Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Eftir Ómar Friðriksson og Silju Björk Huldudóttur NEFNDARMENN í fjárlaganefnd vinna að því að ná breiðri samstöðu um afgreiðslu Ice- save-málsins og fyrirvara við ríkisábyrgðina. ,,Við reynum að klára þessa vinnu um helgina,“ segir Guðbjartur Hannesson, for- maður nefndarinnar. „Það er verið að vinna á fullu og fulltrúar úr öllum flokkum eru að skoða hvað er mögulegt og hvað ekki og hvernig við getum komið þessu áfram,“ segir hann. Hann segir mikla áherslu lagða á að ná breiðri samstöðu um af- greiðslu málsins úr fjárlaganefnd því æskileg- ast sé að öll nefndin standi á bak við nefnd- arálitið. Gríðarlega mikilvægt sé að fá stuðning allra við málið „þannig að Hollend- ingar og Bretar finni að það er einhuga þing á bakvið það,“ segir Guðbjartur. Ljóst er að frumvarpið um ríkisábyrgðina kemur þó ekki á dagskrá þingfundar á mánudag. „Ef vel gengur gætum við komið málinu inn í þingið á þriðjudag og í umræðu í vikunni,“ segir hann. Guðbjartur segir nefndarmenn hafa skoðað ýtarlega hvaða forsendur og fyrirvara sé hægt að setja. Spurður um efasemdir um að fyrir- varar við ríkisábyrgðina hafi einhverja þýð- ingu gagnvart Icesave-samningnum segir Guðbjartur að enginn haldi því fram að Al- þingi geti ekki haft heilmikið um þetta mál að segja. „Við erum alveg klár á því að við getum haft ýmsa fyrirvara eða skýringar við rík- isábyrgðina. Það er okkar hlutverk. Við ætlum að staðfesta þessa ríkisábyrgð en við viljum tryggja að hagsmunum okkar sé sem allra best gætt.“ Hjá Kristjáni Þór Júlíussyni og Höskuldi Þórhallssyni, sem báðir eiga sæti í fjárlaga- nefnd, fengust þau svör að menn væru opnir fyrir þverpólitíski lausn, en hins vegar væri mikilvægt að flýta sér hægt. „Við viljum að faglega verði staðið að málum,“ sagði Hösk- uldur og tók fram að menn væru bjartsýnni nú en áður á lausn þar sem ríkisstjórnin virtist hafa fært sig nær minnihlutanum. „Ég held að hlutir þurfi að breytast hratt og vel til þess að hægt sé að taka málið fyrir á Alþingi fljótlega eftir helgi,“ segir Kristján Þór. Reynt að ná breiðri samstöðu  Unnið að þverpólitískri lausn í fjárlaganefnd um Icesave  Reyna að ljúka málinu yfir helgina  Nefndarálit gæti litið dagsins ljós á þriðjudag  „Getum haft ýmsa fyrirvara eða skýringar“ » Breið samstaða æskileg » Menn flýti sér hægt » Faglega staðið að málum » Meiri bjartsýni en áður » Hagsmunir okkar tryggðir GLATT var á hjalla í Hinu húsinu í gær þar sem lokahátíð Toppstarfs fór fram. Þar fögnuðu ung- menni á framhaldsskólaaldri með þroskahömlun eftir ánægjulegt og gefandi sumarstarf. Að sögn Jennýjar Magnúsdóttur, deildarstjóra í málefnum fatlaðra hjá Hinu húsinu, er þetta þriðja sumarið sem Toppstarf er starfrækt, en alls tóku fjörutíu ungmenni þátt í starfinu í sum- ar í tveimur hópum. Segir hún markmiðið með starfinu vera að leyfa ungmennum með þroska- hömlun að kynnast vinnumarkaðnum sem og vinnuveitendum að kynnast þessum starfskrafti. Meðal þess sem ungmennin hafa unnið við í sum- ar er barnapössun, garðvinna, ýmis versl- unarstörf sem og að flokka og bera út póst. Sam- hliða þessu sáu þau um undirbúning lokahátíðarinnar. Meðal þeirra tróðu upp á hátíðinni í gær við mikinn fögnuð viðstaddra voru Haffi Haff og Lísa úr Idolkeppninni. Auk þess sýndu ung- mennin eigin skemmtiatriði. silja@mbl.is Morgunblaðið/Eggert LOKAHÁTÍÐ TOPPSTARFS Í HINU HÚSINU RAGNA Árna- dóttir dóms- málaráðherra hefur sett Björn L. Bergsson hrl. til að fara með hlutverk og vald- heimildir ríkis- saksóknara gagnvart emb- ætti sérstaks saksóknara. Hann er settur til 1. júní 2010, en Valtýr Sigurðsson rík- issaksóknari hefur sagt sig frá þessum málaflokki til þess tíma. Björn lauk lagaprófi frá HÍ árið 1990, hlaut héraðsdómsréttindi ár- ið 1992 og varð hæstaréttar- lögmaður árið 1999. Björn settur sérstakur rík- issaksóknari Björn L. Bergsson TVÆR stúlkur, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær, komu fram seint í gærkvöldi. Stúlknanna hafði verið saknað frá því á miðvikudag en fljótlega eftir að tilkynningu lögreglu var komið á framfæri um að þeirra væri leit- að, skiluðu þær sér heilar á húfi. Stúlkurnar fundust GRÉTAR Már Sig- urðsson, sendiherra og fyrrverandi ráðu- neytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu, lést í gærmorgun, 50 ára að aldri, eftir baráttu við illvígt mein. Hann var fæddur í Reykjavík þann 15. apríl 1959. Grétar átti langan og farsæl- an feril í utanrík- isþjónustunni og tengdum störfum frá árinu 1987. Hann var í fararbroddi íslenkra embættis- manna í samskiptum við Evrópu- sambandið og gegndi lykilstörfum við rekstur samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið frá upphafi. Grétar lauk embættisprófi í lög- um frá Háskóla Íslands árið 1984 og starfaði sjálfstætt sem lögmað- ur frá árinu 1984 til ársins 1987. Hann varð þá sendiráðsritari í fastanefnd Íslendinga hjá Samein- uðu þjóðunum árið 1987 og sendiráðuautur árið 1995. Þá tók við emb- ætti sem skrif- stofustjóri varn- armálaskrifstofu til ársins 1997. Árið 1997 var Grét- ar skipaður varafasta- fulltrúi hjá Fasta- nefnd Íslendinga gagnvart Evrópusam- bandinu og gegndi því hlutverki til ársins 2000. Grétar var aðstoð- arframkvæmdastjóri EFTA árin 2000-2001 og skipaður sendiherra árið 2001. Þá var Grét- ar skrifstofustjóri viðskiptaskrif- stofu frá árinu 2001 til ársins 2006. Árið 2006 tók Grétar við embætti ráðuneytisstjóra í utan- ríkisráðuneytinu. Grétar Már skilur eftir sig eig- inkonu, Dóru Guðrúnu Þorvarð- ardóttur. Þau eiga saman þrjár dætur, Margréti Maríu, Hildi Gyðu og Kristínu Birnu. Andlát Grétar Már Sigurðsson Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is BÓNUS var í 38 tilvikum af 55 með lægsta vöruverðið í verðkönnun ASÍ sem gerð var sl. miðvikudag. Mikill verðmunur er á grænmeti á milli verslana en ekki eins mikill og fyrstu tölur frá ASÍ gáfu til kynna, þar sem ranglega var farið með verð á gulrót- um og jöklasalati. „Það er allt að hækka í verði og sú þróun hefur verið áberandi sl. eitt og hálft ár. Mest hafa hreinlætisvörur og þurrvara hækkað en einnig aðrar tegundir, nú síðast mjólkurvörur. En við sjáum þó líka ljósa punkta, ýsan hefur haldist í svipuðu verði í nokkurn tíma og frekar lækkað. Soðningin stendur fyrir sínu,“ segir Ester Sveinbjarnardóttir, verkefnis- stjóri verðlagseftirlits ASÍ, um helstu niðurstöður verðkönnunar- innar. Nóatún var oftast með hæsta verð, í 28 skipti. Lítill verðmunur var á forverðmerktum vörum eins og til dæmis SS-pylsum. Tíu í pakka kosta þær 594 kr. í Bónus en 630 kr. hjá hinum verslununum utan Fjarðar- kaupa. Þar kostaði pakkinn 660 kr. Verðmunur formerktra vara er yf- irleitt mun minni en í öðrum tilvikum og telur ASÍ það til baga. Slíkt hamli eðlilegri verðsamkeppni. Könnunin var gerð í Bónus á Smáratorgi, Krónunni í Lindum, Nettó í Hverafold og Kaskó við Vest- urberg, Hagkaupum Skeifunni, Nóa- túni við Nóatún, Samkaupum Úrval við Miðvang í Hafnarfirði og í versl- un Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Soðningin stendur fyrir sínu í könnun  Allt að hækka í verði  Bónus oftast lægstur í könnun ASÍ            !"#  "$ % &  '  (    '    )#"  *   +    % ,   -                                   .    BÍLL valt á Reykjanesbraut á móts við Grænásveg um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ var ökumaðurinn einn á ferð og hlaut hann minni- háttar áverka. Bifreiðin skemmdist mikið en til- drög slyssins eru ókunn Slapp vel úr veltu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.