Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 212. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF MIKIL VIÐURKENNING FYRIR ÁRNASTOFNUN «BARNABLAÐ Hinsegin orða- skilningur barnanna JÓN Leifs – Líf í tónum, er titill ævisögu um tónskáldið sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson hefur ritað. Bókin kemur út í október og segir Árni Heimir að hann sé fyrstur Íslendinga til að rita ævisögu tónskálds- ins. „Jón var ekki glöggskyggn maður þegar kom að pólitík sem sést best á því að hann gaf embættismönnum nasista undir fótinn með ýmsu móti, þrátt fyrir að hann væri sjálfur kvæntur konu af gyðingaættum. Vorið 1938 var Jón einn þriggja Íslendinga sem gengu á fund embættis- manns í áróðursmálaráðuneyti Göbbels og buðu embætt- ismanninum Friedrich Christian prins af Schaumburg- Lippe konungdóm yfir Íslandi. Jón hafði þungar áhyggjur af stöðu Íslands eftir sam- bandsslitin við Dani og honum þótti Íslandi best borgið sem konungsríki og þóttist viss um að listin myndi dafna best þannig, þar sem hún væri í eðli sínu aristókratísk og þyrfti sterka, fjárhagslega bak- hjarla. Með þetta í huga fer hann ásamt Guðmundi Kamban og Krist- jáni Albertssyni og býður prinsinum af Schaumburg-Lippe konungstign yfir Íslandi. Jón vonaðist til að listelskur konungur myndi taka hann upp á arma sína og skapa honum fullkomna aðstöðu til listsköp- unar,“ segir Árni Heimir m.a. um innihald bókarinnar. Um þennan merkilega atburð hefur áður verið fjallað á prenti, í bókinni Kóng við viljum hafa! eftir Örn Helgason sem kom út árið 1992. | 41 Ný ævisaga að koma út um tónskáldið Jón Leifs Bauð konungdóm yfir Íslandi Jón Leifs LOGANDI kyndill við hús á Dalvík í gærkvöldi var til merkis um að þar væri fiskisúpa í boði. Logi var við um það bil 50 hús. Fiskisúpukvöldið mikla var haldið í fimmta skipti og bærinn iðaði af lífi; upp- takturinn að þeim „stóra“, Fiskideginum mikla. Flestum götum var lokað fyrir bílaumferð en hefði jafnvel ekki þurft, mannhafið var slíkt. Tjaldstæði eru troðfull og nær öruggt að fleiri verða saman komnir á þessum friðsæla stað við Eyjafjörð í dag en nokkru sinni. Íbúar eru tæplega 2.000 alla jafna, talið er að um 30.000 manns hafi verið saman komn- ir fyrir ári og Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, er viss um að enn fleiri mæta nú, mið- að við fjölda á tjaldstæðum. skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Logandi kyndill til merkis um að enn sé súpa í potti Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is KOSTNAÐUR Seðlabankans vegna sérfræðiráðgjafar bandaríska fjárfest- ingarbankans JP Morgan nam rúm- lega einum milljarði króna á síðasta ári. Fram kemur í árs- reikningi Seðla- bankans fyrir árið 2008 að kostnaður vegna aðkeyptrar sérfræðiráðgjafar hefði hækkað um 1,1 milljarð miðað við árið á undan. Langstærsti hluti þessa kostn- aðar er vegna þjónustusamnings við banda- ríska fjárfestingarbankann JP Morgan. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki víst að tekist hefði að halda greiðslumiðlun við útlönd jafn greiðri og raun varð á eftir hrun viðskiptabankanna þriggja ef ekki hefði komið til sérfræðiráðgjafar bandaríska bank- ans og er stór hluti kostnaðarins sprottinn af því. Án undanfarandi útboðs Í skýringum í ársreikningi Seðlabankans er ekki minnst á greiðslumiðlun heldur segir að sérstök ráðgjöf hafi aðallega lotið að til- lögugerð og mati á leiðum til aðgerða sem grípa þyrfti til. Samningurinn við JP Morgan, sem var gerður án útboðs, er enn í gildi. Ekki liggur fyrir hversu mikið ráðgjöf JP Morgan hefur kostað það sem af er þessu ári. Forsætisráðuneytið áætlar að það þurfi að greiða 296,2 milljónir fyrir sérfræðiráðgjöf sem tengist hruninu. Stærsti kostnaðarlið- urinn eru greiðslur til bresku lögmannsstof- unnar Lovells LLP, en hún veitti m.a. ráðgjöf vegna hugsanlegra málaferla ríkisins við bresk stjórnvöld. Alls kostaði þjónusta lög- mannsstofunnar 109,3 milljónir. Ráðgjöf kostaði milljarð Kostnaðarsöm ráðgjöf JP Morgan í hruninu Í HNOTSKURN »JP Morganaðstoðaði Seðlabankann m.a við að tryggja greiðslumiðlun við útlönd og í áætlanagerð eft- ir hrun við- skiptabankanna þriggja.  300 milljónir í ráðgjöf | 24  BESTU vextir á óverðtryggðum og óbundnum innlánum hjá stóru ríkisbönk- unum halda ekki lengur í við verð- bólgu. Hún er nú um 11% en vext- irnir aðeins 8-9%. Þetta er breyting frá því sem var í vetur. Bankavextir hafa almennt lækkað mikið á þessu ári og mun meira heldur en stýrivextir Seðla- bankans og ársverðbólga. Þá virðist vaxtamunur innlána og útlána vera að aukast. Útlánatap, gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikn- ingnum og lágir innlánsvextir hjá Seðlabankanum þrýsta í samein- ingu á lægri vexti og meiri vaxta- mun. »12 Vextir lækka hratt og vaxta- munur inn- og útlána eykst Peningar Vextir fara ört lækkandi.  GERT er ráð fyrir stífum funda- höldum hjá fjárlaganefnd Alþingis um helgina. Þar stendur til að ná víðtækri samstöðu um afgreiðslu Icesave-málsins með fyrirvara um ríkisábyrgð. Vonast er til að nefnd- arálit liggi fyrir snemma í næstu viku og þá megi taka frumvarp um ríkisábyrgðina til umfjöllunar í þingsölum. Stjórnarandstaðan tel- ur ólíklegt að málið vinnist svo hratt. Þverpólitísk lausn í málinu sé þó ekki útilokuð, enda hafi stjórn- arflokkarnir í þessu máli fært sig nær minnihlutanum. »4 Fjárlaganefnd fundar stíft um lausn Icesave-málsins  RÓBERT Wessman, fjár- festir, hefur ekki getað höfðað mál gegn Glitni vegna banns við málshöfðun gegn fjármálafyr- irtækjum í greiðslustöðvun. Róbert keypti hlutabréf í Glitni fyrir milljarða rétt fyrir bankahrunið í haust og segist engan grun hafa haft um stöðu bankans á þeim tíma. Hann á sem stendur í viðræðum við Glitni og hefur riftun til skoð- unar, en bankinn var seljandi bréf- anna. thorbjorn@mbl.is »16 Á í viðræðum við Glitni vegna hlutabréfakaupa Róbert Wessman „ÉG ÁTTI engan kærasta, en ég átti börnin. Ég hugsa stundum að það hefði verið skemmtilegra að eiga kærasta,“ segir Ingrid Marie Sigfús- son, sem í dag fagnar 100. afmælis- degi sínum. Ingrid fæddist í Danmörku, en giftist Brynjúlfi Sigfússyni, kaup- manni, söngstjóra og organista frá Vestmannaeyjum, og flutti til Ís- lands. Brynjúlfur lést í febrúar 1951 og Ingrid tók við rekstri Brynjúlfs- búðar og forsjá heimilisins. Brynj- úlfur var eini maðurinn í lífi hennar. Ingrid er farin að tapa heyrn og naut því aðstoðar barnabarns síns, Sigrúnar Gylfadóttur, í viðtali við Morgunblaðið. | 6 Hefði verið skemmti- legra að eiga kærasta Morgunblaðið/RAX 100 ár Ingrid og Sigrún Gylfadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.