Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Þetta helst ... ● VELTA á skuldabréfamarkaði nam 6,6 milljörðum króna í gær. Hækkaði ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf um 0,02-0,10 prósentur og hækkaði hún meira á styttri flokkum en lengri. Úr- valsvísitalan hækkaði um 0,06% í Kauphöllinni í gær en veltan nam 52,5 milljónum. Nær öll veltan var með hlutabréf Marels án þess að gengi fé- lagsins breyttist. bjarni@mbl.is Sex milljarða velta ● SÆNSKI bank- inn Swedbank hef- ur hótað því að draga mjög úr um- svifum sínum í Eystrasaltsríkj- unum gangi áform lettneskra stjórn- valda eftir um að breyta lögum um fasteignalán. Fela hugmynd- irnar það í sér að geti lántaki ekki leng- ur greitt af láni fái lánveitandi aðeins markaðsvirði fasteignarinnar upp í lán- ið, en geti ekki gengið að lántaka að öðru leyti. Swedbank er stærsti sænski bankinn á svæðinu. bjarni@mbl.is Banki Útibú Swed- bank í Litháen. Swedbank ósáttur við lettnesk stjórnvöld Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is STJÓRN Geysis Green Energy (GGE) fór fram á það við stjórnend- ur félagsins að þeir innheimtu þær 15 milljónir dala, um 1,9 milljarða króna, sem bandaríska fyrirtækið Wolfensohn & Co. hafði skuldbundið sig til að greiða fyrir 3,9% hlut í fé- laginu. Eftir þessum tilmælum hafi hins vegar ekki verið farið. Aðspurð- ur staðfestir Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrverandi stjórnarmaður í GGE, þessa atburðarás. „Meirihluti stjórn- arinnar ákvað að setja í gang inn- heimtuaðgerðir, en núverandi for- stjóri og stjórnarformaður vildu ekki fara í þær. Forstjórinn fór ekki í þær aðgerðir sem stjórnin fól honum að framkvæma.“ Forstjóri GGE er Ás- geir Margeirsson og stjórnarfor- maður félagsins Eyjólfur Árni Rafnsson, en hann situr þar fyrir hönd VGK Invest. Hættu einfaldlega við að borga Wolfensohn, sem er bandarískt fjárfestingar- og ráðgjafarfyrirtæki og meðal annars í eigu James Wolf- ensohns, fyrrverandi bankastjóra Alþjóðabankans, tilkynnti kaup á hlut í GGE í júlí síðastliðnum. Fyr- irtækið ætlaði að borga 15 milljónir dala, um 1,9 milljarða króna, fyrir hlutinn og í kjölfarið settist Adam Wolfensohn, sonur James, í stjórn GGE. Wolfensohn hætti hins vegar að greiða framlag sitt til GGE í kjölfar bankahrunsins og bar fyrir sig óvenjulegar aðstæður. Stjórn GGE sætti sig ekki við þessar niðurstöður og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lét hún vinna fyrir sig lögfræðiálit sem sagði að góðar líkur væru á innheimtu fjárins ef farið yrði í lögfræðilegar aðgerðir. Þorsteinn segir að ekki hafi verið um hlutafjár- loforð að ræða, heldur samning um að auka hlutafé. Wolfensohn hafi því einfaldlega skuldað kaupverðið. „Hann [innsk. blaðam. Wolfensohn] skrifaði undir samninga þess efnis að hann hefði komið inn með nýtt hlutafé. Hann sest síðan í stjórn en hættir svo við allt saman.“ Að öðru leyti vildi Þorsteinn ekki tjá sig um málið. Segir málið í ferli Ásgeir Margeirsson hafnar því að málið hafi ekki verið sett í ferli. „Þetta mál var rætt í stjórninni og Wolfensohn var sent bréf. Þeir hafa svarað því bréfi og menn eru einfald- lega ekki sammála um túlkun samn- ingsins. En málið fór í meðferð lög- fræðinga til þess að fara í innheimtu. Það er mikill ágreiningur um þetta mál milli Geysis Green og Wolfen- sohn. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur né í hversu hart verð- ur farið. En málið er komið í þetta ferli.“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Forstjóri Ásgeir Margeirsson, for- stjóri GGE, segir málið í ferli. Segir Geysi Green ekki innheimta tvo milljarða Þorri stjórnar vildi setja skuld Wolfensohn í innheimtu ● HOLLENSKI bankinn DSB var í gær settur undir stjórn Seðlabanka Hol- lands til þess að koma í veg fyrir áhlaup. Segir í úrskurði héraðsdóms að samþykkt hafi verið beiðni frá DSB um neyðarheimild til þess að bankinn yrði færður undir seðlabankann. Verður sjálfstæður skiptastjórnandi skipaður til þess að gæta hags kröfuhafa. Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- banka Hollands þýðir úrskurður hér- aðsdóms að tímabundið munu við- skiptavinir DSB ekki geta tekið út fjármuni sína úr bankanum. Segja þeir skýringuna á því að óskað var eftir heimildinni þá að mikið fjárstreymi út úr bankanum að undanförnu hafi skap- að hættu á falli DSB. guna@mbl.is Einn evrópskur banki til viðbótar fallinn Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MIÐAÐ við efni samkomulags um uppgjör milli gamla og nýja Lands- bankans munu 90 prósent nást upp í forgangskröfur í gamla bankann, að því er segir í tilkynningu frá skila- nefnd hans. Forgangskröfur í bank- ann eru nær eingöngu vegna innlána í Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi. Bókfært virði eigna gamla bank- ans, eftir skuldajöfnun, telst vera 2.545 milljarðar króna. Er nú gert ráð fyrir því að áætlað verðmæti þessara eigna sé um 1.180 milljarðar, eða um 46,4 prósent af bókfærðu virði. Skuldir bankans eru sagðar 3.655 milljarðar króna, en þar af eru al- menn innlán 1.319 milljarðar króna. Miðað við áðurnefnt verðmat eign- anna munu þær því ná upp í 89,5 pró- sent af almennum innlánum. Eftir standa 139 milljarðar króna. Í tilkynningunni er tekið fram að hafa beri í huga að virði eigna sé háð óvissu, m.a. vegna þróunar í efna- hagsmálum, hér heima og erlendis. Þegar vænt virði eigna og skulda er skoðað eftir starfsstöðvum sést að stærstur hluti almennra innlána er í Bretlandi og Hollandi, sem ekki kemur á óvart, enda voru Icesave- reikningar Landsbankans umfangs- mestir í þessum tveimur löndum. Vænt virði eigna bankans í þessum löndum nemur hins vegar aðeins 345 milljörðum króna. Bróðurparturinn af eignum gamla bankans er hér á landi, eða um 700 milljarðar. Ríkið eigi áfram 80 prósent Munar þar mestu um skuldabréf frá nýja Landsbankanum, NBI, og hlutafjáraukningu. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að NBI gefi út skuldabréf til gamla bankans að fjárhæð 260 milljarðar króna til tíu ára. Þá er gert ráð fyrir því að gefin verði út hlutabréf til gamla bankans að fjárhæð 28 millj- arða króna, sem svarar til um 20% heildarhlutafjár NBI. Fjórir fimmtu hlutafjár í nýja bankanum verða áfram í eigu ís- lenska ríkisins. Fjárhæð skuldabréfsins tekur mið af mismuni á áætluðu virði þeirra eigna og skulda, sem færðar voru úr gamla bankanum í þann nýja. Fari svo að verðmæti yfirfærðra eigna reynist meira en matið gerir nú ráð fyrir, mun NBI gefa út viðbótar- skuldabréf til gamla bankans og gæti það numið um 90 milljörðum króna. Á móti fengi ríkissjóður áður- nefnd hlutabréf til sín aftur að miklu leyti. Lokamat verður lagt á eign- irnar í árslok 2012. Gera áætlanir ráð fyrir því að hlutafé NBI verði um 155 milljarðar króna og mun ríkissjóður leggja fram 127 milljarða í formi ríkis- skuldabréfa. Í tilkynningunni er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármála- ráðherra, að samkomulagið sé eitt af lokaskrefum ríkisstjórnarinnar í endurreisn bankanna þriggja. Það uppfylli öll meginmarkmið um að Ís- lendingar standi á ný upp með traust bankakerfi, að sanngjarnt uppgjör við kröfuhafa hafi farið fram og að útlit sé fyrir ásættanlega ávöxtun á eiginfjárframlagi ríkisins. Gera ráð fyrir því að 90% náist upp í Icesave Áætlað raunvirði eigna gamla Landsbankans er um 46% af bókfærðu virði þeirra Morgunblaðið/Eggert Bankar Í júlí greindu stjórnvöld frá því að uppgjöri milli gamla og nýja Kaupþings annars vegar og Glitnis og Ís- landsbanka hins vegar væri lokið. Óvissan um Landsbankann var hins vegar meiri og beið uppgjör hans þar til nú. Í HNOTSKURN »Hlutafé nýja Landsbank-ans (NBI) verður um 155 milljarðar króna og mun rík- ið eiga 80% hlut í bankanum, en gamli landsbankinn 20%. »Bókfært virði eignagamla bankans er 2.545 milljarðar króna og skuldir 3.655 milljarðar. »Vænt virði eignanna erhins vegar 1.180 millj- arðar. Forgangskröfur, þ.e. almenn innlán, nema alls 1.319 milljörðum króna. Ná væntar eignir því upp í 89,5% af almennum innlánum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.