Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 17
Fréttateymið fær veður af nýrri frétt. Þau eru hik- andi við að skrifa um hana í blaðið vegna þess að hún hefur slæmar fréttir að færa. Eftir að hafa rætt um efnið til- kynnti Matta um sína skoðun. „Ég legg til að við skrifum fréttina. Allir hafa meiri áhuga á slæmum fréttum en góðum.“ „Það getur verið rétt, Matta,“ sagði Kata blíðlega. „Ég vil bara ekki að við séum alltaf að segja slæmar fréttir.“ „Jæja, ég held að svo lengi sem við segjum bæði góðar og slæmar fréttir séum við að vinna vinnuna okkar!“ sagði Jónsi stoltur. „Fréttir eru fréttir og svo lengi sem við segj- um sannleikann finnst mér að við ættum að segja frá öllu.“ „Við skulum kjósa,“ lagði Konni til. „Hver vill að við skrifum um nýju fréttina? Réttið upp hendur.“ Hægt og rólega byrjuðu skordýr- in að rétta upp hendurnar. Fyrst Matta, sem kom ekki á óvart, síðan lyftu Konni og Jónsi höndum sínum hátt. Allir héldu niðri í sér andanum þegar Maggi lyfti öllum sínum örm- um. En það varð ekkert slys í þetta sinn. Síðan hófu Rikki og maura- gengið upp hendur. Kata var síðust til að gefa þessu atkvæði sitt og þá voru allir sammála. „Allt í lagi, þá er það klárt,“ sagði Konni. „Við höfum ákveðið að flytja allar fréttir héðan í frá,“ og hann flutti yfirlýsingu sína á svo sannfær- andi hátt að allt fréttateymi Frétta- blaðsins Fluga á vegg byrjaði að klappa. Til öryggis greip Kata sjúkrakassann og hélt til Magga. „Ég hef verið að hugsa,“ sagði Konni og allir þögnuðu. „Hvers vegna setjum við ekki annað efni í blaðið með fréttunum okkar?“ „Eins og hvað?“ spurði Jónsi. „Nú, ég held að það væri gaman hafa líka einhvers konar leik eða þraut í fréttablaðinu okkar,“ hélt Konni áfram. „Eins og til dæmis völ- undarhús eða orðaþraut, hvað finnst ykkur hinum?“ „Frábær hugmynd!“ Kata gat ekki haldið aftur af spenningnum. „Ég gæti búið til eitthvað í vefnum mínum og Maggi gæti afritað það í blaðið.“ „Mér finnst þetta óspennandi,“ sagði Matta og geispaði hátt til að reyna að líta út fyrir að henni leidd- ist. „En Matta, ég var að vona að þú myndir hjálpa mér við að útvega svona efni í blaðið,“ sagði Maggi. „Uh, sagði ég ... óspennandi?“ stamaði Matta. „Ég ætlaði að segja ... ég ætlaði að segja að það hljómaði sem frábær hugmynd,“ sagði Matta, og allir brostu hver til annars. Eng- inn þeirra mundi eftir því að hafa séð Möttu svona ákafa yfir einhverju áður. Matta og Kata byrjuðu strax að vinna að þrautinni. „Ég held að þetta ætti að vera völ- undarhús,“ sagði Kata um leið og hún kraup á framfæturna. „Hvað um að láta fyrstu þrautina vera um fréttablaðið okkar?“ lagði Matta til. Hún var að reyna að vera nálægt Kötu án þess að festast í vefnum hennar. „Ég var að hugsa um að á öðrum enda þrautarinnar væri Jónsi og á hinum endanum væri hann að reyna að ná í frétt.“ „Fullkomið!“ hrópaði Kata, og gerði með því Möttu svo bilt við að hún varð að grípa í greinina til að falla ekki af henni. Á meðan Kata dansaði um vefinn bjó hún til krefjandi völundarhús í samræmi við tillögur Möttu. Jónsi og Konni stóðu hinum meg- in á greininni og ræddu næstu út- gáfu af Fluga á vegg. Rikki og fé- lagar biðu eftir nýju verkefni. Græni belgurinn í horninu var ... ja, hann bara hékk þarna ennþá. „Hvað er þetta?“ hvíslaði Maggi. Allir litu á hann. Hann varð fyrstur til að heyra hljóðið. Það byrjaði sem hljóðlátt söngl, síðan hljómaði það líkt og flaut og um það leyti sem hinir í fréttateym- inu heyrðu það, var það orðið að org- andi suði. Hnén á Magga titruðu og því fylgdi enn meiri hávaði og laufin á trjánum hristust til. Hljóðið hækkaði og hækkaði. Bzzzz BzzZZ BZZZZZZZZZZZ! Matta lét sig strax hverfa í bak- grunninn. Kata skreið út í horn á vefnum sínum. Mauraliðið stóð hetjulega í röð. Maggi faldi sig undir vinnuborðinu sínu. Jónsi gerði sitt besta til að renna saman við trjá- greinarnar og sagði án afláts: „Ég er tré, ég er tré.“ Konni var fastur á bersvæði og beið eftir því að óvin- urinn birtist. Erfið ákvörðun Höfundur texta: Cathy Sewell Myndir: Blaise Sewell Styrktaraðili: The Curriculum Clo- set (www.curriculum close.com) Endurprentað í samvinnu við World Association of Newspapers and News Publishing og með leyfi The Curricul- um Closet Productions Inc. Öll rétt- indi áskilin. 6. Kafli Daglegt líf 17 ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Dýrmundur Ólafsson staldraðivið auglýsingu frá MP banka í Morgunblaðinu, þar sem var mynd af klettinum Hvítserk. Heiti klettsins á Vatnsnesi kom fram í auglýsingunni, en Dýrmundur vill gjarnan að fólk fái meiri upplýs- ingar um hann. Nokkuð er síðan Dýrmundur orti kvæðið um Hvít- serk, en hann verður 95 ára í des- ember og er frá Stóru-Borg í Víðidal í Húnavatnssýslu. Hann hefur ort ógrynni af kvæðum, fyrrum lögreglumaður á stríðs- árunum og starfsmaður Pósts og síma: Heill þér hafsins jöfur húna ósa vörður úthafs öldubrjótur úr efni traustu gjörður. Bergtröll blárra sjóa best er þig að finna þegar sólrík sunna sendir geisla um flóann. Orpinn brims af bárum bryddur fugla driti aldinn mjög að árum um það fræða ei ritin. Hilmir Jóhannesson á Sauð- árkróki yrkir að gefnu tilefni: Það er dapurt og dagur ei meir nú dingla þeir einn eða tveir, svo dugar að muna dansinn í Hruna. Guð blessi Ísland. Geir. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af Hvít- serk og Íslandi Eftir tæplega hálfsmánaðar rysju- tíð, þar sem skiptust á slyddurign- ing, éljagangur og sólarglennur með norðansveljanda, skall fyrsta stóra haustlægðin yfir og skapaði usla víða um land, en fór heldur mildilega yfir Skagafjörðinn. Þó vissulega gustaði hressilega sums staðar er ekki vitað um neitt tjón og þegar þetta er skráð eru landsmenn fullvissaðir um mildari tíð og bjartari og betri daga framundan.    Nýi suðurgarðurinn við höfnina, sem lokið var við á þessu ári, hefur nú þegar sannað ágæti sitt og er það samdóma álit hafnarvarða að hreyf- ing á skipum sem í höfninni liggja sé nánast engin, miðað við það sem áð- ur var. Og nú í austanveðrinu, var höfnin nánast kvikulaus þó sjór væri úfinn utanvið og gengi vel yfir garðana.    Nýkomin er heim Þuríður Harpa Sigurðardóttir, og yfir hálfan hnött- inn, eftir að hafa farið alla leið til Indlands til að leita sér lækninga við mænuskaða sem hún hlaut í hesta- slysi. Ferðin var farin uppá von og óvon, en sérlega er ánægjulegt að sjá og heyra hvaða bati fékkst, en ljóst er að um fyrsta skref er að ræða og þörf er á fleiri ferðalögum í austurveg. Skagfirðingar eru hins- vegar fastákveðnir í að standa vel við bakið á Þuríði Hörpu og þó að skrefin séu ef til vill smá, hvert og eitt, mun ekki látið staðar numið.    Á þessu hausti fagnar Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra þrjátíu ára afmæli og verða vegleg hátíðahöld af þessu tilefni síðar í þessum mánuði. Skólinn hefur löngu fest sig var- anlega í sessi sem prýðileg mennta- stofnun, enda nemendur sem frá honum koma getið sér gott orð fyrir trausta undirstöðumenntun til frek- ara náms. Eftir kyrrstöðutímabil réðust Skagfirðingar í tvö stórvirki á svipuðum tíma, stofnun framhalds- skóla og steinullarverksmiðju, en segja má að þau hafi hleypt nýju og fersku blóði í allt athafna- og mann- líf á staðnum á þeim tíma.    Það er því vel við hæfi að á merkum tímamótum Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra verði ráðist í stækk- un verknámshúss skólans, en þessa dagana er verktakafyrirtækið Eykt að undirbúa framkvæmdir við bygg- ingu þessa áfanga. Verknámsbrautir skólans hafa á undanförnum árum búið við verulega þröngan kost hvað húsnæði áhrærir og illa getað tekið á móti öllum nemendum sem þangað hafa sótt og því er nú orðin mikil þörf fyrir stærra og betra húsnæði fyrir þessa kennslu. Eru vonir bundnar við að taka megi hið nýja kennslurými í notkun að ári.    Sláturtíð stendur nú sem hæst, en Sláturhús K.S. sem er eitt af full- komnustu sláturhúsum landsins, hefur boðið mjög gott afurðaverð og hafa bændur víða að sótt þangað með fé sitt. Sama vandamál hefur verið á þessu sláturhúsi eins og víða um land, að ekki fæst innlent fólk til starfa og því hefur þurft að flytja inn starfsfólk frá ýmsum löndum, en nokkur kjarni hefur komið ár eftir ár til vinnu hjá húsinu.    Rækjuverksmiðjan Dögun er ein með öflugri stoðum undir atvinnulífi staðarins, enda er unnið þar á vökt- um og ekkert lát á framleiðslunni. Eitt skip aflar verksmiðjunni hrá- efnis hér við land, en annars er hrá- efnið, sem kemur vestan eða austan um haf flutt hingað landleiðis frá suðvesturhorninu í frystigámum. Þá hafa skip Fisk Seafood aflað vel og er stöðug vinna hjá því fyrirtæki, til að mynda er gert ráð fyrir að Klakk- urinn landi á hverjum mánudags- morgni til áramóta.    Þannig að sjá má að ekki er neinn bilbug að finna á Skagfirðingum í vetrarbyrjun, enda ekki ástæða til, og skiptir sjálfsagt litlu hvort rík- isstjórnin hrekkur eða hangir, fram- undan eru dimmir dagar í tvennum skilningi, en þar sem engin upp- sveifla hefur orðið, verður heldur ekkert hrap, og því halda Skagfirð- ingar ótrauðir sínu striki, og ná- kvæmlega eins og þeir skemmta sér í Laufskálarétt hvort sem veður er sólríkt og gott eða lemjandi norðan slagveðursrigning. SAUÐÁRKRÓKUR Eftir Björn Björnsson fréttaritara Morgunblaðið/Björn Björnsson Haustið gerir vart við sig Fyrsta haustfölin í Hlíðarhverfinu. VIÐSKIPTI Í SUÐUR-EVRÓPU Viðtalstímar sendiherra Íslands í París www.utflutningsrad.iswww.utn.stjr.is Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í París, verður til viðtals miðvikudaginn 14. október. Fundirnir eru gott tækifæri fyrir þá sem vilja ræða viðskipta- möguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins. Auk Frakklands eru umdæmislönd sendiráðsins: Alsír, Andorra, Ítalía, Marokkó, Portúgal, San Marínó, Spánn og Túnis. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita: Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.