Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
278. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«LÁRA RÚNARSDÓTTIR
NÝFÆTT BARN HAFÐI
ÁHRIF Á TÓNLISTINA
«UNGT LJÓÐSKÁLD
Ælandi og þvæl-
andi Siggi Gúst
Morgunblaðið/Golli
Atvinna Margir vilja heldur vera á
atvinnuleyisbótum en í vinnu.
„HJÓL atvinnulífsins virðast vera
að mjakast örlítið áfram á ný,“
segir Guðný Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri STRÁ MRI, og tek-
ur fram að þau störf sem bjóðist
séu helst fyrir sérhæfðara starfs-
fólk innan hugbúnaðar- og fjár-
málageirans sem og hjá þjónustu-
fyrirtækjum.
Að mati Guðnýjar virðist fólk
ekki vera nógu duglegt að skrá sig
hjá vinnumiðlunum landsins.
„Árið 2007 voru fleiri nýskrán-
ingar hér hjá okkur en í dag, sem
mér þykir uggvænleg þróun,“ seg-
ir Guðný. Spurð hvort hún kunni
einhverjar skýringar á því segir
Guðný ljóst að þjóðfélagið ein-
kennist af ákveðnum doða og
margir séu fullir vonleysis sem
megi að einhverju leyti skrifa á
kostnað fjölmiðla sem dragi full-
dökka mynd upp af stöðunni. Nú
sé hins vegar rétti tíminn fyrir
frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
„Það virðist því miður hafa orð-
ið ákveðin hugarfarsbreyting í
samfélaginu á þá leið að það sé í
fínu lagi að vera atvinnulaus.
Þannig varð ég, í fyrsta skiptið á
25 ára ferli mínum, vör við það í
sumar að fólk í atvinnuleit var
hreinlega ekki tilbúið að fara að
vinna þrátt fyrir að starf byðist.
Sérstaklega átti þetta við um al-
menn störf, s.s. skrifstofu- og
verslunarstörf. Ég varð því miður
vör við að alltof margir voru til-
búnir að vera á tekjutengdum at-
vinnuleysisbótum og vildu eiga
sumarið í næði, en bíða til hausts-
ins,“ segir Guðný.
silja@mbl.is | 6
Hjól atvinnulífsins mjakast á ný
Atvinnuleysi mældist 7,2% í september
samanborið við 7,7% mánuðinum áður
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segist vonast til þess að
bankarnir þrír, sem reistir voru á
grunni innlendrar starfsemi gömlu
bankanna þriggja, verði endanlega
endurreistir 1. nóvember nk. Útlit er
fyrir að íslenska ríkið þurfi að leggja
til mun minna fé við endurreisn bank-
anna en áður hafði verið áformað, að
sögn Steingríms.
Upphaflega var gert ráð fyrir því
að ríkið þyrfti að leggja fram 385
milljarða vegna endurreisnar bank-
anna en sú upphæð verður að öllum
líkindum næstum helmingi lægri. Ef
Íslandsbanki og Kaupþing verða að
stærstum hluta í eigu kröfuhafa, í
gegnum skilanefndir gömlu bank-
anna, verður endurreisnin í takt við
björtustu vonir að mati Gylfa Magn-
ússonar efnahags- og viðskiptaráð-
herra. „Það stefnir allt í það að fjár-
binding ríkisins vegna endurreisnar
bankanna verði mun minni en ráð var
fyrir gert og það á reyndar líka við um
sparisjóðina. Ef það tekst að fá kröfu-
hafana að sem stóra eigendur í tveim-
ur af þremur bönkum þá erum við líka
með uppbyggingu á bankakerfinu
sem ég tel skynsamlega. Það getur
skapað vanda ef ríkið á alla stærstu
bankanna.“
Samkomulag við Landsbanka Ís-
lands um uppgjör var undirritað í
gær. Skilanefnd gamla bankans mun
fara með 20 prósent hlutafjár en ríkið
rest, gegn 127 milljarða framlagi. | 14
Útlit fyrir að íslenska ríkið
leggi til mun minna fé
Endurreisn bankanna verður líklega
formlega lokið um næstu mánaðamót Í HNOTSKURN»Kröfuhafar Glitnis hafafrest fram á fimmtudag
til að ákveða hvort þeir eign-
ast 95 prósent hlut í Íslands-
banka.
»Kröfuhafar Kaupþingshafa frest til 31. október
til þess að taka afstöðu til
þess hvort þeir eignast 87
prósent í Nýja Kaupþingi.
HANN virkar stærri grænlenski togarinn Qavak en varðskipið Ægir frá
þessu óvenjulega sjónarhorni úr varðskipinu. Togarinn, sem er um 200
tonn, varð vélarvana á sunnudag á leið sinni til Danmerkur. Flutninga-
skipið Naja Arctica kom togaranum til aðstoðar og beið þar til Ægir var
farinn að nálgast. Vel gekk að koma línu á milli skipanna en búist er við að
þau komi til hafnar á Íslandi um klukkan 4 aðfararnótt miðvikudags.
FYLGST MEÐ DRÁTTARTAUGINNI
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
GAGNRÝNI kom fram á Sam-
keppnisyfirlitið á málfundi í Há-
skólanum í Reykjavík í gær.
Fundurinn fjallaði um óbeina að-
komu ríkisins að samkeppnis-
rekstri, en ríkisbankarnir hafa yfir-
tekið nokkur fyrirtæki í kjölfar
bankahrunsins, t.d. Pennann, A4 og
Húsasmiðjuna. Sú skoðun kom
fram á fundinum að þessi fyrirtæki
fengju forskot við það að vera tekin
yfir.
Frummælandi sagði að erfitt
væri að fá Samkeppnisstofnun til að
grípa til aðgerða vegna þessara
mála. Þessu andmælir forstjóri
stofnunarinnar. »8
Erfitt að fá Samkeppnis-
stofnun til aðgerða
MAKRÍLLINN
hefur reynst ís-
lenskum útgerð-
um mikil búbót í
ár. Alls hafa
veiðst rúm 116
þúsund tonn af
makríl það, sem
af er árinu og er
aflaverðmætið
áætlað hátt í 12 milljarðar króna.
Af þessum afla hafa um 90 þús-
und tonn farið í bæðslu, en tæp 30
þúsund tonn verið unnin til mann-
eldis. Verðmætið í hvorum flokki er
þó jafnt, því miklu hærra verð fæst
fyrir makrílinn til manneldis. »4
Makríllinn hefur reynst
útgerðinni mikil búbót
FUNDAÐ verður stíft í húsa-
kynnum ríkissáttasemjara á næstu
dögum.
Þar munu forvarsmenn samtaka
atvinnurekenda og launþega bæði á
almennum markaði og hjá ríki og
sveitarfélögum freista þess að fá
því framgengt að staðið verði við
stöðugleikasáttmálann.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir að menn hafi aðeins skamman
tíma til stefnu. »6
Gera úrslitatilraun til að ná
stöðugleikasáttmálanum
STEINN Sigurðsson uppfinninga-
maður hefur fundið upp fylgihlut á
ryksugur sem kallast ryksugugildra.
Gildran grípur hluti sem annars
myndu sogast inn í pokann, svo sem
eyrnalokka og hringi.
Hugmyndina fékk Steinn einmitt
fyrir nokkrum árum þegar konan
hans týndi giftingarhringnum.
Þurfti Steinn að fara út í ruslatunnu
til að hafa uppi á hringnum.
Steinn fékk einkaleyfi á ryksugu-
gildrunni í Bandaríkjunum og
Evrópu en það hefur reynst þrautin
þyngri að fá framleiðendur á ryk-
sugum til samstarfs. | 12
Klófestir
dýrgripi