Morgunblaðið - 04.10.2009, Side 36

Morgunblaðið - 04.10.2009, Side 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 9 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI FYRIR HEIMILIÐ BLESSAR GUÐ ÍSLAND? verktaka- og ráðgjafamarkaðurinn í sögulegri lægð Nú þegar ár er liðið frá því að efnahagskreppan hófst er nauðsynlegt að líta um öxl, skoða hvað fór úrskeiðis en ekki síður taka stöðuna eins og hún er í dag og hvað tekur við næstu misseri og ár. DAGSKRÁ 14.00 Þorvaldur S. Þorvaldsson, formaður NBD á Íslandi setur fundinn 14.10 Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins: Aðgengi og notkun grunn- upplýsinga við skipulagsgerð 14.40 Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík: Ekki að benda á mig, ég var ........... Fundarstjóri verður Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í stjórnun og leiðtogafræðum við Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis en vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið nbd@nbd.is 15.10 Kaffi 15.30 Sverrir Bollason, umhverfisverkfræðingur hjá VSÓ: Staðið á byggingavaktinni 16.00 Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: Kanarífuglar, hegrar, bólur og hrun Umræður NBD Norrænn byggingardagur býður til opins fundar í Norræna húsinu þriðjudaginn 6. október kl. 14.00–17.00 BILDERBERG Group er talið vera einn hluti af þessum skuggastjórnvöldum, sem kennd eru við hótel, og allt frá stofn- un þess árið 1954 hafa verið einhver leynileg og órjúfanleg tengsl á milli Bilderberg og æðstu stjórnenda Evr- ópusambandsins. Það var reyndar leyniþjón- usta Breta MI6 sem setti Bilder- berg á fót eftir tilmælum Royal Institute of Inernational Affairs. Áætlun leyniþjónustunnar var að fá Joseph Rettinger til að verða síðar meir einn af upphafsmönnum Evr- ópuhreyfingarinnar til að skipu- leggja Bilderberg Group sem tæki þarna á bak við mismunandi stjórn- völd í Evrópu og Ameríku. Hreyf- ing þessi naut fjárhagsstuðnings frá samtökum í New York undir nafninu „American Committee on United Europe“ en þessi samtök voru á vegum CIA er hefur reynd- ar ævinlega séð um vernd í kring- um alla þessa leynilegu fundi, ásamt lögreglu í viðkomandi landi eða þar sem þessir fundir eru haldnir. Hverjir ráða og stjórna? Á þessum leynilegu fundum koma saman yfir 120 stór- eignamenn, pólitíkusar og áhrifa- menn, flestir ef ekki allir eru í æðstu embættum. Embættismenn frá þessari strengjabrúðu- framkvæmdastjórn ESB koma þarna saman hvað eftir annað, menn eins og t.d. Carl Bildt, Olli Rehn, Josquin Almunia Amann, José M Dumo Baroso, Neelie Kro- es og Andris Piebalgs svo einhver nöfn séu nefnd. Elítan skoðar síðan öll málefni og metur þá menn sem hún vill styðja. Clinton kom reyndar á einn fund árið 1991 og ári síðar var hann kosinn sem forseti. Þessi elíta var reyndar nógu öflug til að koma Mitterrand enn og aftur inn í Ely- see-höll. Elítan er einnig nokkuð öflug í að koma öðrum í burtu, Margaret Thatcher gerði sér hins vegar grein fyrir því að þeir vildu ekkert með hana hafa, þar sem hún vildi ekki að Bretland gæfi eftir fullveldi og færi inn í ESB. Nú eins og áður segir þá koma þarna saman stór- eignamenn eins og t.d. David Rockefeller fyrir Standard Oil, drottningin Beatrix (Shell) og Pet- er Sutherland (BP) ásamt öðrum og hafa samráð um olíuverðið, ekk- ert ósvipað því sem gerðist hérna á Íslandi með olíusamráðið umtalaða. Árið 1973 ákváðu Bilderbergarnir að hækka verið um allt að 12 doll- ara á tunnu. (The Bilderberg Gro- up, Danile Estulin bls. 46.) Nú og síðan hafa þeir verið að hækka verðið, á fundinum 2005 var ákveð- ið að hafa olíuverði eitthvað yfir 40 dollurum á tunnu, en fundinum árið 2006 ákváðu menn að hafa verðið í kringum 150 dollara á tunnu (bls. 315). Þá koma saman þarna emb- ættismenn og stóru mennirnir fyrir alþjóðabankana, menn eins og t.d. James D. Wolfensohn, Paul Wolfo- witz (World Bank), Rato Y Fig- aredo, Rodrigo de (IMF), Tom- maso Padoa- Schioppa, Jean- Claude Trichet (ESB Central Bank), Franco Bernabe (Rothschild Central Bank-elítunnar í Evrópu). Bilderberg-elítan tekur síðan ákvarðanir, eins og dr. John Co- leman (fyrrverandi MI6) lýsir, og það jafnvel hræðilegar ákvarðanir eins og t.d. að: „…koma stjórnvöld- um í Argentínu frá og í kjölfarið koma á efnahagslegu hruni og stjórnmálaóreiðu sem er skipulögð af samstarfsmönnum Kissinger með stuðningi Lord Carrington. Við erum einnig búnir að læra að Argentínu-aðgerðin var skipulögð af Aspen Institute í Colorado“ (bls. 45.) Hvert stefna þeir? Þannig er að nýir meðlimir í Bil- derberg Group verða að gangast undir þagnarskyldu og enginn má gefa upp það sem rætt er um á þessum fundum, eða hvað þá hvar næsti fundur verður haldinn. Sá maður sem ævinlega veit hvar næsti fundur verður og er jafnvel kominn á fundarstaðinn heitir Jim Tucker, en hann hefur undanfarin 27 ár komið þeim á óvart með því að mæta á fundarstaðinn, þeir hjá Bilderberg hafa hins vegar ekki haft upp á þeim manni er lekur upplýsingum í Tucker. Árið 2002 sagði Tucker frá því að ákveðið hefði verið að fara í stríð við Írak á næsta ári 2003, og einnig að olíu- verð myndi fara upp, og það hefur ræst. Nú segir Jim eftir síðasta fund sem haldinn var á Grikklandi dagana 14.-17. maí sl.: „Þeirra áætlun inniheldur að láta okkur greiða CO2 skatt til Sameinuðu þjóðanna“. Þá stendur til að flytja Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) undir aðra stofnun og síðan á að flytja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) undir alheims-peninga- málastofnun.(www.euro-med.dk/ ?p=8592) Bilderberg Group hefur hugsað sér að senda sendinefnd til Írlands í þeim tilgangi að fá pólitík- usana þar til að samþykkja Lisa- bon-sáttmálann. Náinn samstarfs- aðili Tuckers til margra ára. Daniel Estulin, segir að: „Bilderbergarnir voru að ræða saman hvort sökkva ætti efnahagnum hraðar eða draga fram langa sársaukafulla kreppu. Geithner aðalritari og Carl Bildt vildu frekar samdrátt, en samt ekki 10 ára samdrátt … að hluta til vegna þess að þeir vildu ekki skemma sinn eigin iðnað, eða þar sem þeir vildu koma á alheims- vinnumálastofnun og alheims- peningamálastofnun.“ (infow- ars.com). Allt þetta með ESB og þessar stofnanir er hluti af þessari hnattvæðingu, eða átt til nýrrar heimsskipunar (e. New World Or- der) er þeir hafa hugsað fyrir sig og sína innan Bilderberg Group. Hið leynda afl á bak við ESB og mörg stjórnvöld Eftir Þorstein Sch. Thorsteinsson »Elítan skoðar síðan öll málefni og metur þá menn sem hún vill styðja. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Höfundur er formaður samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði. ÞAU ERU hvorki einsleitur hópur né eru þau öll far- andverkamenn, þau eru heldur ekki vinnuafl sem kemur og fer eftir lögmálum vinnumarkaðarins. Þau eru venjulegt fólk frá sex heims- álfum og rekja upp- runa sinn til 140 ríkja. Þau aðhyllast fjölbreyttar lífsskoðanir, iðka mismunandi trúarbrögð og koma frá ólíkum menningarheimum. Þau vinna í öll- um mögulegum og ómögulegum störfum og til þeirra teljast silf- urhafi frá síðustu Ólympíuleikum, forsetafrúin og forstöðumenn stofnana. Eins hafa þau mannað stóran hluta af byggingariðn- aðinum, fiskvinnslunni og um- mönnunarstörfum. Þau eru út um allt, eru 24.379 talsins og eiga það sameiginlegt að vera kölluð inn- flytjendur; 5.036 þeirra voru í hreinu innflytjendahjónabandi eða -sambúð í byrjun árs 2009 og 2.798 börn voru afrakstur samvistanna – fleiri en allir íbúar Vestfjarða. Þessi veruleiki er tiltölulega nýr af nálinni hér á landi því reynsla Íslendinga af innflytjendum er takmarkaðri og annars eðlis en annarra vestrænna ríkja. Miklir fólksflutningar erlendis frá hófust fyrst fyrir 10-15 árum. Frá árinu 1950 þar til um miðjan tíunda ára- tuginn hélst hlutfall erlendra rík- isborgara af mannfjölda um eða undir tveimur af hundraði. Á undanförnum áratug hefur fjöldi erlendra ríkisborgara á Ís- landi hins vegar stóraukist og hlutfall þeirra af mannfjölda hefur farið úr því að vera það næst- lægsta á Norðurlöndunum í að vera það hæsta, eða 7,6%. Innflytj- endur eru að setjast hér að, þeir eru ekki á förum heldur eru marg- ir þeirra búnir að vinna sér inn réttindi á við aðra launamenn á ís- lenskum vinnumarkaði, þeir hafa komið sér fyrir með fjölskyldum sínum og fest rætur á landinu. Þessi mikla fjölgun innflytjenda á skömmum tíma hefur margt mis- jafnt í för með sér. Ekki aðeins hafa fordómar í garð þeirra vaxið samhliða verri efnahag (og eru í raun efni í sérstaka grein) heldur er víða pottur brotinn. Atvinnu- leysi meðal innflytjenda hefur auk- ist mjög og er hlutfallslega tölu- vert meira en hjá Íslendingum. Fjöldi atvinnulausra innflytjenda hefur 32-faldast á innan við ára- tug. Í ágúst árið 2000 voru inn- flytjendur 3% af at- vinnuleysisskrá en í ágúst árið 2009 var hlutfall þeirra komið upp í 11,50%. Í júlí sl. var staðan sú að 23 af hundraði þeirra sem höfðu verið atvinnu- lausir í ár eða lengur voru erlendir rík- isborgarar, eða tæp- lega fjórðungur. Sam- kvæmt grófu mati Vinnumálastofnunar voru u.þ.b. 16 þúsund erlendir rík- isborgarar við störf hér á landi á síðasta ári. Það gerir 9-9,3% af vinnuafli í landinu. Á sama tíma voru það erlendir ríkisborgarar sem urðu fyrir rúmlega fjórðungi allra skráðra vinnuslysa á Íslandi, sem verður að teljast mjög hátt hlutfall miðað við hlutdeild þeirra á vinnumarkaði. Víðar má sjá veika stöðu inn- flytjenda. Hlutfall mæðra, sem koma frá löndum utan Evrópu, fara með forræði barns í aðeins 31,7% tilvika á móti 37% tilvika, ef móðirin er íslensk. Þetta hlutfall segir aðeins hálfa söguna. Faðir fer með forræði í 1,2% tilfella þeg- ar heildin er skoðuð en ef móðirin kemur utan Evrópu fer faðir með forræði í 11,9% tilfella. Mun víðar í samfélaginu má sjá hallað á inn- flytjendur, en kjarninn er sá að í stað þess að bjóða fram aukna að- stoð hafa Íslendingar að miklu leyti hlunnfarið innflytjendur og farið með þá eins og annars flokks íbúa. Þeir sem byggðu eyjuna fyrstir manna voru jú innflytjendur og í gegnum tíðina hafa erlendir rík- isborgarar sest að á Íslandi og Ís- lendingar gerst innflytjendur í öðrum löndum. Íslendingar tekið upp erlendan ríkisborgararétt og erlendir ríkisborgarar tekið upp íslenskan. Fólksflutningar á milli svæða eða ríkja, í mismiklum mæli þó, hafa átt sér stað eins langt og sagan eygir. Saga mannkyns er samtvinnuð fólksflutningum og leit fólks að betri lífskjörum. Það gleymist oft og mönnum hættir til að líta á innflutningshaftastefnu á fólki sem náttúrulögmál; þar sem þú fæðist, eða jafnvel foreldri þitt, þar áttu heima. Það er kyndug mótsögn að samhliða hækkandi röddum í þjóðfélaginu sem vill út- lendinga aftur „heim“ – við þurf- um að hugsa um okkur og okkar fólk fyrst – þá hugleiða fjölmargir Íslendingar að flytja til annarra landa … Vonandi fá þeir betri móttökur á erlendri grundu en er- lendir ríkisborgarar fá á Fróni. Af hverju ættu aðrar þjóðir að taka okkur opnum örmum ef við lokum hurðum á þær? Erum við, þessar 300 þúsund hræður, eitt- hvað betri og sérstakari en hinir sex milljarðarnir eða svo sem byggja þessa jörð? Það er mjög óaðlaðandi í fari manna að vilja ekki gera neitt fyrir neinn en heimta allt í staðinn, en það er enn neyðarlegra í fari þjóðar. Ég geri ekki neitt fyrir neinn en þú átt að gera allt fyrir mig Eftir Ara Klæng Jónsson Ari Klængur Jónsson » Á sama tíma og Ís- lendingum finnst sjálfsagt að flytja út í leit að tækifærum heyr- ast æ háværari raddir sem vilja að útlendingar fari „heim“ til sín Höfundur er stjórnmálafræðingur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.