Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 20
Losunarheimild- ir eru ekki álver HUGTAKIÐ „los- unarheimild“ er notað yfir inneign sem lögð er inn í skráningarkerfi og er heimild fyrir losun koldíoxíðs. Ein losunarheimild samsvarar losun eins tonns af koldíoxíði á einu ári. Stóriðja á Íslandi, sem losar gróðurhúsa- lofttegundir, hefur verið starfrækt frá árinu 1958 þegar Sementsverksmiðjan hóf rekstur. Síðar bættist álverið í Straumsvík við og Íslenska járn- blendifélagið. Þessi fyrirtæki voru bú- in að vera í rekstri í áratugi þegar við- miðunarár Kyoto bókunarinnar var ákveðið eða árið 1990. Þegar ramma- samningur Sameinuðu þjóðanna var samþykktur og í kjölfarið Kyoto- bókunin var ljóst að Ísland hafði afar litla mengunarreynslu og hlaut því litla hlutdeild í heildarmengunarkvót- anum á heimsvísu. Ákveðið var að taka tillit til aðstæðna ríkja þegar losunar- mörk voru sett og eru þau allt frá því að fela í sér 8% samdrátt yfir í það að nema 10% aukningu eins og Íslandi var úthlutað. Hlutdeild Íslands í losunarmörkum með 10% aukningu á við aðrar þjóðir, reyndist vera 500.000 losunarheimildir á ári eða 2.500.000 losunarheimildir á tímabilinu 2008 til 2012. Íslenska ákvæðið – (14/CP.7) Snemma varð ljóst að íslensk stjórnvöld sáu enga möguleika á að geta uppfyllt markmið rammasamn- ingsins og Kyoto-bókunarinnar. Lögð var áhersla á að fá viðurkennda sér- stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, með- al annars vegna smæðar efnahags- kerfisins og sérstöðu hvað varðar samsetningu á útstreymi. Það tókst á fundi samningsaðila í Marrakesh í árs- lok 2001. Þessi ákvörðun markaði mik- il tímamót og í framhaldinu gátu Ís- lendingar undirritað Kyoto bókunina og fullnægt skuldbindingum hennar. Helsta skilyrði íslenska ákvæðisins var að um „einstakt“ verkefni hafi ver- ið að ræða. Það fól í sér að heimilt kolt- víoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvers, sem hæfi starf- semi eftir 1990 og leiddi til meira en 5% aukningar í útstreymi á fyrsta skuldbindingartímabili bókunarinnar 2008 til 2012, yrði haldið utan við út- streymisheimild bókunarinnar eftir að útstreymisheimildir viðkomandi ríkis hafa verið fullnýttar. Ákvörðunin náði aðeins til þeirra ríkja þar sem útstreymi var minna en 0,05% af heildarkoltvíoxíðútstreymi iðnríkjanna árið 1990, eða 1/10.000 af losuninni í heiminum, í þessu tilfelli Ís- land og Mónakó. Samkvæmt sam- komulaginu mátti Ísland losa koltvíox- íðsútstreymi að hámarki 1.600.000 tonn á ári eða 8.000.000 tonn á tíma- bilinu. Skýrt var kveðið á um að ekki mætti framselja til annarra ríkja þær heimildir sem svona væru til komnar. Áætlanir gerðu ráð fyrir að þessar losunarheimildir myndu nægja fyrir stóriðju sem þegar var til staðar í land- inu við undirskrift ákvörðunar um ís- lenska ákvæðið og myndi jafnframt duga þeirri stóriðju sem fyrirhuguð væri hér á landi í náinni framtíð.Þessar spár stóðust engan veginn og nú er skortur á losunar- heimildum hér á landi miðað við þær áætlanir sem gerðar hafa verið til ársloka 2012. Innleiðing tilskipunar nr. 2003/87/EB Úthlutun og viðskipti með losunarheimildir eykur út af fyrir sig ekki umhverfisvernd – en þessi aðferð hvetur hinsvegar til þess að losunin fari fram þar sem kostnaðurinn er lægstur. Öll Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, ákváðu á árunum 2005 til 2007 að innleiða viðskipti með losunar- heimildir. Það kom til af því að Danmörk, Sví- þjóð og Finnland eru í ESB og lúta ákvörðunum sem sambandið tekur. Noregur hafði á þessum tíma ákveðið að fylgja fordæmi hinna Norður- landanna varðandi viðskipti með heim- ildirnar og sett voru lög þess efnis sem tóku gildi 1. janúar 2005. Alþingi Íslendinga samþykkti að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsa- lofttegunda þann 26. október 2007 sem gerir fyrirtækjum kleift að eiga við- skipti með losunarheimildir. Miðast núverandi gildissvið viðskiptakerfisins við losun á koldíoxíði (CO2) frá ákveð- inni starfsemi, t.d. orkuframleiðslu, járn-, jarðefna- og pappírsiðnaði, en ekki áliðnaðar. Vegna þessa afmark- aða gildissviðs fellur hverfandi hluti af heildarlosun hér á landi undir gildis- svið tilskipunarinnar. Lokaorð Þær losunarheimildir sem Íslend- ingar hafa yfir að ráða samkvæmt ís- lenska ákvæðinu eru okkur afar dýr- mætar. Hef ég nefnt 15 milljarða – en líklega er sú upphæð stórlega van- metin miðað við stöðu krónunnar í dag. Umhverfisráðherra hefur neitað þessari staðreynd og markað stefnu fyrir þjóðina alla – að sækjast ekki eft- ir endurnýjun íslenska ákvæðisins. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að berjast fyrir réttindum Íslands á al- þjóðavettvangi og fá íslenska ákvæðið viðurkennt sem almennar loftslags- heimildir sem við gætum stundað við- skipti með, átt eða geymt. Fella á allt flug undir tilskipunina 2012 gangi plön eftir og hugmyndir eru uppi um að byggja hér á landi upp iðnað sem losar gróðurhúsaloftegundir sem falla undir tilskipunina. Íslensku þjóðinni var fenginn lykill að alheimsauðlind í Marrakesh – slík tækifæri fást sjaldan. Umhverfis- ráðherra hefur nú hafnað rétti okkar til þessarar auðlindar. Þröngsýni um- hverfisráðherra er algjör. Eftir Vigdísi Hauksdóttur Vigdís Hauksdóttir »Hef ég nefnt 15 millj- arða – en líklega er sú upphæð stórlega van- metin miðað við stöðu krónunnar í dag. Höfundur er lögfræðingur og alþing- ismaður Framsóknarflokksins. 20 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 ✝ Guðríður Hanni-balsdóttir fæddist í Þernuvík í Ög- urhreppi við Ísafjarð- ardjúp 3. mars 1938. Hún lést á kvenna- deild Landspítalans 9. október 2009. Foreldrar hennar voru Þorsteina Krist- jana Jónsdóttir, f. 16. nóvember 1914, d. 27. nóvember 2004 og Hannibal Jóhann- es Guðmundsson, f. 24. apríl 1907, d. 9. desember 1984. Þau voru bændur á Hanhóli í Bolungarvík frá 1944. Guðríður átti 14 systkini: Sigurvin , f. 1937, Jón, f. 1939, d. 1998, Lilja, f. 1940, Haukur, f. 1941, Hulda, f. 1943, Ásdís, f. 1944, Bragi, f. 1945, Sigríður Halldóra, f. 1947, Sigrún, f. 1950, Margrét, f. 1952, Fjóla, f. 1953, Jóhann, f. 1954, Rebekka, f. 1956 og Þor- steinn, f. 1961. Sonur Guðríðar og Hilmars Þorbjörnssonar, f. 1934, d. 1998 er 1) Gunnar Þór Hilmarsson f. 9. september 1963. Sonur hans og Jóhönnu Jóhannsdóttur, f. 7. júlí 1961 er Frosti Örn, f. 29. des- ember 1986, í sambúð með Helen Svövu Helgadóttur, f. 9. október 1983. Gunnar er kvæntur Brendu Sjoberg, f. 13. ágúst 1959. Þeirra synir eru: Uggi, f. 30. desember 1991 og Loki, f. 23. ágúst 1994. Hinn 28. febrúar 1971 giftist Guð- ríður Óla Theódór Hermannssyni, f. 24. júní 1943. Þau eignuðust 3 börn. Þau eru: 2) Ágústa, f. 4. jan- úar 1971, í sambúð með Páli Bryn- geirssyni, f. 11. september 1978. Þeirra synir eru: Huginn Óli, f. 8. febr- úar 1999, Goði Páll, f. 18. febrúar 2003 og Ágúst Freyr, f. 18. september 2006. 3) Bjarkar Þór, f. 29. febrúar 1972, í sam- búð með Olgu Hrönn Olgeirsdóttur, f. 27. febrúar 1973. Þeirra börn eru: Þórdís Arna, f. 23. febrúar 1996, Olgeir Þór, f. 23. júlí 2002 og Ey- þór Ingi, f. 26. sept- ember 2007. 4) Hrund Ýr, f. 12. ágúst 1976, gift Sigurði Árna Magnússyni, f. 9. febrúar 1977. Þeirra dóttir er Unnur Ýr, f. 26. júlí 2008. Guðríður fluttist 6 ára með for- eldrum sínum og systkinum frá Þernuvík að Hanhóli í Bolungarvík og ólst þar upp. Eftir nám og störf í Bolungarvík, Reykjanesi og Hús- mæðraskólanum að Varmalandi fluttist Guðríður til Reykjavíkur 1959. Guðríður lauk námi frá Kennaraskóla Íslands 1963 og starfaði sem handavinnukennari á Seltjarnarnesi, í Kópavogi og Mos- fellsbæ. Einnig kenndi hún í full- orðinsfræðslu fatlaðra í Tjaldanesi og Borgarholtsskóla. Guðríður var lengi virk í Skógræktarfélagi Mos- fellsbæjar og í ITC á Íslandi og síðustu ár var hún formaður Vest- firðingafélagsins. Útför Guðríðar fer fram frá Langholtskirkju í dag, þriðjudag- inn 13. október, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Á giftingardaginn minn fyrir hart nær 45 árum upplifði ég mig sem hamingjusama og ríka mann- eskju. Ég hafði eignast níu mág- konur og fimm mága, allt glæsilegt mannkostafólk. Guðríður Hanni- balsdóttir, sú er hér er kvödd, var elst þessara mágkvenna. Allar göt- ur síðan hefur vinátta og hjálp- semi einkennt samband okkar fjöl- skyldna. Gurrý eins og hún var alltaf kölluð var litríkur persónuleiki. Hún var forkur, dugleg og allt sem hún tókst á við lék í hennar högu höndum enda elsta systirin í stórum barnahópi. Í hennar hlut koma að sauma, bæta, stoppa, baka og allt sem að heimilishaldi á stóru sveitaheimili kom. Hún hafði einstakt lag á að koma „ull í fat og mjólk í mat.“ Eftir hana liggja ótal listaverk þar sem hugvit hennar og hönnun fara vel saman. Hún var alltaf glaðleg á hverju sem gekk og æðr- aðist aldrei yfir neinu en samt ábyrg og afar þrautseig. Þessir eiginleikar hafa komið sér vel í þau ellefu ár sem hún hefur barist við krabbamein og nær allan þann tíma óvíst hvenær vágesturinn legði hana að velli. Hún var með- vituð um ástand sitt en æðraðist aldrei yfir því heldur lifði eins innihaldsríku lífi eins og frekast var kostur. Hún hafði gaman af að ferðast og var félagsvera sem naut sín á mannamótum. Hún var einstaklega dugleg að halda saman sinni stóru fjölskyldu og heimili Óla og Gurrýjar hefur alltaf staðið opið fyrir frændum og vinum hvernig sem ástatt hefur verið. Það var ekki ætlunin að skrifa hér æviágrip þessarar kæru mág- og vinkonu heldur áttu þetta að vera þakkir fyrir allt og allt sem of langt mál yrði upp að telja. Elsku Óli, Gunnar, Ágústa, Bjarkar, Hrund Ýr og ykkar fjöl- skyldur, svo og aðrir syrgjendur: Þakkið fyrir allar góðu stundirnar og yljið ykkur við allar hjartkæru minningarnar. Við Haukur kveðj- um Gurrý með ljóði Davíðs Stef- ánssonar Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið. Og vera svo í máli mild og skýr að minni í senn á spekinginn og barnið. Og gefa þeim sem götu rétta flýr Guðríður Hannibalsdóttir ✝ Jón Gíslason, tré-smíðameistari á Akureyri, fæddist á Bessastöðum í Sæ- mundarhlíð í Skaga- firði 14. september 1915. Hann lést á dval- arheimilinu Hlíð á Ak- ureyri 4. október 2009. Foreldrar hans voru Sigríður Sveins- dóttir frá Hóli í sömu sveit, f. 1883, d.1919, og Gísli Konráðsson frá Skarðsá, f. 1865, d. 1932. Systkini Jóns, sem komust á legg, voru sjö: Sig- urbjörg, f. 1905, d. 1991, Sveinn, f. 1906, d. 1928, Konráð, f. 1908, d. 1978, Hallfríður, f. 1910, d. 1982, Ingibjörg, f. 1912, dó á þrítugsaldri og tvíburasystir Jóns Mínerva, d. 1998, og Sigurður Jóhann Gíslason, hálfbróðir Jóns, f.1893, d.1983. Jón missti móður sína árið 1919 og nýbyggður bærinn á Bessastöðum brann ári síðar. Snemma kom í ljós að Jón hafði lag og unun af að tálga fugla úr ýsubeini. Trésmíði virtist honum í blóð borin. Sumarið 1934 hleypir Jón heimdraganum og 1934- 1936 stundar hann nám við Reyk- Þórðardóttir, börn: Hrafnhildur, Arnar, Jón Örvar, Berglind Rós og Eydís Arna. Jón sótti kvöld- og helgarnám- skeið í Skóla félags frístundamálara á Akureyri veturna 1948-1950, í mál- ara- og myndhöggvaradeild. Kenn- arar við skólann voru Haukur Stef- ánsson listmálari og Jónas Jakobsson myndhöggvari. Kunn- áttan sem hann öðlaðist í þeim skóla og færni í smíði urðu honum vega- nesti ævilangt í að teikna, mála, móta andlit í leir og gera gifsaf- steypur, ásamt því skera út mikinn fjölda listmuna úr tré. Trélistgripir Jóns eru fjölmargir og er verulegur hluti þeirra til sýnis í Iðnaðarsafni Akureyrar. Jón rak um 40 ára skeið Trésmíðaverkstæði Jóns Gíslasonar sem var eitt farsælasta bygging- arfyrirtæki Akureyrar. Jón annaðist byggingar Sjálfsbjargar á Akureyri, fyrst á Hvannavöllum og síðar við Bugðusíðu. Eitt af afrekum Jóns var endurbygging þess sögufræga húss Gamli Lundur við Eiðsvöll sem byggt var upphaflega árið 1858. Húsið var tekið í notkun á 70 ára af- mæli Jóns 14. september 1985. Jón dvaldi á dvalarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri síðustu vikurnar í sínu lífi þar sem hann andaðist. Útför Jóns er gerð frá Akureyr- arkirkju í dag, 13. október, kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar holtsskóla í Borg- arfirði. Sumarið 1935 var Jón í sumarvinnu á Gilsbakka í Hvít- ársíðu og vann þar við að byggja steinsteypt hús, það fyrsta þeirrar gerðar. Það átti síðar eftir að verða hans ævistarf að byggja hús. Í desember 1944 lauk Jón sveinsprófi í trésmíði á Akureyri. Sama ár byggði hann sitt eigið hús í Fjólu- götu 14 á Akureyri og bjó þar það sem eftir var ævinnar. Jón kvæntist Jóhönnu Sóphus- dóttur 18. desember 1943. Jóhanna lést 2. apríl 1988. Börn þeirra Jóns og Jóhönnu eru: 1) Sveinn Heiðar, f. 1944, maki Erla Oddsdóttir, börn: Ragnheiður, Fríða Björk, Oddný, f.1968, d. 1969, Lovísa og Erlingur Heiðar; 2) Sigríður, f. 1945, maki Stefán G. Jónsson, börn: Jón Viðar, Jóhanna Bára, Kristjana, Jón Guð- mundur, Helgi Heiðar og Sigurður Örn; 3) Sæbjörg, f. 1949, maki Jón Hlöðver Áskelsson, börn: Sig- urbjörg, Hrund og Heimir Freyr; 4) Karl, f. 1952, maki Helga Kristrún „Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill“ er gamalt orðatiltæki og þannig reyndist framtíð drengsins Jóns á Bessa- stöðum falin í fagurlega skornum fuglsvængjum úr ýsubeini er hann skar út sem barn. Hans listræna hönd og næmi hugur vakti athygli hans nánustu í æsku og átti síðar eftir að vekja ævilangt aðdáun þeirra sem list hans kynntust. Harður lífsins skóli, móðurmissir kornungs drengs og bruni æsku- heimilis slævðu ekki gleðiríka lund og kærleiksríkt hjarta. Alla ævi miðlaði Jón öllu sínu fólki og vinum gleði sem var gulli skírari. Hann hafði skarpt og ofurnæmt innsæi, hans stóru hendur voru gæddar hárfínni tilfinningu og út- sjónarsemi hans á nýtingu efnis í listaverk og smíði var við brugðið. Húsin sem hann byggði, mynd- verkin hans og sér í lagi tréskurð- arverkin verða miklum völundi sís- annur vitnisburður. Söknuður okkar í fjölskyldu Jóns dvínar þegar ljósi þeirrar miklu gleði sem hann veitti er varpað á þá samleið sem við áttum með honum. Jón átti þann hæfileika í ríkum mæli að geta kæst og brugðið á leik, og það voru ekki síst börnin í kringum hann sem nutu þess í rík- um mæli og með sínu hlýja viðmóti og einlægni laðaði hann ósjálfrátt öll börn að sér. Þegar haldið var hátíðlega upp á 94 ára afmæli Jóns nú í september átti hann enn, þrátt fyrir mikil veikindi, þann eiginleika óskertan að geta með einlægu brosi sínu heillað öll börnin sem sóttust eftir návist langafa síns. Höfðingsskapur var sterkur þátt- ur í lyndiseinkunn Jóns og fátt gladdi hann meira en að geta veitt vinum og vandamönnum ríkulega af veisluborði efnis og anda og að taka Jón Gíslason Öld er í dag liðin frá fæðingu Agn- ars Klemensar Jónssonar, sendiherra og ráðuneytisstjóra. Hann lést á 75. aldursári hinn 14. febrúar 1984. Agnar Klemens starfaði við Stjórn- arráð Íslands og gegndi þar mikil- vægu hlutverki við meðferð utanrík- ismála þjóðarinnar í meira en fjóra áratugi og var jafnframt mikilvirkur söguritari. Í næsta Sunnu- dagsblaði Morg- unblaðsins skrifar Ólafur Egilsson, fv. sendiherra og starfsmaður Stjórnarráðs Ís- lands, aldarminn- ingu þar sem hann fer yfir líf og störf Agnars Klemensar. Agnar Klemens Jónsson ALDARMINNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.