Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 43

Morgunblaðið - 04.10.2009, Síða 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 ✝ Jóhanna DýrunnSigþórsdóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1932. Hún lést 19. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigþór G. Guðmunds- son sjómaður, f. 1901, d. 1983, og Sigríður Jónsdóttir, f. 1904, d. 1992. Systur Jóhönnu Dýrunnar eru Kristín María, f. 1930, d. 1985, Steinunn Jóney, f. 1934, og Jónína, f. 1945. Jóhanna Dýrunn giftist 6. júní 1952 Óskari Hrútfjörð Guðmunds- syni, f. á Borðeyri við Hrútafjörð 1931. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Hrút- fjörð, f. 6.12. 1951, kvæntur Ágústu Þor- kelsdóttur. 2) Sig- urður Helgi, f. 4.10. 1953, sambýliskona Anna Guðný Guð- mundsdóttir. 3) Sig- þór Guðmundur, f. 5.10. 1954, kvæntur Gyðu Mörtu Ingva- dóttur. 4) Ragnheiður Guðbjörg, f. 19.12. 1956, gift Jóni Ágústi Guðjónssyni. 5) Sig- ríður, f. 23.11. 1962, gift Olgeiri Þorvaldssyni. Útför Jóhönnu Dýrunnar fór fram í kyrrþey. Ég heiti Kristín Jósefína Páls hljómar í eyrum mínum þegar ég hugsa til Hönnu frænku, sé hana fyrir mér skælbrosandi með gítarinn í stofunni heima hjá sér og unga aðdáendur að hlusta með hrifningu. Ég og mín systkini vorum í þessum aðdáendahópi og seinna okkar börn. Þau voru mörg lögin sem Hanna raulaði fyrir okkur og eru það einu lögin sem ég kann vel og get raulað fyrir mín börn. Það var alltaf gott að koma til Hönnu frænku og Óskars og ég man eftir því þegar við systur trítluðum á hverjum degi niður til þeirra bara til að segja hæ og fá smá mola, árið sem við bjugg- um í sama stigagangi á Flyðrugr- andanum. Það var fastur liður í Reykjavík- urferðum að rölta niður í bæ og koma við í Tvistinum og heilsa uppá Hönnu á meðan hún vann þar, og stundum fékk maður að rölta með henni Laugaveginn. Þegar ég var átján ára ung móðir og bjó á Grenimelnum, var Hanna dugleg að koma í heimsókn og var mér góð aðstoð, svona ungri langt í burtu frá minni mömmu. Hún kenndi mér margt og var alltaf tilbúin þegar ég leitaði til hennar. Þegar ég hélt upp á 1 árs afmæli dóttur minnar kom hún með fullt fang af tertum og brauðtertunni sinni góðu, og ekki stóð á henni þeg- ar Svava systir hélt uppá tvítugs- afmælið sitt, sendi þá tvær eða þrjár brauðtertur til okkar svo unga fólkið hefði nú eitthvað að borða. Hanna var mjög næm kona, fann og sá meira en fólk jafnan gerir, það var því oft fátt sem kom henni á óvart. Margir skondnir atburðir lifa í minningunni. Hún fór vel með það og man ég eftir tveimur atvikum sem ég varð stressuð yfir og hún bað mömmu að tala við mig, þetta yrði í lagi. Ég rengdi það ekki og hleypti jákvæðninni að, enda hafði hún haft svo oft rétt fyrir sér. Það er gott að eiga góðar minningar um góða frænku og lifa þær með mér um ókomna tíð þó Hanna virðist horfin okkur. Kær kveðja, Dýrunn Pála. Með örfáum orðum langar okkur að minnast kærrar móðursystur okkur, hennar Hönnu. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum um hana Hönnu en upp úr standa söng- ur, sögur, gítar og gleði. Hanna hafði fallega söngrödd sem hún notaði óspart til að gleðja okkur krakkana sem sungum með henni af innlifun en hún hafði einstakt lag á að fá yngstu kynslóðina með sér í söng. Ef gítarinn var ekki við höndina var næsta hljóðfæri gripið, hvort sem það var munnharpa eða harmonikka. Munum við alltaf hugsa til hennar með hlýju þegar við syngjum fyrir börnin okkar lögin hennar Hönnu. Hún sagði okkur ótal sögur um gamla daga þegar við vorum litlar og voru þær ýmist sannar eða samdar á staðnum sem skipti í raun engu máli, við sátum spennt og hlustuðum á og settum okkur í spor þeirra systra þegar þær voru litlar og heiminn sem þær ólust upp í, sem er ansi ólíkur þeim heimi sem við lifum í í dag. Hanna var sannarlega skemmtilegur karakter sem gaman var að hitta og þeir sem fóru á Laugaveginn máttu gera ráð fyrir að hitta hana ýmist eina eða með Ósk- ari sínum, enda var það einn af föstu punktunum í hennar tilveru að rölta þangað og skoða mannlífið. Þegar við vorum litlar vann hún í sjoppunni Tvistinum og fannst okkur það æv- intýri líkast að koma í heimsókn til hennar þangað og fá að fara á bak við búðarborðið og fá smágotterí. Hanna var næm og las oft í bolla og þegar við stækkuðum áttum við margar góðar stundir með henni þegar hún las í bolla fyrir okkur og oft var bolli á hellunni, sem hún ætl- aði að kíkja í síðar. Þrátt fyrir að við frænkur færum hvor í sínu lagi upp á spítala í heimsókn til hennar Hönnu, þá eigum við báðar sömu minn- inguna um hana er hún söng lag fyr- ir börnin okkar og um stofuna ómaði fallegur söngur. Þannig munum við minnast hennar og þökkum fyrir all- ar góðu stundirnar. Megi Guð blessa minningu Hönnu frænku. Auður og Svava. Jóhanna Dýrunn Sigþórsdóttir AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Grein- ar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minning- ar. Æviágrip með þeim greinum verð- ur birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín- ur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minn- ingargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal í Dalasýslu, áður til heimilis Hraunbæ 87, Reykjavík. Svanur Ingvason, Rán Einarsdóttir, Sigmar Hlynur Sigurðsson, Anna Guðný Guðjónsdóttir, Eygló Björk Sigurðardóttir, Elfa Brynja Sigurðardóttir, Sigfús Haraldsson, ömmubörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát elskulegs sambýlismanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa og frænda, SIGURÐAR KARLSSONAR verktaka, Fagurgerði 2b, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á gjörgæslu- deild og lungnadeild Landspítalans í Fossvogi, svo og öllum öðrum sem önnuðust hann í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Guðmundsdóttir, Bergljót Snorradóttir, Sigurður Dagur Sigurðarson, Sigríður Sif Magnúsdóttir, Karl Áki Sigurðarson, Snorri Sigurðarson, Fjóla Kristinsdóttir, Gauti Sigurðarson, Kolbrún María Ingadóttir, Þórarinn Karl Gunnarsson, Kolbrún S. Hansdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS EYMUNDSSONAR rafvirkjameistara, Skúlagötu 20, Reykjavík. Hrafnhildur Bjarnadóttir, Ingólfur A. Guðjónsson, Susan M. Guðjónsson, Áslaug Sif Guðjónsdóttir, Karl F. Garðarsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Jón Sævar Jónsson, Hörður Guðjónsson, María Johnson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við fráfall móður minnar, tengda- móður og ömmu, SIGURLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR nuddkonu, áður til heimilis Einarsnesi 64, Reykjavík. Páll Árni Jónsson, Ásdís Björgvinsdóttir, Jón Helgi Pálsson, Lilja Garðarsdóttir, Kristbjörg Pálsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS L. SIGURÐSSON rafvirki, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 5. október kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Jónína Þorsteinsdóttir, Sigríður Ásta Lárusdóttir, Runólfur Gunnlaugsson, Ágústa Lárusdóttir, Sigurður Þór Kristjánsson, Þorsteinn Lárusson, Steinunn Eiríksdóttir, Sigurður Lárusson, Ásta Björk Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.