Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Á MORGUN og fimmtudag verður vígður nýr Steinway- flygill í Selinu á Stokkalæk á Rangárvöllum með því að Vík- ingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari heldur þar tvenna tón- leika. Flygilinn valdi Víkingur Heiðar á liðnu sumri eftir langa leit í London og Ham- borg. Á efnisskránni verða m.a. fluttar útsetningar Vík- ings á íslenskum sönglögum og útsetningar Snorra Sigfúsar Birgissonar á ís- lenskum þjóðlögum auk verka eftir Bach, Bartók, Debussy og Chopin. Miðapantanir eru í síma 4875512 eða 8645870. Kaffiveitingar verða á tón- leikunum sem hvorir tveggja hefjast kl. 20. Tónlist Víkingur vígir flygil á Stokkalæk Víkingur Heiðar Ólafsson INGA Lára Baldvinsdóttir kynnir Ljósmyndasafn Íslands og þá söfnun og skráningu sem fer fram á vegum þess í hádeg- isfyrirlestri í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 12.05. Í fyrir- lestraröð haustsins gefst áhugasömum færi á að kynna sér hluta þess fjölbreytta starfs sem fer fram í Þjóð- minjasafninu. Ljósmyndir eru þar stærsti efnisflokkurinn og eru í sérsafni sem heitir Ljósmyndasafn Íslands. Tæplega 4 milljónir mynda eru í safninu. Þar er m.a. að finna úrval mynda frá því að ljósmyndin var fundin upp árið 1839 til ársins 2000. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Ljósmyndir Fyrirlestur um Ljósmyndasafnið Inga Lára Baldvinsdóttir FYRIRLESTUR í tilefni af 60 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína fer fram í Lögbergi, stofu 201, á morgun kl. 12. Í gegnum aldirnar hafa Vesturlandabúar haft mjögmismunandi og mis- vísandi skoðanir á Kína, íbúum ríkisins og öllu fyrirkomulagi þar eystra, allt eftir því hvernig menn hafa nálgast viðfangs- efnið. Fyrirlesari dagsins, Hjör- leifur Sveinbjörnsson, bregður sér upp á nokkra af þessum sjónarhólum og ber það sem fyrir augu ber saman við fyrirmyndina. Hjörleifur nam kínversku og asískar bókmenntir við Tungumálastofnun Pekingborgar og Pekinghá- skóla á árunum 1976-1981. Hugvísindi Hjörleifur á kín- verskum sjónarhóli Hjörleifur Sveinbjörnsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ENRON er mál málanna í leikhúslífinu í London þessa dagana, leikrit sem byggt er á sögu orkurisans Enron og þeim margumtalaða skandal þegar upp komst um svik og pretti stjórnenda fyrirtækisins. Það er ekki oft að allir helstu fjölmiðlar Breta gefi nýju leikverki toppeinkunn, en Guardian, The Times, The Evening Standard og The Telegraph gáfu verkinu öll fimm stjörnur þegar það var frumsýnt í Royal Court- leikhúsinu í júlí. Uppselt er á allar sýningar út auglýstan sýningartíma, og ákveðið hefur verið að taka verkið einnig upp á West End í janúar. Vestanhafs verður verkið tekið upp á Broadway í apríl, og í Hollywood hefur Sony-samsteypan keypt réttinn til að kvikmynda verkið. Höfundur leikritsins er ung kona, Lucy Prebble, en Enron er einungis annað leikritið sem hún semur að námi loknu. Í skóla fékk hún viðurkenningu fyrir verkið Liquid, en fyrir það var hún útnefnd Bjartasta vonin í bresku leikhúsi. „Bítandi, fyndið, heiðskírt, frumlegt, upplýsandi, hressandi, skynsamlegt, óhemju skemmtilegt, og furðu hjartnæmt; þetta er leikrit sem enginn má missa af. Póli- tískt leikhús 21. aldarinnar er komið á sviðið með stæl.“ Slíkar lofrullur, eins og þessi, sem Dominic Maxwell, gagnrýnandi Times, skrifaði, eru dæmigerðar fyrir við- brögðin við verkinu. En hvernig verður drama úr viðskiptalífinu að vinsælu leikriti? Michael Billington, gagnrýnandi Guardian, segir að Lucy Prebble og leikstjóranum Rupert Goold hafi tekist það með því að forðast predikanir um geðveikina í viðskiptaheiminum, en þess í stað lýsi þau henni með öll- um bestu aðferðum sem leikhús geti boðið upp á. Aðalpersóna leikritsins er Jeffrey Skilling, sem var að- alforstjóri fyrirtækisins. Í verkinu er græðgi hans í meiri umsvif og stærra fyrirtæki lýst, og því ginnungagapi sem varð milli væntinga markaðarins og raunveruleikans eft- ir því sem fyrirætlanir hans urðu háfleygari. Þegar hagn- aður varð ekki sá sem Skilling ætlaðist til sneri hann sér til Andys Fastows, fjármálastjóra Enron, og fékk hann til að stofna skuggafyrirtæki til að hylja stórkostlegt tap. Við gjaldþrotið komu svikin í ljós, stefna Skillings var ekkert annað en risavaxin fjárglæfrafantasía. Enron í litum leikhússins  Fá leikverk hafa fengið jafn frábæra dóma síðustu ár í London og leikritið En- ron eftir Lucy Prebble  Borgarleikhúsið hyggst setja verkið á svið á næsta ári Enron Uppselt er á allar sýningar. Leikritið verður sýnt í Borgarleikhúsinu á nýju ári. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „GALLERÍ Fold hefur komist upp með það í mörg, mörg ár, að skila ekki fylgiréttargjaldi af seldum verkum til Myndstefs, jafnvel þótt gjöldin séu innheimt af kaupendum verkanna,“ segir Hlynur Hallsson, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, en í gær, um kl. 18, mótmæltu myndlistarmenn við Gallerí Fold, rétt áður en þar hófst uppboð á myndverkum. Við endursölu myndverka hjá listaverkasölum leggst fylgiréttargjald ofan á söluverð sem rennur til viðkomandi höfundarrétthafa. Gjaldið gefur höfundi hlutdeild í markaðsverði endursölunnar. Greiðsla fyrir keypt verk er innt af hendi í lok uppboðs og ber þá uppboðshaldara að skila gjöld- unum til Myndstefs, sem dreifir þeim til myndhöf- unda eða erfingja þeirra. Fylgiréttargjaldið er 10% af söluverði verka sem eru seld fyrir minna en 3.000 evrur, sem er á núvirði u.þ.b. 550.000 kr., en svo lækkar hlutfallið ef um dýrari verk er að ræða. Upphæðirnar eru því háar. „Nú er Myndstef búið að kæra Gallerí Fold til lög- reglunnar fyrir vanskil á fylgiréttargjöldunum og upphæð stefnunnar er 21 milljón króna. Það er óþol- andi að þeir innheimti þetta 10 prósenta gjald af seldum verkum, en komi því svo ekki áfram til mynd- listarmannanna gegnum Myndstef,“ segir Hlynur. „Það er búið að biðja galleríið með góðu að borga þetta, og á tímabili var því lofað. Þeir hafa þó ekki staðið við neitt. Við fengum þá skýringu hjá þeim að þeir borguðu ekki vegna þess að aðrir borguðu ekki, en það er ekki rétt. Auðvitað eru til heiðarlegir upp- boðshaldarar, og þeir hafa staðið skil á þessum greiðslum, eins og Morkinskinna og fleiri. Þegar ekkert bítur á mönnum er ekki um annað að ræða en að fara í hart,“ segir Hlynur Hallsson formaður SÍM. Myndstef stefnir Galleríi Fold  Fold hefur ekki staðið skil á fylgiréttargreiðslum til Myndstefs fyrir seld verk  Myndlistarmenn mótmæltu við Fold í gær, skömmu áður en uppboð hófst Engin læti Mótmælin fóru friðsamlega fram. Ég sat á fjórtánda bekk ásvölunum í Salnum íKópavogi á tónleikumírska píanóleikarans Johns O’Connors. Það er frekar aftar- lega, en samt virtist hljómurinn í flyglinum óvanalega sterkur, fallegur og skýr. Fyrst hélt ég að það væri pí- anóleikaranum að þakka, en í hléinu frétti ég að nýbúið væri að skipta um hamra í hljóðfærinu. Það eru góðar fréttir; af einhverjum ástæðum var flygillinn orðinn kolómögulegur á undraskömmum tíma frá því að hann var tekinn í notkun fyrir átta árum. Núna lítur út fyrir að maður geti heyrt almennilega í flyglinum uppi á svölum á píanótónleikum. Hvílík til- breyting! O’Connor spilaði yfirleitt skýrt og örugglega, tónmyndunin var smekk- leg og ólík blæbrigði ágætlega mótuð. Það er samt ekki nóg. Sónata í h-moll (Hob. XVI nr. 32) eftir Haydn var vissulega létt og leikandi, og kom prýðilega út, en Pathetique-sónatan eftir Beethoven var síðri. Þetta út- jaskaða verk er svo hryllilega vel þekkt að erfitt er að bæta nokkru við og túlka það þannig að það hljómi ferskt og spennandi. Flutningur O’Connors virkaði rútínulegur, maður beið eftir að hann geispaði, stæði upp í miðjum kafla og segði við áheyrendur: „Og svo framvegis, og svo framvegis.“ Þrjú næturljóð eftir John Field voru sömuleiðis svæfandi; það var helst í prelúdíu og noktúrnu fyrir vinstri hönd eftir Skrjabín að píanó- leikaranum tókst að leggja eitthvað spennandi á borðið. Verkin voru sam- in snemma á ferli tónskáldsins, þau eru óviðjafnanlega sjarmerandi. Pre- lúdían var frábær í flutningi O’Con- nors en noktúrnan ekki eins vel heppnuð, enda gríðarlega erfið og gerir kröfur um fingralipurð sem ekki var til staðar, a.m.k. ekki á því augna- blikinu. Tunglskinssónatan eftir Beethoven var lokastykkið á dagskránni, hún var ágætlega leikin, draumkennd stemn- ingin í hinum fræga upphafskafla var snyrtilega útfærð og hinir kaflarnir þéttir og öruggir. Aukalagið, Impromptu í Es-dúr eft- ir Schubert, rak svo lestina, það var vel spilað. O’Connor hristi hröð nótna- hlaupin úr hægri erminni, hann hafði mun minna fyrir þeim en í noktúrn- unni eftir Skrjabín. Sennilega er hann ekki örvhentur. Og svo framvegis Salurinn í Kópavogi Píanótónleikar bbmnn John O’Connor flutti verk eftir Haydn, Beethoven, Field, Skrjabín og Schubert. Laugardagur 3. október. JÓNAS SEN TÓNLIST „Þetta er í einu orði sagt magnað verk,“ segir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það fjallar um ris og hrun Enron, en er alls ekki nein vandlæt- ingarræða, heldur er það sem gerðist sýnt bæði í ljósi sögunnar, en ekki síður í ljósi persónanna í verkinu. Þarna eru mannleg átök og dramatík í forgrunni þó bak- grunnurinn sé saga þessa þekkta fyrir- tækis. Á sama tíma er þetta saga við- skiptalífsins síðustu 15 ár, að hruninu og á heillandi hátt er meðölum leikhússins beitt til að veita okkur dýpri skilning á því sem í rauninni hefur verið að gerast í efna- hagsmálum heimsins síðustu árin. Þetta er dramatísk saga en jafnframt leiftrandi af húmor og skemmtilegheitum. Það er langt síðan leikverk hefur vakið jafn mikla athygli í Bretlandi og satt að segja er langt síðan ég hef sjálfur hrifist jafn mikið af leiksýningu og þessari,“ segir Magnús Geir. Þýðing verksins yfir á ís- lensku er þegar hafin. „Já, Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarréttinn og við erum að undirbúa uppsetningu sem verður á næsta ári. Þetta verk höfðar án efa sérstaklega vel til okkar Íslendinga í ljósi þeirra at- burða sem hér hafa gerst. Og því miður er ekki hjá því komist að sjá samsvörun milli Enron og ýmissa atburða í viðskipta- lífinu hér á landi síðustu misseri.“ Borgarleikhúsið sýnir verkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.