Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 39
Menning 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Áþessu ári eru liðin 20 ársíðan Guðmundur Guð-mundsson, Erró, ánafnaðiListasafni Reykjavíkur stóran hluta verka sinna – og lagði þá jafnframt grunninn að Errósafni Listasafnsins en hluti þess er jafnan til sýnis í Hafnarhúsinu. Að þessu sinni hefur verið efnt til sýningar undir yfirskriftinni „Mannlýsingar“ og má þar sjá úrval verka úr safn- eigninni ásamt myndum sem safn- inu hafa áskotnast nýlega, þ.á m. stafræn prent á striga af ýmsum eldri verkum. Vönduð sýningarskrá með ýmsum fróðlegum textum hef- ur verið gefin út í tilefni sýning- arinnar. Sýningin gæti allt eins heitið „menningarlýsingar“ því að í mannamyndum Errós er fólgin víð- tæk umfjöllun um atburði og per- sónur mannkynssögunnar, og menningarhræringar í samtím- anum. Má þar nefna klippimynd- irnar Vísindamennirnir (1986), sem sýnir andlitsmyndir af þekktum vís- indamönnum sögunnar eins og Ein- stein og Marie Curie, og ýmsum fyrirbærum sem þeim tengjast, og Music Scape (1996) þar sem sjást myndir af tónlistarfólki á borð við Haydn, Bach, Edith Piaf og Bob Dylan. Þá sjást myndir sem hverf- ast um þjóðarleiðtoga eins og Churchill, Elísabetu I drottningu, Kadhafi og Maó, og eru þessar per- sónur oft í óræðu merkingar- samhengi. Margbrotnar mynd- samsetningar Errós, sem iðulega eru glæsilega útfærðar, bjóða upp á mismunandi túlkanir og leik sem virðist oft á mörkum hins fjar- stæðukennda. Þær kynda undir ímyndunarafli áhorfandans sem vissulega getur orðið ringlaður and- spænis myndrænni ofgnóttinni – sem aftur á móti endurspeglar ímynda- og upplýsingaflæði hins tæknivædda og neyslubráða nú- tíma. Sýningargestum er á grein- argóðan hátt veitt innsýn í tilurð einstakra verka. Til dæmis má skoða skýringarmyndir, ljósrit og skissur þar sem Erró hefur merkt inn á nöfn persóna sem sjást í (full- unnum) verkum. Glerborð með sýn- ishorni af gríðarmiklu safni lista- mannsins af hvers kyns myndefni, tímaritum og bókum, varpar t.d. ljósi á hvernig ritröð um „risa bók- menntanna“ verður kveikja að myndum af þekktum rithöfundum – auk þess að vera lúmsk athugasemd við hugtakið „heimsbókmenntir“. Þá tekur Erró eignarnámi myndlýs- ingar úr bók fyrir börn um ævi 17. aldar listmálarans Rubens og skap- ar sína eigin „mannlýsingu“ á Ru- bens – lýsingu sem minnir helst á síðu úr myndasögublaði. Með slík- um hætti bendir hann á hvernig ímyndir eru alls staðar á floti í menningunni og að þær geta birst okkur í ólíku samhengi og með til- viljunarkenndum hætti, t.d. sem fundnir hlutir á flóamörkuðum. Samruni ólíkra ímynda og mis- munandi menningarsviða birtast einnig glögglega í myndum frá 7. áratugnum í F-sal af „skrímslum“ af ýmsu tagi og stendur sú sýning til 30. ágúst nk. Til dæmis má nefna portrettmyndir af þekktum andlit- um „hámenningarinnar“ er renna saman við ásjónur skrímsla sem eiga rætur í afþreyingariðnaði. Á ganginum þar hjá eru til sýnis þrjú kvikmyndaverk þar sem m.a. má sjá samklipp ljósmynda af Hollywood- stjörnum og húmoríska sýn á ýmsar ófreskjur kvikmyndasögunnar. „Mannlýsingar“ hverfist um port- rett af ýmsu tagi og verk sem unnin hafa verið í opinbert rými, verk sem jafnframt eru að stórum hluta minnisvarðar. Sýningin varpar því einkar vel ljósi á hvernig Erró leit- ast ekki aðeins við að spegla hraða og ímyndaflæði samtímans, og ná utan um það, heldur einnig að vinna úr slíku flæði með því að skapa tengingar, og „flokka“ minningar; varðveita þær, en í reynd einnig búa þær til. Þar er athugull en ákafur þátttakandinn – neytandinn og safnarinn – að verki, sem jafnframt skilgreinir stöðu sína í heiminum. „Mannlýsingin“ á kannski ekki síst við um Erró sjálfan þegar allt kem- ur til alls. Menn, minni, ímyndir à la Erró ANNA JÓA MYNDLIST Árvakur/Frikki Flokkun „Sýningin varpar einkar vel ljósi á hvernig Erró leitast ekki að- eins við að spegla hraða og ímynda- flæði samtímans, og ná utan um það, heldur einnig að vinna úr slíku flæði með því að skapa tengingar, og „flokka“ minningar; varðveita þær, en í reynd einnig búa þær til.“ Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Erró – Mannlýsingar Til 29. ágúst 2010. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Danielle Kvaran. ANNA JÓA MYNDLIST Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum í sumar eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Vídeóverk Bernsku minnar fossar Skúlptúrar Brot úr tilverunni P IP A R • S ÍA • 91 17 9 Sýningin er opin virka daga frá kl. 13–17 og um helgar frá kl. 13–18 í allt sumar. Aðgangur er ókeypis. Kristjana Samper Ljósafossstöð við Sog

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.