kaup skal bjóða út alla aðkeypta þjónustu yfir 10 milljónum. Í lög- unum er talað um að bregða megi út af þessari reglu vegna „aðkallandi neyðarástands“. Ríkisendurskoðun telur ljóst að flokka megi þá ráðgjaf- arþjónustu sem keypt var í haust undir þetta ákvæði. „Hins vegar tel- ur stofnunin að ráðuneytinu hafi bor- ið að bjóða út þjónustu sem keypt var síðar eða þegar telja má að neyðar- ástand hafi verið liðið hjá.“ 109 milljónir til bresku lögmannsstofunnar Forsætisráðuneytið áætlar að það þurfi að greiða 296,2 milljónir fyrir sérfræðiráðgjöf sem tengist hruninu. Þegar er búið að greiða 225 milljónir vegna þessa. Forsætisráðuneytið keypti þjónustu af átta sérfræð- ingum í tengslum við efnahags- hrunið. Stærsta upphæðin fór til bresku lögfræðistofunnar Lovells LLP, en hún veitti ráðgjöf vegna hugsanlegra málaferla ríkisins við bresk stjórnvöld og aðstoð vegna samskipta við Eftirlitsstofnun EFTA. Þess má geta að stjórnvöld ákváðu að leita ekki til dómstóla til að skera úr ágreiningi um Icesave- skuldbindingarnar. Alls kostaði þjón- usta lögmannsstofunnar 109,3 millj- ónir. Ráðuneytið keypti þjónustu af tveimur fyrirtækjum sem bjóða þjón- ustu á sviði almannatengsla, annars vegar breska fyrirtækinu Headlands (13,1 milljón) og hins vegar norsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í krísu- stjórnun (6,5 milljónir). Þá greiddi ráðuneytið 42,6 milljónir til McKin- sey&Company sem var ráðuneytinu til ráðgjafar í sambandi við að halda utan um og samhæfa viðbrögð við kreppunni. Fyrirtækið starfaði einn- ig fyrir Fjármálaeftirlitið. Ráðuneyt- ið greiddi 10,6 milljónir til finnska sérfræðingsins Kaalo Vilho Jännäri og 9 milljónir til sænska sérfræðings- ins Mats Josefsson. Hann hefur ekki lokið störfum og er áætlað að greiðsla til hans nemi 20 milljónum til viðbótar. Þá voru greiddar 33,8 millj- ónir til lögfræðistofunnar LOGOS. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Blaðamannafundur Geir H. Haarde hélt fjölda blaðamannafunda ásamt Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra í kjölfar bankahrunsins. Ríkið þarf að borga háar upp- hæðir fyrir sérfræðiþekkingu og ráðgjöf vegna efnahagshrunsins sl. haust. Það er nóg að gera hjá lögfræðingum hvort sem það er uppsveifla eða kreppa. 296,2 Heildarkostnaður forsætisráðuneytisins 109,3 Breska lögmannsstofan Lovells LLP 51,3 Alþjóðlega fyrirtækið Oliver Wyman 13,1 Breska almannatengsla- fyrirtækið Headland Kostnaður forsætisráðu- neytisins, sem tengist hruninu, í milljónum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.