Morgunblaðið - 13.10.2009, Side 21
hið góða, hnoða, spinna
töfragarnið.
Svo þekki hver sem þiggur hennar
beina
að þar fer konan mikla hjartahreina
Megi algóður Guð veita styrk og
gæta hennar og allra þeirra sem
eiga nú um sárt að binda. Blessuð
sé minning Guðríðar Hannibals-
dóttur frá Hanhóli.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Elsku amma í Mosó. Þú varst
aldrei kölluð annað á mínu heimili
og ekki amma neins nema Frosta
og löngu flutt úr Mosó!
Við hittumst fyrst á Kvenna-
deild Landspítalans í desember
1986 þegar Frosti fæddist. Þið Óli
afi tókuð fyrsta barnabarninu
fagnandi og ég fékk að fylgja með
inn í ykkar stóru hjörtu.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
alla hlýjuna hjálpina og góðu
stundirnar sem ég átti með ykkur.
þú varst svo sterk, hæglát, listræn
og áhugasöm um allt og alla.
Lífið er merkilegt en fátæklegt
án góðs fólks. Þú varst ein af því
fólki. Líf mitt varð ríkara þegar
ég kynntist þér. Þú áttir alltaf
tíma fyrir Frosta, mig og alla
hina. Þér lá aldrei á og æðruleysið
þitt og róin fylgdu þér fallega í
gegn um alla þína baráttu við
meinið. Þrátt fyrir áralöng veik-
indin tókstu þátt í öllu af fullum
áhuga.
Á myndunum af þér úr brúð-
kaupinu mínu fyrir sex árum sést
svo vel hver þú varst.
Þótt hárið væri farið geislaðir
þú af lífskrafti og fegurð og hafðir
ekkert að fela og þannig mun ég
minnast þín alltaf.
Elsku Óli afi í Mosó. Guð gefi
þér og þínum blessun sína og
styrk.
Jóhanna Jóhannsdóttir (Jóga.)
Fleiri minningargreinar um Guð-
ríði Hannibalsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009
sjálfur einlæglega þátt í herlegheit-
unum og vera fremstur í röð þeirra
sem mest glöddust.
Eiginkona Jóns, Jóhanna Sóp-
husdóttir, sem lést langt um aldur
fram árið 1988, átti það sameig-
inlegt með manni sínum að vera
einstakur gestgjafi og heimili
þeirra á Akureyri var svo sann-
arlega öllum vinum opið og tekið á
móti þeim opnum örmum.
Ófáum stundunum á því heimili
var varið í ýmiss konar spil, bridge
var þó það spil sem stundað var af
mestum ákafa. Spilamennsku
stundaði Jón einnig fram undir það
síðasta.
Silungsveiði og útivist var einnig
sameiginlegt áhugamál þeirra
hjóna og voru oft vinir og vanda-
menn í för með þeim.
Jón fór oft einn og renndi fyrir
bröndu og gerði það allt fram á síð-
ustu ár.
Tónlistin var sú listgrein sem
Jón fékk ekki tækifæri til að
stunda, en fallegur söngur og
hljóðfæraleikur slógu sannarlega
gleðistreng í brjósti hans og
ófölskvuð ánægjan lýsti úr augum
hans.
„Ætti ég hörpuhljóma þíða/
hreina mjúka gígjustrengi“ (úr
ljóði Friðriks Hansen) er örugg-
lega ósk sem Jóni var ofarlega í
sinni.
En hann átti sjálfur þann sálar-
hljóm og miðlaði samferðamönnum
ætíð á sinn hátt með sínu ljúfa lagi.
Fyrir þann söng verða vinir Jóns
ávallt þakklátir.
Ég á Jóni og Jóhönnu stærstu
gjöf lífs míns að gjalda og vænan
skerf af lífshamingju minni. Bless-
uð sé minning tengdaforeldra
minna.
Hafið þökk fyrir ljósið sem þið
veittuð í líf mitt og minna!
Jón Hlöðver Áskelsson.
Fleiri minningargreinar um Jón
Gíslason bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær bróðir okkar, faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
JÓN GUÐMUNDUR ÓLAFSSON,
Dunkárbakka,
lést föstudaginn 2. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þorgerður Ólafsdóttir,
Kristbjörg Ólafsdóttir,
Þorgerður Jónsdóttir,
Þorsteinn Jónsson, María Emma Canete,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÆVAR SIGFÚSSON
fv. verkstjóri og fiskmatsmaður
frá Bergholti,
Raufarhöfn,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
10. október.
Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn
19. október kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á LAUF - Landssamtök áhugafólks
um flogaveiki.
Linda Björk Ævarsdóttir, Kristján Steinar Kristjánsson,
Þórunn Elfa Ævarsdóttir, Björn Sigurðsson
og barnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona og amma,
SIGRÚN HELGADÓTTIR,
Borgarheiði 41,
Hveragerði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 8. október.
Jarðsungið verður frá Hveragerðiskirkju föstudaginn
16. október kl. 14.00.
Guðmundur Valgeir Ingvarsson,
Lilja Guðmundsdóttir, Símon A. Pálsson,
Guðrún Guðmundsdóttir, Össur E. Friðgeirsson,
Björn Guðmundsson, Sigríður Magnúsdóttir,
Jóna Helgadóttir Drake, Ken Drake,
Árni Helgason, Elísa Símonardóttir,
Sigurbjörn Helgason, Fríða S. Haraldsdóttir,
Jón Helgason, Þorgerður Þorvaldsdóttir,
Eiríkur Gylfi Helgason, Gerður Janusdóttir,
Sigrún, Dagrún Ösp, Íris Alma, Katrín Eik,
Magnús Geir og Helgi.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
RÚNAR GUÐMANNSSON,
Grænuhlíð 17,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn 9. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Sjöfn Hafdís Jóhannesdóttir,
Jón Árni Rúnarsson,
Jóhannes Rúnarsson, Lilja Bjarnþórsdóttir,
Rannveig Rúnarsdóttir, Kári Tryggvason,
Sigurður Rúnarsson, Elín Hallsteinsdóttir
og barnabörn.
✝
Móðir okkar,
ASTRID SKARPAAS HANNESSON,
lést á heimili sínu föstudaginn 9. október.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Gunhild Hannesson,
Hannes Jóhannsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐLAUGUR EINARSSON
frá Fáskrúðsfirði,
Asparfelli 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn 9. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
16. október kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélögin.
Guðný Eygló Guðmundsdóttir,
Sigrún Judit Guðlaugsdóttir,
Einar Þór Guðlaugsson,
Guðmundur Kr. Guðlaugsson, Helga Kr. Árnadóttir,
Hildigunnur Guðlaugsdóttir, Björgvin Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNLAUGUR BJÖRNSSON,
áður til heimilis að
Hverahlíð 2,
Hveragerði,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 5. október.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
15. október kl. 15.00.
Kolbrún Emma Gunnlaugsdóttir, Sverrir Andrésson,
Ingibjörg Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Brynjólfur Jónsson,
Karl Óskar Gunnlaugsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
SIGRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Eyjabakka 12,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar-
daginn 10. október.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. október
kl. 13.00.
Steinn Gunnarsson,
Kristbjörg Áslaugsdóttir,
Friðbjörn Steinsson, Halldís Hallsdóttir,
Björgvin Steinsson, Sigrún Anný Jónasdóttir,
Svana Steinsdóttir, Sigurður Guðmundsson,
ömmubörn, langömmubarn og bræður.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ARINBJÖRN SIGURÐSSON
skipstjóri,
Sóleyjarima 19,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 10. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
16. október kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Lilja Magnúsdóttir,
Ólafía Arinbjörnsdóttir,
Guðmundína Arinbjörnsdóttir, Emil Þór Sigurlaugsson,
Magnús Arinbjörnsson,
Sigurður Arinbjörnsson, Hulda Hafsteinsdóttir,
Sigurmundur Arinbjörnsson, Hugborg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSTA SIGRÚN ODDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn
9. október.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 21. október kl. 13.00.
Anna Lísa Blomsterberg, Hlini Pétursson,
Kristín Blomsterberg Ahl, Bengt Ahl,
Friðrik Blomsterberg, Alda G. Jóhannesdóttir,
Sigrún Blomsterberg, Friðrik Jósafatsson,
Ellen Blomsterberg, Einar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.