Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is „SÍÐASTA ósk mín er að ganga inn í krá í Margate sem Englendingur og kaupa hálfpott af beiskum bjór,“ var haft eftir breska lestarræningj- anum Ronnie Biggs þegar hann sneri aftur til Bretlands árið 2001 eftir ævintýralegan flótta undan bresku lögreglunni í 35 ár. Biggs varð ekki að ósk sinni því honum var stungið í fangelsi þegar hann kom loks til heimalandsins. Biggs heldur upp á áttræðis- afmæli sitt í dag og svo vill til að í dag eru einnig 46 ár liðin frá því að hann tók þátt í „lestarráninu mikla“. Hann er nú gerbreyttur maður, lamaður í andliti eftir að hafa fengið heilablóðfall þrisvar sinnum, getur hvorki talað né borð- að hjálparlaust. Auk þess að vera orðinn karlægur er hann illa hald- inn af lungnabólgu. Ljóst er því að hann var ekki leystur úr haldi til að geta fengið sér bjórkollu á breskri krá. Honum var gefið frelsi af mannúðarástæðum til að deyja utan fangelsismúranna. Flúði úr fangelsi Ronnie Biggs og fjórtán félagar hans rændu sem svarar 6,3 millj- örðum króna að núvirði úr póstlest á leiðinni frá Glasgow til London 8. ágúst 1963. Megnið af ránsfengnum fannst aldrei. Ræningjarnir börðu eimreiðarstjórann með axarskafti og hann náði sér aldrei að fullu, dó sjö árum síðar. Biggs var dæmdur í 30 ára fang- elsi en honum tókst að strjúka tæp- um fimmtán mánuðum síðar. Hann bjó til til stiga úr reipi, notaði hann til að komast yfir háan fangels- ismúr og komst undan á þaki sendi- bíls sem beið hans. Biggs eyddi megninu af hlut sín- um í ránsfengnum á flóttanum. Hann fór fyrst til Parísar og gekkst þar undir aðgerð til að breyta útliti sínu. Þaðan laumaðist hann til Ástr- alíu og síðan Brasilíu. Þar komst hann hvað eftir annað hjá því að verða framseldur til heimalandsins. Breska lögreglan hafði uppi á Biggs árið 1974 en gat ekki handtekið hann vegna þess að á þeim tíma hafði Bretland ekki gert framsals- samning við Brasilíu. Þegar brasilísk stjórnvöld reyndu að vísa Biggs úr landi eignaðist hann son með brasilískri konu og það varð honum til bjargar því lög landsins heimiluðu ekki að mönn- um, sem ættu brasilísk börn, yrði vísað úr landi. Hæstiréttur Brasilíu hafnaði síðan framsalsbeiðni breskra yfirvalda árið 1997 á þeirri forsendu að mál hans væri fyrnt. Biggs ákvað að lokum að snúa heim árið 2001 og margir telja að hann hafi ekki aðeins gert það til að drekka beiskan bjór í enskri krá, heldur til að fá ókeypis læknis- meðferð. Því hefur fjölskylda hans neitað. Römm er sú taug Þegar lestarræninginn Biggs sneri heim eftir 35 ára útlegð átti hann þá ósk heitasta að drekka bjór á krá í Bretlandi 5 1 1 2 3 5 4 2 3 4 1963 Biggs og félagar hans rændu 2,6 milljónum punda - sem svarar 6,3 milljörðum króna að núvirði 1964 Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir ránið 1965 Strýkur úr fangelsi, fer til Ástralíu 1970 Fer til Brasilíu eftir að hafa leynst í Ástralíu og gengist undir aðgerð til að breyta útliti sínu 1974 Breska lögreglan hefur upp á Biggs í Rio de Janeiro en framsalsbeiðni var synjað vegna þess að hann hafði eignast son með brasilískri konu 1981 Fyrrverandi liðs- menn breskrar sérsveitar ræna Biggs og flytja hann til Barbados, en hann er ekki framseldur vegna þess að dómstóll úrskurðar að framsalssamningur eyjunnar við Bretland sé ekki bindandi 1995 Gengið frá framsals- samningi milli Bretlands og Brasilíu 2001 Breska lögreglan fær tölvupóst, sem sagt er að sé frá Ronnie Biggs, um að hann vilji snúa aftur til Bretlands. Biggs var handtekinn við komuna þangað og settur í fangelsi 2009 Biggs leystur úr haldi af mannúðar- ástæðum vegna heilsubrests Breski lestarræninginn Ronnie Biggs, sem er orðinn 80 ára, verður látinn laus úr fangelsi af heilsufars- ástæðum. Biggs tók þátt í lestarráninu mikla árið 1963 og varð einn af þekktustu glæpamönnum aldarinnar sem leið . Hann strauk úr fangelsi í Bretlandi, var í útlegð í 35 ár, þar af 30 í Brasilíu. Hann varð að þjóðsagnapersónu á flóttanum vegna glaumgosalifnaðar og ögrandi mótþróa hans við bresk yfirvöld. RONNIE BIGGS LEYSTUR ÚR HALDI Biggs árið 1992 Biggs árið 2001 Bretland Bretland Ástralía Brasilía Barbados 1999 Fær tvisvar sinnum heilablóðfall, getur ekki lengur talað 1997 Framsalssamningur undirritaður en beiðni Breta um framsal Biggs synjað 1998 Ronnie Biggs fær heilablóðfall FÉLAGAR í japanska trumbuslátt- arhópnum Taó æfa sig fyrir sýn- ingu á listahátíðinni Edinburg Fringe sem hófst í gær, en hún er jaðarhátíð Alþjóðlegu Edinborg- arhátíðarinnar sem hefst á föstu- daginn kemur. Skipuleggjendur jaðarhátíðarinnar spá metaðsókn og rekja það einkum til þess að margir Bretar ákváðu að ferðast ekki til útlanda í sumar vegna mik- illar gengislækkunar pundsins. Þeir segja að miðapantanir séu um 20% fleiri en árið 2007 þegar að- sóknin var mest. Reuters Spá metaðsókn að Edinborgarhátíð – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað um skóla og námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. ágúst Skólar & námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. Pöntunartími er fyrir klukkan 16 mánudaginn 10. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is Meðal efnis verður : • Endurmenntun • Símenntun • Tómstundarnámskeið • Tölvunám • Háskólanám • Framhaldsskólanám • Tónlistarnám • Skólavörur • Ásamt fullt af spennandi efni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.