Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 ✝ Guðrún Sig-urbjörg Stef- ánsdóttir fæddist á Gestsstöðum við Fá- skrúðsfjörð 26. júlí 1934. Hún andaðist á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 2. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Stefán Sigfússon, f. 25.11. 1908, d. 15.4. 1941, og Kristín Einarsdóttir, f. 16.11. 1906, d. 26.11. 1984. Systir Guðrúnar er Kristjana, f. 8.10. 1936. Guðrún ólst upp á Kappeyri við Fáskrúðsfjörð frá 1941 með móð- ur sinni og systur hjá móð- urbræðrum sínum. Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað veturinn 1950-1951 og útskrif- aðist þaðan með mjög góðan vitn- isburð. Guðrún giftist Jóhannesi Stefáni Jósefssyni 1953 og bjuggu þau í Draumalandi á Búðum við Fá- skrúðsfjörð, þar starfaði hún við fiskvinnslu og saumaskap, ásamt því að sjá um stórt heimili. Árið 1970 fluttu þau til Sauðárkróks, þar starf- aði hún við fiskvinnslu. Guðrún og arson, f. 1950. Börn hennar eru a) Kristrún Sif, f. 1979, gift Erik Han- sen, f. 1976. Synir þeirra Atli Rafn Logason, f. 1997, og Liam Úlfur, f. 2007. b) Björgvin Huldar, f. 1979. c) Marteinn Svanur, f. 1985. 5) Krist- jana Stefanía, f. 22.12. 1961, gift Jóni Gíslasyni, f. 1959. Börn þeirra Þröst- ur Gísli, f. 1987, sambýliskona Krist- björg Ósk Svavarsdóttir, f. 1986, Valur Stefán, f. 1991, Örn Smári, f. 1999. Fóstursonur þeirra er Ingólfur E. Skarphéðinsson, f. 1974, dóttir hans er Snædís Eir, f. 2006. 6) Jósep Svanur, f. 4.12. 1963, sambýliskona Bylgja Gunnlaugsdóttir, f. 1966. Börn þeirra: a) María Guðrún, f. 1988, gift Haraldi M. Traustasyni, f. 1983, dóttir þeirra Birgitta Sól, f. 2008. b) Íris Arna, f. 1987. c) Thelma Sif, f. 1994. 7) Dagbjört Elva, f. 4.2. 1973. Sonur hennar er Natan Ingi, f. 2006. Guðrún giftist árið 1980 Stefáni Leó Holm, f. 22.11. 1930. Börn hans af fyrra hjónabandi eru Fanney, Pálmi, Bogi, Linda, Grímur, Eygló og Anna. Fyrstu árin bjuggu þau á Sauðárkróki, Stokkseyri og Reykja- vík, en fluttu á Blönduós 1985, þar starfaði hún við heimilishjálp, á prjónastofu og við aðhlynningu á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Guðrún var snillingur í höndunum og léku allar hannyrðir og sauma- skapur í höndunum á henni. Útför Guðrúnar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 8. ágúst, kl. 14. Jóhannes slitu sambúð 1979. Börn þeirra eru: 1) Einar, f. 22.8. 1953. 2) Erlingur, f. 11.8. 1955, sambýliskona Hafdís B. Sigurð- ardóttir. Börn hans eru a) Aðalheiður Kristín, f. 1977, gift Myron Bradley. Börn þeirr eru Anton Már Þorbjörnsson, f. 1995, Joshua Alexander, f. 2001, Jerimiah Cristi- an, f. 2002, og Stefan Tyrees, f. 2004. b) Erla Björg, f. 1981. 3) Elín Kristín, f. 30.7., 1956, gift Hirti B. Ingasyni, f. 1952. Börn þeirra: a) Jóhannes Ingi, f. 1975, kvæntur Þorbjörgu Ó. Jón- asdóttur, f. 1979. Börn þeirra eru Sævar Ingi, f. 1995, Halla Margrét, f. 2002, Hulda Guðrún, f. 2004, og Guð- mundur Hlífar, f. 2006. b) Rúnar, f. 1970, sambýliskona Lilja Sigurð- ardóttir, f. 1981. Dætur þeirra Jó- hanna Vordís, f. 1999, og Eva María, f. 2003. c) Inga Rut, f. 1981, sam- býlismaður Kristján A. Guðjónsson, f. 1981. Dóttir þeirra Elín Ylva, f. 2008. 4) Soffía Amanda, f. 15.6. 1959, sambýlismaður Ólafur Ingimund- Ekki er auðvelt í fáum orðum að meta móður mína en hún var Fá- skrúðsfirðingur í húð og hár. Hún treysti mér og Ellu alveg fyrir systkinum okkar þegar það átti við, þótt við værum börn líka þá, um 1965, en nokkru eldri, níu til tíu ára. Ekki vildi ég bera þessa ábyrgð í dag á þessum aldri. Öll síldarárin, 1963-1968, vann hún á plönunum og hjálpuðum við Ella til við það, – fengum að raða niður í tunnur eftir að mamma hafði raðað fjórum til fimm neðstu lögunum og vorum við með tröppu er pabbi hafði smíðað fyrir okkur. Enginn amaðist við því þótt við sofnuðum stundum í kaffistofunni eða í síld- artunnuskúrnum hjá pabba. Þetta átti við um alla aðra á okkar aldri. Pabbi vann 12-15 tíma á sólarhring og mamma var alltaf upptekin við heimilið og börnin, samhliða því að sauma föt fyrir aðra, dragtir og hvað sem var, og aflaði aukafjár með því. Bara vinna en léleg laun. Amma var líka alltaf til staðar er þurfti. En alltaf var nóg að borða og byrjuðu þau að safna mat fyrir veturinn snemma; slátur og allur pakkinn og síðan kjöt og fiskur frá Kappeyri, ömmubræður reru og söltuðu. Jafnhliða heimili og vinnu hjálp- aði hún öðrum sem áttu í vandræð- um þótt hennar væru ærin. Þeir er minna máttu sín í samfélaginu áttu alltaf samastað á Draumalandi og komu þar oft. Mamma fór á Hús- mæðraskólann á Hallormsstað 1950-1951 og lauk prófi þaðan með ágætiseinkunnum, sem sýndu að hún var skörp og vissi sínu viti. Hún giftist pabba, Jóhannesi Stefáni Jósefssyni, á gamlársdag 1953. Var alltaf til staðar fyrir okk- ur og aðra, en minna sjálfa sig, átti ekki alltaf það besta að ganga í sjálf, þótt hún sæi til þess að aðrir hefðu það betra og við börnin, þó að fjárhagurinn væri erfiður, enda börnin mörg. Hún verðlagði vinnu sína frekar í vinskap en launum. Oft var ég notaður sem módel fyrir samanpinnað snið með títuprjónum og alltaf passaði það þegar það var mátað á viðkomandi. Hún hugsaði aldrei um sjálfa sig, tók bara smá- ræði fyrir það sem hún hjálpaði öðrum með saumaskap. Allir kunnu vel við hana, enda mat hún fólk ekki eftir útliti, heldur innri manni. Þegar ég hóf búskap í kjallaran- um í Suðurgötunni á Sauðárkróki og við unnum bæði úti, ég og kær- astan, var aldrei hægt að koma í veg fyrir að hún væri búin að koma fyrir mat niðri er maður kom í há- degisverð, enda Dagga nýfædd og þá vann hún ekki úti. Svoleiðis var það meðan hún var heima í Suður- götunni, sama hvað maður sagði. Þetta lýsir hennar afstöðu til lífsins, barnanna og annarra sem höfðu ekki annars staðar höfði að að halla. Eins og skátarnir: Ávallt reiðubúin. Fátækleg orð um konu sem aldr- ei var neitt að nema smápest er liði hjá eftir helgi, jafnvel á banabeðn- um, enda felldi hún aldrei tár þar er henni voru sagðar fréttirnar og málið útskýrt fyrir henni og hún spurð hvort hún skildi málið, bara einfalt já og lagði aftur augun og fór að sofa. Ekki var talað um það meira. Í minningu móður minnar. Erlingur. Tengdamóðir mín Guðrún Sig- urbjörg Stefánsdóttir er látin. Kynni mín af henni hafa nú stað- ið í rúm 30 ár. Um það bil sem kynni okkar hófust voru hún og Jó- hannes tengdafaðir minn að slíta samvistum, og fljótlega hóf hún síðan sambúð með Stefáni Holm. Voru þetta því miklir breytinga- tímar í lífi Guðrúnar. Næstu árin bjó hún á Sauðárkróki, Stokkseyri og Reykjavík en 1985 flutti hún til Blönduóss í nágrenni við okkur Stellu, og má því segja að þá hafi ég farið að kynnast henni fyrir al- vöru. Segja má að við fjölskyldan höf- um verið heimagangar á heimili hennar alla tíð síðan og þegið veit- ingar og hlýjar móttökur í hvert einasta skipti og ekki gleymdist að eiga eitthvað sérstaklega handa strákunum okkar og vil ég minnast þess hversu umhugað henni var um að gleðja þá og vita hag þeirra sem bestan. Guðrún átti stóra fjölskyldu sem henni var mjög annt um og mikið af hennar tíma fór í að fylgjast með og hlúa að. Guðrún hefur skil- að miklu ævistarfi. Ásamt því að ala upp sjö mannvænleg börn skil- aði hún mikilli vinnu, hvort sem var við saumaskap, fiskverkun eða aðhlynningarstörf, ávallt vinsæl og vel liðin af sínum vinnuveitendum. Það sem mér er sérstaklega minn- isstætt úr fari Guðrúnar er hversu mikla reglu hún hafði á öllu í kringum sig og var vel tilhöfð við allar aðstæður og í tali minnist ég þess ekki að hún hafi lagt illt orð til nokkurs manns. Hún var mikill gefandi en vildi síður þiggja, það trúi ég að allt hennar samferðafólk geti vitnað um. Ég minnist Guðrúnar tengda- móður minnar með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Eiginmanni, börnum og öllum hennar nánustu votta ég innilega samúð á kveðjustund. Jón Gíslason. Guðrún Sigurbjörg, kær frænka mín, er farin yfir móðuna miklu. Það er margt sem kemur upp í hugann, þegar hugsað er til baka. Frænka mín var jákvæð mann- eskja og átti gott með að sjá spaugilegar hliðar á flestum mál- um. Hún var sannur vinur vina sinna og það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar. Þaðan fór maður alltaf léttur í bragði. Ekki var síðra að fá hana í heim- sókn og oftast kom hún færandi hendi. Frænka mín var mikil saumakona. Hún saumaði mikið af fötum á sína fjölskyldu og einnig fyrir annað fólk. Það var ekki lengi gert að sauma kjól fyrir ball á ár- um áður. Mér er minnisstætt eitt kvöld er ég var stödd hjá frænku minni, þá sem unglingur. Fjöl- skyldan ætlaði í ferðalag daginn eftir. Það var búið að ganga frá flestu fyrir ferðina, nema yngsta drenginn vantaði buxur og skyrtu. Þó langt væri liðið á kvöldið settist frænka mín niður og sneið buxur og skyrtu án sniðblaða og saumaði fötin í hvelli. Morguninn eftir var sá yngsti í spánýjum fötum og sallafínn. Ég og fjölskylda mín nutum góðs af handbragði þeirra systra, Guð- rúnar og Kristjönu, þegar kom að því að halda fermingaveislur. Brauðterturnar urðu að listaverki í þeirra höndum. Frænka mín vann utan heimilis af og til. Framan af við fiskvinnslu en seinni ár við umönnun á sjúkra- húsi. Þegar hún lét af störfum sök- um aldurs, fór hún að sinna sauma- skap og alls kyns handavinnu í auknum mæli. Hún sótti ýmis nám- skeið tengd handverki. (Þá mátti stundum spyrja hver kenndi hverj- um?) Á mörgum heimilum eru til fallegir hlutir sem hún gerði, þ.m.t. mitt heimili. Á seinni árum kom maður varla svo í heimsókn að húsmóðirin væri ekki að vinna við sitt handverk. Húsbóndinn var þá oft uppi á vatni á sínum bát að veiða silung sem hann reykti svo sjálfur. Betri sil- ung hef ég ekki smakkað. Á tveim- ur síðustu árum hrakaði heilsu Guðrúnar mikið. Þá saknaði maður gamanyrðanna sem höfðu fylgt henni gegn um tíðina. Um leið og ég þakka fyrir allar góðu samverustundirnar með Guð- rúnu, sendi ég Kristjönu systur hennar, Stefáni eiginmanni hennar, börnum hennar og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Björg. Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu og ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, MARÍU DANÍELSDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík, áður til heimilis á Eskifirði, sem lést föstudaginn 17. júlí og var jarðsungin föstudaginn 24. júlí. Daníel Jónasson, Ásdís Ólöf Jakobsdóttir, Árni Jónasson, Anna Britta Vilhjálmsdóttir Warén, Örn Jónasson, Helga Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, unnusti og bróðir, HALLDÓR KARLSSON, Suðurvör 6, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarreikning dóttur hans 1193-05-1337, kt. 190892-4339. Viktoría Alexandra Halldórsdóttir, Anna María Valgeirsdóttir og systkini hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN ÞÓRSDÓTTIR frá Bakka í Svarfaðardal, Mímisvegi 10, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 1. ágúst. Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður að Tjörn. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HILDIMUNDAR SÆMUNDSSONAR, Túngötu 4, Álftanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks þjónustumiðstöðvar og þriðju hæðar Sjálfsbjargarheimilisins. Aðalheiður Sigurdís Steingrímsdóttir, Steingrímur Hildimundarson, Steinhildur Hildimundardóttir, Leifur Eysteinsson, Kristín Hildimundardóttir, Jón Unnar Gunnsteinsson, Sæmundur Hildimundarson, Nancy Rut Helgadóttir og barnabörn. ✝ Móðir okkar, ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrv. prófastsfrú Heydölum, Ofanleiti 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 29. júlí. Útförin hefur farið fram. Hallbjörn Kristinsson, Guðríður Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.