Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞÓTT sjúkling- um sem lagðir eru inn á sjúkra- hús vegna inflú- ensu hafi fjölgað síðustu daga og nokkrir þeirra verið lagðir á gjörgæsludeild þarf það ekki að þýða að farald- urinn sé að verða skæðari en áður. Þannig er sú skýring talin allt eins líkleg að eftir því sem fleiri smitast fjölgi þeim sem þurfa á sjúkrahús- vist að halda vegna undirliggjandi sjúkdóma sem geta gert inflúensuna alvarlegri en ella. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra en þar segir að á undanförnum tveimur vikum hafi inflúensulíkum sjúkdóm- stilfellum fjölgað talsvert, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkir sýni sérstaka aðgát Mælst er til þess að allir, sem eru haldnir lungna-, hjarta- og æðasjúk- dómum og efnaskiptasjúkdómum, svo sem sykursýki, ofþyngd, skertu ónæmiskerfi og skertri lifrar- og nýrnastarfsemi, hafi samband við heilsugæsluna ef þeir veikjast með inflúensulík einkenni. Þungaðar konur séu einnig á varðbergi. Búist við útbreiðslu svínaflensu Von er á bóluefni í næstu viku. STJÓRN Landverndar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harm- aðar eru linnulausar árásir fylgj- enda byggingar álvers í Helguvík á umhverfisráðherra undanfarið. Skorar Landvernd á hlutaðeig- andi aðila að útskýra fyrir þjóð- inni hvernig það þjóni hags- munum Íslendinga að verja nær allri orku sem hugsanlega eftir stendur á Suður- og Suðvestur- landi til einnar verksmiðju í þungaiðnaði. „Landvernd minnir enn og aftur á að hagvöxtur og náttúruvernd eru ekki andstæður heldur, þvert á móti, er umhverfis- og náttúru- vernd forsenda efnahagslegar og samfélagslegar velmegunar til lengri tíma litið. Hægt er að byggja upp blómlegt atvinnulíf á Íslandi án þess að valda alvar- legum spjöllum á náttúru landsins. Nýting orkuauðlinda þarf ekki að fela í sér stórkostleg náttúru- spjöll. Vanda þarf til verka, bæði hvað varðar val á verkefnum sem og stjórnsýslu, og átta sig á heild- aráhrifum áður en lagt er af stað. Einnig þarf að kunna sér hóf,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Harma linnulausar árásir á ráðherra Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „VIÐ erum alveg fullvissir um að þessi staður er ákjósanlegur fyrir gagnaver, sérstaklega af stærri gerðinni eins og við áformum á Blöndu- ósi,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, stjórn- arformaður Greenstone ehf., en Greenstone hefur ritað undir viljayfirlýsingu með Þingeyj- arsveit um byggingu gagnavers á lóð í sveitar- félaginu. Fram hefur komið að líkur hafi aukist á byggingu stórs gagnavers á vegum Green- stone á Blönduósi en að sögn Sveins Óskars er þar um annan aðila að ræða, sem áhuga hefur á að reisa gagnaver. „Við erum með fjóra aðra aðila sem hafa beðið Greenstone um að meta kosti á Íslandi og reikna út alla kostnaðarliði við byggingu og að reka gagnaver á Íslandi. Við erum að fjölga þeim kostum sem eru í boði.“ Að sögn hans er vinna við hönnun gagna- vers á Blönduósi langt komin. Greenstone hefur ritað undir viljayfirlýs- ingu við fjölmörg önnur sveitarfélög á landinu um staðsetningu undir gagnaver. „Við erum að fara á gagnaversráðstefnu í Arizona og kynna sveitarfélög sem eru í boði. Við höfum gert rannsóknir á þeim stöðum þar sem við höfum gengið frá viljayfirlýsingu,“ segir hann. Þingeyjarsveit sé mjög áhugaverður kostur fyrir starfsemi af þessu tagi, miklir möguleikar á útvegun raforku, kælivatn megi sækja í Skjálfandafljót og sveitarfélagið að stórum hluta utan jarðskjálftasvæða, sem skipti miklu. „Þetta er einn af þeim möguleikum sem menn vilja kanna til að styrkja atvinnulífið hér á svæðinu og með það í huga að geta nýtt orkuna, sem er að finna á Þeistareykjum,“ seg- ir Tryggvi Harðarson sveitarstjóri. Þetta er allt á frumvinnslustigi að sögn hans, verið að kanna möguleika á lóð og síðan verði að koma í ljós hvort eitthvað verður úr þessu. Hugsan- lega megi skipta verkefninu í áfanga. „Menn vilja hafa stækkunarmöguleika fyrir hendi ef menn fara af stað á annað borð,“ segir Tryggvi. „Þessi staður er ákjósanlegur“  Þingeyjarsveit og Greenstone ehf. undirrita viljayfirlýsingu um lóð undir gagnaver  „Við erum að fjölga þeim kostum sem eru í boði“  Hönnunarvinna vegna netþjónabús á Blönduósi er langt komin » 9 viljayfirlýsingar verið undirritaðar um gagnaver Greenstone » Fulltrúar Greenstone á stóra gagnaversráðstefnu í Arizona » Hugsanleg gagnaver eru háð mikilli flutningsgetu um sæstrengi Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands mættu ekki til fundarins né heldur nokkrir af þingmönnum Vinstri grænna. Vel var þó mætt úr öðrum flokk- um, þ.e. Sjálfstæðisflokki, Fram- sóknarflokki og Samfylkingu. Björgvin G. Sigurðsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar og þingmaður úr Suðurkjördæmi, var einn af þeim sem tóku til máls á fundinum. Hann sagði nauðsyn- legt að flýta framkvæmdum vegna álvers í Helguvík sem mest og sagðist ætla að beita sér fyrir því. Ungir jafnaðarmenn hafa til þessa verið á móti uppbyggingu álvers í Helguvík og mótmælt henni op- inberlega, líkt og Vinstri græn. Samstaða um álversframkvæmd- irnar er því ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. Skiptar skoðanir hjá stjórnarflokkunum Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞAÐ var þungt hljóðið í heimamönn- um á Reykjanesi á borgarafundi um atvinnumál sem fram fór í sal Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í gærkvöldi. Kristján Gunnarsson, formaður Sjó- manna- og verkalýðsfélags Keflavík- ur, segir að fundarmenn, sem fylltu salinn, hafi sýnt mikla samstöðu en jafnframt verið heitt í hamsi. Öllum töfum á atvinnuuppbyggingu hafi verið mótmælt. „Menn voru með hnefann á lofti og mótmæltu harðlega hvernig ein- staka ráðherrar, einkum umhverfis- ráðherra, hefur tafið fyrir því að at- vinnuuppbygging geti átt sér stað á Suðurnesjum,“ sagði Kristján. Ákvörðun Svandísar Svavarsdótt- ur umhverfisráðherra um að lagning svonefndar Suðvesturlínu, vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík, skuli vera hluti af sameiginlegu um- hverfismati, hefur lagst illa í Suður- nesjamenn. Skipulagsstofnun hefur nú málið til meðferðar en óljóst er hversu mikil töf verður á fram- kvæmd vegna þeirra. Fleira er þó óljóst er varðar ál- versframkvæmdir í Helguvík. Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan orkan til ál- versins á að koma þegar það verður fullbúið. Svandís sagði m.a. í þing- ræðu 9. september sl: „Ég gæti hald- ið um það langar ræður, að 625 megavött fyrir 365 þúsund tonna ál- ver eru ekki til á þessu svæði.“ Gert er ráð fyrir að álverið verði byggt upp í fjórum áföngum. Framleiðslu- geta fyrir 90 þúsund tonn í senn. Þegar hafa verið undirritaðar vilja- yfirlýsingar, og samningar, vegna kaupa á orku í tvo fyrri áfangana. Ekki er þó endanlega ljóst hvaðan afgangurinn af raforkunni á að koma. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir atvinnumálin á Suðurnesjum þó ekki aðeins snúast um álversframkvæmd- ir í Helguvík. Meira sé í húfi á Suður- nesjum. Framkvæmdir við gagnaver eru þar á meðal. Árni Sigfússon seg- ir vandamálin vitaskuld mikil á Suð- urnesjum en mörg tækifæri séu þó í stöðunni. „Það hafa allir áhyggjur af stöðu mála. Það eru núna 1.600 manns at- vinnulausir sem jafngildir um 12-13 prósent atvinnuleysi. Það þurfa allir að taka höndum saman til að koma hjólum af stað á nýjan leik. Ég hef fulla trú á því að það takist. Hins vegar er því ekki að leyna að stjórn- völd hafa ekki verið okkur hliðholl að undanförnu. En það er okkar von, hér á Suðurnesjum, að menn standi saman að því að byggja hér upp öfl- ugt atvinnulíf. Ég er ekki í vafa um að það takist, eftir stjórnvöld standa með íbúum hér á svæðinu.“ Öllum töfum mótmælt  Fundarmenn á opnum fundi um atvinnumál á Suðurnesjum kröfðust aðgerða í atvinnumálum  Menn stóðu með hnefann á lofti og mótmæltu framkvæmdatöfum Ljósmynd/Víkurfréttir Fjölmennt Fundargestir, þ.á.m. þingmenn Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, fylgdust grannt með gangi mála á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.