Morgunblaðið - 04.10.2009, Page 45
Auðlesið efni 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009
Söfnunar- og ár-vekni-átak
Krabba-meins-félagsins hófst
með sölu á Bleiku slaufunni
1. október. Kveikt var bleikt
ljós sem mun lýsa upp
1919-hótelið í Póst-hús-stræti
í október-mánuði. Hótelið
verður lýst bæði að innan og
utan til að vekja athygli á
brjósta-krabba-meini. Af því
til-efni komu saman Guðrún
Agnarsdóttir, for-stjóri
Krabba-meins-félagsins,
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgar-stjóri, Sif Jakobsdóttir
skart-gripa-hönnuður og
Sigríður Snæbjörnsdóttir,
formaður
Krabba-meins-félagsins.
Bleika slaufan, sem nú er
seld í 10. sinn, er hönnuð af
Sif Jakobsdóttur
skart-gripa-hönnuði. Sala á
slaufu, sem og háls-meni og
eyrna-lokkum, fer fram 1. til
15. október.
Söfnunar- og árvekni-átak hafið
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi var sett síðasta fimmtu-dag.
Við þing-setningu sagði Ólafur Ragnar
Gríms-son, forseti Íslands, að
vonandi færi erfiðasta skeiði í síðari
tíma sögu Íslendinga að ljúka.
Fjár-lög 2010 voru lögð fram sama
dag. Þau boða miklar
skatta-hækkanir og niður-skurð á
mörgum sviðum. Stein-grímur J.
Sigfús-son fjár-mála-ráð-herra segir
að takist að ná mark-miðum
fjár-laganna verði fram-haldið
auð-veldara. Ekki er búið að
sam-þykkja fjár-lögin.
Ný þjóð-hags-spá gerir ráð fyrir að
kaup-máttur rýrni um 10,4% á þessu
ári og 11,4 á næsta ári. Hann verður
þá svip-aður og árin 1999 og 2000.
For-svars-menn atvinnu-lífsins telja
að fjár-lögin gangi ekki upp og hafi
slæm áhrif á upp-byggingu
atvinnu-lífsins.
Ein erfiðustu
fjár-lögin
Fyrsta kvik-myndin í fullri lengd um
efnahags-hrunið, Guð blessi Ísland,
verður frum-sýnd næst-komandi
þriðju-dag. Myndin er eftir
kvik-mynda-gerðar-manninn Helga
Felixson.
„Þetta er graf-alvarleg mynd, mikil
sorgar-saga,“ segir Helgi. Jón Ásgeir
og félagar séu ekki aðal-atriðið heldur
þeir Íslendingar sem urðu fyrir tjóni af
völdum hrunsins, „venjulegt“ fólk. Í
myndinni sé rætt við fólk sem misst
hafi al-eiguna. „Mig langaði til þess
að gera karakter-drama út frá
ákveðnum persónum sem ég fylgi í
gegnum fallið,“ út-skýrir Helgi og telur
að myndin sé jafn-vel sú besta sem
hann hafi gert.
Jón Ásgeir Jóhannesson er afar
ósáttur við vinnu-brögð Helga. „Við
gerðum samning um það að við
myndum vinna saman þetta efni og
hann samþykkti það. Hann er hins
vegar að svíkja það með því sem
hann hefur gert núna. Ekki nóg með
það þá er hann það ófor-skammaður
að hann tekur upp þegar hann segist
ekki vera að taka upp og það er
eitthvað sem maður hefur aldrei lent
í,“ segir hann.
Guð blessi Ísland
Morgunblaðið/RAX
Angela Merkel tryggði Kristilegum
demó-krötum (CDU) kanslara-sætið í
þýsku þing-kosningunum síðast-liðinn
sunnu-dag. Sigur-vegari kosninganna
heitir hins-vegar Guido Westerwelle,
leið-togi Frjálsra demó-krata. Eftir
ellefu ár í stjórnar-and-stöðu eru
Frjálsir demó-kratar á leið í stjórn.
Angela Merkel hefur lýst yfir
ein-dregnum vilja til
stjórnar-myndunar með Frjálsum
demó-krötum og hún var því að
vonum ánægð þegar hún lýsti yfir
sigri í þing-kosningunum. Fylgið er
samt tölu-vert lægra en fyrir fjórum
árum og jafn-framt verstu
niður-stöður Kristilegra demó-krata
frá 1949.
Þýska stjórn-
in brot-lenti
KR-ingurinn Björgólfur Takefusa er
kominn í fá-mennan flokk íslenskra
fótbolta-manna sem hafa skorað
fimm mörk eða fleiri í leik í efstu
deild. Hann er jafn-framt eini
leik-maðurinn sem hefur gert öll fimm
mörk síns liðs í leik í deildinni.
Björgólfur tryggði sér
marka-kóngs-titilinn í Pepsi-deildinni
með því að skora öll fimm mörk KR í
5:2-sigri liðsins gegn Val.
Björgólfur er einnig markakóngur
efstu deildar karla í knatt-spyrnu í
annað skipti á ferlinum. Hann skoraði
16 mörk fyrir Vestur-bæjarfélagið í
sumar. Hann er jafn-framt fyrsti
KR-ingurinn í níu ár sem hreppir
marka-kóngs-titilinn.
Björgólfur marka-kóngur
Ögmundur
Jónasson gekk á
fund Steingríms J.
Sigfússonar
fjár-mála-ráðherra
síðast-liðinn
mið-viku-dag og
greindi honum frá
ákvörðun sinni um
af-sögn úr embætti
heilbrigðis-ráð-herra vegna
Icesave-málsins áður en hann fór
til fundar við Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætis-ráð-herra
og baðst lausnar.
Tals-menn stjórnar-flokkanna
full-yrða að stjórnin njóti fulls
stuðnings en Icesave veldur mikilli
óvissu.
Á þing-flokks-fundi
Vinstri-hreyfingarinnar – græns
fram-boðs var sam-þykkt að
Álfheiður Ingadóttir tæki við
ráð-herra-embættinu af Ögmundi.
Þetta er fyrsta breytingin sem
gerð er á ríkis-stjórninni frá því hún
tók við völdum í maí.
Ögmundur
sagði af sér
Álfheiður
Ingadóttir
Mörg hundruð manns létu lífið á
Samóa-eyjum þegar jarðskjálfti upp á
8 stig á Richter varð undir hafs-botni í
Suður-Kyrra-hafi. Flóð-bylgja skall á
eyjunum í kjöl-farið. Heilu þorpunum
skolaði í burtu. Sjónar-vottar sögðu að
flóð-bylgjan hafi náð allt að 7,5 metra
hæð. Þúsundir eru heimilis-lausar.
Enn er leitað að fólki í rústunum og
talið er að tala látinna eigi eftir að
hækka.
Þá varð einnig öflugur jarð-skjálfti
undan ströndum indónesísku
eyjarinnar Súmötru fyrr í vikunni. Fjöldi
fólks lét lífið er það varð undir
bygg-ingum sem hrundu. Skjálftinn var
7,6 á Richter og varð skammt frá
borginni Padagn, sem er höfuð-staður
Vestur-Súmötru héraðs.
Búist við því að tala látinna eigi eftir
að hækka mikið því enn eru þús-undir
manna eru taldar grafnar undir
húsa-rústum. Unnið er að
björgunar-störfum
Margir látast í öflug-
um jarð-skjálftum
Reuters