Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Fólk TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves hefst á morgun með pomp og prakt og eru sjálfsagt margir farnir að naga neglur- nar af eftirvæntingu enda mikil tónlistarveisla í boði sem stendur frá 14.-18. október. Þó vita kannski færri að Norræna húsið og Iceland Airwaves bjóða upp á einlæga og persónulega „eins og þú sért með bandið heima í stofu“- dagskrá í Norræna húsinu 15.-17. október. Þar munu norrænar hljómsveitir stíga á stokk og flytja órafmagnaða tónlist í sal Norræna hússins. Hljómsveitirnar og tónlistarmennirnir sem spila í ár eru ekki af verri endanum: Hafdís Huld, Toggi, Agent Fresco, Pascal Pinon og Lights on the Highway eru fulltrúar okkar Ís- lendinga auk Hrauns sem treður upp með Mijo Biscan frá Ástralíu. Frá Danmörku koma Choir of Young Believers og Oh Land; frá Noregi Cas- io Kids og frá Svíþjóð The Tiny. Tónleikagestum gefst hér tækifæri til að sjá þessa tónlistarmenn í návígi, hráa og órafmagnaða að flytja lög sín í öðrum útsetningum en fólk er vant að heyra. Rúsínan í pylsuenda tónleikanna er svo mögu- leikinn á því að spyrja tónlistarmennina út í list- sköpun sína að tónleikum loknum. Síðast en ekki síst ber að geta þess að tónleik- arnir eru ókeypis og má því búast við mikilli ásókn. Á sunnudeginum, 18. okt. lokadegi hátíð- arinnar, mun heimildarmynd Sigur Rósar, Heima, verða sýnd í sal Norræna hússins kl. 14. Norræna húsið er stolt af því að hafa sett upp nýtt hljóðkerfi, sérstaklega hannað til kvik- myndasýninga, og að eiga einn besta myndvarpa landsins. helgisnaer@mbl.is Eins og að vera með bandið heima í stofu Morgunblaðið/Ómar Pascal Pinon Spilar og svarar spurningum.  Skúli Sverrisson bassaleikari heldur tónleika í Þjóðmenning- arhúsinu næsta sunnudagskvöld kl. 20.30. Þetta eru býsna merkileg tíðindi því nokkuð langt er liðið frá því Skúli hélt tónleika á Íslandi. Hann hefur starfað hin seinustu ár í New York og flakkað um heiminn í tónleikaferðum, starfað með lista- mönnum á borð við Laurie Ander- son, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto og hljómsveitina Blonde Redhead. Á tónleikunum á sunnudaginn mun hann m.a. leika tónlist af plöt- unni Seria sem kom út fyrir þrem- ur árum en honum til fulltingis verða tónlistarmenn sem komu að því verki, m.a. gítarleikari Blonde Redhead, Amedeo Pace. Þá má geta þess að íslensku tónlistar- mennirnir Ólöf Arnalds og Davíð Þór Jónsson leika með Skúla. Mið- ar á tónleikana eru til sölu í versl- uninni 12 tónum og við innganginn á tónleikunum. Skúli spilar í Þjóð- menningarhúsinu  Það er skynsamlegt af Skjá ein- um að endursýna Nýtt útlit, þátt meistara Karls Berndsen á besta tíma á laugardögum. Reyndar er skynsamlegt að endursýna þá snilld sem oftast, sem Skjárinn og gerir, en þær eru alls fjórar. Lesendur hafa vafalaust orðið varir við mikinn áhuga þessarar deildar á Berndsen og staðfestist það hér með að tveir starfsmenn eru eldheitir aðdáendur, ástand sem er sýknt og heilagt að skila sér í skrifelsi sem þessu. Og er það vel. Í síðasta þætti tók Berndsen venju- bundinn Öskubuskusnúning á Reykjavíkurmey nokkra, með slík- um árangri að fjölskylda hennar var orðlaus – og við heima í stofu líka. Lokaorð Berndsen í þættinum vöktu þó mesta athygli. „Láttu ekki blekkjast af blindhæðinni, því að hún er ekki áfangastaðurinn.“ Eins og staðhæft hefur verið á þessum síðum. Meistari. „Láttu ekki blekkjast af blindhæðinni...“ DANÍEL Þor- steinsson, sem er þekktastur fyrir að hafa sinnt trommuslætti í rokksveitinni Maus, reið á vaðið ár- ið 2007 sem tónsmiður og gaf þá út plötuna Supercalifragilisticexpiali- docious ásamt sveit sinni, Some- time. Fór svo að þekkilegt rafpopp- ið sem þar lúrir seldist upp og er nýtt upplag komið í hillur búða – en talsvert breytt frá því sem var. – Hvað er það sem rekur menn í svona allsherjar yfirhalningu? „Málið er, að það var heldur mik- ill flýtir á þessu öllu saman fyrir tveimur árum,“ segir Daníel að- spurður. „Ég var með öðrum orðum ekki alls kostar sáttur við útkom- una. Þannig að núna nýtti ég tæki- færið og bjó plötunni þann búning sem ég vildi sjá upphaflega.“ Þetta felur í sér að platan er nokkuð stytt, inniheldur tíu lög og er í „endurskoðaðri, endur- hljóðblandaðri og endurraðaðri“ útgáfu eins og segir í tilkynningu. Jafnframt hafa endurblandararnir Trulz & Kjex vélað um tvö lög. Um- slagið hefur þá verið endurhannað og sett í „digi-pack“-form. „Ég er því fullkomlega sáttur núna!“ segir Daníel sigri hrósandi. Annars er margt á seyði hjá sveit- inni, hún fer reglulega út að spila og fyrir stuttu gaf hún út kassettu, en útgáfa á slíku formi hefur verið furðu vinsæl. Þá tók einhver Finn- inn sig til fyrir stuttu og póstaði myndbandi á youtube til heiðurs sterkum konum við undirleik Sometime!? En um sönginn þar sér sterk kona, Diva de la Rosa. Sveitin Ási of Iceland, eða Ásgrímur Már Friðriksson, teiknaði myndina af Sometime sem prýðir umslag plötunnar. Sometime endurútgefur fyrstu plötu sína … … og grillar í Finnunum! Sometime spilar á Airwaves, í Batt- eríinu, á föstudaginn kl. 22.30. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TÓNLISTAR- KONAN Lára Rúnarsdóttir gaf í gær út sína þriðju breiðskífu. Það er Record Records sem gefur út en áður hafa komið út plöturnar Standing Still og Þögn (sjá nánar í fylgju). Þær plötur tvær einkenndust nokkuð af dimmleitum, angurværum stemm- um söngvaskáldsins en nú ber svo við að glettni og glaðværð er nokk- uð miðlæg á nýju plötunni. Slegið á frest „Lögin hafa verið að koma til mín síðustu ár,“ segir Lára blaða- manni. „Ég ætlaði að taka hana upp í fyrra en eignaðist þá barn þannig að upptökum var slegið á frest. Við tókum svo upp alla grunna í júlí, yfir eina helgi í Geimsteini. Svo kláraði ég þetta í hljóðveri Hrafns Thoroddsen, Stúdíó Ástarsorg.“ Meðspilarar Láru eru hinn svo- kallaði Kokkteilkvartett en auk hennar skipa hann þeir Jakob Smári Magnússon bassaleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari og Arnar Þór Gíslason trommuleikari, en hann er jafnframt maður Láru. „Pétur hefur síðan verið upptek- inn við að spila með Emilíönu Torrini úti í heimi þannig að Þor- björn Sigurðsson kláraði þá gít- arparta sem eftir voru.“ Allt breytist – Þau lög sem hafa farið í spilun af plötunni, „Surprise“ og „In Be- tween“, eru gáska- og gleðifull. Einhver ástæða? „Tja …“ segir Lára hugsi. „Það bara gerðist eiginlega. Hér áður fyrr hlustaði ég mikið á Nick Cave, Tom Waits, Stinu Norden- stam og álíka. Frekar dramatískur pakki! Það hafði auðvitað áhrif á tónlistina. Svo fór ég að hlusta minna á þannig tónlist … kannski af því að ég sjálf varð minna dramatísk.“ – En hafði barnið einhver áhrif? „Vissulega, þó að ég hafi verið búin að semja megnið áður. Titil- lagið fjallar gagngert um það hvernig lífið breytist við það að eignast barn. Ég hélt, áður en ég eignaðist það, að ég gæti ekki upp- fyllt einhverja drauma en svo breytist allt, allur fókus og viðhorf, á einu augabragði. Draumarnir, sem ég var hrædd um að missa, breyttust bara. Þessi hreina lífs- gleði sem fylgir nýfæddu barni leikur um plötuna, það er ekki vafi.“ Þegar draumarnir breytast  Lára Rúnarsdóttir gefur út þriðju plötu sína, Surprise  Var frestað vegna barneigna  Hljómur er lifandi og glaðlegur, innblásinn af lífinu nýsprottna Líflegt „Þessi hreina lífsgleði sem fylgir nýfæddu barni leikur um plötuna, það er ekki vafi,“ segir Lára Rúnarsdóttir m.a. um nýja plötu sína. Það var árið 2003 sem Lára reið á vaðið með fyrstu plötu sinni. Standing Still kom út á vegum Geimsteins og sáu heimalning- ar þar um undirleik, m.a. þeir Guðm. Kristinn Jónsson og Sig- urður Guðmundsson sem nú skipa Hjálma. Önnur platan, Þögn, kom út á vegum Dennis Records þremur árum síðar. Eins og nafnið gefur til kynna réð angurværðin ríkjum en þess má geta að Damien Rice, hinn írski, er gestur í einu lagi. Fyrri verk Láru Lára spilar í Skífunni, Laugavegi, næstkomandi laugardag kl. 16.00 í tengslum við Airwaves.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.