Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 SÓL BORGIR ÆVINTÝRI SKÍÐI GOLF ÍÞRÓTTIR Brottför: 4.-14. nóvember Verð á mann: Tvíbýli 239.976 kr. Einbýli 253.685 kr. Innifalið: Flug og flugvallaskattar Gisting með fullu fæði og drykkjum á Tenerife Gisting með hálfu fæði og víni með kvöldverði á Gran Canaria Akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu Íslensk fararstjórn ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 MEIRA Á urvalutsyn.is Fjölbreytt ferð um þrjár af sjö eyjum Kanarí. Tvær stærstu eyjarnar Gran Canaria og Tenerife og svo þá sérkennilegustu La Gomera. Þar sem evran er dýr verður allt fæði innifalið, morgunmatur, góður hádegismatur og góður kvöldmatur ásamt drykkjum (vín og vatn). Þegar við ferðumst í skoðunarferðum, þá missum við aldrei af hádegisverði. Þannig að það er hægt að komast af nánast án þess að eyða nokkrum peningum. Frissaferð EYJAHOPP Á KANARÍ 4.- 14. nóvember 2009 “ALLT INNIFALIД * Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 3.900 kr. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is LYFJAFRAMLEIÐANDINN GlaxoSmith- Kline hefur sent bréf til allra apóteka og heilbrigðisstofnana á Íslandi og beðið um að bæklingur um þunglyndi, sem fyrirtækið gaf út árið 2000 og hefur staðið fólki til boða á fyrrgreindum stöðum, verði tekinn úr umferð. Ástæðan er sú að í bæklingnum var gefið í skyn að lyf væru eina að- ferðin til að lækna þung- lyndi og sálfræðimeðferð væri gagnslítil í barátt- unni við sjúkdóminn. Bæklingurinn hafði leg- ið frammi fyrir almenningi í hartnær áratug eða þangað til Steindór J. Erlingsson vís- indasagnfræðingur las bæklinginn í byrjun janúar sl., sá að upplýsingar í honum stöng- uðust á við rannsóknir sem sýndu að þung- lyndislyf væru ekki eins virk og áður hafði verið talið, og kærði bæklinginn til land- læknis. Óbeinn áróður fyrir lyf „Ég skrifaði formlega kæru til land- læknis, með fjölda vísana í vísindagreinar, þar sem ég benti á að í bæklingnum væru ýmsar rangar upplýsingar varðandi orsakir þunglyndis og meðferð við því,“ segir Stein- dór. Hann bætir því við að landlæknir hafi boðið honum á sinn fund og í kjölfarið var kæran lögð inn til sérfræðinga. Þeir tóku undir flest atriði í kæru Steindórs og úr varð að landlæknir sendi forstjóra Lyfja- stofnunar bréf í mars þar sem þess var krafist að stofnunin tæki bæklingin úr um- ferð í ljósi rangra upplýsinga. Þegar ekkert hafði verið aðhafst um miðj- an septembermánuð hafði Steindór aftur samband við landlækni sem þá setti sig beint í samband við GlaxoSmithKline. Bæklingurinn var tekinn úr umferð en til stendur að endurskrifa hann. „Það er bannað að vera með lyfjaauglýs- ingar í blöðum en þarna var lyfjafyrirtæki að nota þann möguleika að gefa út bækling með óbeinum áróðri fyrir þunglyndislyf,“ segir Steindór og bætir við að rangfærslur í bæklingnum gætu haft eitthvað með það að gera að miðað við höfðatölu sé neysla Ís- lendinga á þunglyndislyfjum með því mesta sem gerist í heiminum. Snerti hann persónulega Aðspurður segir Steindór að efni bækl- ingsins hafi snert hann persónulega. „Ég hef átt við alvarleg geðræn vandamál að stríða og hef notað lyf í miklum mæli. Það er mjög alvarlegt að skilaboðin í bækl- ingnum voru þau að eina leiðin til að með- höndla þunglyndi væru lyf. Það var sagt að sálfræðimeðferð hefði ekki áhrif á efna- ójafnvægi sem orsakaði þunglyndi en tengslin milli þunglyndis og magns serótón- íns eru ósönnuð. Það vita allir sem hafa lent í þunglyndi að það er ýmislegt annað en lyf sem er hægt að nota til að vinna bug á meininu,“ segir hann. Steindór segir persónubundið hvað henti hverjum og einum en fyrir hann hafi hug- ræn atferlismeðferð og hreyfing gagnast mjög vel. „Þessi nýju þunglyndislyf valda eituráhrifum hjá mér svo ég þoli ekki nein lyf í dag. Ég er að kljást við þunglyndi lyfjalaust.“ Alvarlegar rangfærslur fyrirtækis  Bæklingur um þunglyndi kærður til landlæknis  GlaxoSmithKline biður apótek og heilbrigðisstofn- anir að fjarlægja bæklinginn þar sem gefið var í skyn að lyf væru eina aðferðin til að lækna þunglyndi „HUGMYNDINA fékk ég fyrir nokkrum árum þegar konan mín týndi giftingarhringnum og hélt að hann hefði óvart verið ryksugaður upp. Ég þurfti að leita að ryksugu- pokanum í ruslatunnunum í blokk- inni sem við bjuggum í. Þá kom hugmyndin að það væri ekki ásætt- anlegt að þurfa að lenda í þessu svo ég ákvað að búa til áhald sem síaði hluti frá svo maður gæti náð þeim áður en þeir fara í ryksugupok- ann,“ segir Steinn Sigurðsson. Hann hefur hannað fylgihlut á ryk- sugur sem hann kallar Visio Vac, eða ryksugugildran, sem grípur hluti sem annars sogast inn í pok- ann. Hár og ryk fara í gegn en stærri hlutir, líkt og mynt, eyrna- lokkar og hringir, stoppa í gildr- unni. Ryksugugildran hefur vakið talsverða athygli í Evrópu, þ.á m. á Íslandi, og allt niður til Ástralíu og verið tilnefnd til hönnunarverð- launa í Danmörku. Spurði Isabellu álits Eftir að Steinn hafði leitað í ryk- sugupokanum og fengið hugmynd- ina að gildrunni fór boltinn að rúlla. Hann hannaði frumstætt áhald og síðan tók við mikil þróun- arvinna sem lauk með tveimur gerðum af ryksugugildrum sem smíðaðar voru fyrir hann í Eng- landi. Steinn heimsótti fjölda fyrir- tækja í Evrópu og reyndi að selja þeim hugmyndina og framleiðslu- réttinn og segir Steinn að það hafi verið skondið að sjá að því hærra sett sem fólkið, sem tók á móti hon- um, var því minna virtist það vita um ryksugur. „Ég sýndi einum for- stjóra stórfyrirtækis í Frakklandi, sem ég vill ekki nefna, ryksugu- gildruna. Hann hafði greinilega aldrei ryksugað og vissi ekki að það væri vandamál að hlutir gætu týnst í ryksugunni. Hann sagði: „Ég skal spyrja hana Isabellu, vinnukonuna hjá mér, hvort þetta sé vandamál.““ Steinn fékk einkaleyfi á ryksugu- gildrunni í Evrópu og Ameríku, hóf samstarf við danskt og svissneskt fyrirtæki og þýskan verkfræðing og varð ryksugugildran tilbúin í endanlegri mynd, án málmhluta og skrúfa, árið 2002. „Það er eyði- merkurganga að fara með svona stykki út í heim og reyna að selja það,“ segir Steinn og segir mark- aðssetningu nýrra hluta þrotlausa vinnu. „Mín reynsla er sú að þróunar- deildirnar í fyrirtækjum vilja endi- lega gera þetta en markaðs- deildirnar reyna að setja sem minnst af nýjum vörum á markað ef hægt er að komast hjá því. Ef aug- lýsa þarf nýjan hlut sem gerir ann- að en það sem allir þekkja, þá þarf ákaflega mikinn sannfæringarkraft til að markaðsdeildirnar hlaupi í það. Þær vilja alltaf að aðrir byrji að auglýsa þetta fyrir þá. Stórfyrir- tækin eru til í að taka áhættu ef bú- ið er að ryðja veginn,“ segir Steinn. „Samkeppnin er hörð, það er alltaf verið að velta fyrir sér kostnaði.“ ylfa@mbl.is Ryksugugildra klófestir dýrgripi Íslenskt hugvit vekur víða athygli Hugvit Íslenska ryksugugildran. Úr bæklingi GlaxoSmithKline sem nú hef- ur verið tekinn úr umferð: „Sálfræðileg samtalsmeðferð hefur lítil áhrif á þá röskun í efnajafnvægi heilans sem orsakar sjúkdóminn. Lyfjagjöfinni er ætlað að koma aftur á serótónínjafnvægi í heilanum.“ Sálræn samtalsmeðferð hefur engin áhrif Steindór J. Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.