Morgunblaðið - 13.10.2009, Side 22

Morgunblaðið - 13.10.2009, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 ✝ Ingunn Lilja Guð-mundsdóttir fæddist á Selfossi 15. september 1961. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 5. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Tyrfingsson, f. 20. september 1933 og Rósa Jóhanna Sig- urþórsdóttir, f. 13. júní 1936, d. 22. mars 1990, þau skildu árið 1971. Rósa giftist síð- ar Guðbjarti Cecilssyni, f. 7. mars 1927, d. 4. september 1994 og Guð- mundur kvæntist Sigríði V. Bene- diktsdóttur, f. 9 apríl 1953. Al- systkini Ingunnar Lilju eru Kristín Margrét, f. 1957, Sigurbjörg, f. Ingunn Lilja bjó á Selfossi til ell- efu ára aldurs en þá fluttist hún með móður sinni og systrum til Grundarfjarðar þar sem hún lauk grunnskólaprófi. Hún flutti til Reykjavíkur 15 ára og fór að vinna við verslunarstörf hjá Síld og fiski. Þar að auki vann hún á Hótel Holti við snittu- og smur- brauðsgerð og fann hún þar sitt áhugasvið, en hún vann við mat- argerð til lokadags. Ingunn Lilja og Guðjón fluttust til Njarðvíkur 1985 þar sem þau byggðu kær- leiksríkt heimili fyrir fjölskyldu sína. Síðustu tíu árin vann Ingunn Lilja í eldhúsi Njarðvíkurskóla, sem síðar varð í umsjón Skólamat- ar. Ingunn Lilja barðist hetjulega við krabbamein síðustu tvö árin en lét það ekki stöðva sig í að mæta til vinnu. Vinnan veitti henni mikla gleði því hún bar mikinn hlýhug bæði til vinnufélaga og nemenda. Ingunn Lilja verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 13. október, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar 1959 og Hraundís, f. 1964. Samfeðra eru Benedikt Gísli, f. 1971, Berglind, f. 1972, Tyrfingur, f. 1976 og Helena Her- borg, f. 1980. Ingunn Lilja giftist hinn 11. október 1981 Guðjóni Baldvin Baldvinssyni, f. í Reykjavík 28. febr- úar 1961. Börn þeirra eru: 1) Rósa María, f. 1979, dóttir Katrín Ýr, f. 2001. 2) Gyða Kolbrún, f. 1982, synir Bene- dikt Guðjón, f. 2000, Valur Axel, f. 2005 og Magni Ingvi, f. 2009. 3) Halla Karen, f. 1988, sambýlis- maður Arnar Ingi Tryggvason, f. 1986. 4) Jóhanna Lilja, f. 1991. Það heltekur sál mína harmafregn, í hjartanu sorgin brennur. Og tilfinninganna táraregn, um titrandi kinnar rennur. Þær spurningar vakna í harm- þrungnum hug, er hryggur ég stari út í bláinn. Hvort vinur minn hafi aðeins farið í flug, sé fluttur en ekki dáinn. (Geir G. Gunnlaugsson.) Elsku Ingunn Lilja. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig í blóma lífsins. Þú varst svo sterk og dugleg og háðir harða og langa baráttu. Þú varst stað- ráðin í að sigrast á veikindum þínum og kraftur þinn var ótrúlegur. Þú ert hetjan okkar allra. Þrátt fyrir ítrek- aðar óskir okkar og bænir um krafta- verk þér til handa verðum við að láta í minni pokann. Elsku Ingunn, við treystum því að Guð ætli þér sérstakt hlutverk fyrst hann kallar þig svo fljótt til sín. Guð blessi minningu þína. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín. Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þorsteinn Gíslason.) Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Elsku Guðjón, hvernig þú studdir Ingunni í gegnum veikindin og vékst ekki frá henni síðustu vikurnar gerir þig að einstökum manni í okkar huga. Elsku Rósa María, Halla Karen, Gyða Kolbrún, Jóhanna Lilja og barnabörnin öll, Katrín Ýr, Benedikt Guðjón, Valur Axel og Magni Ingvi, við erum stolt af ykkur, hvað þið vor- uð dugleg og sterk að hjálpa og styðja mömmu ykkar og ömmu. Elsku Kristín, Sigurbjörg og Hraun- dís missir ykkar er líka mikill. Við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að blessa ykkur öll og gefa ykkur styrk. Pabbi og Sigríður. Ingunn Lilja Guðmundsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ing- unni Lilju Guðmundsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ EIRÍKUR JÓNSSON, Hamrahlíð 11, er látinn. Útför hans hefur farið fram. Að ósk hans eru minningargreinar afbeðnar. Fjölskyldan. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Dr. techn. h.c. CHRISTIAN HALLDÓR GUDNASON, f. 29.11. 1921, prófessor við Tækniháskóla Danmerkur, lést á heimili sínu í Rungsted Kyst fimmtudaginn 8. október. Ása Sigríður Kristinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÞÓRANNA HANSEN, Öldugötu 6, Dalvík, sem lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri miðvikudaginn 7. október, verður jarð- sungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 17. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeild kvenna Dalvík eða Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Aðalsteinn Grímsson, Hildur Aðalsteinsdóttir, Ólafur Baldursson, Aðalsteinn Ólafsson, Andrea Pálína Helgadóttir, Andri Þór Ólafsson, Hildur Helga Aðalsteinsdóttir, Hildur Hansen, Þórir Stefánsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG K. ARNDAL, til heimilis Austurbyggð 17, Akureyri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt laugardagsins 3. október. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. október kl. 15.00. Kristín Jóhannesdóttir Arndal, Stígur Sæland, Guðrún Jóhannesdóttir, Oktavía Jóhannesdóttir, Karl Ágúst Gunnlaugsson, Reynir Reynisson, Ásta Júlía Theodórsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR HEIÐAR JÓNSSON, Kjarrhólma 2, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 10. október. Jarðsungið verður frá Hjallakirkju í Kópavogi mánudaginn 19. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Helga Jóhannsdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Björn Magnússon, Kristján Halldórsson, Svanfríður Eik Kristjánsdóttir, Rúnar Halldórsson, Margrét Sigurjónsdóttir, Þórarinn Halldórsson, Bryndís Magnea Dardi, Hrafnkell Halldórsson, Nina G. Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Dedda, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 10. október. Jóhann Helgason, Sigríður Árnadóttir, Sigrún Helgadóttir, Jón Bjarnason, Hólmfríður Andersdóttir, Úlfar Hauksson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SVANHVÍT KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík laugardaginn 10. október. Þórólfur Pálsson, Eydís María Þórólfsdóttir, Dóra Kristín Þórólfsdóttir, Sigurður Ómar Ásgrímsson, Inga Þórólfsdóttir, Einar Baldvin Axelsson, Kristján Máni, Eva Kristín, Svanhvít Þóra, María Björk, Hildur Herdís og Axel Þór. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR Á HEYGUM MAGNÚSSON, Bræðratungu 13, lést á heimili sínu föstudaginn 9. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. október kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu Landspítalans í síma 543 1159. Jóhanna S. Kjartansdóttir, Sigrún á H. Ólafsdóttir, Halldór Ingólfsson, Hrafndís Hanna Halldórsdóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar, GUNNAR H. ÓLAFSSON fyrrv. skipherra, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 11. október. Útförin verður auglýst síðar. Gyða Ólafsdóttir, Ásta Ólafsdóttir Beck.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.