Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 25
inu að það þráir að tala betri ensku til að geta skipst á skoðunum við er- lenda gesti sína.“ Sonurinn vinsælt myndefni Það vakti athygli Nínu Margrétar og fjölskyldu hennar að alls staðar sem þau komu, nema í Peking, voru þau eina vestræna fólkið. „Við vökt- um mikla athygli þar sem við kom- um og fólk beið í röðum eftir að fá að taka mynd af sér með ljóshærðum syni mínum. Það knúsaði hann og lyfti honum upp – eins og hann kæmi frá annarri plánetu. Það eru engar hömlur á fólki, eins og hér heima. Mér finnst það indælt.“ Kínverjar leggja mikið upp úr matargerð og Nína Margrét fór ekki varhluta af því. „Hafirðu kynnst Frakklandi, bíddu þá þangað til þú kemur til Kína. Tilbrigðin eru óend- anleg í mat. Kínverjar leggja alúð og stolt í matargerð og vilja endilega gefa umheiminum smábita. Mat- urinn sem við smökkuðum var yf- irleitt mjög góður en á móti kemur að viðbrigðin voru mikil. Það var leitun að venjulegri brauðsneið,“ segir hún og hlær. Meðan Nína Margrét var í Peking var stíft æft fyrir hátíðahöld í tilefni af sextíu ára afmæli Alþýðulýðveld- isins sem haldið var hátíðlegt 1. október síðastliðinn. Götum var lok- að hluta úr degi og einn daginn var flugeldasýningin meira að segja æfð. „Þarna sá maður glöggt skipulags- hæfni Kínverja. Þegar maður mætti skriðdrekum og hermönnum með vélbyssur minnti það mann líka á að Kína er herveldi. Allt togast þetta á og það verður væntanlega bið á því að Kínverjar njóti sama öryggis og við Íslendingar.“ Stöðvuð af öryggisvörðum Nína Margrét og eiginmaður hennar, Styrkár J. Hendriksson, kynntust nákvæmni Kínverja af eig- in raun við brottförina frá Peking. Þau þurftu að borga yfirvigt af einni tösku og kvittuðu á vísa-nótu. Á leið- inni út í vél voru þau hins vegar stöðvuð og þeim tilkynnt að þau gætu ekki yfirgefið landið. Þeim brá í brún en ástæðan reyndist vera sú að undirskriftin hafði ekki lent ná- kvæmlega á réttum stað á nótunni. Eftir smárekistefnu samþykktu ör- yggisverðir að hleypa þeim út í vél að því gefnu að vísa-undirskriftin yrði löguð. Hafandi kynnst aganum og virð- ingu Kínverja fyrir reglum kom Nínu Margréti verulega á óvart hvað umferðin er kaótísk. Bifreiðar eru þvers og kruss á götunum og ekki óalgengt að sjá fólk á reiðhjóli eða vespum með börn framan við sig og aftan – alla hjálmlausa. Nína Margrét segir ekki ofsögum sagt af menguninni í Kína. Þykk þoka sé yfir hverri einustu borg. „Það nálgast að vera óþægilegt að vera utandyra, einkum í Peking.“ Eina skiptið sem hún andaði að sér hreinu lofti var uppi á Kína- múrnum. „Það var einstök tilfinning að standa þar.“ Á heildina litið er Nína Margrét í skýjunum með þessa fyrstu heim- sókn sína til Kína. „Ég hefði alls ekki viljað missa af þessu. Kínverjar eru yndislegt fólk og það var ómetanleg lífsreynsla að fá að sækja þá heim. Íslendingar hafa verið duglegir að byggja upp samskipti við Kína á um- liðnum árum og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Kína er land framtíðarinnar.“ Konsertpíanistinn Nína Margrét á æfingu í tónleikasalnum í Qingdao. Hún var hæstánægð með aðstæður og viðtökur á öllum stöðum enda þótt heitt hafi verið í Anqing. Ummæli 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 ’ „Ég er einfaldlega að standa með mér og mínum málstað og því vinnulagi sem ég hef verið talsmaður fyrir.“ Ögmundur Jónasson sem sagði af sér embætti heil- brigðisráðherra í vikunni. „Þetta verður erfitt.“ Álheiður Ingadóttir nýbakaður heilbrigð- isráðherra. „Fyrir mér var það að takast á við krabbameinið prófsteinn á persónu- leika minn. Í dag er ég betri maður en ég var áður en ég greindist. Upplifun annarra í sömu stöðu er svo kannski allt önnur. Hver og einn tekst á við vanda- málin með sínum hætti.“ Jóhannes Þorleiksson sem greindist með eitlakrabbamein fyrir þremur árum, þegar hann var nýskriðinn yfir tvítugt. „En ég hleyp náttúrlega ekki hundrað metrana. Og ég veit ekkert um það hvort ég sé enn klár í kollinum, aðrir verða að dæma um það.“ Jón Magnússon loftskeytamaður sem hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í vikunni. „Ég meina, ég var við það að deyja í nokkur skipti. Johnny Depp lífgaði mig við í eitt skipti. Það er það næsta dauð- anum sem ég hef komist.“ Bandaríska tónlistarkonan Courtney Love í viðtali við Style-tímaritið. „Nú hendir enginn gallabuxum og það þykir töff að vera nógu staglaður.“ Jóhanna Harðardóttir, eigandi Textilline og Listasaums í Kringlunni, segir að við- skiptin hafi aukist talsvert síðustu mán- uði. „Ég svaraði því m.a. til að ég hefði aldr- ei átt neina peninga og vissi ekkert um þá, og gæti því ekki svarað neinu. Blaðamennirnir hristu hausinn og héldu áfram að spyrja um Icesave.“ Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu um andrúmsloftið á blaða- mannfundi fyrir landsleik Íslands og Hol- lands í október í fyrra. „Ég sendi Sophiu Loren, tvíburasystur minni, afmæliskveðjur og bið hana að hætta að ganga í loðfeldum – það væri besta gjöfin sem hún gæti gefið mér.“ Franska kvikmyndaleikkonan og bar- áttukonan Brigitte Bardot sem varð 75 ára í vikunni. „Mér finnst sanngjarnt að þjóðleik- hússtjóri fái tvö tímabil í starfi, en svo ekki meir, enda á sá sem starfinu gegnir að vera búinn að ná sínu fram þá, með- al annars hinum listrænu markmiðum.“ Tinna Gunnlaugsdóttir sem var skipuð þjóðleikhússtjóri öðru sinni í vikunni. „Það logar hér allt saman.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, um ólgu meðal fé- lagsmanna vegna áforma um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. „Það er eins og ríkisvaldið sé að rífa í handbremsuna á óstöðugasta kafla leiðarinnar og ég vona bara að ástandið á stjórnarheimilinu sé ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera. Það er eins og stjórnvöld komi sér ekki saman um verkefni sem eru lífsnauðsyn fyrir okkur núna.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er engu líkara en Giggs sé að hefja feril sinn, svo vel leikur hann um þessar mundir.“ Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United, en gamla kempan Ryan Giggs, sem er að verða 36 ára, hefur farið á kostum í síðustu leikjum. Morgunblaðið/Ómar Hættur Ögmundur Jónasson gerir fjölmiðlum grein fyrir ákvörðun sinni. Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Þjónustuver 411 1111 ı www.reykjavik.is/fer FR A 09 09 -0 4 gr od ur Við viljum hvetja íbúa borgarinnar til að huga að trjágróðri í görðum sínum, nú þegar haustið gengur í garð og síðan veturinn. Vel sprottin tré eru augnayndi en gætum þess að gróðurinn seilist ekki út á gangstéttir og stíga. Umferðarmerki þurfa að sjást vel og trjágróður má ekki byrgja götulýsingu. Skólabörn, hjólreiðafólk og aðrir vegfarendur þurfa að komast leiðar sinnar eins er mikilvægt að snjómoksturstæki geti hindrunarlaust rutt snjó af gönguleiðum. Tökum höndum saman – og hugsum út fyrir garðinn, snyrtum trén svo að leiðin sé greið allt árið! Gerum leiðina greiðari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.