Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 einfaldlega betri kostur Komdu og fáðu þér afmælisköku og kaffi í boði ILVA í dag 4. október Fjöldi afmælis- tilboða © IL V A Ís la n d 20 0 9 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 kaffihús: lau. 10-17 sun. 12-17 mán. - fös. 11-18 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is SAMEINING embætta, sala emb- ættisbústaða og breytingar á starf- semi þjónustu sendiráðspresta eru meðal hugmynda sem kirkjuráð hef- ur í skoðun. Krafa ríkisins, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, er að framlög ríkisins verði skorin niður um 160 milljónir króna, auk þess sem sóknargjöld, sem ríkið inn- heimtir fyrir trúfélög, hafa verið skorin í tvígang á árinu. „Ríkið gerir mikla hagræðingar- kröfu til kirkjunnar sem við viljum vissulega reyna að mæta. Hins vegar er útilokað að skera niður um 160 milljónir króna á einu ári. Við þurfum lengri aðlögunartíma og gagntilboð okkar er að dreifa þessum niður- skurði á tvö ár,“ segir sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vest- mannaeyjum, sem jafnframt situr í kirkjuráði. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi þjóðkirkjunnar, bendir á að milli ríkis og kirkju séu samningar. „Slíkum samningi er ekki sagt upp einhliða, heldur verður að leita leiða þannig að skerðing á nú- gildandi samkomulagi sé aðeins tíma- bundin.“ Laun presta og biskups hafa verið lækkuð, skv. úrskurði kjararáðs. Í söfnuðum sér áhrifa skertra sóknar- gjalda stað en Karl Sigurbjörnsson biskup hefur lagt áherslu á að slíkt bitni ekki á innra starfi, svo sem með- al barna og unglinga. Til fjölda ára hafa þjóðkirkjan, Tryggingastofnun og utanríkisráðu- neytið í sameiningu haldið úti og fjár- magnað embætti prests í Lundúnum. Samningar þar um renna út um kom- andi áramót og sr. Sigurður Arnar- son sem þjónað hefur ytra er á heim- leið. Líklegt þykir að enginn komi í hans stað. Þá er sömuleiðis óvissa um hvort embættum Íslandspresta í Gautaborg og Kaupmannahöfn verð- ur áfram haldið úti. Tillögur kirkju- þings þar um ættu að liggja fyrir inn- an skamms, að sögn sr. Kristjáns Björnssonar. Þá hefur lengi verið í gildi samningur milli guðfræðideild- ar HÍ og þjóðkirkjunnar sem fjár- magnað hefur starfsemi deildarinnar að nokkru. Sá samningur verður end- urskoðaður. Þá verða nýbyggingar stöðvaðar, útgáfu nýrrar sálmabókar frestað og styrkjamál endurskoðuð. Prestum fækkað og sálmabókinni frestað Ríkið vill að þjóðkirkjan skeri niður í starfsemi sinni um 160 milljónir á næsta ári » Þjónusta sendiráðspresta verður endurskoðuð » Sóknargjöld verið skert í tvígang á þessu ári » Stuðningur við guðfræðideild HÍ í uppnámi HAUSTRÖKKRIÐ færist yfir borg og bý með hverjum deginum sem líður. Sólarupprás er núna kl. 7.45 að morgni og sólin er sest að verða sjö að kvöldi. Æði napurt getur orðið á kvöldin og kalt að bíða eftir strætó, eins og hjá þessum unga manni er beið við Hamraborg í Kópavogi. BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Í HAUSTRÖKKRINU Morgunblaðið/Golli Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is „ÞAR er raunverulega ákvæði þar sem ríkisvaldið lofar að leggja ekki ný gjöld á starfsemina, gjöld sem skemmi fyrir rekstrinum,“ segir Ágúst F. Hafberg, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, um fjár- festingarsamninga fyrirtækisins vegna orkukaupa hér- lendis. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að lagður verði einnar krónu skattur á hverja kílówattstund orku „Annars vegar gerum við orkusamninga og þar er verðið tilgreint og það á ekki að bætast neitt við það. Hins vegar er um að ræða fjárfestingarsamninga, annar þeirra er frá 2005 vegna Grundartanga og hinn sem er vegna Helguvíkur er nýr, blekið er varla þornað á undirskrift- unum. Þessir fjárfestingarsamningar við ríkið ramma inn rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Samningarnir eru til 20 ára og hugmyndin með þeim er að fyrirtækið geti treyst því að umhverfið verði með þessum hætti, þessar for- sendur breytist ekki. Það fer enginn fjárfestir með mikla peninga inn í landið án þess að hafa slíka vissu. Álverið sem við ætlum að reisa í Helguvík kostar 200 milljarða króna og það er ekki hægt að fara með svona mikið fé inn ef fyrir hendi er hætta á að ríkið geti síðan lagt á skatt sem tekur alla ávöxtun af peningunum, komið aftan að okkur. Fjárfestingarsamningarnir loka fyrir þann mögu- leika,“ segir Ágúst og telur að samningarnir við Alcoa- Fjarðaál hafi verið nær eins að þessu leyti. Telur útilokað að leggja nýja skatta á álverin Morgunblaðið/Rax Undirstöður Unnið að álversframkvæmdum í Helguvík. Samningar tryggja óbreyttar skattalegar forsendur FORSTJÓRI Alc- an á Íslandi, Rannveig Rist, fékk sýru í and- litið morguninn eftir að skemmd- arverk voru unn- in á heimili henn- ar í byrjun ágúst. Hlaut hún sár í andliti sem mun skilja eftir sig ör, segir í Frétta- blaðinu í gær. Atvikið hafi átt sér stað 5. ágúst sl. en um nóttina var málningu skvett á hús Rannveigar. Þegar hún opnaði framdyr fjölskyldubílsins um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu í andlit hennar við hægra augað. Rannveig vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið, aðeins að það væri í rannsókn, og sömu viðbrögð fengust hjá Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu. Fékk sýru í andlitið Rannveig Rist STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra mun, samkvæmt fregnum rúss- neskra fjölmiðla, eiga viðræður við Rússa um væntanlegt lán á fundum á árs- fundi AGS í Tyrklandi. Þetta fékkst ekki staðfest í fjármálaráðu- neytinu í gær en sendinefnd Íslands var þá ókomin til Istanbúl. Gengið verður frá láni Pólverja til Íslend- inga í dag og Steingrímur ræðir við Breta og Hollendinga á morgun. Rætt um Rússalán Steingrímur J. Sigfússon NÝI vegurinn um Arnkötludal var opnaður fyrir umferð síðdegis á föstudag. Formleg opnunarathöfn verður væntanlega síðari hluta vik- unnar. Ingileifur Jónsson ehf. hefur séð um vegarlagninguna um Arn- kötludal og hefur verkið að mestu verið unnið þrjú síðustu sumur. Opna í Arnkötludal LÖGREGLAN hafði afskipti af tveimur ungum mönnum í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt, sem sak- aðir voru um að hafa ógnað fólki í efri byggðum borgarinnar með skammbyssu og hótað því lífláti. Nokkrar slíkar tilkynningar bárust lögreglu. Í ljós kom að þeir höfðu hótað fólki með plastbyssu. Hótuðu fólki lífláti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.