Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Nikulás Ísaksson ✝ Nikulás Ísakssonfæddist í Norð- ur-Götu í Færeyjum 27. maí 1918. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja föstudaginn 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónsen Simon Is- aksen frá Götu og Ragnhild Isaksen frá Hofi í Suðurey. Systkini Nikulásar voru Rudolf, Reimar, Karen, Jónhild, Jónsveinn og Asfrid. Jónhild lifir systkini sín. Nikulás fluttist frá Færeyjum til Ís- lands árið 1941 og vann hann þá á flugvellinum í Reykjavík. Hann vann síðan aðallega við sjómennsku. Árið 1956 hóf Nikulás störf hjá Óskari Ingi- bergssyni skipstjóra og var hann vél- stjóri hjá honum með smáhléum eða þar til hann hætti vegna aldurs árið 1988. Nikulás bjó stærstan hluta ævi sinnar í Njarðvík eða frá árinu 1946. Nikulás var ókvæntur og barnlaus en hann myndaði tryggða- og vinarbönd við fjölskyldu Sigurlilju Þórólfsdóttur heitinnar frá Grund í Njarðvík. Útför Nikulásar var gerð frá Grinda- víkurkirkju 24. júlí. Meira: mbl.is/minningar Sigurlaug Vigfúsdóttir ✝ Sigurlaug Vig-fúsdóttir fædd- ist á Brekku í Skagafirði 23. júlí 1936. Hún lést á hjartadeild Landspít- alans 26. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteina Arndís Sigurð- ardóttir, f. 7. ágúst 1902, d. 12. febr- úar 1975, og Vigfús Reykdal Sig- urjónsson, f. 14. maí 1905, d. 24. desember 1987. Systkini Sigurlaugar voru Sigurjón, f. 19. júní 1930, d. 4. febrúar 1969, og Ásthildur S. Ólafsdóttir, f. 5. júlí 1921, d. 15. október 1999. Hinn 17. ágúst 1957 giftist Sig- urlaug Hreini Pálmasyni, f. 26. nóv- ember 1931, d. 12. júní 2001, þau skildu. Dætur þeirra eru 1) María, f. 12. janúar 1958, gift Birgi Georgssyni, f. 11. september 1955, börn þeirra eru Sigurjón Vigfús og Birgir Már, einnig á Birgir Ástu Hólm. 2) Soffía, f. 9. september 1960, gift Óskari Þorsteinssyni, f. 6. júlí 1962, börn þeirra eru Hreinn, Stella Björk og Sigurlaug, einnig á Óskar Ragnar Þór. 3) Signý Jóna, f. 20. nóvember 1969, í sambúð með Heiðari Erni Gunnlaugssyni, f. 15. ágúst 1970, börn þeirra eru Gunnlaugur Örn og Sigurþór Örn. Sigurlaug gekk í Kvennaskólann í Reykjavík. Menntaði sig sem röntg- entæknir og starfaði við það framan af ævinni. Eftir það starfaði hún við ýmis störf, meðal annars við umönn- un aldraðra. Útför Sigurlaugar fór fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. júlí sl. Meira: mbl.is/minningar Þá hefur elskuleg móðursystir okkar, Sigurveig, kvatt jarð- lífið, sú fimmta úr systkinahópnum frá Vatnsenda. Bræðurnir Sigurður, Pétur og Jón eru látnir og móðir okkar, Katrín, eftir lifa systurnar Anna og Ingveldur. Veiga frænka var yndisleg mann- eskja, mannvinur, og hún var flott og falleg kona, hún var Diva. Hún var á árum áður dáð óperusöngkona og söng víða um land. Síðan tók við kennsla bæði í Söngskólanum og hjá Þjóðkirkjunni, eins stjórnaði hún kórum. Var gaman þegar Veiga var sæmd Fálkaorðunni árið 2007. Við systurnar litum á Veigu frænku sem hálfgildings drottningu, fara að syngja á konsertum í fínum og flott- um kjólum. Eins myndirnar af Veigu í hinum ýmsu hlutverkum í óperum, þá var hún flottust. Heimili Veigu og Óla var mikið tónlistarheimili og alltaf stutt í létt- leika og húmor, og öllum opið. Barnabörnin voru þeim mjög kær og voru mikið hjá þeim. Eins voru okk- ar börn sem og önnur í Hjalte- stedfjölskyldunni þeim kær og var ekki sá stórviðburður hjá okkur systkinunum eða jólaboð að þau væru ekki með. Þau höfðu yndi af að ferðast, „fara í siglingu“, eins og hún orðaði það. Og oft var stórfjölskyld- an með í för, annaðhvort eitthvert barnanna með fjölskyldu eða þá systkini Veigu. Systurnar voru mjög nánar, ekkert venjulegt systrasam- band og samgangur milli heimilanna mikill. Ef Veiga var ekki heima þá voru hennar börn hjá mömmu og öf- ugt. Hún og Óli reyndust Frank vel þegar mamma fór til Ameríku að vinna. Hann fékk að kalla þau mömmu og pabba með sæmd. Þær systur mamma og Veiga brölluðu mikið saman, Veiga var með miklar hugmyndir hvað væri sniðugt hjá þeim að gera og margt kemur upp í hugann varðandi plönin hjá Veigu. Síðasta sniðuga hugmynd Veigu var sl. sumar að þær færu bara báðar af Droplaugarstöðum í Hvassaleitið þar sem Veiga og Óli bjuggu áður, þá gætu þær verið sam- an allan sólarhringinn. Auðvitað var þetta bara hugmynd sem gekk ekki upp, enda báðar orðnar hjálparþurfi. Þegar að endalokunum kæmi og hvor færi nú á undan þá fann Veiga það út að það væri betra að Kata systir færi fyrst og undirbyggi komu hennar. Eins var sambandið við syst- urnar Önnu og Ingu alveg einstakt. Á hverju ári í mörg ár fóru þær sam- an í sumarbústað, enginn mátti koma í heimsókn, þær ætluðu að njóta samvistanna hver við aðra út í ystu æsar. Þess á milli hittust þær reglulega hjá hver annarri og áttu heilu dagana saman. Frá því 2007 bjuggu Veiga og Óli á Droplaugarstöðum, þar voru líka mamma og Fríða mágkona þeirra systra. Óli lést sl. vor, en mamma í nóvember og var það Veigu okkar mjög þungbært að sjá á eftir Óla sín- um og síðan mætri systur á sama ári. Þá fundum við að Veiga var orðin södd lífdaga, hún var farin að þrá hvíldina og hitta þau hin sem á und- an voru farin. Vonandi hefur nú Veiga frænka séð ljósið sem þær systur töluðu mikið um og ætluðu að láta hvor aðra vita af. Við vottum systkinunum, fjölskyldum þeirra, Önnu og Ingu okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa frænku okkar. Frank, Sigurður, Ragn- heiður og Sigurveig Hall. Sigurveig Hjaltested Ég var nýorðinn ellefu ára, þegar Sigurveig Hjaltested ✝ Sigurveig Hjalte-sted fæddist á Öxnalæk í Ölfusi 10. júní 1923. Hún and- aðist á Borgarspít- alanum 20. júlí 2009 og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 29. júlí. ég sá Veigu frænku syngja hlutverk Azu- cenu í Il Trovatore. Ég stalst til að leika mér í fótbolta á Arnarhóli á leiðinni í Þjóðleikhúsið og sparibuxurnar voru grasgrænar á hnján- um fyrir vikið. Ég hafði áhyggjur af að það kynni að sjást, þar sem ég sat á fyrsta bekk fyrir miðju í leik- húsinu. Ég kveið því líka, hvað þeir höfðu gert hana ljóta, mál- uðu svart uppí nefið á henni. Þessar áhyggjur gleymdust auðvitað, þegar sýningin hófst. Sýning Þjóðleikhússins á Il Trova- tore 1963 þótti sæmilega heppnuð, ef ég man rétt. Caruso sagði galdurinn við þá óperu einfaldan, til þyrfti bar- asta fjóra beztu söngvara í heimi. Það má sjálfsagt deila um en Veiga átti sýninguna, allt frá fyrstu tónun- um í Stride la vampa að annáluðum lokatónum: Sei vendicata, o madre! Maður tók ekki af henni augun, varð í vandræðum með hendurnar og saup hveljur, þegar hún söng. Þetta var eitt af því, sem maður upplifir kannski einu sinni á áratug. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir, hverju ég hafði í raun orðið vitni að fyrr en löngu seinna. Þrátt fyrir allt rokk og ról í áratugi, þá var ég alltaf óperufrík. Ég hef séð Il Trovatore flutt í óperuhúsum heims- ins oftar en ég get talið, einkum eftir að ég flutti utan fyrir u.þ.b. 25 árum. Það eru margar eftirminnilegar Azu- cenur. Ég varð vitni að Elenu Obrat- zovu syngja á maganum ofan í sviðið á Covent Garden svo húsið skalf líkt og í jarðskjálfta. Ég hef heyrt Do- loru Zajick, náttúröflin sjálf, bæði í San Francisco og á Metropolitan í New York. Svo ekki sé minnst á allar þær mynd- og hljóðupptökur, gaml- ar sem nýjar, sem nú eru fáanlegar: Cossotto í Vín, Simionato í London. Veiga gaf þessum ekkert eftir, þegar hún var á toppnum á sjöunda ára- tugnum, og hefði staðið fyllilega fyr- ir sínu á sérhverju óperusviði. Veiga frænka var listamaður af Guðs náð og fram í fingurgóma. Hún hafði kjörið raddsvið fyrir messó- sópran, þar sem enginn tónn var ljót- ur en allir nógu sterkir til að drífa í gegnum hvaða hljómsveit sem er, ef svo bar undir. Hennar voru silki- mjúkir, dramatískir lágir tónar, sem messó-sópransöngkonur selja sálu sína fyrir – hún var vandvirk og þenkjandi um tónlistina og lagði sig fram um að tónn og texti gengi út í eitt í túlkuninni hvert sem tungumál- ið var. Til allrar hamingju hafa varð- veist upptökur frá þessum árum, sem bera þessu vott. Við hittumst fjögur jafnaldra systkinabörn með mömmunum fjór- um á fimmtugsafmælisárinu okkar fyrir nokkrum árum. Veiga gaukaði þá að okkur upptöku af tónleikum, sem hún hélt á Akureyri 1963. Dag- skráin var hefðbundin blanda af sönglögum og óperuaríum með til- heyrandi aukalögum. Hún var greinilega ánægð með, að þetta væri ennþá til og vissi að það félli í góðan jarðveg. Þessi upptaka er ómetanleg heimild um, hversu vönduð og heil- steypt söngkona hún var. Caruso hafði rétt fyrir sér um Il Trovatore. Veiga frænka var sú besta í heimi og fyrir mér, sem er jafnstoltur og fyrir tæpum 50 árum að eiga hana fyrir frænku, er hún ódauðleg. Blessuð sé minning hennar. Magnús Þrándur Þórðarson. Kveðja frá Söngskólanum í Reykjavík Ég hef þekkt hana allt mitt líf. Fyrst í barnæsku sem rödd í radíói fyrri tíma, þá sem unglingur af af- spurn, og loks sem fullorðinn hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast henni fyrir alvöru, vinna með og telj- ast til vina. Sigurveig var töfrandi fríð og ein- læg. Kona sem leiftraði af, með ljúfa lund, mátti ekkert aumt sjá og talaði aldrei illa til eða um nokkurn mann. Henni var gefin náðargáfa í vöggugjöf, sem var söngrödd. Kraft- mikil, dökk, dúnmjúk en klingjandi hljómmikil messo-sópran söngrödd. Hún var hluti af hinu svokallaða gull- aldargengi íslenskra söngvara sem áttu það sammerkt, að þeir hefðu all- ir getað stundað söng sem atvinnu í útlöndum til langframa. Sigurveig undi sér vel heima, var frændrækin, heimakær og unni fjöl- skyldu sinni umfram von um frægð og frama utanlands. Hún var einn af fyrstu söngvurum okkar til að til- einka sér það sem er í dag kallað „crossover“ tækni, sem er ekki öllum gefin, en það er að syngja dægurlög jafnt sem óperuaríur. Sem óperu- söngvari bar hún af. Skaplaus var hún ekki og gat gustað af henni ef því var að skipta og kom það sér vel, því hún var óhrædd við að túlka hinar ýmsu persónur úr óperum sem hún söng. Sigurveig var einn af hvatamönn- um og frumherjum við stofnun Söng- skólans í Reykjavík og kenndi þar frá stofnun skólans, svo lengi sem aldur og kraftar leyfðu. Að starfa með slíkri konu eru forréttindi; hún lagði sig alla fram, var óspör á tíma og krafta við kennsluna, umvafði nemendur væntumþykju, örvaði þá og hvatti og lét sér annt um þá á alla lund. Hún birtist alltaf brosandi í skólanum, frá henni streymdi kær- leikur og vinátta sem við í Söngskól- anum fáum aldrei fullþakkað. Við sendum fjölskyldu hennar hlýjar kveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið að vinna með henni, gleðjast með henni og fagna með henni þegar nemendur sýndu og sönnuðu það veganesti sem hún bjó þeim. Megi seint fyrnast yfir þá slóð sem Sigurveig markaði. Garðar Cortes skólastjóri. Látin er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, Sigurveig Hjaltested, sem margir munu minnast fyrir glæsilegan óperusöng og söng við önnur tækifæri. Á seinni hluta starfsævi sinnar kenndi hún söng í Tónlistarskóla Ár- nesinga, og raunar líka í Rangár- þingi ytra, eins og það kallast nú. Árið 1990 mun hún hafa í fyrsta sinn tekið að sér kórstjórn er þáver- andi formaður FEB á Selfossi, Einar Sigurjónsson, fékk hana til að stjórna nýstofnuðum kór eldri borg- ara á Selfossi, sem hún gaf svo síðar nafnið Hörpukórinn. Undirrituðum er bæði ljúft og skylt að flytja henni þakkir, persónu- lega og fyrir hönd söngfélaga minna í Hörpukórnum, fyrir þennan eftir- minnilega áratug. Hún hóf störf hjá okkur með 12 manna blandaðan sönghóp, sem orð- inn var fimmtíu manna blandaður kór, þegar hún lét af starfi hjá okkur árið 2000. Það voru forréttindi fyrir okkur sem vorum í forsvari fyrir kórinn á þessum tíma, að fá að vinna með Sig- urveigu. Metnaðurinn fyrir góðum söng, lagavalið, uppfærslur kórsins, tónleikar og samstarf við aðra kóra og fjölbreytni í flutningi, sem náði hámarki með góðu samstarfi hennar og Inga Heiðmars Jónssonar, undir- leikara kórsins á þeim tíma. Hörpukórinn, óskabarnið hennar Sigurveigar, starfar enn af miklum krafti og metnaði. Í upphafi var lagð- ur grunnurinn að góðu félagsstarfi í þessum glaða hópi söngvina. Ólafur Beinteinsson, eiginmaður Sigurveig- ar, tók þátt í því með okkur sem og aðrir makar söngfélaga. Söng- og skemmtiferðir innanlands og utan, er liður í því starfi okkar og hefur aukist með árunum. Sumarið 1998 efndi Hörpukórinn til söng- og skemmtiferðar til Tosc- ana á Ítalíu, ásamt Eldeyjarkórnum á Suðurnesjum. Í þessari ógleyman- legu ferð var haldið upp á 75 ára af- mæli söngstjórans okkar, Sigurveig- ar Hjaltested og af því tilefni orti söngfélagi okkar, Guðrún Valdi- marsdóttir, fallegt afmælisljóð til Sigurveigar, sem segir í raun allt sem segja þarf um samstarf okkar við þessa elskulegu listakonu, okkar góða vin og félaga. Vér sameinumst í söng og gleði og Sigurveigar lyftum skál, því nú er öllum glatt í geði við góðra söngvadísar mál. Við árnum heilla þér og þökkum þolinmæði og fórnarlund, og hrífumst öll, með huga klökkum af hreysti þinni á annastund. Tími og orka er þú fórnar er orðin hetjusaga merk, og aldni kórinn er þú stjórnar af öllum sagður kraftaverk. Við eigum margt í söngvasjóði sem þú kenndir okkur hér. En ekki er hægt í litlu ljóði, lofgjörð flytja er sæmir þér. Minningin lifir í hugum okkar og þjóðarinnar um Sigurveigu Hjalte- sted og þær óteljanlegu gleðistundir sem hún veitti okkur með söng sín- um, kennslu og öðrum störfum í þágu sönglistar í landinu. Við, Hörpukórsfélagar Selfossi, sendum aðstandendum Sigurveigar Hjaltested, innilegar samúðarkveðj- ur við fráfall hennar. Hafsteinn Þorvaldsson. Minningar á mbl.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, FRIÐRIK PÉTURSSON fyrrv. kennari, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 30. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir, Ríkharður H. Friðriksson, Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir, Kristín Helga Ríkharðsdóttir. ✝ Móðir okkar, LÁRA VILHELMSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 22. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á ABC barnahjálp. Ingþór Friðriksson, Hallbera Friðriksdóttir og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.